Ísafold - 03.06.1916, Blaðsíða 3

Ísafold - 03.06.1916, Blaðsíða 3
ISAFOLD 3 Uppi á íslandi var hópur manna, er sá livert stefndi, að útlendingar smátt og smátt sett- ust að og trygðu sér allskonar heimildir, sem með tímanum myndu gera þjóðina alháða þess- um mönnum. Viðvörunarorð hljómuðu og menn réðu þar af að vekja athygli móðurlandsins á hættunni, s^m bæði Islandi og Danmörku stafaði af útlendinga- straumnum til íslands. Eitt var samt gott við þessa er- lendu starfsemi »þar uppi«. Hún opnaði augu margra þeirra, sem tregir höfðu verið til að trúa á framtíðarmöguleikann ónotaða á Islandi og vakti framkvæmda- löngun hjá öðrum sem kunnu að sjá og læra. Einn þeirra manna, erfremstir hafa staðið í viðreisnarstarfinu fyrir sögueyna er íslendingurinn hr. framkvæmdarstj. (Páll) Torfa- son. (Á dönsku: EnafdeMænd, der har været forrest i Arbejdet for Ophjælpningen af Sagaöen er Islænderen Direktör Torfason). Hr. Torfason, sem hefir tekið sér bólfestu »hér niðri« um stundar- sakir til þess að vinna fyrir þetta mál — hefir, eins og kunnugt er, oft áður notað færið hér í blað- inu til þess að skýra hin dansk- íslenzku risa-áform og vekja máls á innilegri samvinnu milli Dan- merkur og íslands. Það sem hann hefir haft að segja, liefir jafnan verið lesið með hinni mestu athygli »hér niðri« og vér gerumst svo djarfir að ætla, að með þessu móti hafi tekist að vekja samúð og velvild hjá mjög mörgum fyrir óskum íslendinga um samvinnu til að notfæra sér auðs uppsprettur íslands«. Eftir þenna inngang flytur blað- ið svo viðtal er það hefir átt við Pál Torfason: »Hr. framkvæmdarstjóri Torfa- son, sem er nú búinn að sjá fyrir endann á fyrstu og mestu erfið- leikunum, skýrir oss í gær frá því, er hér fer á eftir, um niður- stöðuna af erindisrekstri sínum hér niðri (sin Mission hernede): »Málunum er komið það nú, að ef ekki kemur neitt óvænt fyrir, verður bráðlega sent út boðsbréf um að stofna stóii dansk- íslenzkt hlutafélag, er fyrst um sinn vinni að því að hagnyta Tcol- og saltnámumar þar uppi. Undirbúningsstarfið hefir tekið talsverðan tíma, og við höfum fengið heilan hóp mikilsmegandi manna hér í Danmörku til þess að sinna málinu og má því gera sér beztu vonir um, að loksins hepnist að hrinda í framkvæmd hinni afar-mikilsverðu samvinnu, sem vér íslendingar lengi höfum þráð. Eg hygg eg megi segja það fyrir hönd samlanda minna, að stjórnmáladeilurnar eru nú að lúta algerlega í lægra haldi fyrir vinsamlegri samvinnubeggjaland- anna, er í. sér getur falið mikinn hag báðum aðiljum«. Þessu næst segir P. T. að byrj- að verði á saltnámurekstrinum. Smálestin muni eigi koma til að kosta meira en 7—8 kr., i stað 90 kr. nú. Um kolanámureksturinn segir P.j^ T., að ennjt megi^ hann ekki segja^(frá). einstökum , atriðum. Kolanámurséu afarmiklar á Fróni, bæði brúnkola ogJi[steinkola og margar þeirra við ágætar hafnir, þar sem skipin geti farið alla leið að námunum til að eækju kolin. Viðtal sitt endar P. T. á þessa lund: »ísland liefir stórlega vantað menn eins og Tietgen og etazráð H. N. Andersen. Ef vér.hefðum átt slíkan mann værum við langt komnir nú. Mín kynslóð verður nú að ryðja braut framsóknar- störfum íslands. Og þótt það verði komandi kynslóðir, sem njóta á- góðans, leggjum við ekki árar í bát. Þrætunnar tímar verða að hverfa. Það sem á ríður er, að skapa samhuga þjóð, sem bæði getur og vill sækja