Ísafold - 17.06.1916, Blaðsíða 2

Ísafold - 17.06.1916, Blaðsíða 2
2 I S A F O L D ' stórskemd til hafnar. Ekki er held- ur kunnugt um hve margir menn muni hafa látið lífið í orustunnni, en efalaust hafa þeir verið fjölda margir af báðum. Sögðu danskir sjómenn, sem voru í fiskiróðri tveim dögum eftir orustuna á þeim slóð- ,um þar sem ákafast var barist, að *þeir hefðu séð lík á reki hrönnum saman. Talið er, að flestir menn muni hafa farist af brezka skipinu »Indefatigable«. Kom tundurskeyti á það framanvert og stakst það þeg- ar á stafninn og sökk í einu vet- fangi. Sagt er að þýzka skipið »Westphalenf hafi sökt 6 tundur- bátaspillum fyrir Bretum. Sjóorusta þessi er hin ógurlegasta, sem nokkru sinni hefir verið háð, og hin eina sjóorsta þar sem öllum tegundum nútiðarherskipa er teflt fram í senn: orustuskipum, bryn- drekum, beitiskipum, tundurbátum, tundurbátaspillum og kafbátum. Enn- fremur tóku loftför og flugvélar þátt í henni og vita menn með vissu að Þjóðverjar hafa mist þar eitt Zeppe- linsloftfar. Mörg kaupför voru á þeim slóð- um þar sem orustaa var háð og geta þau ekki lýst þvi hvað hún hafi verið ægileg. Reykurinn út úr fallbyssukjöftunum og upp úr reyk- háfum skipanna var svo mikill, að hann myndaði þykt ský, sem lagð- ist yfir mikinn hluta Norðursjávar. Loftþrýstingurinn af skotunum varð svo mikill, að bæir og hús á Jót- landi léku á reiðiskjálfi, en skot- þruman heyrðist glögt alla leið norð- ur á jaðar í Noregi. Bretar þykjast eiga sigri að hrósa, vegna þess að Þjóðverjar flýðu þá er aðalfloti þeirra kom á vettvang. En dönsk blöð telja það »Phyrrus- arsigur*. Þjóðverjar þykjast líka hafa sigrað, en þó eru þeir engu nær því en áður, að vera jafnokar Breta á hafinu. En að öðru leyti hafa þeir unnið sigur og hann eigi lítinn. Þeir hafa unnið »moralskan« sigur. Þessi sjóorusta hefir vakið óhemju fögnuð um land alt og hleypt i þjóðina nýjum dug og nýju hugrekki. Þykir þeim meira til úr- slita sjóorustunnar koma heldur en allra sigra sinna í Frakklandi og Belgíu og sigra þeirra er þeir Hinden- burg og Mackensen hafa unnið. Og það getur haft miklaa þýðingu fyrir ófriðinn núna fyrst um sinn. „F ri9 u r“ »Landið« hans B. Kr. (fyrra föstu- dag) kvartar um »friðleysi« og virð- ist mælast til þess, að það sé látið óáreitt 1 Mætti benda þessu blaði, sem i vetur flutti ekkert annað en meira og minna persónulegar svívirðingar og meiðyrði um skoðana-andstæðinga sína, á það, að pví er sjálfu utn að kenna, ef það þykist verða illa úti. B. Kr. þekkir ef til vill danska máls- háttinn : »Som man raaber i Skoven, faar man Svar«, eða þýzka: »Lass deinen Nachbar in Frieden, so ist dir Ruh’ im eignen Haus beschieden*. En upp i þetta slettist heldur en ekki f síðasta »Landinu« (í gær) eins og búast mátti við, þar keppast um, ósannindin og ósvífnin. Rétt til dæmis skal þess getið, að blaðið hermir, að Sjálfstæðisflokkurinn (ráð- herraflokkurinn) hafi sent mann beina leið norður í Húnavatnssýslu(l), til þess að »smala þar meðmælendum*. Enginn allra minsti fótur er fyrir þessu, tilhæfulaus uppspuni. Og meðmælendasöfnunin gekk betur en svo, að þess þyrfti við. — Síðan skiftir blaðið (d: B. Kr.) landskjörs- listunum, eða flokkunum, i tvent: »Höfðingjavaldsflokk«(!) — og