Ísafold - 03.06.1916, Blaðsíða 4

Ísafold - 03.06.1916, Blaðsíða 4
4 ISAFOLD CARLSBER6 OLGERDARHDS mæla með: Carlsberg 5I^ skattefri alkoholfátækt, ekstraktríkt, ljúflengt, endingargott. Carlsberg skattefri Porter ekstraktríkastur allra Portertegunda. CarIsberg gosdrykkj um. áreiðanlega beztu gosdrykkirnir. Síafseíningarorð-bóh Björns Jónssonar er viðurkend langbezta leiðbeiningarbók um ísl. stafsetning. Fæst hjá öllum bóksölum og kostar að eins 1 krónu. t Hér með tilkynnist vinum og vanda- mönnum að konan min elskulega, Hall- dóra Halldórsdóttir, andaðist ð Landa- kotsspítalanum aðfaranótt 2. júni. Jarðarförin er ákveðin þriðjudaginn 6. júní kl. Il’/a frá Spitalanum. p. t. Reykjavik 2. júni 1916. (Hotel Island). Ágúst Benidiktsson. Björn Daníel Kornelíus, Elín Sigríður og Guðrún taki upp ættarnafnið H a r a 1 z. Gnðin. E. Guðmundsson bryggju- smiður fór vestur með Gullfossi til þess að byrja námugröftinn í stálvík. Með honurn fóru um 20 verkamenn. Jarðarför Skúla alþingismanns Thoroddsens fer fram í dag. Reikningur íslands banka árið 1915 er n/lega útsendur. Hefir umsetning bankans með útbúum orðið alls kr. 139,723,055,27. Reikningur Landsbanka Islands árið 1915 er einnig nýútkominn. Er þar á meðal annars: »Yfirlit yfir vöxt Landsbankans með útbúum í árslok 1886—1915«. Samkvæmt, því hefir ársvelta bankans aukist úr 837,688 kr. (1886) upp í 104,796,328 kr. (1915). Pétur Jónsson óperusongvari ætlar að syngja í Bárubúð á morgun og mánudag. Hyggja menn svo gott til að allir aðgöngumiðar voru upppant- aðir til sunnudags í gær. Eggert Stefánsson söng á upp- stigningardag í síðasta sinn. Báruhús- ið var fult áheyrenda, eins og hin fyrri skiftin, er klöppuðu söngmann- inum lof í lófa fyrir söaginn, var hann margkallaður fram hvað eftir annað. — Héðan fór Eggert með Botníu til ísa- fjarðar í gær, hafði ætlað að syngja áður 1 Hafnarfirði, en vanst ekki tími til. — Honum fylgja beztu árnaðar- óskir hóðan. f Andrés Andrésson, verzlunar- maður, sem um mörg ár var pakkhús- maður við verzlun J. P. T. Bryde hór í bænum, og bróðir síra Magnúsar á Gilsbakka, lózt 30. f. m. Hafði verið veikur lengi undanfarið. Botnía kom hingað frá útiöudum kl. 1 e. hád. síðastl. þriðjudag. Hafði verið 5 sólarhringa frá Kaupmanna- höfn og hingað að frádregnum við- stöðum í Englandi og Vestmannaeyjum. Meðal farþega; Pótur Jónsson operu- söngvari, Þorvarður Þorvarðarson prentsmiðju8tjóri, Þorsteinn Jónsson bókhaldari, 'frú Hildur Loftsson, Guð- brandur Jónsson ritari, Arni Riis kaup- maður, Carl Riis kaupm. og frú og barn, Þorv. Benjamínsson og frú og barn, Mikkelsen umboðsmaður Smjör- hússins, Þórður Jónsson, Olsen verk- fræðingur, ungfrú Krist/n Þorvalds- dóttir, ungfrú Helga Jacobson, frú Kr. Kragh, Þórður Bjarnason stórkaupm. og frú hans, Pótur Hjaltested úrsm., Th. Thorsteinsson kaupm., Tofte banka- stjóri, Haukur Thors útgerðarstjóri, ungfrú Magnþóra Magnúsdóttir, An- dersen lyfsali í ’Stykkisbólmi, Guðm. BeryKSon póstafgrrn. Isafirði. jungfrú