Ísafold - 24.06.1916, Blaðsíða 2

Ísafold - 24.06.1916, Blaðsíða 2
2 ISAFOLD og dagskráin þannig fallin. Þá bor- in upp til atkvæða breytingartillaga á skjali 13 c (Ó. G. Eyjólfssonar o. fl.). Talin upp atkvæðin og féllu þannig: alls greidd 79x7 atkv., já 5507, nei 2410. Lýsti fundarstjóri tillöguna fallna, þar sem til laga- breytinga þyrfti samkvæmt félags- lögunum, 15. gr., */4 hluta greiddra atkvæða, er eigi hefði fengist fyrir tillögunni. Bar þá fundarstjóri upp (án skrif- legra atkvæða) tillögu stjórnarinnar um lagabreyt. á skjali 13 b, og var hún samþykt með öllum greiddum atkvæðum gegn 6. Lýsti fundar- stjóri hana samþykta. Þá tekinn fyrir 4. liður dagskrár- innar; stjórnarinnar á skjali 133. — sem sé um að auka hlutaféð upp í 2 -miljónir króna. Borin undir atkvæði greind til- laga stjórnarinnar, og samþykt í einu hljóði. Þá tekinn fyrir 7. liður dag- skrárinnar: 7. Heimild til að láta byqqja eða kaupa skip. Til máls tók Eggert Claessen, talaði með tillögu stjórnarinnar á skjali 133 um aukningu skipastóls- ins. Tillagan borin undir atkvæði og samþykt í einu hljóði. Tekinn fyrir 8. liður dagskrár- innar: Fundarhlé var því næst gefið frá kl. 8^/2—9lh- H6fst fundurinn aftur. Lokið upptalningu atkvæða hinna tilnefndu manna, er áður var getið, eftir 4. lið dagskrárinnar. Tilnefndir voru þessir: Eggert Claessen með 7055 atkv. Halldór Daníelsson — 5735 — Thor Jensen — 4806 — Garðar Gislason — 4183 — Jón Þorláksson — 3879 — Jón Björnsson — 3 448 — Magnús Sigurðsson — J437 — Halldór Þorsteinsson — 1185 — Næstir fengu atkvæði: Páll H. Gíslason 976 — Björn Kristjánsson 849 — Sighvatur Bjarnason 707 — 4. Kosninq pri°%ja manna í stjórn Jélagsins, í stað peirra, er úr %an%a samkveemt hlutkesti. Úr gengu stjórninni með hlutkesti: Eggert Claessen, Halldór Daníelsson og Garðar Gíslason. Þá gengið til kosninga á ein- um manni úr flokki Vestur-íslendinga (í stað Halidórs Daníelssonar, sem kjörins af þeim), og kosið á milli þeirra tveggja, er Vestur-íslendingar höfðu tilnefnt fremsta, í bréfi, sem er skjal 9 hér við fundarbókina: Arna Eggertssonar og Baldvins L. Baldvinssonar. Sveinn Björnsson gat þeás, að hinn síðarnefndi hefði tjáð sér í bréfi, að hann ætti mjög óhægt með að sitja í stjórn Eim- skipafélagsins sökum anna og ýmis- legs annars. Atkvæði féllu þannig: Arni Egg- ertsson hlaut 6284 atkv., Baldvin Baldvinsson 1167, auðir seðlar voru 168. Lýsú fundarstjóri því Arna Eggertsson kosinn úr flokki Vestur- Islendinga. Voru þá tilnefndir af fundarmönn- um 8 manns úr flokki hluthafa bú- settra í Reykjavík (sjá siðar í fund- arskýrslunni). Þá lýsti fundarstjóri, að meðan upptalning færi fram. á atkvæðum, yrðu teknir fyrir aðrir liðir dagskrár- innar, 6. liður o. s. frv. 6. Tillögur um aukning hluta- ýjdrins. Sveinn Bjötnsson form. félagsins tók til máls og mælti með tillögu 8. Umreeður og atkveeðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að verða borin. Tekin til umræðu tillaga um hækkun flutningsgjalda frá Gísla Sveinssyni. Tók tillögumaður fyrst- ur til máls og talaði með tillögunni, en hún er á framlögðu skjali 13 d. Auk hans tóku til máls: Sveinn Björnsson, Bjarni Jónsson frá Vogi, B. H. Bjarnason, Jón Þorláksson, Magnús Sigurðsson og Ragnar Ó- lafsson. Sumir tóku til máls oftar en einu sinni. Enn fremur talaði Gunnlaugur