Ísafold - 03.06.1916, Blaðsíða 2

Ísafold - 03.06.1916, Blaðsíða 2
2 ISAFOLD sunnan höfuðborgina Sofía. Rennur hún til suðurs og fellur um Grikk- land eftir löngum dal, sem við hana er kendur, og í Tachyno-vatnið. Þar sem hún fellur úr vatninu aftur er skamt til sjávar og rennur hún út í Orfani eða Rendina-flóann. — Yfir þessa á var járnbrautarbrú hjá Demir-Hissar, en hana sprengdu bandamenn í loft upp í haust. Frá Demir-Hissar liggur járnbrautin suður Strumadalinn og beygir svo austur á bóginn til Xanthi í Búlgaríu. Þar sem brautin tekur að beygja, skamt frá Tachyno-vatni, stendur borgin Seres (eða Xeres). Þar eru 30 þús. íbúar. Kaupmannahöfn 2. júní. Fregnir hafa komið aí stórri sjóorustu í Norðursjó mílli Jótlandsskaga og Hornrifs. Aí brezkum skipum sukku orustu- skipin Warspide, Queen Mary, Infatgible og tveir bryndrekar aí Acilleus-flokknum, þrjú ný, létt beitiskip, nokkrir tundur- bátaspillar og einn kaibátur. Marlborough skemdist. Þjóðverjar mistu orususkip- ið Pommern, tvö beitiskip og nokkra tundurspilla. Erl. simfregnir Opinber tilkynning frá brezku utanríkistjórninni í London. Sjóorusta hjá Jótlandi. Tuttugu skipum sökt. London 2. júní. Flotamálaráðuneytið tíl- kynnir, að miðvikudaginn 31. f. m. hafi verið háð sjóornsta við Jótlands- strendur. — Flotadeild brezkra bryndreka (battle crnisers) bar hita og þunga ornstnnnar. — Beitiskipin Befence, Black Prince og bryndrekarnir Qneen Mary, Infatigible og Invincible snkkn. Warrior varð óvignr og varð skipshofn- in að loknm að yfirgefa bann. Tnndurbátaspillarn- ir Tipperary, Turbulent, Fortnne, Sparrow-Hawk, Ardent týndnst og nm sex aðra er ófrétt. Engin brezk ornstuskip eða létt beitiskip sukku. — Flotadeild óvinanna beið mikið tjón, en til þeirra sást ógiörla. Forð- uðust Bkipin návígi og flýðu til hafnar þegar aðalfloti Breta kom á vettvang. Einum bryndreka óvin- anna var sökt, að minsta kosti, og annar mjög skemdur. — Tundurspillar vorir segja, að þeir haii sökt einum bryndreka í næturárásinni og að tveim- ur léttum beitiskipum haii að líkindum verið sökt. Það er ekki hægt að segja með vissu hve mörgum tundurbátaspillum óvin- anna haíi verið sökt í sjó- orustunni,en efiaaust heíir mörgum verið sökt. London 2. júní. Nákvæmari skýrsla er komin frá yfirforingja brezka flotans um sjóorustuna hjá Jótlandi. Það er nú fengin vissa fyrir því, að Bretar mistu alls 8 tundurbáta- spilla. Yfirflotaforinginn tilkynnir og að það sé nú unt að áætla ná- kvæmar tjón það, sem óvinaflot- inn beið. Eitt orustuskip (dread- nought) af Kaiser-flokknum var sprengt í loft upp í árás af brezk- um tundurbátaspillum. öðru or- ustukipi þýzku ætla menn að hafi verið sökt með fallbyssu- skotum. Einn þýzkur bryndreki var sprengdur í loft upp, annar átti í vök að verjast fyrir flota vor- um og var að lokum óvígur og ósjófær, hinn þriðji sást mjög skemdur. Af þessum skipum hyggja menn, að tvö hafi verið bryndrekarnir Derfflinger og Lút- zow. Einu þýzku léttu beitiskipi og 6 þýzkum tundurbátaspillum var sökt og eigi færri en tvö önn- ur létt beitiskip urðu óvíg. Enn fremur sást, að mörg skot höfðu hitt önnur þrjú þýzk orustuskip, sem tóku þátt í orustunni. Loks var einum þýzkum kaf- báti sökt. Ofriðurinn. Yfirlit. Sókn Austurríkismanna. Það er nú ár síðan Ítalír hófust handa og sögðu Austurrikismönnutn stríð á hendur. Hefir alt af síðan verið stöðug sókn af hálfu ítala og hafa Austurríkismenn ekki gert ann- að en verjast. Hafa þeir haft lið miklu minna eu ítalir, en á landa- mærunum hagar svo til, að þar er ilt til sóknar, en gott til varnar. Eru þar snarbrött fjöll með gljúfrum og hengiflugum og verður tæplega yfir þau farið nema gegn um nokkui skörð, og hafa Austurríkismenn varið þau ötullega. Hörðust hefir viður- eignin orðið hjá ánni Isonzo og hafa ítalir sérstaklega sótt það af kappi að ná borg þeirri er Görtz heitir. Hafa þeir hvað