Ísafold - 10.06.1916, Blaðsíða 4

Ísafold - 10.06.1916, Blaðsíða 4
4 ISAf OLD koirm þeim upp ætti að styrkja hreppafélögin með tillagi úr sýslu- sjóðum eða landssjóði, ef ekki væru brdkaðir bjargráðasjóðir hreppanna til þess. Skýli þessi yfir heyin er það eina við 'stofnun forðabúranna, sem veruleg útgjöld heimtar, eftir því sem eg hefi lagt til að þvi sé fyrir komið, en hyggin og lipur sveitarstjórn mun nú sjá ráð til að koma þeim upp, án þess það verði hreppnum tilfinnanlegt, bæði með samskotum o. fl. Fæsta menn mun- ar mikið að leggja til eins dags vinnu, eða þá annað sem því svarar. Sé heyið geymt í hiöðum, en ekki tóttum, mun að likindum heimtuð minni þóknun fyrir að eudurnýja það, og jafnvel þá kannske engin. Ekki er heldur hætt við að hey skemmist í góðri hlöðu, þó rigning- ar gangi,# sem alt af getur komið fyrir í tóttum. Að því er sjálfri forðagæzlunni við kemur, sé eg ekki að hægt sé að koma við mikið strangara eftir- liti í þvi eíni, en gert var með lög- um um horfelli á skepnum o. fl. frá 9. febrúar 1900, og eg held að þau lög hafi verið yfirleitt fremur vel þokkuð; samkvæmt 2. gr. þeirra laga áttu forðagæzlumennirnir að hafa eftirlit með fóðurbirgðum hrepps- búa, og meðferð búpenings i hreppn- um, og skylda þeirra var að leið- beina hreppsbúunt i öllu sem !iti að heyásetning og meðferð búpenings, ef þeir urðu þess varir, að fénaður einhvers búanda var illa hirtur eða ætlað of lítið fóður eða húsrúm, og áttu þeir að áminna þann, er i hlut átti. Þessari grein munu forðagæzlu- menn hreppanna því miður lítið hafa fylgt, og sumir af þeim varla- vitað að lögin voru þannig, að þeim bæri skylda til að líta eftir að fóð- urbirgðir nreppsbúa væru nógar, sem að sjálfsögðu hefði þá orðið að gerast að haustinu, eða mjög snemmti vetrar. Það væri full þörf á því, að forða- gæzlumennirnir væru skipaðir af sýslumanni, eftir kosningu i sveit- unum, og að þeir hefðu erindisbréf til að fara eftir í störfum sinum, því ekki má gera ráð fyrir því, að menn sem væru ágætir til forða- gæzlu, séu svo lagafróðir, að þeir viti með vissu, hvað lög fyrir skipa í því efni. Lög eru ekki í allra höndum, og misbrestur mun vera á því, að mmsta kosti sumstaðar, að þau séu birt í sveitunum, eins. og vera ber Forðagæzlumenn ættu að vera tveir í hverjum hreppi, og vera skipaðir til 10 ára, því að slæmt er að verða oft að skifta um þá. í aðal-umsjónarferðum sinum ættu þeir að ferðast saman; starfi þeirra er svo vandasamur, að þeir þurfa oft að ráðfæra sig hver við anuan, því að betur sjá augu en auga; til þess starfa ætti að hafa að eins gætna og reynda bændur, og duglega til framkvæmda, ef með þatf, en ekki óreynda unglinga, bara til málamynda, eins og sumstaðar mun hafa átt sér stað. Ef til væru öflug hey- og lýsis- forðabúr í hverjum hreppi, og góðir forðagæzlumenn, sem litu eftir fóð- urbirgðum og meðferð fénaðarins, samkvæmt heppilegum lögum hér að lútandi, ætti ekki að þurfa að koma fyrir fjárfellir af fóðurskorti, hversu mikil harðindi sem kæmu, því að væru slæm hey hjá einhverj- um, er sjálfsagt að brúkað sé lýsi saman við. Það mun þá mega fóðra á hvaða heyrudda sem er, eins og áður er minst á, og þeir sem heylausir væru, fengju hey í forða- búri; forðagæzlumennirnir yrðu að eins að líta eftir því, að þetta sé gert áður en fénaðurinn er farinn að »liðac nokkuð, eða farið er að