ráð og stuðn- ing hingað til Danmerkur«. Svo mörg eru þau heilögu orð og ekki vanþörf á við tækifæri að athuga þau dálítið. En að þessu sinni skal bent á, að alt þetta »Ophjælpnings*-hjal bæði í munni íslendinga og Dana — er hreinasta bull. Það er ekki af neinni fórnfýsi, sem fé er lagt í þessi eða önnur fyrirtæki, heldur af því, að menn búast við að hafa hag af því. Það er að ala upp rangar hug- myndir hjá Dönum, þegar Islend- ingar eru að hjala á þessa lund. Um »viðreisnarstarfsemi« P. T. fyrir »sögu-eyna«, sem blaðið tal- ar um af svo miklum fjálgleik — er minna kunnugt á íslandi — hingað til. En ef P. T. getur nú komið eiqhverju hollu fyrirtæki á stað, sem ekki hrynur í fæð- ingunni, þá hafi hann maklega viðurkenning fyrir það. En ekk- ert er eins hættulegt sóma lands vors og við8kifta-orði landsmanna, eins og ef menn hrópa hátt um og gera í blöðum mikið veður úr fyrirhuguðum fyrirtækjum, sem siðan verður ekkert úr, eða verra en ekkert — þ. e. prettir gagn- vart ókunnugum útlendingum. ,Ofvitar.‘ „Undarlegt er æðimargt“. Nú er öld vizkunnar. Eða fá- vizkunnar, segja sumir. Allir ung- lingar eru vitringar og skáld — fæddir og af guðs náð; eða þá fá- vitar af guðs ónáð. Allir skólar fullir af ungmennum, sem ekkert þurfa að læra, af því að þeir vita svo mikið, þ. e. a. s. þykjast vita. Hjá nokkrum er þetta í svo rik- um mæli, að o/vit verður úr; Svo er höfuð þeirra þrungið, að út sprett- ur hárið sítt á einni nóttu, þótt af sé rakað að kvöldi. Þeir ganga því með hár á bak niður. Og ekkert höfuðfat helst við á höfðum þeirra, svo magnaður er útstraumur »vits- ins«. Þeir ganga því berhöfðaðir alla daga, jafnt vetur sem sumar.— Þeir eru »ofvitar«, reyndar hvergi nema í eigin ímyndun. Eða þá samkvæmt því, sem rótgróin hug- mynd almennings visar til: Að »of- viti« er sama sem fáviti eðzjábjáni! Verður þá shiljanleqra, hvernig á öllu látæði þessara unglinga stendur — hvort sem það gerist nú hér niðri á jörðunni með berhausaskap og öðrum tiktúrum, eða uppi í tungl- inu með tilheyrandi brjálsemis-ein- kennum. En eitt verður fullorðnum mönn- um að spurn, er þeir verða að horfa upp á þessar hrygðarmyndir: Hvi láta aðstandendur drengja þessara þá leika hér lausum halaf Enginn veit hvenær þeir »fara sér að voða«. Og er það ekki ábyrgðarhluti að sleppa hendinni alveg af þeim, hér innrn um margmenni bæjarins? Hrafn. Nýtt Ijóðasafn. Urval úr frumsömd- um og þýddum kvæð- um Bjarna Jónsson- ar frá Vogi. Reykja- vík 1916. Kostnað- armaður Gunnar Sig- urðsson frá Selalæk, (með mynd höf.) 160 blaðsíður. I. Ljóðin eru nokkurskonar skugg- sjá, er hægt er að líta í sál skálds- ins og sést þá glögglega, hvað skáldinu er kærast, hverja lífs- skoðun hann hefir. Sum okkar íslenzku skálda yrkja helzt um ástir, aðrir t. d. um hestagaman og önnur lítilfjörleg atvik í líf- inu, er flestum má standa á sama um. Þetta er lægsta stig skáld- þroskans að hugsa og yrkja ein- göngu um eigin hagsmuni; jarð- skækill er óðal þessara manna í andlegum skilningi. Aðrir meta heill og hag fó3turjarðarinnar meira en eigin hagsmuni; óðal þeirra er öll fósturjörðin. En ofar standa þeir vitanlega, er andlegir alheimsborgarar eru og kappkosta að miðla föðurlandi sínu af alheimsmenningunni. Segja má um flest góðskáld vor Islend- inga, að þeir hafi náð þessu stigi, þó að misjafn sje skáldskapurinn hjá þeim. II. Bjarni frá Vogi