Ísafold - 07.06.1916, Blaðsíða 3

Ísafold - 07.06.1916, Blaðsíða 3
ISAFOLD kirkju sem nokkurskonar -»rusla- ]cist,u« fyrir hinar sundurleitustu kenningar. Eigi veit eg hvort skýringarinnar á þessu er með- fram að leita í því, að i ráðu- neyti þeirra »gerbótamanna« eru nú tveir þjóðkirkjuprestar þess- arar tegundar, sem ekki þykir hlýða annað en að gera sæmi- lega hátt undir höfði. En furðu vekur þetta samt.------- Um trúmálahlið þessa máls skal eg láta guðfræðingana þrátta, þvi að eg hrósa mér ekki af trúar- áhuganum. En hitt verður ekki hrakið, að próf. J. H. gefur með »skýringum« sinum svo að segja öllum kenningum opið rúm í þjóð- kirkjunni. Eða hvað stoðar mann- inum að vitna til þess, að menn verði að »halda sér við biblíuna« og »samvizku sína«? Þykjast ekki allir trúarflokkar og »villu- kennendur* innan »kristninnar« gera það? Kaþólskir t. d. Eða adventistar. Eða jafnvel mor- mónar, og ótal, ótal margir fyr og síðar? Hvar eru takmörkin, því að biblían setur lítil takmörk og samvizkan því um síður, þeg- ar um trúarefnin er að ræða? Og verður alt, sem hver og einn telur samrýmast þessu, jafn gott og gilt sem »evangelisk-lúterskt«? Eiga allir landsmenn að róa und- ir þvi sem »þjóðkirkju« ? Nei, hér er og heflr verið um þá örgustu fásinnu að ræða, sið- spillandi og óhæfa.. Eða hvernig geta þessir menn, sem þegar hafa afneitað mörgum hinum helztu af hinum gömlu trúaratriðum, haldið áfram að taka sér í munn trúar- setningarnar við athafnir kirkj- unnar? Hvernig geta þeir t. d. ákallað við skírnina heilaga þrenn- ingu, sem þeir eru nú búnir að afneita, spyrja ýmsir í Danmörku, og get eg ekki láð þeim það. Og margt og margt fleira, sem verð- ur óheilindi og annað ekki. En í þessu virðast nýguðfræðingarn- ir skara fram úr, þótt þeir að öði u leyti sé ekki annað en það, sem Danir kalla »eftirsnakkarar« (eftir þýzkum). — Eins og próf. J. H. óð reyk í ályktunum sínum áður út af þess um margumtalaða dómi, eins ger- ir hann það nú í síðari grein sinni, þar sem hann er að burðast við að telja upp, hvað sé »viðurkent« með dómnum. Þetta málæði hans alt sýnir aðeins eitt áþreifanlega, það, að hann skilur hvorki upp né niður (eða vill ekki skilja) í hinni réttu þýðingu dómsins, eða kann ekki að lesa úr dómsorðum yfirleitt. Fullyrðingar hans eru og verða tómar fjarstæður, rangt mál (og eins þótt biskupinn, sjái nú ekki annað fangaráð en að prenta þær upp í Kirkjubl. sínu), þegar af þeirri ástæðu, að liæsti- réttur leiddi hjá sér að fara útí »efni« málsins, en hélt sér, eins og marg-bent hefir verið á, að- eins við hið persónulega, hinsál- arlegu skilyrði þessa sakbornings. Þess vegna erþað bláber þvætting- ur, þegar J. H. heldur því fram, að með þessum dómi sé »loku fyrir það skotið«, að trúvillumál komi oftar fyrir hæstarétt! Þau geta auðveldlega komið fyrir hve- nær sem vera skal, ekki aðeins gegn öðrum mönum, heldur einn- ig gegn þessum sama manni, ef hann heldur áfram að vera prest- ur í þjóðkirkjunni. Og hvi skyldi það ekki vera svo? Þótt hæsti- réttur hafi »leitt það .hjá sér« að dæma um »trúvillu« í þettasinn, þá er hann eftir sem áður æðsti dómstóll í þeim málum sem öðr- um. Þetta er víst engum dulið — nema náttúrlega J. H.! Prófessorinn játar nú, að hann hafi þýtt »Kætterdomstol« villu- wiamíadómstól. Er það auðsætt af sambandinu í fyrri grein hans, hvers vegna hann gerir það. Því að villwmaður er í munni almenn- >ngs ekkert annað en villimaður. En J. H. vill kannske segja, að svo fróður sé hann ekki, að hann viti