Sigríðm Sighviitsdóttir, Theodor John- sen bakari, stúdentarnir Hallgrimur Hallgrímsson, Steinn Sieinsson, Finnb. R. Þorvaldsson o. fl. Frá Vestm.eyjum. komu Gísli Johnsen konsúll og frú hans, Sigfús M. John- son yfirdómslögmaður, Siggeir Tarfason kaupm., Kristján Gíslason kaupm., Gunnar Ólafsson kaupm., Magnús Þórðarson kaupm., Arni Johnsen o. fl, — Botnía hafði fengið fyrirtaksveður alla leið og tafðist aðeins V/2 sólar- hring í Lerwick. Hagtíðindin, 4. tbl. 1916, er nýútkomið. Segja þau tollaaa hafa verið 400 þús. kr. hærri 1915 en næstu drin á undan. Aðflutningstollarnir gömlu hafa num- ið alls 1010 þús. kr. Vörutollur nam 351 þús. kr. Utflutningsgjald af fiski og lýsi nam 259 þús. kr. Vetðhækkunartollur nam fyrir þá 3V2 mánuð, sem hann var í gildi, 182 þús. kr., þar af fyrir sjávaraf- urðir 131,339 kr., en fyrir landbún- aðarafurðir 30,349 kr. Smásöluverð í Reykjavik beitir einn kaflinn í HagtíL, og er hann vfirlit yfir verðhækkun á ýmsum vörum hér í Reykjavík síðan ófriðurinn hófst. Fer hér á eftir skrá yfir helztu vörutegundirnar: Rúgbrauð . . hækkað um 60 % Fransbrauð . — — 20 — Súrhrauð . . -— — 30 — Rúgmjöl . . — — 68 — Fiórmjöl . . — — 42 — Hveiti ... — — 43 — Bankabyggsmjöl — — 66 — Hrísgrjóti . . — — 26 — Sagogrjón . . — — 72 — Hafragrjón. . —- — 34 — -Kartöflumjöl . — — 125 — Heilbaunir . — — 120 — Hálíbaunir . — — 112 — Hvitkdl... — — 87- Kandís ... — — 136 — Melís ... — — 26 — -— st. *. . — — 20 — Púðursykur . — — 20 — Kaffi óbrent . — — 1 — — brent . — — 2 — Kaffibætir . . — — 9 — Te . . . . — — 19 — Isl. smjör . . — — 20 — Smjörlíki . . — — 22 — Palmin ... — — 34 — Nýmjólk . . — — 9 — Mysuostur. . — — 7 6 — Mjólkurostur . — — 56 — Egg . . . . — — 87 — Nautakjöt steik — — 7i — — súpukj. — — 7 6 — Kindakjöt nýtt — — 97 — — saltað — — 91 — — reykt — — 60 — Kálfskjöt . . — — 114 — Flesk saltað . — — 63 — — reykt . — — 33 — Fiskur nýr . — — 43 — Lúða ný . . .— — 8 — Saltfiskur, þorskur — — 15 — — ufsi — — 5° — Trosfiskur. . — — 115 — Steinkol . . — — 139 — Ennfremur eru nýútkomnar frá Hagstofunni: Hagskýrslur íslands 9. hefti og eru það Búnaðarskýrslur fyrir árið 1914. ——" ' ....................... Prófessor Finnur Jónsson og ættarnöfnin. í *ísafold« 27. f. m. ritar próf. Finnur Jónsson nokkur orð um ætt- arnöfn og stingur upp á að þeir, sem þykjast þurfa þess, taki upp keuninöfn, í líkingu við viðurnefnin fornu, fyrir sjálfa sig, en ekki sem ætt- geng ættnöfn. Er hann ættarnafna- farginu andvígur og er gleðilegt, að þar hefir mætur málfræðingur bæzt við í hóp andmælenda ættarnafnanna. Er mér ekki kunnugt um neinn ís- lenzkan málfræðing, er nota vilji til- lögur nafnanefndarinnar, að undan- skildum þeim eina manni, er sæti átti í nefndinni. En um eitt atriði er eg próf. Finni Jónssyni ósammála. Hann segir að málfræðishliðin í þess- ari ættarnafnadeilu sé einkis virði eða lítils. Eg reit grein um mál- fræðisatriði deilunnar í vetur og benti á, aðnýgervingar nefndaiinnar bæru engin einkenni ísleuzkrar tungu