eftir annað tilkynt, að borgin væri komin að því að gefast upp, en aldrei hefir úr því orðið. I öndverðum fyrra máncði varð sú breyting á, að Austurrikismenn hófu sókn í Suður-Tyrol. Er þar erfitt til sóknar, en þó hefir þeim orðið allmikið ágengt. Hafa þeir víða hrakið Itali, tekið af þeim nokk- ur vígi og borgir, og er seinast fréttist höfðu þeir handtekið 24 þús- und hermenn af ítölum. Þar, sem Austurríkismenn sækja nú fram, er skemst frá landamærum þeirra og niður á Langbarðalands- slétturnar, og er það án efa ædan þeirra að brjótast þar suður úr fjöll- unum og komast að baki ítölum. Þykjast ítalir vita, að þeir muni ætla sér að ná Feneyjum, en langt mun enn þess að bíða. Frá Balkan. Þaðan eru nú þau tíðindi helzt, að Búlgarar hafa ráðist með her manns inn í Grikkland á tveim stöðum eða fleiri. Hafa þeir tekið þar nokkrar borgir á sitt vald, og eru þeirra merkastar Demir Hissar og Ceres. Standa þær báðar við járnbrautina, sem liggur frá Saloniki austur til Miklagarðs. Grikkir fara undan i flæmingi, mótmæla aðförum Búlgara, en vilja eigi enn varna þeim vegarins með vopnum. Er það þó auðsætt, að ætlan Búlgara er sú, að leggja undir sig — um stundar- sakir að minsta kosti — þá sneið af Grikklandi, sem er austan árinnar Struma. í þeim hluta er hafnar- borgin Kavalla. Hana hafa Búlgarar lengi girnst og vildu ólmir fá hana í sinn hlut, þá er löndum Tyrkja var skift eftir Balkansófriðinn síðasta. En stórveldin réðu því þá, að Grikkir fengu borgina. Þótti þeim uppgangur Búlgara ærinn áður, þótt þeir hefðu eigi of greiðan aðgang að opnu hafi. í KavaHa hafa bandamenn sett lið á land og mun Búlgurum þykja það ærin ástæða til þess að þeir stefna her sinum þangað. En eigi hafa þeir enn gert sig líklega til þess að veit- ast að her þeim er bandamenn hafa í Saloniki. Þegar Miðveldin höfðu lagt undir sig alla Serbíu og Svartfjallaland og hrakið bandamenn suður yfir landa- mæri Grikklands, leituðu hófanna hjá Grikkjum um það, hvað þeir mundu gera, ef Miðveldaherinn skyldi gera tilraun til þess, að elta bandamenn suður yfir landamærin og hrekja þá burtu úr Saloniki. Grikkir svöruðu því, að þeir mundu ekki skifta sér af því þótt Austur- ríkismenn og Þjóðverjar færu með herlið suður yfir landamærin. En Búlgara kváðust þeir alls eigi vilja hafa þangað. Stendur Grikkjum af þeim illur stuggur og hefir lengi staðið, og þess vegna var það, að Grikkir og Serbar gerðu þann samn- ing með sér, þegar eftir Balkan- ófrðinu að hvorir skyldu veita öðr- um gegn Búlgurum. Það mun því sjálfsagt eigi með leyfi Grikkja að Búlgarar æða nú yfir land þeirra og má vera að þetta verði 'til þess að Grikkir verði að ganga inn í ófrið- inn, því að svo má brýna deigt járn að bíti. Verdun. Enn er batist af hinni mestu heift hjá Verdun, og sækja Þjóðverjar á i sífellu. Er eigi svo að sjá, sem þeim sé þrotinn þróttur enn, og hefir orustan aldrei verið grimmari en síðari hluta maímánaðar. Herlínan liggur nú í boga um- hverfis Verdun, og sækja Þjóðverjar aðallega á vestan við borgina, þar sem hlykkurinn verður á herlínunni suður á bóginn. Mun það ætlan þeirra að þoka hliðarfylkingum Frakka svo nærri borginni, að þeir verði þar milli tveggja elda. En eigi telja Frakkar mikil líkindi til þess að þeim muni takast þetta, ísland erlendis. Khöfn 22. maí. Pótur Jónsson söngleikari fer heim núna snöggva ferð og gefst þá Reykvíkingum færi á að hlusta á þann landa vorn, sem getið hefir sér langmestan orðstír ís- lenzkra söngmanna út um heim. Hann hefir síðustu 3 árin verið ráðinn við söngleikhús stórt í Þýzkalandi og haft þar með hönd- um hin veigamestu 0g vanda- sömustu söngleikarahlutverk nú- tímans. Má af þeim nefna t. d. Wagner-hlutverk þrjú, Lohengrin, Walter Stoltzing í Meistara- söngvurunum og »Hollendinginn fljúgandi«. Enn fremur aðal- hlutverkin i þessum söngleikum: Aida, Troubadouren, Bohéme, Bajazzo, Cavalleria