það. Hitt býst eg við að eg viti eins vel og hann, hvað rétt- ritunin segir um stafsetning þess- ara orða. Og skal eg svo að endingu þakka prófessornum, að hann hefir þó í síðustu grein sinni, i öðru orðinu að m. k., viðurkent tals- vert af því rétt að vera, sem eg held fram, þar sem hann segir: »Hvað hin atriðin snertir, hvort A. R. hafl gert sig sekan í villu- trú eða hvort hamn hafi rofið prestaheit sitt, þá má segja, að hæstiréttur hafi leitt þau hjá sér«. Þó það! — Eg hefi nú séð, síðan seinast, að »mætir menn« í Dan- mörku, lögfræðingar, guðfræðis- prófessorar o. s. frv., eru að öllu leyti sömu skoðunar um dóm þenna og eg hefi látið í ljósi. En líklega telur próf. J. H. það gera einungis ilt verra! Hann hefir sjálfsagt embættisbræður sina hér, guðfræðiskennarana við háskóla vorn, sín megin — með andatrú og öllu saman (sem hann annars vendilega forðast að minnast á, hvernig sem á því stendur). En eg vil skora á hann, ef hann getur fengið nokkum lögfrœðing hér til að votta það, að ummœli hans í 38. tölubl. Isafoldar um hœsta- réttardóminn og >merkingu« hans hafi verið réttmœt, að komaþá fram með það. Getum við þá siðan talast við um það, hvorum okkar sé »rot- högg« að höfði reitt! G. Sv. --—---—•»<«• Hið isL Fræðafélag 1 Klöto hélt ársfund sinn 9. maí þ. á. Voru þar lagðir fram endurskoð- aðir reikningar félagsins og sam- þyktir. Forseti félagsins, mag. Bogi Th. Melsted, skýrði frá gerð- um þess á umliðna árinu. 1915 hefði komið út Jarðabók Áma Magnússonar og Pdls Vídalíns, 1. bd. 3. h., og Ferðabók Þorv. Thoroddsens 3.—4. bd., auk þess sem Afmœlisritið til dr. Kaalunds, sem var gefið út sumarið 1914, teldist til ársbóka 1915. — í ár væri komið út 4. hefti af 1. bindi Jarðabókarinnur og Árferði á ís- landi í þúsund ár eftir Þorv. Thor- oddsen, 1. hefti; sú bók verður 3 hefti, síðasta heftið um hafís við strendur Íslands. í haust ætlar Fræðafélagið að fara að gefa út Ársrit, sem mun mestmegnis innihalda alþýðlegar ritgerðir. Árgangurinn kostar 1 kr. 50 au., en fyrsti árgangur ritsins verður á Islandi seldur fyrir hálfvirði, 75 aura, til árs- loka 1916. Að lokum fór fram stjórnar- kosningar, og voru endurkosnir forseti mag. Bogi Th. , Melsted, gjaldkeri próf. Finnur Jónsson og skrifari Sigf. Blöndal bókavörður. Terpentínu-málið Endalok. Eiríkur Einarsson hafði stefnt B. H. Bjarnason fyrir sáttanefnd út af meiðandi ummælum í síð- ustu grein síðarnefnda í ísafold. Því lauk með svofeldri sátt: »Kærði lýsir því yfir, að það hafi ekki verið tilætlun sín að meiða kæranda með hinum umstefndu ummælum og tekur þau aftur að því leyti, sem þau kynnu að geta skilist svo«. Settur prestur að Helgafelli næsta fardagaár er aðstoðarprestur síraÁsmundur Guðmundsson í Stykkishólmi. Settur prófastur í Snæfellsnessprófastsdæmi, frá fardögum, er síra Árni Þórarins- son á Stórahrauni. Synodus hefst i Reykjavík á Þingmaríu- messu, sunnudag 2. júlí næstk. Pistill frá Höfðaströnd. Eg rak mig á fréttabréf héðan af Höfðaströnd fyrir skemstu i »Norð- urlandic. Það er dagsett síðastl. gamlársdag og þar farið nokkrum orðum um liðna árið og liðan manna þann tíma. Þó að flestum liklega virðist þarna meira en nóg sagt um jafn ómerkan stað, — sem eg meira að segja minnist einhvern tima að hafa heyrt nefndan »Skrælingjaland« til vegs- auka, — þá langar mig samt til þess að mega bæta nokkrum orðum við hið fyrra fréttabréfið, sérstakl. sakir þess, að mér virðist margt hefði mátt geta um, sem gerst hefir hér síðustu árin, sérstaklega er þess