spara við hann fóður, sem svo mörgum hættir við að gera, þegar þeir sjá fram á heyleysi. Eg maD t. d. eítir harðindavor- inu 1882, sem almennt er kallað hér um slóðir »lambadauðavorið«. Eg var þá unglingur hjá foreldrum mínum. Stóð þá löngum inni allur fénaður á heimilinu, sem þó var töluvert mikill, en nóg hey var til að gefa. Lambaböld hjá föður mín- um voru þá með góðu móti, cg flestar veturgamlar gimbrar voru þá einnig með lömbum. Hjá einum nágranna okkar fórust þá nálega öll lömbin og eitthvað roskið, enda var þar síðast orðið ekkert til að gefa fénaðinum, nema það sem faðir minn miðlaði þangað af heyi, sem hann gerði víða þá. Mér er margt minnisstætt frá því hörmungavori, en sérstaklega man eg þó eftir, hvað mér þótti þá gam- an að sjá, hversu fimiega og létti- lega stálpuðu lömbin fóru að klifra upp eftir bökunum á mæðrnm sín- um, og komust á þann hátt upp í hey-jötuna, og átu þar með þeim, og hafði þeim þó ekki verið kent þetta. Eg hefi heyrt einstakar raddir, þeirra, sem vilja vera bara fyrir sig, hafa á móti því, að stofnuð séu forðabúr með aimennum tillögum, og þau rök færð fyrir þeirri mót- báru, að hver og einn eigi að sjá um sig sjálfur. Það er óneitanlegt, að æskilegt væri ef svo gæti verið, en það hefir nú viljað bera út af leið með þetta í svo mörgu, og verður líklega lengst af svo; finst mér því að það ætti að vera siðferðisleg skylda þeirra, sem betur mega, að hjájpa þeim sem nauðstaddur er, jafnvel þótt það kunni að stafa af sjálfsknparvítum að einhverju leyti; og hversu hægt er það ekki fyrir marga, sem betur mega, að rétta hjálparhendur einum manni, sem er illa staddur, svo hann um muni, án þess að hinum mörgu verði það tilfinnanlegt; og samkæmt kærleiksanda kristindómsins, sem við þó játum, er ekki síður skylda að við berum byrðarnar hver með öðrum. Það ætti heldur ekki að vera hætt við því, að hver sá mað- ur, sem er þannig sinnaður, velti þeirri byrði, sem honum einum væri skylt að bera, yfir á aðra að raunalausu. Það er annars mesta furða, hversp margir menn eru tregir til aðhugsa nokkurn hlut um hallærisvarnir, eða vilja að þær sjeu gerðar, aðrar en þær, sem hver einstakur gerir fyrir sig, eins oft og tilfinnanlega sem það heflr þó sýnt sig, að slíkt getur ekki gengið svo vel fari, þar sem í flestum sveitum er oftast á hverju vori einhver af búendum heylaus, hversu góður sem liðinn vetur hefir verið. Líka hefir það ekki svo sjaldan komið f^rir, að þeir, sem heylausir hafa orðið, hafa sett margan góðan heyjabónda i vandræði, sem þá hefir hjálpað þeim, sem að annars hefði komist vel af fyrir sig, og ætti það þó ekki að geta komið fyrir ef næg forðabúr væru til. Um leið og eg skilst við þetta mál, að þessu sinni, vil eg endur- taka þá ósk, að sem flestir taki til máls um það í blöðunum, s^o að mér færari menn geti bent á heppi- legri leiðir í þessu efni en eg hefi fundið; og þar sem eg tel líklegt að svo muni. verða, læt eg bíða að birta uppkast að frumvarpi til laga um forðagæzlu. og hallærisvarnir, eins og eg hefi hugsað það. Bóndi. Beztu þakkir leyfi eg mér hérmeð að færa öllum þeim, sem hafa sýnt mér hluttekningu víð fráfali manns mlns, Skúla Thoroddsen alþingis- manns. Reykjavík 5. júní 1916. Theodóra Thoroddsen. Hér méð gefst vinum og vanda- mönnum til vitundar, að tengdamóðir og móðir okkar elskuleg, Rannveig Ingibjörg Sigurðardóttir, lézt á heim- ili okkar aðfaranótt sunnudagsins 14. þessa mán. Prestsbakka á Siðu, 15. mai 1916. Ingibj. Brynjólfsd. Magnús Bjarnarson. Hinn 28. maí tapaðist brúnn hestur stjörnóttur með hvíta rönd yfir um hófskegg á öðrum afturfæti. Mark: Heilhamrað hægra, vel vakur, járnaður með vetrarjárnum. Hver, sem hittir hest þennan, er béðinn að gera mér viðvart. 