Ísafold - 07.06.1916, Síða 1

Ísafold - 07.06.1916, Síða 1
Kenmr Út tvisvar [ í viku. Vei?) árir. 5 kr„ erlendis T1/^ ; ! kr. e6a 2 Jollar;bor«- ist i'yrir miðjan júíi erlendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. SAFOLD ísafoldarprentsmiðja. Ritstjori: Ólafur BjörnssQn. Talsími nr. 455. Uppsögn (skrifl. bundin við áramót, er ógild nema kom- in sé til útgefanda fyrir 1. oktbr. og só kaupandi skuld- laus viS blaðiS. XLIII. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 7. júní 1916. 42. tölublaö AlþýOofél.bóísAsafn Templaras. 8 fel. 7—8 Borgarstjór^skriístofan opin virka daga 11—8 BtiöjarfógetaRkrifstofan opin v. d. 10—2 og 1 -7 Bsojargjaldkerinn Laufásv. 5 kl. 12—8 og £—7 .íslandsbanki opinn 10—4. &.F.U.M. Lestrar- og Ðkrifstofa 8 árd.—10 siðd. Álm. fundir íið. og sd. 81/* síbd. Landakotskirkja. Guðsþj. 8 og 8 á helgum JLandakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1. Xjandsbankinn 10—8. Bankastj. 10—12. .Landsbókasafn 12—8 og 6—8. Útlán 1—8 Landsbúnaðarfólagsskrifstofan opin frá 12—2 Land8fóhirðir 10—2 og 6—6. .Landsskjalasafnið hvern virkan d&g kl. 32—2 iLandssÍminn opinn daglangt (8—9) virka daga helga daga 10—12 og 4—7. lSíáttúrugripa8afnið opið U/s—(Jlla á sunnud. Bósthúsið opið virka d. 9—7, snnnud. 9—1, :;Samábyrgð Islands 12—2 og 4—6 íStjórnarráðsskrifstofurnar opnar 10—4 dagl. Talsími Reykjavikur Pósth.8 opinn daglangt 8—10 virka daga, helga daga 10—9. Vífilstaðahæliö. Heimsóknartimi 12—1 J*jóðmenjasafniÖ opið sd., þd. fmd. 12—2. Bakarasveinn. Duglegur bakari getur fengið atvinnu um lengri tíma hjá Johan Sörensen bakarameistara í Vest- mannaeyjum. Sími V. E. 45. Ofriðurinn. Yfirlit. Kitchener lávarður. Svo sem hermt er í símskeytum á öðrum stað hér i blaðinu, mun Kit- ■ chener lávarður, hermálaráðherra ’Breta, hafa farist á brezka beitiskip- inu Hampshire fyrir vestan Orkn- eyjar, í fyrrakvöld. Horatio Herbert Kitchener var fædd- ur árið 1850 og því rúmlega hálf- sjötugur að aldri. Þegar hann var tvítugur hófst ófriðurinn milli Þjóð- verja og Frakka (1870—71) og gekk hann þá í her Frakka sem sjálfboða- liði. Að þeim ófriði loknum gekk hann í her Breta og hefir siðan stað- ið í mörgum stórræðum og gegnt trúnaðarstörfum fyrir Breta víðsveg- ar um heim. Þannig var hann urn nokkurra ára skeið í Gyðingalandi Og á eynni Cyprus. Árið 1879— 80 var hann brezkur vice-konsúll i Erzerum, höfuðborginni i Armeníu, sem Rússar hafa nif fyrir skemstu tekið af Tyrkjum. Þaðan fór Kit- chener til Egyptalands til þess að nmskapa þar herinn. Þótti hann snemma snillingur í því starfi, enda hefir það oft komið að góðu haldi. Árið 1898 vann hann það frægð- arverk í Egvptalandi að taka borgina Karthoum herskildi og var hann fyrir það sæmdur lávarðsnafnbót. — Árið eftir var hann gerður að aðal- ráðgjafa og aðstoðarmanni Roberts lávarðar, sem þá var yfirhershöfðingi Breta. Skömmu síðar hófst Búa- striðið og var Kitchener þá sendur til Suður-Afriku. Þegar þeim ófriði var lokið (1902) var hann sendurtil Indlands til þess að umskapa (organi- sera) herinn þar. Dvaldi hann þar í landi fram til ársins 1909. Þá fór hann til Ástraliu og Kanada til þess að kynna sér hvernig landvörn- um væri háttað i þeim nýlendum og gefa leiðbeiningar um j>að, hvernig þeim skyldi háttað. Arið 19x1 lét Sir Eldon Gorst af landstjórn Breta i Egyptalandi og var þá Kitchener falið það embætti. í júnimánuðí 1914 fékk hann jarlsnafnbót. Um mánaðarmótin júli—ágúst það sama ár var hann á leið frá Eng- landi til Egyptalands. En þá hófst ófriðurinn mikli. Asquith stjórnar- formaður Breta sá þá þegar, að rík- inu mundi meiri hagur að því að hafa Kitchener heima heldut en í Egyptalandi og kvaddi hann því heim. Var