Ísafold - 10.06.1916, Blaðsíða 1

Ísafold - 10.06.1916, Blaðsíða 1
Kemur út tvisvar 1 í viku. Veiðárir. 5 kr., erlendis 7]/2 kr. efia2 dolhu ;borg- ist fyrir miðjiui júli erlendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. AFOLD Uppsögn (skrifl. bundin við áramót, er ógild nema kom- i in só til útgefanda t fyrir 1. oktbr. og sé kaupandi skuld- laus vi5 blaðið. ísafoldarprentsmiðja. Ritstjóri: Dlafur Björnsson. Talsími nr. 455. XLIII. árg. Reykjavík, laugardaginn 10 júní 1916. 43. tölublað Al^ýDafél.bókasafii Templaras. 8 kl. 7—8 Borgaratjóraskrifstofaii opic virka aaga 11—3 Bœjarfógetaskrifstofan bpin v. d. 10—2 og i.-l Bœjargjaldkerinn Laufasv. B kl. 12—8 og —7 .tslandobanki opinn 10—4. K.Jf.U.M. Lestrar-og skrifstofa 8árd,—10 alOð. Alm. fandir fid. og sd. 81/a siod. Landakotskirkja. Gnosþj. 9 og 6 & helKOin Landakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1. LBndsbankinn 10— Bankastj. 10—12. Landsbókasafn 12—3 og 5—8. Útlan 1—S LandHbúnaftartélagsskrifstofan opin fra 1%-S Landsféhiroir 10—2 og B—6. 'Landsskialasafnio hvem virkan dag kl. 12—2 Landssíminn opinn daglasgt (8—9) virka dags helga daga 10—12 og 4—7. Nattarngripasafniö opiö 1'/«—2'/a a »nnnnd. Pósthúsio opiB virka d. 9—7, snnnnd. 9—1. Samabyrgo Islands 12—2 og 4—6 Stjórnarráosskrifstofamar opnar 10—4 dagl. Talsimi Reykjavlknr Pósth.8 opinn daglanpt 8—10 virka daga, helga daga 10—9. Vifilstaoahselio. Heimsoknartimi 12—1 l"jóöme>ajasafnio opio sd., þd. fmd. 12—2. J t JL XTT3T. J.X1 J. XSEXE Klæðaverzlun H. Andersen & Sön.fjj Aðalstr. 16. Stofnsett 1888. Simi 32. þar era fötin sanmnð flest þar eru fataefmn bezt Vandaðastur og ódýrastar Líkkistur seljuin við undirrifcaðir. Kistur fyTirliggjandi af ýmsri gerð. Sfemgr. Guðmúndss. Amtm.stíg 4. Tryggvi Arnason Njálsg. 9. Hæst verð greiðir kjötverzlun E. MilnerS, Laup,avegi 20 B, fyrir nautRripi, eldri og yngri, einnig kálfa. Borgað samstundis. Heimastjórn íra. Heimastjórnarlög Ira eiga merkilega sögu frá upphafi. Þau voru fyrst samþykt í neðri deild brezka þingsins sumarið 1912, en lávarðadeildin feldi þau. Árið eftir, 1913, samþykti neðri mál- stofan þau aftur óbreytt, en enn fór á sömu leið, að lávarðadeild- in feldi þau. Enn komu þau fyrir neðri málsstofuna sumarið 1914 Og lét Asquith stjórnarformaður þá úrskurð gefinn, að frumvarpið yrði að lögum, ef málstofan sam- þykti það óbreýtt, hvað svo sem lávarðadeildin segði. Sótti hann til þess gamlan lagastaf, að hvert það frumvarp, er neðri málstofan samþykti óbreytt á þrem þing- um, væri orðið að lögum og hefðu lávarðarnir ekkert til þess að segja. Þótti hér höggvið nærri úrskurðunarvaldi lávarðadeildar- innar, en svo varð að vera sem Asquith vildi og lög mæltu fyrir, þótt engin dæmi væru þess, að slíkt hefði komið fyrir áður. Og svo samþykti neðri málstofan frumvarpið óbreytt í þriðja sinn í septembermánuði 1914, en kon- ungur staðfesti það eem lög. En saga frumvarpsins er eigi öll sögð með þessu. Það voru fleiri andvígir því heldur en lá- varðarnir. Nokkur hluti írlands, Ulster, var því algerlega mótfall- inn og barðist gegn því með hnú- um og hnefum. Hafði Sir Edward Carson orð fyrir þeim og lá eigi á liði sínu. I annan síað barðist foringi íra, John Redmond, engu ósleitilegar fyrir því, að frum- varpið næði fram að ganga, og talaði hann þar fyrir munn hinna þriggja landshlutanna, Leinster, Minster og Conriaught. Það má nú merkilegt virðast, að menn skyldu skiftast þannig eftir landfjórðurujum með og móti frumvarpinu. En tvent bar til þess. Annað það, að íbúar í hin- um þremur syðri landsfjórðung- um eru fléstir kaþólskrar trúar, en