er gætt, að sjaldan eða aldrei sjást héð- an fréttapistlar i opinberum blöðum árum saman, og sárfáir eru kannske sem l^annast við Höfðaströnd eða Hofsós nema ef vera skyldi fyrir sögu- leg fornkynni og aðallega þó frá þeim tímum, er verzlun var hér ein fyrir allan Skagafjörð og jafnvel fyrir fleiri sýslur. Einokum var einatt talað um í þá tíð, enda ekki óeðlilegt, er engin var samkepnin. Nú er öldin önnur. Verzlanir orðnar margar innan sýslu og mjög breyttir hagir almennings. »Stjórnfrjáls þjóð með verzlun eigin búða« í samanburði við það, sem mun hafa átt sér stað, meðan Hofsós var og hét, sem kaupstaður — eða s?o hygg eg að heita megi jafnvel þótt skuldaklafinn sé enn ærið haft á viðskiftafrelsi margs mannsins og óefað sá Níðhöggur, er mest og bezt tefur allar andlegar og efnalegar framfarir. Það skal að vísu játað, að slíkri úlfakreppu ættu ráðdeildar- og iðju- samir efnismenn aldrei í að lenda, ef fáanlegar væru nýtilegar bújarðir eða unt væri að stunda aðra jafn trygga atvinnu. En svo segir nú greinaihöf; ekki því láni að fagna hér, og er sízt fyrir að synja, að nokkuð hafi verið hæft í því. En þetta hygg eg eigi mesta meinið. Hitt tel eg enn meinlegra, að eigi skuli unt að setja svo nema örfáar jarðir innsveitis að viðunan- lega megi heita búið. Sé þetta landinu sjálfu að kenna er lítils í mist fyrir ungu mennina, en sé aftur í móti unt að leita or- sakanna ‘annarstaðar, þá er öðru máli að skifta og öll ástæða til að reyna að komast fyrir þær. Það er trúa mín, að landið sé eigi lakara hér en víða annarstaðar, þar sem þó vel er búið og velmegun í góðu meðallagi alment. Að visu kemur ís hér stundum og dregur mjög úr grassprettu m. m., en samt hy ® eg að þetta yrði bændum aldrei algerlega til falls, ef bústofn væri hæfilegur og búinu svo sint af alhug, en eigi að hálfu léyti, eins og oft á sér stað um þá, er sinna jafnframt sjónum. En hver mun svo aðalorsökin til þesS arna t. d. hér? Að mínu viti er engu öðru um að kenna en óhagstæðri verzlun um margar aldir, og þar af leiðandi fá- tækt mann fram af manni. Nú mætti ætla að þetta hefði lag- ast siðustu árin bæði siðan verzlun- um fjölgaði og þá sérstaklega ef verzlun hefði mátt heita hagstæð, eins og greinarhöf. gefur í skyn að verið hafi siðastl. ár. Eigi skal borið á móti því, að verð á innlendri vöru hafi ekki verið gott, jafnvel þó það hafi ekki náð þvi hámarki, sem orðið hefir sum- staðar annarstaðar á landinu. Fyrir þessa hækkun hafa þó marg- ir heldur dregið úr skuldum sinum, enda þó mátt hefði verða miklum mun betur, ef hvorttveggja hefði eigi farið saman hér: lægra verð fyrir innlenda vöru en bezt var annar- staðar, og eins tiltölulega — eða jafnvel þó öllu tilfinnanlegar, — hærra verð á erlendri vöru en fáan- legt var í næstu kauptúnum innan sýslu. Að eins örfá dæmi máli mínu til sönnunar. Aðalnauðsynjavara eins og t. d. rúgmjöl er selt hér á kr. 40.00 tunnan nú pem stendur, en kr. 30.00 á Sauðárkrók. Haframjöl kr 50.00 tunnan hér en kr. 40.00 á S.krók. Hveiti á kr. 0.45 kilo (hér á móti peningum) en kr. 0.38 S.krók. Kar- töflumjöl kr. 1.00 kg. hér en á S.krók kr. 0.72 kg. (lika peninga- verð). Að sama skapi er verðmun- urinn á annari matvöru. Álna- og hreinlætisvöru tala eg ekki um. Tilfæri að eins örlitið dæmi: Fyrir jólin fekst grænsápukassinn (í k8-) fyrir kr. 2.10 á-Sauðárkrók. Odýrast á Hofsós kr. 2.75 móti pen- ingum. En nú kostar kg. 0.70 hjá Sam. isl. verzlununum hér. Allir sjá hversu gifurlegur að þessi munur er, — jafnvel þótt tekið