þá stofnað í Bretlandi sérstakt hermálaráðuneyti'og Kitche- ner gerður að hermálaráðherra. Það ver eigi lítið starf, sem ráðu- neytinu var ætlað. Því var ætlað að senda her til Frakklands og birgja hann að hergögnum, skapa nýjan her sjalfboðaliða, æfa hann og sjá honum fyrir öllum útbúnaði, auka framleiðslu hergagna í landinu að sama skapi og herinn óx o. s. frv. Alt þetta leysti nú Kitchener víta- laust af hendi um hrið, en svo fór að bera á því, að herinn skorti stórar fallbyssur og stórar sprengikdlur. Þá var stofnað hergagnaráðuneytið og Lloyd George fengin forysta þess. Var þá af hermálaráðherranum létt því starfi að sjá um hergagnagerðina. En þá kom nýr vandi til sögunnar. Breta tók að skortá hermenn, eða þeir sáu fram á það, að sig mundi skorta menn. Fyrst í stað hafði Kitchener gengið ágætlega að fá sjálfboðaliða til þess að ganga í her inn, en þá komu þeir mennirnir, sem ötulastir voru. Hinir drógu sig i hlé. Þá brugðu Bretar við og komu á hjá sér herskyldu, fyrst fyrir einhleypa menn og síðan fyrir alla menn 19—4T árs að aldri. Þótt þannig tækist nú til, að Kit- chener gæti hvorki séð'hernum fyrir nægum hergögnum né fengið nógu marga sjalfboðaliða til þess að ganga í berinn, þá verður þó að tefja það efasamt, að nokkrum einum manni öðrúm hefði tekist að koma öðru eins i verk, og hann hefir afkastað. Má Bretum vera að honum hin mesta eftirsjá og verður eigi auð- fundinn maður í sæti hans. Á víð og dreif. Hin stærri tiðindin skyggja á hin minni, og þótt margt sögulegt ger- ist nú í bardögum á landi, þá sézt mönnum yfir það, en hugsa mest um stórtíðindi þau, sem gerst hafa á sjónum undanfarna daga. Greini- Hlulafél. ,Vðlundur‘ íslands fullkomnasta trésmiðaverksmiðja og timburverzlun Reykjavík hefir venjulega fyrirliggjandi miklar birgðir af sænsku timbri, strikuðum innihurðum af algengum stærðum og ýmislegum listum. Smíðar fljótt og vel hurðir og glugga og annað, er að húsabyggingum lýtur. Kitchener lávarður ferst. „Hampshire“ sekkur með allri áhöfn hjá Orkneyjum. Opinber tilkynning frá brezku utanríkisstjórninni í London. Whitehall, London, 6. júní. Flotamálastjórnin tilkynnir opinberlega, að yfir- flotaforinginn tilkynni það með sárum söknuði, að H. M. S. „Hampshire", sem var á leið til Rússlands með Kitchener lávarð og herforingjaráð hans, hafi farist á tundurdufli, eða ef til vill verið skotið tundurskeyti, vestur af Orkneyjum í gærkvöldi. Sjávarrót var mikið og enda þótt alt væri gert sem unt var til þess að veita skjóta hjálp, þá er það óttast að lítil von sé til þess að nokkur maður hafi komist af. ______ „Hampshire1‘ var beitiskip, smiðað árið T905. Það bar ro.850'smá- lestir og skreið 22^/2 milu á klukkustund. Á því voru éoo skipverjar. legar fréttir eru enn ókomnar af sjó- orustunni miklu og verða menn að biða þeirra enn um hríð. ísafold mun þó svo fljótt sem kostur er á skýra lesendum sínum eins glögt frá henni og unt er. Hjá Verdun sækja Þjóðverjar enn á og hefir þeim miðað eitthvað dá- lítið fram, allra helzt fyrir vestan borgina. Verður þar hlykkur á her- línunni og annar austan við Verdun og liggur því herlinan í boga um- hverfis borgina. En Þjóðverjar reyna að þrengja þann boga, og nálgast borgina úr þrem áttum. í skeyti því, sem birt er hér i blaðinu í dag, er hermt frá þvi, að þeir hafi að mestu náð undir sig Vaux-viginu, sem er annað nyrsta vígið hjá Ver- dun, annað en Douaumont. Nýkomnar fregnir herma það og, að Austurríkismenn hafi hætt sókn- inni á hendur ítölum. Þarf það að vísu eigi að vera annað en stundar- hlé milli bylja. Þannig hafa Þjóð- verjar farið að hjá Verdun, að þeir hafa tekið sér hvíldir með köflum. En þess ber þó að gæta, að nú hafa Rússar hafið