Ísafold - 28.06.1916, Blaðsíða 1

Ísafold - 28.06.1916, Blaðsíða 1
Kemur út tvisvar . í viku. Verðárg. 5 kr., erlendis 7^/j kr. eða 2 dollarjborg- > ist fyrir miðjan júlí erlendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. I r Uppsögn (skrifl. \ bundin við áramót, er ógild nema kom- !; in bó til útgefanda * fyrir 1. oktbr. og só kaupandi skuld- laus viö blaðið. ísafoldarprentsmiðja. Ritstjóri: Dlafur Björnsson. Talsími nr. 455. XLIII. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 28. juní 1916. 47. tölublað Alþýöufél.bókasafn Templaras. 8 kl. 7—9 Borgarstjóraskrifstofan opin virka ðaga 11—S Sæjarfogetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og &—? Bæjargjaldkerinn Laufásv. 5 kl. 12—8 og B—1 íalandsbanki opinn 10—4. &.K.U.M. Lestrar-og slrifstsfa 8árd,—lOsiM. Alm. fncdir fld. eg sd. 81/! siðd. Landakotskirkja. Guftsjp.j. 9 og 6 á helgnm i.andakotsspltali f. sjúkravitj. 11—1. Jjandsbankinn 10—8. Bankastj. 10—12. íLandsbokasafn 12—3 og B—8. Útlán 1—B Landsbúnaðarfélagsskrifstofan opin frá 1S—2 LandsféhirSir 10—2 og B—6. Siandsskjalasafnio hvern virkan dag kl. 12—2 Iiandssíminn opinn daglangt (8—9) virka dago helga daga 10—12 og 4—7. Kattúrugripasafniö opio l'/s—2'/s á, sunnud. FÓBthnsið opio virka d. 9—7, sunnud. 9—1. Samábyrgo Islands 12—2 og 4—8 (Stjórnarráosskrifatofurnar opnar 10—4 dagl. Taisimí Reykjavikur Posth. 8 opinn daglangt 8—10 virka daga, helga daga 10—9. Vlfilstaðahælio. Heimsóknartimi 12—1 *jöömenjasafnio opio sd., J>d. fmd. 12—2. Fimfi ágúsf. ¦ ¦ o ¦------ Hugleiðingar á víð og dreif. Þann i. ágúst verður sennilega uppi fótur og fit i landinu, þegar Ikjósa á fyrsta sinni landskjörna »öld- unga« inn á þing þjóðarinnar. Það er nú að vísu ekki neitt í þá áttina, að þær kosningar ráðí neinu -verulegu um skipnn alþingis næsta Ikjörtimabil, þar sem að eins á þá að velja tæpan x/7 hluta þejs. En svo munu margir líta á, að árangur sþeirra megi teijast spegilmynd af stjórnmála-ástandinu, þ. e. flokka- skifting þjóðarinnar eftir stjórnmála- skoðunum. Varlega mun þó þurfá að fara í þeim ályktunum. Fyrst og fremst sökum þess, að við þessar kosningar fá þeir einir að neyta mannréttinda, sem eru hálffertugir •eða eldri. Framsóknarmesta hluta kjósenda — frá 25—3 j ára aldurs — gætir alls eigi. Og í öðru lagi hefir rás viðburðanna orðið sú, að mis- munandi stjórnmálaskoðanir hafa alls ¦eigi fengið svigrúm til að ráða list- unum öllum, sem fram eru komnir, faeldur eru sumir þeirra fóstur ein- hliða stéttarígs, sem eigi ætti að eiga rétt á sér í stjórnmálum vorum. Fyrir þessar sakir gæti svo farið, að kosningarnar 5. ágúst yrðu kann- ske klúðurslegar og gæfu ekki ábyggi- legan grundvöll fyrir dómi um eig- inlegar stjórnmálaskoðanir hinnar ís- lenzku þjóðar. Það er mikið mein, að eigi skuli nein veruleg innanlands sérmál kom- in á döfina — mál sem gripa um hugi þjóðarinnar og hrista hana upp úr lognmókinu, til þess að taka greinilega afstöðu með eða móti. Lítur helzt 'út fyrir, að slík mál ætli ekki að fæðast fyr en eftir kosning- ar, og getur þá vel farið svo, að þeir sem' saman halda við kosning- arnar riðlist aigerlega, og gersarnlega ný flokkaskipun verði upp úr því. Þetta, að ekki eru nein innaniands- stórmál enn komin fram, á sér auð- vitað ýmsar ástæður, en ein þeirra og hún eigi hin veigaminsta