telur þar til heimastjórnarmenn og sjálf- stæðismenn — og »alþýðuvalds- flokk«(!) og telur kjarnan i honum vera — þversummenn!!! Með þá sýslumennina og bankastjór- ann og grisku-döcentinn í broddi fylk- ingarl Alitlegir alpýðumenn! í sam- bandi við þetta þylur blaðið, hver stefna sé þessara »flokka«, og er þar öllu umhverft. Má það fyr vera, að opinbert málgagn leyfir sér slíka framkomu, er ekki getur annað gert en auglýsa það sjálft sem vitfirringa- málgagn. í öðrum greinum i sama blaði er ekki aðeins ráðist á landsstjórnina — ráðherra —, sem ekki er tiltökumál af því, og er ráðherra þar skamm- aður fyrir að hafa »fengið annan af bankastjórunum til þess að fara burt úr bankanum* (hér fer blaðið rangt með, eins og kunnugt er, því að það var fyrir orð og ósk kaupmanna- ráðsins); einnig fyrir pað, að svo líti nú út sem ráðherra »fulltreysti nú stjórn B. Kr.« og ætli sér líklega ekki að »víkja B. Kr. frá« (þzð kemur óneit- anlega úr hörðustu áttl); ennfremur fyrir »bankamálin«, sem B. Kr. er nú ekki geðgóður út af, og loks fyrir það, að ráðherra og landsstjórnin hefir látið sér einkar ant um að ná samkomulagi við Englendinga um, að viðskiftum vorum við önnur lönd yrði sem minstur trafali gerður (þótt ráðherra færi ekki utan nú i þeim erindum, eins og blaðið heldur). Af því að þó er ekki enn algerlega full- ráðið um samkomulag þetta, hefir það ekki verið birt, en verður þeg ar, er kleift er. En auk pessa hefir blað B. Kr. nú alt á hornum sér: Skammar kaup- mannaráðið, svo og bankastjórann, sem frá fór, lögfraðinqinn, sem settur var bankastjóri, byggingafraðinginn, sem verið hefir ráðunautur banka- stjórnarinnar, lóðaálitsnefndina, og loks Englendinga! Það er atvinna í lagi, þessi blaða- menska. Bókafregn. Búnaðarritið, 30. ár, 3. hefti, hefir Búnaðarfélag Islands sent út nýverið. Er þar m. a., Votheysgerð, eftir Halldór Vilhjálmsson. Arsfundur Búnaðarfél. ísl. 1916. Skýrsla um mjólkurskólann á Hvítárvöllum, eftir H. Grönfeldt. Innlend reynsla, eftir Björn Sigfússon. Skýrsla um garð- yrkjukenslu í Gróðrarstöðinni í Rvík, eftir Einar Helgason. Freyr XIII. ár. 6. hefti er nýút- kominn. Knattspyrnulög hefir íþróttasam- band Islands gefið út nýlega. Er það 4 arka bók með miklum fróð- leik og nauðsynlegum fyrir alla þá, er knattspyrnu unna og iðka. H.i. Eimskipafélag íslands. Aðalfundur félagsins verður hald- inn í Iðnaðarmannahúsinu í Rvík 23. júní næstk. kl. 12. á hád. Allir hluthafar, eða umboðsmenn þeirra, sem sækja vilja fundinn, verða að hafa aðgöngumiða og verða þeir afhentir í dag og 19.—21. þ. m. frá kl. 1—3 og 5—7 siðdegis 1 Báruhúsinu (niðri). Erl. simfregnir. (frá fréttaritara ísaf. og Morgunbl.) Kaupmannahöfn, 10. júní. Tólf menn af skipshöfn brezka beitiskipins Hamp- shire hafa komist í land á timbnrfleka. Grikkir afvopna nokk- urn hluta hers slns eftir krötu bandamanna. Bússar hafa tekið 65000 Austurríkismenn höndum. Orusturnar á vestur- vígstöðvunum og suður- vígstöðvunum (í Tyrol) halda áfram með sama kappi. Kaupmannahöfn, 14. júni. Bússar nálgast Czerno- wits og hafa enn tekið 5500 manns höndum. Þjóðverjar gera árásir á Biga og Pinsk, og sækja fram hjá Ypres. ítalir hata stöðvað fram- sókn Austurríkismanna. Bepublikanar i Banda- ríkjunum