Ulsterbúar lúterskir. Hitt það, að syðri hluti landsins er rajög fátækur, en Ulsterbúar ríkir. Vildu þeir því eigi eiga það á hættunni, að syðri landsfjórðung- arnir gætu með meiri hluta sín- um ráðið öllu um landsmál — Ulstermál sem önnur. En það kváðu þeir sér á sama standa, þótt heimastjórnarlög yrðu Irum gefin, ef þau næðu að eins eigi til Ulster. Það máttu Redmonds- sinnar eigi heyra og engir þeir, er voru frumvarpinu fylgjandi, að eigi næði það til alls landsins. En Carson lét hvergi bugast og kvaðst skyldu verja rétt Ulster með illu, ef eigi væri það hægt með góðu. Sumarið 1914 sáu menn að hverju fór, að frumvarpið hlaut fram að ganga. En Carson var einráðinn í því að standa við orð sín og fylgdu Ulsterbúar honum sem einn maður. Tók hann þá að safna liði, að sið fornra her- konunga, og skipuðu menn sjer glaðir uridir merki hans. Drógu þeir að sér vopn og hergögn, og er það meðal annars orðið frægt þá er Þjóðverjar seldu þeim heil- an skipsfarm af vopnum og norska skipjð »Fanny« laumaði þeim til írlands án þess að menn yrðu varir við. í annan stað safnaði Redmond liði og bjó það vopnum. Var hann staðráðinn r því að kúga Ulstermenn með vopnum, ef þeir vildu eigi þýðast lögin með góðu. Þótti Bretum nú allilt í efni að friðsamir borgarar í herlausu landi skyldu grípa til vopna og búast til að vegast. Var þetta til þess að Seely, hermálaráðherra þeirra, varð að segja af sér, en Asquith bætti þá við sig ráðherra- embætti hans. í aprilmánuði 1914 reyndi Ge- org konungur að miðla málum. Kvaddi hann þá Carson og Red- mond á fund sinn ásamt Asquith, Lloyd George, Landsdowne lá- varði, Bonar Law, Craigh og John Dillon. En þeirri ráðstefnu lauk svo, að engar sættir komust á. En einmitt um það leyti, sem útlitið var ískyggilegast, hófst hin mikla Norðurálfustyrjöld. Þá rann r Tilkynning Nýjar vörubirgðir eru nú komnar til v. b. n. af flestum nú fáanlegum VeftiQðarvörum, í fjölbreyttu úrvali. Vegna timanlegra innkanpa getur verzlnnin boðið viðskiftamönnum sin- um þau beztu kanp sem völ verður á í ár. Ennfremur hefir verzlunin: Pappir og ritföng, Sólaleður og skósmíðavörur. Vandaðar vörur. Ódýrar vörur. Verzlunin Björn Kristjánsson, Reykjavík. Bakarasveinn. DDglegnr bakari getur fengið atvinnn nm lengri tíma hjá Johan Sörensen bakarameistara i Vestmann- eyjnm. Sími V. E. 45. af írum mesti berserksgangurinn, og skipuðu nú sjálfboðaliðar Car- sons og Redmonds sér hrörmum saman undir merki Breta. Fór nú svo fram um hríð, að meðan æsingin var sem mest, þá lá írska deilan niðri. En 18. september tók neðri málstofan frumvarpið enn fyrir og samþykti það óbreytt, svo sem fyr er sagt. Nú lá auðvitað öll heild ríkis- ins öll við því, að allar innbyrðis- þrætur legðust niður og eigi yrði blásið að eldi ófriðarkolanna. Þess vegna var það samþykt, að heima- stjórnarlögin skyldu eigi ganga í gildi fyrir en eftir eitt ár. Væri ófriðnum þá eigi lokið, skyldi framkvæmd þeirra enn frestað þangað til friður kæmist á, nema öðru vísi um semdist. Uppreistin sem varð í Irlandi fyrir ssemstu, varð til þess, sem hvorki konungur né þing hafði get- að gert: hún sætti þá Redmond og Carsön. Og nú er svo að sjá sem Bretum hafi virst heppilegur tími til þess að láta heimastjórnarlögin koma til framkvæmda — með þeirri breytingu þó, að þau skuli ekki ná til Ulster. Má vera að sú tilhliðrunarsemi sé gerð vegna þess, að engar óspektir urðu í Ulster,. en í öllum hinum héruð- unum. Þetta er þó aðeins get- gáta. En Carson hefir haft fram sitt mál og Redmond mun hafa séð, að betra eftirlit þarf að hafa með írum heldur en verið hefir til þessa, en það