Magnússon, úr Strandasýslu. Þá borin upp rökstudd dag- skrá, er Jón Þorláksson bar fram, svohljóðandi: »Með því að fundurinn felst á stefnu þá um hækkun flutnings- gjalda, sem kemur fram í skýrslu félagsstjórnarinnar, tekur fnndurinn fyrir næsta mál á dagskrá.c Þessi tillaga var samþykt með öll- um þorra atkvæða. Lýsti fundar- stjóri þá, að tillagan á 13 d. kæmi ekki undir atkvæði, þar sem dag- skráin hefði verið samþykt. Kom þá til umræðu tillaga um útboð hlutafjáraukningar, frá Ó. G. Eyólfssyni o. fl., á skjali 13 e. Töl- uðu um hana Páll H. Gíslason kaupmaður, Sveinn Björnsson, Ó. G. Eyólfsson, Þórhallur Bjarnarson biskup, Jón Þorláksson og Benedikt Sveinsson. Tillagan borin undir atkvæði og feld með yfirgnæfandi atkvæðafjölda (6 greiddu atkvæði með tillögunni). Thor Jensen (Ólafur Thors sonur hans fyrir hans hönd) og Magnús Sigurðsson neituðu að taka á móti kosningu, ef þeir yrðu fyrir kjöri. Komu þá í þeirra stað tilnefndir með næstum atkvæðafjölda Páll H. Gtslason og Björn Kristjánsson, er þó taldist undan kosningu. Fór þá kosning fram um 4 af þessum 8 tilnefndu mönnum, i stjórn- arnefnd félagsins. Kosningu hlutu þessir: Eggert Claessen með 7415 atkv. Halldór Daníelsson — 6136 —: Jón Þorláksson — 49°7 —* Halldór Þorsteinsson — 4747 — Næstir fengu atkvæði: Jón Björnsson 3236 atkv. og Garðar Gíslason 3069 — Þá var loks tekinn fyrir 5. liður dagskrárinnar: y. Kosinn endurskoðandi í stað pess, er ýrá ýer, samkv. hlutkesti, og einn varaendurskoðandi. Út var dreginn með hlutkesti end- urskoðandi Ó. G. Eyólfsson kaup- maður. Kosning endurskoðanda • fór þá fram og hlaut kosningu (við skrif- lega atkvæðagreiðslu): Ó. G. Eyólfs- son með 2133 atkv. Næstur fekk atkvæði: Þórður Sveinsson aðstoðar- maður 1626 atkv. Varaendurskoðandi var kosinn (sömuleiðis skiflega): Þórður Sveinsson aðstoðarm. með 2012 atkv. Næstur fékk atkvæði: Richard Torfason bankbókari 1222 atkv. Fleira lá ekki fyrir fundinum. Fundarbók upplesinn og samþykt. Fundi slitið. Eggert B^iem. Gísli Sveinsson. Frá Shakespeare’s-hátlðinni. 25. f. m. stóð þessi smágrein í heimsblaðinu »Timesc: »í minningu Shakespeare 8. Island, hið forna óðal Sögunnar og Edduljóðanna, hefir eigi heldur gleymt að heiðra þriggja alda afmæli Shake- speare’s. Hin merkasta kveðjusend- ing þaðan er kvæði undir forn- ^lenzkum bragarhætti eftir landsins elzta núlifandi skáld, Matthías Joc- humsson, sem er viðurkendur um öll Norðurlönd sem göfgasti túlkur hinna fornnorrænu bókmenta. Þrátt fyrir háan aldur og nokkurn lasleik í vetur, bætti hann við hina klass- isku þýðing sína af Hamlet o. fl. sorgarleikjum Sh., og samdi hann fyrir »minnis-bókina«, kvæði, hér um bil 200 línur, til lofs og dýrðar Shakespeare og landi voru. Sakir óvissu og ruglings á póstskipaferð- um, hefir bréf skáldsins eigi borist oss fyr en nú nýlega; skal þó kviða hans bráðum sjást á prenli með þýð- ingu Gallancz prófessors sjálfs, þess manns, er i riti sínu: »Hamlet á íslenzku® gaf þýðaranum makleg lofsyrði. Kvæði hins íslenzka skálds fylgdi bréf fult af heillaóskum til Englands í tilefni Sh. hát:ðarinnar. Hið hlýja bréf endar á orðunum: God,bless old Englandlc. Iíausnarleg gjöf. Nýlega hafa þau hjón Ragnar konsúll Ólafsson á Akureyri og frú hans gefið .400 krónur til Heilsu- hælisfélagsins. Grein um ritgerð Böðvars Jónssonar