sé tillit til þess, að talið er hér peningaverð á Sauðárkrók en reikningsverð á Hofs- ós. Verðmunur mun 10 % Þegar bezt gegnir, en þó ekki ætið eða öllum i té látið. Þessi verzlunarvandræði tel eg að- alorsökina til þess, að ungu efnilegu mennirnir, »sem bú vilja reisa og leggja sinn skerf til viðhalds og fjölg- unar mannkynsinst, kynoka sér við, að kaupa — eða jafnvel taka — til ábúðar jarðir, sem falar kynnu hér og sumar ef til vill taldar beztu »kot«. Viðskiftakostirnir í nastu qrend munu jafnaðarleqast skapa framtíðarhorfur hvers eins, er að peim i að búa. Mér hefir orðið helzt til skraf- drjúgt um þessi atriði, mest vegna þess, að mér virðist hér alvarlegt mál til íhugunar, en sem undarlega lítið hefir enn tekist að ráða fram úr, þrátt fyrir kaupfélagssamtök og aðrar ráðagerðir, sem því miður hafa ætíð strandað á sömu annmörkun- um, er öllum munu auðráðnir. EÍir þessari lýsingu minni á stað- háttum og fjárhagslegu sjálfstæðir býst eg eigi við, að menn geri sér glæsilegar hugmyndir um andlegt lif eða menningu. Guðm. Finnbogason segir í »Vit og strit«, að það verði mælikvarði menningarinnar, bve miklu af þeirri orku, sem náttúran býður fram, sé varið mannlífinu til gagns og góða. Nl. Á heimleið, skáldsaga eftir frú Guðrúnu Lárusdóttur, er aS koma út i danskri þýðingu í »Hjemmets Biblotek« Síra Magnús Magnússon í Bregning á Jótlandi hefir þýtt söguna er heitir á dönsku : Mod Hjemmet. Jarðarför Skúla alþm. Thoroddsen fór fram síðastliðinn laugardag að við- stöddu miklu fjölmenni. Gullfoss kom að vestan á sunnu- dag síðdegis. Fer héðan til útlanda i nótt. Bæjarverkfræðingur er Þórarinn. Kristjánsson orðinn, frá 1. júní. Bygg- ingafulltrúi er, eftir sem áður, Hjört- nr Hjartarson trésmíðameistari. ísland kom tll Kaupmannahafnar síðastl, mánudag um hádegi. Pétur Jónsson hefir nú sungið fyrir bæjarbúa 3 kvöld í röð og hafa allir aðgöngumiðar verið upp psntaðir löngu fyrirfram fyrir öll kvöldin. Ætl- ar Pótur að syngja í kvöld og annað kvöld. Ný söngskrá með íslenzkum og útlendum lögum. Er aðsóknin ljós vottur um hve hrifnir menn eru af söng Póthrs, og óhætt mun að full- yrða að hann nú þegay jafnast á við beztu söngvara erlenda er vór höfum heyrt. — Frú Asta Einarson aðstoðar. Prestvígðir voru á uppstigningar- dag kandídatarnir Friðrik Jónasson,. Jónassonar^frá Hrafnagili, settur prest- ur að Útskálum, og Jón Guðnason, sem veitingu hefir fengið fyrir Staðar- hólsþingum. — Síra Friðrik Jónasson fer suður að Utskálum á hvítasunnu- dag og tekur þá við prestakallinu. Ættarnöfnin. Það hefir verið ýmislegt ritað um ættarnöfn að undanförnu, með og móti, og þykja mér báð- ir hafa mikið til sins máls, eins 0g haft er eftir gömlum sýslu- manni, að hann hafi sagt við málrófsmenn, erl ætluðu sér að hafa af honum fróðleik meiri, en góðu hófi gegndi. En eitt hafa þeir menn, er ættarnöfnum fylgja, aldrei tekið fram, og er mikið atriði, þó fremur sé fyrir aðra en þá, sem nöfnin taka. Skal nú gerð grein fyrir því með fá- um orðum. — Sagt er að ilt sé í ætt gjarnast. Þó nokkuð kunni út af þessu að bera, mun þó mikið hæft í því að ýmsar ódygð- ir sé kynlægar, 0g það allfast. Er því œttamafn ágætt auðkenni til þess að geta varast menn, sem illa eru kynjaðir, og einskie góðs af von. Áf þessum sökum er eg ekki eins á móti ættarnöfnum og eg hefði verið ella, því ekki get eg því neitað, að mér þykir óþarfi að menn kasti föðurn&tni sínu. 2. júní 1916. Ami Amason. (frá Höfðahólum).

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.