og lagði einkum áherzlu á, að nafnorða- beygingarnar mættum við ekki missa. Nefndin vildi, að nöfr.in á — an, — on, — fer og — star, yrðu óbeygj- anleg. Próf. Finnur minnist á ætt- arnöfnin á -son og getur fallist á, að þágnfallsendingin sé -son, af því að ýms önnur orð í málinu hafa týnt þágufallsendingunni og lánað þol- fallsendinguna, eins og t. d. vönd f. vendi. Honum er sárara um eign- arfallsendinguna. »Ef beygt er »son arc, fer ættarnafnið víst út um þúf- ur, og ef sagt er »sons«, hvað segir (sic!) óspilt eyra þá?c Próf. Finn- ur lastar ennfremur, að íslenzk nöfn á skipum eru í daglegu tali oft höfð óbeygjanleg. Eg get því ekki séð annað en að við séum sammála nema livað hann tekur sárara til eignar- falisendingarinnar en til hinna fall- endinganna, að því er virðist. Eg er andvígur ættarnöfnum af því að þau eru óþjóðleg, en óþjóð- leg eru þau af því að islenzk tunga mundi þá að nokkru leyti glata helztu einkennum sinum. í mínum aug- um er því málfræðishliðin mikilvæg- asta atriðið. Alexander Jóhannesson. Frá Vestur-l8lendinguin. T)r. Guðm. Finnbogason kom til Winnipeg mánudag 24. spríl. Hafði hann haldið fyrirlestur í fyrstu lútersku kirkju 2. maí síð- astl. um Viðhald íslenzks þjóðernis í Vesturheimi. í för með honum frá Kaupmannahöfn var ungfrú Þyri Benediktsdóttir Þórarinssonar, kaup- manns í Reykjavík og ætlaði hún til hjónanna síra Friðriks Hallgrims- sonar og konu hans i Argyle, segir Lögberg 27. apríl. Guðm. Sigurjónsson glimu- maður hefir nýlega keypt ávaxta- og sætinda sölubúð i Winnipeg. Hann hefir þar einnig veitingar. Lögb.) ------- r» t ■9----- Sagt af sér embætti. Guðm. sýslumaður E^erz á Eski- firði sendi stjórnarráðinu símskeyti á dögunum þess efnis, að hann segði af sér embætti sínu, frá 1. okt. n. k. að telja, og kvað hafa látið þess jafn- framt getið, að hann vildi ekki Iáta stjr. »óvirðac sig lengur! Hafði það, að sögn, verið á öðru máli en sýslumaðurinn um lagaatriði eitt, sem ekki þykir neitt tiltökumál alment, og felt úr gildi úrskurð, er hann hafði upp kveðið viðvikjandi sýslu- nefnd Suður-Múlasýslu. Líkkistnr frá einföldustu til fullkomnustu gerðar Líkklæði, Líkvagn og alt sem að greftrun lýtur, fæst ávalt hjá Eyv. Árnasyni. Verksmiðjan Laufásvegi 2. F skilvindan skilur 130 litra á kl.stund og kostar að eins 6 3 krónur. A seinustu árum hefir engrön skiivinda rutt sér jafnmikið til rúms vegna þess hve mæta vel hún reynist, og hve mjög hún stendur öðrum tegundum Fremri. Hún er mjög sterk, einföld, fljót- leg að hreinsa, skilur vel og er ódýr. Bændur! Kaupið því Fram-skil- vinduna, hún er ekki að eins öðrum fremri, heldur þeirra Fremst Nægar birgðir ásamt varapörtum fyrirliggjandi hjá Kr. ó. Skagfjörð, Patreksfirði. AsUendur Isaíuldar eru beðnir að láta afgreiðslu blaðsins vita ef villur skyldu hafa slæðst inn í utanáskriftirnar á sendingum blaðs- ins. Talan framan við heimilisfangið merkir að viðkomandi hafi greitt and- virði blaðsins fyrir það ár, er talan segir. Nærsveitamenn eru vinsamlega beðnir að vitja Isafoldar í afgreiðsluna, þegar þeir eru á ferð í bænum, einkum Mosfellssveitarmenn og aðrir, sem flytja mjólk til bæjarins daglega. Áfgreiðsk" opin á hverjum virkum degi kl. 8 á morgnana til kl. 8 i kvöldin. 