lögm. á Akureyri »Nýif vegir«, kemur í næsta blaði. Einnig greinargerð um Landsspi- talasjóðinn eftir Iagibjörgu H. Bjarna- son skólastjóra. Erl. símfregnir (frá fréttaritara ísaf. og Morgunbl.). Kaupm.höfn, 21. júni. Bretar hafa sent herlið til Rússlands um Arkan- gel. iÞjóðverjar hafa dregið töluvert lið frá vígvellin- um við Verdun og sent það austur gegn Rússum. Rússar haia farið yflr Sereth-fljót í Bnkovinn. Ludvig Reventlow greifi er látinn. Khöfn 23. júni Á ráðstefnu bandamanna í Parfsarborg var samþykt að halda áfram núverandi verzlunarstríði við Þýzka- land að ófriðnum loknum. Brusseloff, hershöfðingi Rússa, heflr haudtekið 170,000 Austurríkismenn. Hindenburg heflr hafið ákafa sókn á stöðvar RÚssa hjá Riga. Alt manntjón Þjóðverja hjá Verdun er áætlað háff miljón fallinna, særðra og handtekinna manna. Skærur miklar eru með Mexikomöunum og Banda- rlkjamönnum. Mikil lík- indi til ófriðar milli þeirra- Knattspyrnumót íslands hefst á morgun kl. 2 á ítróttavellinum. — verður þar kept um bikar þann, er »Fram« hefir gefið og er sjálft hand- hafi að síðan í fyrra. Þrjúfélög keppa að þessu sinni, »Knattspyrnufólag Reykjaví'kur«, »Fram« og »Valur«. — Er metnaður mikill milli þeirra og mun barist af hinni mestu ákefð. — Fyrst keppa »Reykjavíkur« og »Fram«. Prófessor Haraldur Níelsson ætlar að fara norður á Akureyri í sumar og halda þar nokkra fyrirlestra. Hafa Akureyringar farið þess á leit við hann, að hann kæmi norður, og- kvað hann hafa lofað að fara. Ætlar hann og að prédika þar í kirkjunni. bezt upp. Arnljótur Ólafsson stóð upp á eftir og stakk upp á þvi að veita 500 kr. til að fá út bók um islenzk lög. Benedikt Sveinsson svaraði aftur, og gerði frámunalega litið úr dauðri bók, í stað lifandi manna, og lifandi orðs. Hann dró uppástunguna sundur i logandi háði. III. Heimaýengni bagginn. Þá er eg loksins kominn að efn- inu. Hr. G. H. átelur, að eg áliti allar framfarir íslands stafi frá ís- landsbanka. Því er ofurhægt að svara. Hversvegna urðu ekki allar þær framfarir sem hér hafa átt sér stað árin 1904—1915 á árunum 1891—1902? Þá var þó kominn jhér banki, bygður á innlendu láns- trausti og innlendu sparisjóðsfé — alveg bygður á hinum »holla heima- fengna baggac, sem hr. G. H. trúir á? Jú, framfarirnar gátu ekki orðið vegna þess, að hinn holli heimaýengni baggi var ekki nógu stór sáta til að fóðra allan framfarafénað síðara tíma- -biisins með; framfarafénaðurinn hefði drepist úr hor næsta vor. Þegar eg og minir líkar vorum búnir að auka heyforðann með útlendu íóður- láni, þá var fyrst unt að setja fram- farir síðara timabilsins á vetur. IV. Sparisjóðsfé. Eí landið á að fá peninga í spari- sjóðina, þá útheimtist þrent: Pen- ingar þurfa að vera til manna í milli, og þeir hafa aukist stórlcga við seðla- útgáfuna síðustu 12 ár, áður stofn- uðu menn sparisjóði og lögðu inn í þá innskrift í búð stað peninga t. d. á Siglufirði framan af. Sparisjóður- inn verður að vera áreiðanlegur: Sparisjóðurinn verður að geta svarað út pvi, sem menn haja lagt inn í hann hveneer sem ýjdreigandinn vill fá pað aýtur. A síðasta atriðið lagði Hamilton Hay, aðalstjórnari skozku sparisjóðánna, einna mesta áherzlu, því m|ð öðru móti væri ekki hægt að fá Skota til, að leggja fje í spari- sjóði. Skozka fyrirkomulagið á bönk- um er álitið bezta fyrirkomulag