hefir nú safn- að saman mörgum beztu kvæð- um sínum, er flest hafa birzt í blöðum, tímaritum og ritlingum, ljóðmælasöfnunum: »Baldursbrá«, »Tækifæri og tíningur«, »Blið- vindi«, »Misvindi« o. fl. Er vert að líta á, hvaða yrkis- efni Bjarni hefir valið í bók þessa. Hann yrkir flest kvæðin til ís- lands (6), um frelsi íslands og framfarir, um fánann, um tung- una, utn óbornar hugsjónir þjóð- arinnar: Sjá muntu eld, er aldreigi slökknar, inst í hug þinna drenglyndu sona. Alt skal lúta eldinum þeim. í safni þessu er togdrápan til Björnstjerne Björnson og kveðjan til Noregsbáskóla. Bjarni yrkir um afreksmenn þjóðarinnar, um Jón Sigurðsson, Jónas, Steingrím, Þorst. Erl., Ben. Gröndal, Jón rektor Þorkelsson. Þá eru ýms kvæði um hinn líðandi tíma, Kvöldkyrð (lag eftir Sigfús Einars- son), Gleðilegt sumar (lag eftir Arna Thorsteinson),. Áramót og Aldamótakvæði. örfá stjórnmála- kvæði, þingvísur og gamanvís- urnar um nátttröllið danska og kálfinn íslenzka, ádeilukvæði um haladingl kálfsins og stóra bróð- urinn danska. Yms önnur smá- kvæði og loks fjöldi af ágætum útlendum kvæðum í þýðingu, eft- ir Goethe (Tileinkunin að »Paust« og Gréta við rokkinn), Runeberg, H. C. Andersen (Zombien), Ósk- ar II. Svíakonung, Anders Hovden, Schiller, Vinje, Petöfi, Ernst v. d. Recke, Uhland, Heine, von Dyherrn og Garborg. III. Bjarni frá Vogi er íslenzkari í lund en mörg önnur skáld okk- ar; ber mjög á þessu í skáldskap hans. Þótt hann sé mjög kunn- ugur skáldskap nágrannaþjóðanna, einkum Þjóðverja og Norðmanna — hefir hann þýtt ágætis rit Gustavs Freytag og Árna Garborgs á íslenzku — blæs norrænn andi í mörgum kvæðum Bjarna. Hann er í lund víkingur löngu liðinna alda; þess vegna ber mjög á siglingamyndum í skáldskap hans, þess vegna líkir hann fram- sóknarbaráttu þjóðarinnar íAlda- mótakvæði sínu við fley á sigl- ingu, hann sér í hylling handar öllu »hefjast láð úr dimmu gráði«, starfaþyrstir menn | »falla á árar, fara að stýri, | festa gæta og siglu- brestac [ og Bjarní hvetur þá til að láta Gamminn rása og geisa, þvi að grónar grundir og græn tún taki við. Þessi Völuspár-bjart- sýni Bjarna kemur víða í ljós t. d. í kvæðinu »Stríðið«: »Sól mun á sali sunnan skíua björt og hlý, grær grund og bali grænum lauki á ný«. Og þegar sumar kemur, hvetur Bjarni Frónbúa að vinda seglin stöfuð að húnum »og þó að sjáum vér lítt til landa, skal Ijóma sól á vor drekahöfuð«. Vopnaviðureign eralgengí skáld- skap hans og finst honum, að ef söngur fylli fjöll og dali, glymji fornra kappa stál (»Fáninn« 1913). I fjölda kvæða sinna minnir hann því á hreina og djarfa víkings- lund. Það er trú hans og von, að landið skuli standa í ljóma meðal helztu landa heimsins, haf- ið ytír þrautir sínar. En nor- rænn andi eingöngu getur leitt heiðar aldir yfir landið (kveðja til Noregsháskóla). Þá skal hug- ur hvessa sýn, fornar víkings- dygðir endurljfgaðar, sigurfáni á lofti og »íslaud frjálst sem hug- ur manns«, en Óðinn gali oss ís- lendingum Bjarkamál undir rand- ir (»Fáninn 1913«). Sumum kann að þykja að Bjarni sé of forn í skáldskap sínum. Víst er um það, að mestum áhrifum hefir hann orðið fyrir af Eddukvæðum; hugsanir, orðalag og líkingar úr Hávamálum, Völuspá og öðrum fornum kvæðum eru tíðir gestir í kvæðum sögum hans. Einna mest áhrif mun þó Jónas Hall- grímsson hafa haft á hann. »ís- landsvísur* Bjarna: »sólargull um fell og fjöll fögur nótt og heiður dagur« — eru fallegar, en stælt er þar kvæði Jónasar: »Fifilbrekka! gró- in grund«, bragarháttur sami, enda kvæðið ort undir lagi Árna Thorsteinssonar. Áhrifa annara skálda gætir altaf mest, ef lag eða ljóðakliður er sami. Bjarni yrkir t. d. kvæði á aldarafmæli Jónasar og byrjar: »Hulda, hví gripur höndin þín hin ljósa um hendui' mér, og lauga tárin brá?