28. maí 1916. Inqibergur Olaýsson, Skógtjörn. Augnlæknínoaferðalag 1916. Til Ísaíjarðar 16. júlí með Bergens- bát og dvel þar % mánuð. Fer með Gullfossi 2. ágúst til Reyk- javikur. A. Fjeldsted. Fram skilvindan skilur 130 litra á kl.stund og kostar að eins 65 krónur. A seinustu árum hefir enginn skilvirida rutt sér jafnmikið. til rúms vegna þess hve mæta vel hún reynist, og hve mjög hún stendur öðrum tegundum Fremri. Hún er mjög sterk, einföld, fljót- leg að hreinsa, skilur vel og er ódýr. Bændur! Kaupið því Fram-skil- vinduna, hún er ekki að eins öðrum fremri, heldur þeirra Fremsf Nægar birgðir ásamt varapörtum fyrirliggjandi hjá Kr. Ó. Skagfjörð, Patreksfirði. eru beðnir að láta afgreiðslu blaðsins vita ef villur skyldu hafa slæðst inn í utanáskriftirnar á sendingum blaðs- ins. Talan framan við heimilisfangið merkir að viðkomandi hafi greitt and- virði blaðsins fyrir það ár, er talan segir. Kaupendur (safoldar hér i bænum, og eins þeir sem lengra eru í burtu, eru vinsamlega beðnir að tilkynna afgreiðslunni ef þeir hafa skift um bústað. ■f \| H.f. Eimskipafélag Islands dtQiRningur fdíagsins Jrd sícjnun þass íil 21. ÓQsemfier 1915 fíofir í óag varió lagóur fram d sfírþsíoju fálaqs- ins íil sýnis fyrir fíluífíafa. Heijhjavík 8. júní 1916. Sfjórnin. Ljáblði, ágæt teguml, f verzl. VON. N. C. Monberg. Hafnargerð Reykjavikur vantar i lok þessa mán- aðar vélbát á leigu í 4—5 mánuði eða til kaups. 9 1 ..Báturinn sé með 16-20 hestafla vél. Skrifleg tilboð sendist K ir k verkfrceðingi, sem fyrst. byrjar eins og venjulega i. október og stendur til 14. maí n. k. Heimavistir eru í skólanum og fæði selur skólinn fyrir 185 kr. yfir kenslutimann. Skólagjald er 13 kr. Skólinn leggur til rúrh með stoppuðum dýnum og púðum, en náms- meyjar þurfa að leggja sér til yfirsængur, kodda og rekkjuvoðir. Helming af fæðis- og skólagjaldi skal borga við komu í skólann en hitt mánaðarlega síðari hluta skólaárs, unz lokið er'. Fyrir því, sem ekki er greitt við komu í skólann, skal setja trygga ábyrgð. Þessar námsgreinir eru kendar í skólanum: íslenzka, danska, reikningur, laudafræði, saga, náttúrufræði, söngur, leikfimi, handavinna og hússtjórnarstörf. Þeim, sem óska, er veitt tilsögn í ensku. Sérstök áherzla er áögð á handavinnu og hússtjórnarstörf. Skilyrði fyrir inntöku í skólann eru þessi: a. Að umsækjandinn hafi engan næman sjúkdóm. b. Að umsækjandi hafi vottorð um góða hegðun. c. Að umsækjandi sanni með vottorði að hann hafi tekið fullnaðarpróf samkvæmt fræðslulögunum, ella gangi undir inntökupróf þegar hann kemur í skólann. Nemendur, sem setjast vilja í aðra eða þriðju deild skulu sanna fyrir kennurum skólans, að þeir hafi kunnáttu til þess, ella taka próf. Umsóknir um skólann skulu sendar fyrir lok ágústmánaðar n. k. til formanns skólanefndarinnar, Árna Á. Þorkelssonar á Geitaskarði. Reglugerð skólans er prentuð í B.-deild stjórnartíðindanna 1915 bls. Forstöðunefndin.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.