vafa- laust hið fágæta ógasfuástand í heim- inum út af heimsstyrjöldinni, Þegar alt er svo mjög á hverfanda hveli eins og nú og enginn veit hvað upp verður og hvað niður í nánustn framtíð, er hugur manna heldur tregur til að hugsa um og ráðast út í úrslita-nymæli í stjórn- málum og þjóðarbúskap. Líklega hefði þvi verið hollara fyr- ir stjórnmálalíf vort og þjóðarhag, að fara að dæmi Dana um þessar mundir og slá kosningum, og þeirri baráttu sem óhjákvæmilega fylgir þeim, á frest, unz eitthvað yrði sýnna um styrjaldar-úrslitin. En héðanaf er of seint að bollaleggja nokkuð um það, heldur verður sjálf- sagt að sitja við það sem komið er og fela stjórnmálaframtíð landsins næstu 6—12 árin þeim »háttvirtum kjósendum*, er kjðrborðin sækja 5. ágúst og fyrsta vetrardag. Þessir háttvirtu kjósendur verða óneitanlega í nokkurum vanda staddir um val sitt, þar sem þeim i rauninni ekki er veitt sú aðstaða að úrskurða um nein sérstök dagskrármálefni. Það hlýtur því að verða ýortíðar-reynsla hvers' einstaks kjósanda er mestu ræður um atfylgi hans á kjördegi. Það verða með öðrum orðum stjórn- málaviðburðir síðustu ára, sem hljóta að vera eins og nokkurskonar undir- straumur við kösningarnar, eftir því sem nii horfir við, ef þær eiga að verða á heilbrigðum grundvelli reist- ar en ekki hálfblindri eða alblindri stéttarígsástríðu — landi og þjóð til niðnrdreps. O'g þegar svo kjósandinn fer að gera upp reikningana miili hinna ýmsu »lista«-manna, trúum vérnaum- ast öðru, en að stjórnmálatiðindin sem gerðust fyrir rúmu ári' verði þung á metunum. Svo atti það minsta kosti að vera, að ef talið um nauðsyn stjórnarskrár og óskin um sérstakan fána fyrir ísland, hefir ekki verið merglaust og meiningarlaust slúður, þá kunna islenzkir kjósendur að meta þá menn, sem bezt beittu sér i þvi efni og létu ekki ógnanir og ill læti »þversum«-berserkjanna aftra sér frá því að koma þeim mál- um i höfn, enda þótt búast mætti við því, sem síðar kom á daginn, brigzlum um svik, hringlandaskap kjötkatlagræðgi og annað, sem hald- ið er, að gangi i þann hluta alþýðu sem aldrei nennir að hugsa, en jafn- an er reiðubúinn til að taka undir með þeim, sem gala hæst og hafa i munninum mest stóryrðin en minst framkvæmdaþrek þegar á reynir. Ef heilbrigð pólitísk hugsun og vakandi tilfinning fyrir þvi, sem gerst hefir í íslenzku stjórnmálalifi fær að hafa yfírráðin í hugum hinna hálffertugu þann 5. ágúst, þá hlýtur fylkingin um E-listann að verða bæði fjölskipuð og valdir menn i hverju rúmi. Fyrsti maðurinn á þeim lista Einar Amórsson varð ráðherra í um- boði þess hluta Sjálfstæðisflokksins gamla, sem vann að því og bar gæfu til þess að bjarga stjórnarskránni yfir á land konungsstaðfestingar — ekki með þeim afsláttar-skilyrðum, sem Heimastjórnarmenn vildu láta sér lynda, heldur fengu þeim skilyrðum gerbreytt svo að fullkomlega voru í reyndinni samsvarandi óskum og vilja Sjálfstæðisflokksins. Sá, sem þetta ritar, er býsna kunn- nnum r stæðisflokksins síðustu 6—8 árin. Og hann getur ekki varist þeirri hugsun, að í stjórnmálaviðburðunum, sem gerðust fyrir rúmu ári vor á meðal, hafi samskonar öfl mátt sín mikils og víða annars staðar eru kunn í stjórnmálaheiminum, þegar líkt stendur á. Og af þeim er versta aflið og máttugasta: »aýbrýðissemim. Stjórnmála-illdeilurnar hefðu senni- lega orðið minni