« en í Hulduljóðum Jónasar stendur: »Hulda, hví grípa hendur þínar ljósu um hendur mér, og hví svo viknar þú?« Jónasi gremst að leirburðarstagl og holtaþokuvæl fylli breiða bygð með aumlegt þvaður, en Bjarni getur réttilega sagt um Jónas: »öfundarhugur horfinn er úr landi, hefir nú sigur vegið skáldsins andi«. Jónas yrkir í endurminningunni um Eggert Ólafsson, en Bjarni endurminningunni um Jónas. Annars er andinn sami, sál Bjarna vaggast á sömu bárum í þessu kvæði og audi Jónasar í Huldu- ljóðum, þó að þessi kvæði verði annars ekki samanborin. Svipað er, er Bjanii yrkir eftir Þorstein Erlingsson; allir heyra þytinn l vængjablaki Þorsteins, er Bjarni kveður: »Torfylt er fyrir skildi skarð, sköpum má engi halla, sár til ólífis siðast varð söngvarinn góði að falla. Kveður nú svaninn brúðurin blárra fjalla«. IV. Má af þessu sjá, að Bjai’na veitist hægt að íxá. fullum skiln- ingi á kvæðum annara og kem- ur þetta glögglega i ljós i þýð- ingum hans. Hefir hann þýtt fjölda af erlendum kvæðum og unnið það afreksverk að snúa jóðabálkum Garborgs »Huliðs- heimum« og »í Helheimum« á íslenzku. Eg vel þýzku kvæðin úr safni þessu og ber þýðiugarn- ar saman við frummálið. Er þeim kvæðum öllum vel snúið, einkum spákonukvæði Schillers »Kassandra«. Þýðingin er mjög nákvæm, engin hugsun eða sam- líking úr feld og bragarháttur 8ami. önnur islenzk skáld hafa oft leyft sér að breyta um brag- arhátt i þýðingum, eins og t. d. Jónas Hallgrímsson í Heine-þýð- ingum eða »Dagrúnai’harmi« Schillers. Fer raunar vel á því stundum, en flestir munu kjósa sama bragarhátt, enda er kliðui’- inn vöggusöngur sálarinnar, en hugsanirnar fæðast fyrst,er sti’engj- unum er stilt. Bjarni þýðir ætíð undir sama bragarhætti og skeik- ar nær aldrei. Er þó erfitt að snúa stuttum ljóðlínum með t. d. tveggja atkvæða áherzlu og enda- rími, eins og þegar Gréta í »Faust« situr við rokkinn og segir: Alveg hvíldarlaus er hugurinn; og hugró týnda eg aldrei finn. Á þýzku: Meine Ruh’ ist hin, mein Herz ist schwer, ich finde sie nimmer und nimmermehr. Þá er tileinkunin að »Faust« vel þýdd og hafa að minsta kosti 3 aðrir Islendingar spreytt sig á sama viðfangsefni. Smákvæði Heines »Wenn ich in deine Aug- enseh’« hefir Bjarni þýtt; önnur þýðingu á sama kvæði er til eftir Jónas Guðlaugsson (i >Dagsbrún«), en nákvæmari er þýðing Bjarna. Fæst hann nú við að þýða »Faust« á íslenzku og hefir lokið við for- leikana og brot af fyrri hluta, Viðfangsefnið er afai’örðugt og er engum betur ti’eystandi að gera íslenzka þjóð aðnjótandi þessai’ar gersemi, mesta afreksverks heims- bókmentanna í fortíð og nútið. Er óskandi að ástæður og aldur tálmi ekki Bjarna og mun hann þá öðlast það lof, er hann helzt mundi kjósa: að vel hafi hann þjóð sinni unnið »uns þrotinn var máttur og skeiðið var runnið*. Alexander Jóhannesson. Nýtt ættarnafn. Stjórnarráðið hefir leyft, að börn prófessors Haralds Nlels- sonar: Sigurður, Soffía Emilía

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.