hafa valið Hugh- es dómara fyrir forseta- efni. Kaupmannahöfn 15. júni. Bússneskir kafbátar réð- ust á þýzk flutningaskip, sem herskip fylgdu í Eystr- asalti. Einu hjálparbeiti- skipi var sökt og mörgum kaupförum. Bússar halda áfram inn- rás sinni í Galiciu og fara sigri hrósandi. Þeir hafa tekið 114 þús. fanga síð- ustu dagana. A fundi verkamannafull- trúa i Noregi var samþykt að hætta verkfallinu. JSrunaBótqfátag tSslanós. Það er nú svo ákveðið að »Bruna- bótafélag íslands* taki til starfa 1. janúar 1917. Samkvæmt 3. gr. laga nr. 54, 3. nóvbr. 1915, er skylt að vátryggja hjá félaginu allar húseignir í kaupstöðum utan Reykjavikur og í kauptúnum með 300 íbúum eða fleirum. Samkvæmt skýrslu Hag- stofunnar ná ákvæði þessi til eftir- taldra staða: Hafnarfjörður, ísafjörð- ur, Akureyri, Seyðisfjörður, Vest- manaeyjar, Stokkseyri, Eyrarbakki, Keflavík, Akranes, Hjallasandur, Ólafsvík, Stykkishólmur, Vatneyri og Geirseyri, Suðureyri við Súganda- fjörð, Bolungarvík, Sauðárkrókur,. Siglufjörður, Húsavík, Nes í Norð- firði; Eskifjörður og Búðir í Fáskrúðs- firði. Öllum húseígendum á ofan- greindum stöðum er því hérmeð gert aðvart um að frá 1. janúar 1917 ber peim að tryggja hús sin hjá Bruna- bátafélagi fslands. Jafnframt mun félagið frá sama tima taka að sér tryggingu húsa í öðrum kauptúnum, ef eigi eru trygg- ingarskyldar i ' brunabótasjóði, er hreppur hefir stofnað, svo og trygg- ingu á lausafé bæði í Reykjavík og á þeim stöðum, sem félagið tekur hús í eldsvoðaábyrgð, alt samkvæmt ákvæðum laga 3. nóvember 1915, væntanlegri reglugjörð og flokkunar- reglum. Reykjavík 13. júní 1916. Sveinn Björnsson. Eimskipafélagið. Kl. 6 í gær var útrunninn sá frestur, sem hluthöfum Eimskipafé- lagsins hafði verið gefinn til þess að koma fram með tillögur, er ber- ast ættu undir aðalfundinn i næstu viku. Frá félagsstjórninni komu þessar tillögur fram: Tillaga um skifting ársarðsins: Frá félagsstjórninni: kr. aur. Hreinum arði eftir árs- reikningnum 101,718,16 að frádregnum neðan- greindum 43,194,21 Kr. 58,523,95 skal skift þannig: kr. aur. a. í endurnýjunar- og varasjóð leggist . . 25,580,34 b. Stjórnendum félags- ins sé greitt í ómaks- laun alls 3,500,00 c. Endurskoðendum fé- • lagsins greiðist í ómakslaun alls. . . 1,000,00 d. flluthöfum félags- ins greiðist í arð 4% af hlutafé því er rétt hefir til arðs kr. 711,085,17 . . . . 28,443,41 Samtals kr. 58,523,95 Athugasemd. Félagsstjórain hefir samkvæmt 22. gr. félagslaganna ákveðið að verja ofangreindum kr. 43,194,21 til frádráttar af búkuðu eignaverði félagsins sem hér segir: kr. aur. a. Á e.s. Gullfossi . . 22,000,00 b. A e.s. Goðafossi. . 18,000,00 c. A stofnkostnaði . . 3,194,21 Kr. 43,194,21 TUlaga um aukning hlutafjárins: Frá félagsstjórninn:: Fundurinn ákveður að heimila félagsstjórninni að auka hlutaféð upp í 2 miljónir króna. Tillaga um heimild til aukningar skipastólsins. Frá félagsstjórninni: Félagsstjórninni heimilast að láta byggja eða kaupa 1 eða 2 milli- landaskip auk strandferðaskipa þeirra, sem heimild var gefin á stofnfundi til að láta byggja eða kaupa. Heekkun flutninsgjalda. Frá Gísla Sveinssyni yfidómslög- manni kom fram tillaga um að stjórn félagsins hagi flutningsgjöldum skip- anna um sinn nokkuð eftir