grimma sókn á hendur Austurríkismönnum austur i Buko- wina og handtekið af þeim T3 þús. manna. Má vera, að Austurríkis- menn séu þar varbúnir og verði þess vegna að flytja þangað her frá suður vígstöðvunum. Erl. simfregnir Opinber tilkynning frá brezku utanríkistjórninni í London. Meira um sjóorustuna hjá Jótlandi Tjón Pjóðverja meira en fyrst var frá skýrt. London 4. júní. Flotamálastjórnin tilkynnir,’ að það sé of snemt að segja nákvæma sögu sjóorustunnar, sem hófst síðla dags 3T. maí og lauk r. júní að morgni fyr en yfirflotaforinginn hefir átt kost á að ráðgast við foringja þá, sem tóku þátt í orustunni og sjálfur gefið skýrslu um viðureignina. En aðalúrslitin eru þegar kunn. Orustufloti vor hitti aðalflota Þjóðverja 3t. maí kl. 3,30 síðd. Fremstu skip beggja flotanna hófu þegar ákafa orustu og tóku þátt í henni bryndrekar (battle crui'sers), hraðskreið orustuskip (battle ships) og ýms önnur hjálparskip. Tjón varð mikið á báðar hliðar, en þegar aðalfloti Bretlands kom á vettvang, i skotfæri við þýzka flot- ann, varð þess eigi langt að bíða, að Þjóðverjar, sem beðið höfðu mikið tjón, neyddust til þess að hörfa undan innfyrir tundurduflagirðingar sinar. Til þessa hjálpaði þeim mikið að til þeirra sást ógjörla, og að þoka var á, og enda þótt aðalfloti Breta kæmist stundum í skotfæri við óvin- ina, þá var ómögulegt að halda uppi stöðugri orustu. Bretar eltu þýzku skipin, þangað til dimt var orðið. Um nóttina gerðu brezkir tundur- bátaspillar árás á þýzku skipin, bar hún ágætan árangur. Eftir að Sir fohn Jellicoe hafðí rekið óvinina til hafnar, snéri hann aftur til bardagastaðarins og leitaði þar grandgæfilega að ósjálfbjarga skipum. Á hádegi næsta dag varð það augljóst, að ekkert meira mundi ske, og hélt hann því aftur til aðal- stöðva sinna 400 mílur á burtu. Þar var flotinn birgður upp á ný, og . að kveldi 2. júni var hann til- búinn að leggja út. Skipatjóni Breta hefir þegar verið sagt frá nákvæmlega, og það þarf engu að bæta við útdrátt hinnar síð- ustu skýrslu sem flotamálaráðuneyt- ið gaf út. Það er aftur á móti erfiðara að segja með vissu um skipatjón Þjóðverja. Það er víst að tilkynning sú, sem þeir hafa sent út frá sér, er gersamlega röng. Það er ekki unt að svo stöddu að skýra nákvæmlega frá, en af þeim skýrsl- um, sem vér þegar höfum meðtekið, ræður flotamálastjórnin, að það sé engum vafa undir orpið, |ið tjón Þjóðverja er meira en tjón Breta, ekki eingöngu hlutfalislega við stærð flotanna, heldur og í raun og veru. Það virðist vera mikil ástæða til að ætla, að meðal skipa þeirra, sam Þjóðverjar mistu, hafi verið tvö orustuskið (Battleships), tveir hryn- drekar (Dreadnought battle cruisers), mjög stórir og sterkir, tvö ný létti- beitiskip (leight cruisers), Wiesbaden og Elbing, eitt léttibeitiskip af > Lostck € -flokknum, beitiskipið »Frau- enlob«, eigi færri en 9 tundurbáta- spillar og einn kafbátur. Hornsrif, þar sem orustan var háð, eru grynningar fram af Blaavandshuk, vestasta höfðanum á fótlandsskaga. Frauenlob var léttvopnað beitiskip, smíðað árið ^900. Það bar 27x5 smálestir og var þvi ætlað að skríða mest 2x^/2 sjómílu á klukkustund. Skipin Elbing og Wiesbaden eru sennilega ný, því að þeirra er ekki getið í flotaskýrslum þeim, sem gefnar voru út 1914. Sama máli er að gegna um Lostck, að þess er eigi getið í flotaskýrslunum. Erl. símfregnir. (frá fréttaritara ísaf. og Morgunbl.) Kaupmannahöfn, 6. júní. Yfirherforingi banda- manna í Grikklandi hefir lýst því yfir, að Saloniki sé í umsátursástandi. I*jóðverjar hafa náð nokkrum hluta Vaux. Rússar hafa hafið sóku og handtekið 13.000 Aust- urríkismenn. Lemvigh. hershöfðingi

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.