77/ haupenda Isafoídar. Með því að útgefanda ísafoldar hafa borist óskir frá mörgum kaup- endum blaðsins hér j Reykjavik um að fá að borga blaðið ársfjórðungs- lega, verða kvittanir fyrir r. árs- fjórður.g 1916 sendar út næstu daga. Edward Carpentsr Civilisationen den Aarsag og Heibredelse 0 85 för 2.50. Henry Georges: Verdens- betragtning og Stilling til Socialismen 0.75 för 2.00. Leo Tolstoj: Kristi Lære og Kirkens Lære 1.00 för 5.50. Kari .atar Albnm efter Edward Fochs, c. 1200 Sider raed 1000 III. og de berömte 60 Farve- tryk eleg. indbunden i 2 Bind, kun 5.50. Schultze Naumburg: Kvindelegemets Knl- t»r, m. 131 111. eleg. udstyret, nedsat Pris 2.50. Den fulde Saudbed om den store Sædeligbeds Retssag, 288 Sider, 1,00 för 3.00. Flammarion: Verdens Under- gang rigt ill., eleg. indb. kun 2.00. S. Hedin: Tránshinialaja, rigt ill,, eleg. indb. i 2 Bind 3.75. Hagenbeck: Dyr og Men- nesker, rigt ill., eleg. indb. kun 2.00. Helge Hoíst: Elektriciteten, sidste Udg. rigt ill, eleg. indb. i 2 Bind 4.00. Hertel Wulff: Pengenes Tilblivelse og Virken i Nutidens Samfund, ill. eleg. indb. kun 2.00. H. Molander: En Lykkeridder, fra 30 Aarkrigen, 350 Sider, eleg. indb. 1.25. H. F. Ewald: Kristian den anden, 316 Sider, eleg. indb. 1.00. Lanrids Bruun: Kronen eleg. indb. 1.00. C. Hanch: En polsk Familie, eleg. indb. 1.50. Do.: Vilhelm Zabern, eleg. indb. 1.00. Topelius : Gustav Adolf og Trediveaarskrigeu, eleg. indb. I. 00. Johan Bojer: Frnens Magt, eieg. indb. kun 1.00. Jón Jónsson Borgfirð- ingur: Söguágrip um prentsmiðjur og prentara á Islandi 0.60. Halldór Kr. Frið- riksson : Lýsing Islands 0.50. Gunnlaugur Þórðarson : Konráðs Saga 0.60. Bögerne ere nye Eksemplarer og sendes mod Efter- krav. Palsbek Boghandel, 45 Pilestræde 45 Köbenhavn. Fjármark það er eg auglýsti i ii. tbl. ísafoldar 1916 brúka eg ckki, var sammerkt. Jón Brynjólfsson, Yrpuholti, €%il Reimaíiíunar Vllium vér sérstaklega ráða mönnum úl að nota vora pakkaliti, er hlotið hafaverð- Iaun, enda taka þeir öllum öðrum litum fram, bæði að gæðum og litarfegurð. Sérhver, sem notar vora liti, má ör- uggur treysta því, að vel muni geíast. — í stað helllulits viljum vér ráða mönnum til að nota heldur vort svo nefnda Castorsvart, því þessilitut er miklu fegurri og haldbetri en nokk- ur annar svartur litur. Leiðarvísir á islenzku fylgir hverjum pakka. ■— Litirnir fást hjá kaupmönnum alls- staðar á íslandi. cfiucfis GtarvefaBrŒ Kaupendur fsafoldar hér i bænum, og eins þeir sem lengra eru í burtu, eru vinsamlega beðnir að tilkynna afgreiðslunni ef þeir hafa skift um bústað. Aggerbecks Irissápa er óviBjalaanloga yób fjrit húMna. Dpp4h«lei allra hvenua, Beita barnos&pa. Bibjífi kaup- menn ybar nm hana.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.