síðastliðið ár, ef þeir menn, sem fengu staðfestingar- skilyrðunum frá 30. nóv. 1914 breytt yfir í skilyrðin frá 19. júni 1915 — hefðu heitið t. d. Björn Kristiansson, Sig. Eggerz og — Bjarni Jónsson. Vitaskuld mun þessari staðhæfingu andmælt af heilagri bræði af hinum »afbrýðissömut — svo, sem jáfnan ér venja slikra manna í lífinu. En þau andmæli rýra að engu sannleiks- gildi hennar, sem sögunnar dómur mun staðfestá á sínum tíma. Þess er að vænta, að gamlir sjálf- stæðismenn hafi þrek í sér til að dæma sjálfstætt um stjórnmálavið- burðina í fyrra. Þá munu þeir fljót- lega komast á snoðir um hverir bet- ur sé komnir að »sjálfstæðis«-nafn- inu og fylgi þeirra: »þversum«- mennirnir, sem vildu láta bæði stjórn- arskrá og fána stranda — eða E- lista-mennirnir — þeir mennirnir, sem burqu tveimur mestu sjálfstœðis- málum landsins í brugqa höfn íjyrra, og nú halda áfram að halda sjáif- stæðismálum Iandsins á lofti á borði, en vilja eigi láta sér nægja að gala óskaplega hátt i orði og — detta svo diinalogns-máttlausir þegar á herðir. Þeir menn, sem vilja framkvamdir í sjálfstæðisáttina —- þeir fylkja sér um E-listann. Þeir, sem sjálfstæðisstóryrðin fram-; kvæmdalausu fullnægja, þeir kjósa ekki þann lista — heldur B-þversum listann! Er vandi að velja milli? Nei! Og E-listinn stórsigrar, ef fylgis- menn hans um landið hvetja sjálfa sig og aðra til að sakja kjörfund. Bakarasveinn. Duglegur bakari getur fengið atvinnu um lengri tíma hjá Johan Sörensen bakarameistara í Vestmann- eyjum. Sími V. E. 45. Samkomulag um viðskifti Islands við Breta. Eins og kunnugt er hafa Bretar stöðugt hert á böndunum um sigl- ingar vorar og viðskifti frá ófriðar- byrjun. I vetur harðnaði enn meir. Var þess þá meðal annars krafist af kaupmönnum, sem fengu kola- og saltfarma frá Bretlandi eða i skipum, sem urðu að koma við í Bretlandi á leið sinni til íslands, að þeir slfuld- bindi sig til þess að flytja ekki vör- ur þessar eða aðrar vörur, sem kol- in og saltið var notað til að fram- leiða, tií þjóða þeirra, er í óftiði eiga við Bretland, Norðurlanda eða Hollands. Ennfremur höfðu borist fregnir um, að það væri ætlun Breta að hindra það, að íslenzkar afurðir yrðu fluttar austur fyrir hafnbanns- línu þeirra, þ. e. til Norðurlanda, af ótta Þýzkalands. Auk þess sóttist erfið- lega að fá útflutningsleyfi frá Bret- landi á ýmsum nauðsynjavörum vor- um, auk köla og sslts, t. d. á veið- arfærum. Landsstjórnin taldi sér skylt að reyna að tryggja á einhvern hátt viðskifti landsmanna betur en út- lit var fyrir, og reyna að fá sam- komulag um eitthvert það skipulag á verzlun vorri og viðskiftum, sem létti af þeirri óvissu, sem sýndist vera framundan, umverzlun íslands og viðskifði við aðrar þjóðir. Var Sveini alþingismanni Björns- syni, sem þá var staddur erlendis, falið að fara til Lundúna og eiga tal við brezku stjórnina um þessi efni. Brezka stjórnin hafði látið uppi að það væri ákveðinn ásetningur sinn, að stöðva eftir því sem hún gæti, allan flutning á flestum ís- lenzkum afurðum austur á bóginn. En fyrir þessa milligöngu herra Sveins Björnssonar og málaleituh hans við brezku stjórnina, hafa feng- ist ýms vilyrði af hennar hendi, gegn því að skipað yrði svo fyrir, að skip sem flyttu farm héðan til útlanda yrðu eigi afgreidd héðan, nema þau áður skuldbindi sig til að koma