í heimi og hefir sýnt það í verkinu. Sparisjóðsfé er ákaflega mikilsvert fyrir vellíðan þeirra, sem það eiga. Ef 28000 manns vakna svo á hverj- um morgni, að þeir vita af því, að þeir eiga 50—200 kr., sem þeir geta skotið millt sin og sjúkdóms eða neyðar, þá getur þriðji hver maður á landinu risið með léttari áhyggjum á fætur. Eg veit það ekki, en eg hygg, að þeir sem eiga nú inni í sparisjóðum séu 28000 manns. Fyrir þá, sem hafa meðferð sparisjóðsfjár- ins með höndum, er »heimafengni bagginnc ekki alveg eins hollur. Frá þeirra sjónarmiði er nýfengið spari- sjóðsfé ekki annað en peningar, sem bíða þess að vera settir i eitthvert fyrirtæki (hús, jarðabót, hlutabréf), og hér í kauphallarleysinu geta þeir ekki sett það í skuldabréf, því þau verða ekki seld aftur, og meðferð þess verður þvi að vera einkar var- leg. Bankastjórarnir hér standa af ýmsum ástæðum svo fjarri þeim, leggja fje inn, að þær hafa engin áhrif á, hvernig innieigendur verji fénu. Enginn hlutur stæði þvi nær fyrir Landsbankann, en að segja við menn. sem eiga þar inni i spari- sjóðnum: ,Kauptu nú heldur veð- deildarbréf af mér fyrir þessi hundruð sem þú átt inni í sparisjóðnum, þú færð töluvert hærri rentur en spari- sjóðurinn gefur, og einhver t. d. fjölskylda í Reykjavík, sem nú er húsnæðislaus, fær þak yfir höfuðið. Innieigandinn í sparisjóðnum mundi svara sem svo, þetta væri nú alt gott og blessað, en get eg pá selt veðdoildarbréfið aýtur, pegar eg parý á peningunum að halda? Eg hugsa mér, að Landsbankinn geti ekki svarað því játaodi. Það strandar alt á því, að kauphöllin er ekki til, en hún kemst ekki upp vegna þess, að hér eru ekki nógir peningar á reki, ef svo mætti að orði kveða. Hvað er svo gert við þetta heima- fengna sparisjóðsfé? Það er látið liggja á vöxtuin erlendis mikinn hluta ársins. Þaðan má alt af fá peningana aftur tneð sólarhrings fyrirvara, nema íslandsbanki sé bú- inn að gefa út alla þá seðla, sem lög leyfa, — þá verður að bíða í mánuð eftir útlendum seðlum. V. Agnúinn á heimafengna bagganum. I Landshagsskýrslunum 1911 er skýrsla eftir þann, sem þetta ritar, um sparisjóðina á landinu 1908— 1910. Skýrslan vakti meiri eftir- tekt, en hagsskýrslur okkar eiga vana- — 6 — lega að fagna. Statistisk Aarbog kom næsta dr með útdrátt úr henni,- og hafði aldrei getið um íslenzkt: sparisjóðsfé fyr. Blaðið »Lögrétta« gerði ágætan, skýran og læsilegan útdrátt úr henni. Bezta útdrátt úr Landshagsskýrslum, sem eg hefi séð í nokkru blaði hér. Eg sá, að hr,- prófessor Guðmundur Hannesson hafði lesið annaðhvort skýrslurnar eða útdráttinn í Lögréttu af blaða- giein, sem kom út eftii hann; hann lét mikið yfir að vér ættum 61/*; miljónir, og að vér þyrftum ekki annað til að fá Eimskipifélagið á> fót, en að taka 1 miljónina af þess- um 6 milj. ofc breyta henni í Einr- skipafélagshlutabréf. Það mun nú' samt ekki hafa gengið eins og í sögu. Innieigendur í sparisjóðum munu sumir hafa spurt hr. G. H. eða þá sjálfan sig: Get eg þá selt hlutabréfin aftur, þegar eg þarf sjálf- ur á peningunum að halda ? Svarið hefir að líkindum verið neitandi, og svo litið orðið úr að skrifa sig fyrir framlögum til Eimskipafélagsins. í. þessari skýrslu er nú meðal annars sýnt, hve mikil innlög manna vorm — 7 — — 3 — 4 — 5 _—

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.