eftirlit fæst með heimastjórnarlijjgunurn. taflmeistaratitil hans. í kappskákinni tóku þátt 22 menn, og meðal þeirra voru taflmeistari háskólans og norð- vesturfylkja Bandaríkjanna pg tafl- meistari Nevada. H. Yuan-Shi-Kai. Hallgrímur Herniann. Fyrir nokkru var þess getið hér í blaðinu að Hallgrímur Hermann væri viss með að verða taflmeistari háskólans í Washington. Nú hefir hann hlotið medaliu háskólans og Þegar stjórnarbyltingin varð í Kína, keisarinn var rekinn frá völdum en lýðstjórn komið á fót, voru það aðallega tveir menn, sem Kínverjar áttu völ á til þess að taka við forsetastöðunni. Ann- ar þeirra var Sun Yat-Ejen, en hinn Yuan-Shi-Kai. Og hinn síð- arnefndi varð hlutskarpari. Það var auðvitað ekki glæsi- legt að gerast forseti hins nýja lýðveldis. Hver höndin var þar uppi á móti annari, fjárhagurinn i mestu óreiðu, herinn sáma sem enginn og illa búinn á allan hátt og alt fram eftir þessum götun- um. En Yuan-Shi-Kai sýndi það fljótt að hann var enginn meðal- maður. Það var þó eigi nóg með það að hann yrði að fást við þessi innanríkisvandræði. Ná- grannarnir, Japanar og Rússar, stóðu gráðugir hjá garði og þótti nú hentugur tími til þess að svala landagræðgi sinni meðan Kín- verjar voru óviðbúnir eftir bylt- inguna. Teygðu Rússar klærnar inn í Mongolaland en Japanar í Manchuria og þótt hinum stór- veldunum litist miður á blikuna, vildu þau eigi reyna að stemma stigu fyrir þessum ágangi. Yuan-Shi-Kai var þéttari fyrir en margir hugðu og þóttust Jap- anar sjá að betra mundi að koma honum frá. Sun Yat-sen og áhang- endur hans, sem voru Yuan al- gjörlega mótsnúnir, reyndu og á alla lundað fáJapanasértilhjálpar til þess að stofna uppreist og koma Yuan frá völdum. Hétu þeir Jap- önum öllu fögru ef það tækist. Voru Suðurrikin aðal-bakhjarl þeirra og sumarið 1913 hófu þau svo uppreist. Höfðu þau fengið vopn og liðsforingja hjá Japön- um. En Yuan bældi uppreistina niður með harðri hendi og naut að því mest fulltingis herskip- anna. Yuan rak sig brátt á það, að hin nýja stjórnskipun var eigi svo góð sem skyldi, enda hafði hún verið flaustursverk. Þingið treysti stjórninni eigi til neins og tók blátt áfram af henni alt fram- kvæmdarvald. Sá Yuan að svo búið mátti eigi standa, allra helzt meðan innanríkisfriður var svo ótryggur. En nú höfðu Suður- rikin fengið þann skell, að eigi var líklegt að þau færu brátt á stúfana aftur. Gerði Yuan sér því hægt um hönd, rauf þingið og' sendi þingmenn heim. En sjálfur tók hann sér alræðisvald og lét ráðherrana eigi bera ábyrgð gagnvart þjóðinni heldur gagn- vart sér. Tók hann nú alla stjórn í sinar hendur og sá um að öllu því væri framfylgt er hann vildi vera láta. Sýnir það bezt hvi- líkur dugnaðarjötunn og mikil- menni hann var. Gekk nú vel um hríð og tók rikið skjótum framförum. Setti hann nú tolla- löggjöf og grynti jafnframt á skuldunum. Helzt síðan friður þangað til í vetur að hann fann upp á því að vilja gera sig að keisara. Þá hófst uppreist að nýju i Suðurrikjunum og varð brátt svo mögnuð' að Yuan sá þann kost vænstan að tilkynna það opinberlega, að hann hefði fallið frá því um sinn að gerast keisari. En ekki linti uppreist- inni að heldur. Festi hún æ dýpri rætur og sagði nú hvert fylkið og hver borgin á fætur annari sig úr lögum við alrikið og lýstu yfir sjáifstæði sínu. Reisti stjórn- arherinn eigi rönd við og var komið í mesta óefni. En einmitt meðan óeyrðirnar eru sem mestar, fellur Yuan-Shi- Kai frá og þarf nú eigi lengur að berjast um það hvort hann skuli sitja að völdum eður eigi. Hvað sem um manninn verður

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.