við á brezkri höfn (þó undantekningar með skip sem fara til Ameríku, enda sé brezki ræðismaðurinn hér því samþykkur), og eru helztu vilyrðin þessi. Brezka stjórnin mun ekki hindra á neinn hátt vöruflutninga héðan til Bretlands, sambandslands Breta í ófriðnum og hlutlausra Ianda, nema þeirra er liggja að Norðursjónum og Eystrasalti. Þó verður eigi hindrað að fluttar verði til Danmerkur þær íslenzkar afurðir sem notaðar verði þar í landi eftir neyzluþörfinni þar. Ef eigi fæst markaður fyrir allar afurðir landsins í framantöldum ófriðarlöndum og hlutlausum lönd- um, lofar brezka stjórnin að kaupa afurðirnar af framleiðend- um og kaupmönnum hér, verði, sem ákveðið er fyrst 1 stað til árs- loka þ. á. Verðið erJikveðið íkrón- um og varan tekin hér á staðnum, frítt um borð (fob). Brezka stjórnin sér um að hing- að fáist flutt frá Bretlandi það, sem þarf af kolum, salti, veiðarfærum, sildar- tunnum, steinolíu, kornvöru, sykr^i, kaffi,lyfjum og öðrum nauðsynjavörum sem annaðhvort eru ófáanlegar annars staðar eða hagfeldast þykir að fá frá Bretlandi. Brezka stjórnin vill greiða sem bezt fyrir skjótri afgreiðslu skipa vorra í brezkum höfnum framvegis. Samkomulag þetta hefir verið gert og hefir það skiifstofu opna hér í Reykjavik eftirleiðis. Geta menn snúið sér þangað til að fá vitneskju um framangreint vöruverð og að öðru leyti um vafaatriði, sem risa kunna út af samkomulagi þessu. Það hefir og umboðsmann í Lunddnum, Björn Sigurðsson bankastjóra. Ennfremur hefir nefnt vöruverð verið tilkynt öllum lögreglustjórum landsins. Bráðabirgðalög um heimild handa landsstjörninni til fáðstafana tii tryggingar aðflutmngum til landsinns. Vér Christian hinn Tíundi o. s. frv. Gjörum kunnugt: Stjórnarráð Vort fyrir ísland hefir þegnsamlegast tjáð Oss, að nauðsynlegt sé nú þeg- ar að gera ýmsar ráðstafanir til þess að innflutningur varnings til íslands frá Bretlandi heftist eigi með öllu, og verðum Vér að telja brýna nauð- syn til þess að gefa út bráðabirgða- lög samkvæmt 11. gr. stjórnarskrár- innar, um heimild handa landsstjórn- inni til ráðstafana til tryggingar að- flutningum landsins. Því bjóðum Vér svo og skipum: 1. gr. Ráðherra íslands veitist heimild til að setja með reglugerð eða reglugerðum þau ákvæði um verzlun og siglingar til og frá Iand- inu, er nauðsynleg þykja til þess að tryggja aðflutninga til þess. í reglu- gerð má ákveða sektir fyrir brot á henni og meðferð mála út af brotum gegn henni. 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Eftir þessu eiga allir hlutaðeigend- ur að hegða sér. Reglugjörð «im ráðstafanir til að tryggja vérzlun landsins. Samkvæmt heimild i 1. gr. bráða- birgðalaga 24. mai þ. á., um heimild handa landsstjórninni til ráðstafana til tryggingar aðflutningum til lands- ins, eru hér með sett eftirfarandi fyrirmæli. r. gr. Bannað er að flyt)a út frá íslandi hverskonar farm eða farm- hluta, i öðrum skípum en þeim, er i ferð sinni til ákvörðunarstaðarins koma við í brezkri höfn. Þetta gild- ir þó eigi um skip, er héðan fara beint til Ameriku með farm eða farmhluta, ef ræðismaður Breta hér veitir samþykki sitt til þess. 2. gr. Aður en skipa megi farmi þeim eða farmhluta, er í 1. gr. segir, íit i skip héðan til útlanda, skal skipstjóri andirrita og afhenda lög- :

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.