því, sem önnur félög á Norðurlöndum hafa gert siðan ófriðurinn hófst. Legg- hann til að allur gróði að þessari hækkun flutningsgjaldanna renni í varasjóð félagsins, og verði siðar notaður til þess að auka skipastól fé- lagsins. Um Vistur-Islendinga. Ólafur G. Eyjólfsson kaupm. og fleiri koma fram með svohljóðandi tillögu : Fundurinn skorar á félags- stjórnina, að bjóða ekki væntanlega aukning hlutafjár út til þeirra Vest- ur-íslendinga, sem ekki hafa staðið i fullum skilum með borgun lofaðs hlutafjár til félagsins. Frá sömu mönnum kom og til- laga um að hluthafar vestan hafs kysu 2 menn i félagsstjórnina, en hefðu engan atkvæðisrétt við kosn- ingu annara stjórnenda. ReykjaTflciir-annail. Sundskálinn hjá Skerjafirði verður opnaður á sunnudaginn. Þá synir Er- lingur Pálsson þar listir sínar og margir fleiri góðir sundmenn. Ættarnafn. Magnús Tómasson verzl- unarstjóri og bræður hans Eyþór og Ingvar hafa tekið sór ættarnafnið • K j a r a n. Mannslát. 14. þ. m. andaðist hér í- bænum Magnús Vigfússon á Miðseli, 87 ára að aldri. Var hann einn allra elstu borgara þessa bæjar, mesti dugn- aðar- og sæmdarmaður. Þorsteinn Kristjánsson hefir ný- lokið embættisprófi í guðfræði við Há- skóla íslands. Hlaut 1. einkunn (105 stíg). Hátfðisdagnr kvenna er 19. júní. Skemtiskráin verður birt á morgun. Embættispróf á fiáakólanum. í I ö g f r æ 8 i hafa lokið prófi Páll Bjarnason frá Steinnesi og Páll Pálma- son (yfirkennara Pálssonar) báðir með II einkunn. Aðalfundur Bókmentafólagsins er i kveld. Kjörfundur var f fyrradag og . þá talin saman atkvæði til stjórnar- kosninganna: Forseti endurkosinn próf. B. M. Olsen og varaforseti dr. Jón Þorkelsson. í fulltrúaráð endurkosnir:- Sig. Kristjánsson bókasali og dr. Björn Bjarnason. íþróttafólag Reykjavíkur hólt fimleikasýningu annan bvftasunnudag kl. 2 síðd. á íþróttavellinum. Var sýningin hin skemtilegasta. Páll Stefánsson frá Þverá fór utan meö Botníu á laugardaginn var. Ætl- aöi að dvelja ucanlands (í K.höfn) um óákveðinn tíma. Sumarblaðið, 2. tölublað, kemur út í dag. Fjölskrúðugt að efni. Lúðrafélagið Harpa skemti bæjar- mönnum með hljóðfæraslætti 1. og 2. hvítasunnudag. Á annan (6 ára af- mælisdag sinn) spilaði félagið á barna- leikvellinum við Grettisgötu, eftir til— mælum frú Bríetar Bjarnbóðinsdóttur;: var það mikið gleðiefni litlu börnun— um, er voru þ»r hunduðum saman, og ekki síöur fullorðna fólkinu, er heima á innarlega í bænum og sjaldnast kemst niður í bæ, þegar spilað er á Austurvelli. — Á hvítasunnudag byrj- aði fél. að spila á Austurvelli, en hafðí svo flutt sig á annan stað, að sögn vegna þess að borgarstjóri hafðl bann- að að láta vísa fólki og börnum út, sem þar voru fyrir. Þökk sé borgar- stjóra fyrir það. Hins vegar er það ekki láandi þó þeir sem spila, vilji' ekki láta fólkið ryðjast að sór á alla vegu, svo varla só hægt að snúa sór við. Bærinn ætti því að láta reisa pall meö þaki á Austurvelli fyrir hljóð- færaleikendur, eins og tíðkast f öðrum löndum, þá getur fólkið staðið alt í kring, án þess aö hljóðfæraleikendum sé til ama. Er það áreiðanlegt, að þann kostnað mundu fáir telja eftir. Kirkjnhljómleika halda þeir Páll ísólfsson, Eggert og Þórarlnn Guð-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.