rustieana, Carmen og Hoffmanns æfintýri. Af þessu má ráða, að Pétur er nú kominn í fremstu röð söngv- ara erlendis. Þetta staðfesta og blaðadómar um hann. T. d. er liggjandi hér fyrir framan mig eitt af Hamborgarblöðunum frá 18. janúar þ. á., og segir þar um söng Péturs kvöldinu áður, er hann söng Lohengrin (sem gestur): »Mikið og máttúgt lófatak kvað við að söngleikslokum í Stadt- teater í gærkveldi. Því var fyrst og fremst beint að þeim, er aðal- hlutverkið söng, hr. Pétri Jóns- syni. Söngur jafnt sem leikur var alveg afbragðsgott. Lohen- grin varð í meðferð hans reglu- leg vera úr öðrum heimi. I þriðja þætti var leikur hans að vísu ekki alveg í anda Richards Wagners. En þó féli mér hann vel í geð, ef til vill einmitt vegna þess, að maður sífelt er vanur öðrum blæ, en heyrir sjaldan Lohengrin betur sunginn. Hr. Pétur Jónsson hefir ástæðu til að fagna þessum sigri, sem hann með fullum rétti hefir unnið«. Tilboð þau um söngstöður við ýms leikhús, sem Pétur hefir fengið, sýna og hið mikla álit, sem hánn hefir unnið sér. Hann er bundinn við Kílarsöngleikhúsið til ársloka 1917 — við ekki veru- lega góð kjör. En frá ársbyrjun 1918 hefir honum verið boðin fyrsta söngleikarastaða við ýms beztu söngleikhús í Þýzkalandi, svo sem í Hamborg, Frankfurt am Main og Breslau — fyrir alt að 20,000 marka kaupi fyrir leik- tíraabilið (8 mánuðir árlega). En Pétur hefir enn eigi viljað binda sig, með því að allar líkur eru til enn betri tilboða úr öðrum áttum. liér með fylgja tvær myndir af Pétri á leiksviðinu úr Lohen- grin og Troubadouren. FánamáliS. Nýlega er hin ítar- lega og afarfróðlega ritgerð Guðm. Björnssonar landlæknis í Fána- nefndarskýrslunni komin út í danskri þýðingu. Eins og kunnugt er, veitti al- þingi 500 kr. styrk í þessu skyni. Þýðandinn er hr. Aage Meyer Benedictsen. Segir hann svo í byrjun formálans: »Þessa bók hefi eg þýtt ekki eingöngu vegna þess, að hún veitir bókmentum vorum gagn- lega aukning, sem fyrsta bók á dönsku máli um sögu þjóðfána, heldur einnig sökum þess, að málsmetandi Islendingur, land- læknir 0g alþingismaður G. B., í henni skýrt og fallega heldur vörn uppi fyrir hinum nýja fána ís- lands og rétti þjóðar sinnar tiL þess að eiga þjóðfána heilan og óskoraðan«. Nokkuð hefir verið um bók þessa ritað í dönsk hlöðr af samúð í »Politiken«, en þvert á móti í »Ekstrabladet«. Skynsemdar- snauð vanþekkingargrein, hátt hjalandi um Danahatur á Is- landi og um hve Dönum á hinn bóginn megi á sama standa um »kindaklipparana« (de Faareklippere) á íslandi. Rök færir blaðið engin móti ritgerð G. B., og sennilega verður litið um þau í blöðum Dana, þótt eigi muni viljann vanta hjá sumum þeirra, að hnýta í þær skoðanir,, sem G. B. heldur fram. Hin dansk-íslenzku risaáformi verða framkYæmd, Khöfn, 22. maí. Svo nefnist grein í Kaupmanna- hafnarblaðinu Dagens Nyheder frá 14. maí 0g- ræðir hún nm starf Pdls Torfasonar hér íDanmörku. Hér kemur lausleg þýðing af meginköflum greinarinnar, les- endum vorum til »gagns og gam- ans«. »Vér höfum áður«, segir blað- ið, »vakið máls á því, að beina dönsku auðmagni að því marki að grafa upp fjársjóðu þá er fel- ast á íslandi og flestir liggja ónotaðir. Hér væri mál á ferðinni sem væri einhvers virði bæði fyrir Is- land og móðurlandið. Með því að styðja hvorir aðra að þessari braut mundu þær framkvæmndir fæðast af, að sennilega yrði unt að losna við þann hinn spillandi stjórnmálareipdrátt er á síðari ár- um hefir verið svo mikill þránd- ur í götu fyrir góðu samkomu- lagi milli landanna. Danir, sem á þenna hátt legðu hönd á plóg- inn, mundu gera sjálfum sér og ísleudingum — þeim ekki sízt — mikilsverðan greiða. Nú virðist þetta mál komið á góðan rekspöl og það meira að segja á þann hátt, sem oss má falla vel í geð og létta mun samvinnuna: — Is- lendingar eiga sjálfir upptökin.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.