Ísafold - 28.06.1916, Blaðsíða 3

Ísafold - 28.06.1916, Blaðsíða 3
ISAFOLD Sköverzlun Stefáns Gunnarssonar hefir fengið mikið úrval af karla og kvenna skófatnaði. Ennfremur vatnsstígvél. góð i síldarvinnu. Ljábrýnin beztu — ekta demantsbrýni — fást ennþá hjá Stefáni Runólfssyni. Þingholtsstræti 16. Askrifendur Isafoldar eru beðnir að láta afgreiðslu biaðsins vita ef villur skyldu hafa slæðst inn í utanáskriftirnar á sendingum blaðs- ins. Talan framan við heimilisfangið merkir að viðkomandi hafi greitt and virði blaðsins fyrir það ár, er talan segir. Þannig varð Landsspítalamálið fyrsta Pjóðarmáleýnið, sem konur bundust fyrir, eftir að þær voru búnar að fá jafnrétti við karlmenn. Leiðin, sem valin var til þess að hrinda málinu á stað, er víst flest- um hérstöddum, kunn. Forgöngukonur málsins sömdu ávarp til íslenzkra .kvenna og sendn það út um endilangt ísland. Eg ætla ekki að þreyta háttvirta áheyrendur með þvi, að lesa orða- lag ávarpsins, að eins rifja upp fyrir okkur nokkrar línur úr þvi, sem lýsa stefnuskrá kvenna í Landsspítalamál- inu. Orðin eru þessi: Eins og nafn sjóðsins bendir á, viljum vér vinna eftir megni að þvi, að þetta viðurkenda nauðsynjamál komist sem fyrst i framkvæmd, og vér ætlum að vinna að því á tvenn- an hátt: 1 Jyrsta lat>i: með því að beita áhrifum vorum um land alt til þess, að vekja áhuga landsmanna á þessu máli. I öðrti la%i: með fjársöfnun. Þetta hvorttveggja hefir nú verið reynt — og í dag á einmitt að gera dálitla skilagrein fyrir árangrinum, einkum hinum sýnilega árangri af fjársöfnuninni. Það kom strax i ljós, þegar fara átti að safna fé í þessum tilgangi, að óhjákvæmilegt var að gefa fjár- söfnun þessari eitthvert heiti — og nafnið var sjálfkjörið fanst oss, og flestir kannast nú við þetta nafn. »Landsspitalasjóður íslands — til minningar nm stjórnmálaréttindi is- lenzkrakvenna, fengin ij. júní 1915«. Konur um alt land svo að segja hafa tekið fjársöfnun þessari svo vel, að auðsætt er, að þær skilja nauð- syn og .þýðing þessa máls. Þær hafa gert það að sinti málefni, og peningalegur árangui«af þessum góðu undirtektum kvenna (víðsvegar um alt ísland) er þegar svo myndarleg- ur, að beztu vonir þeirra kvenna, sem gengust fyrir því að koma mál- inu á stað, hafa ræzt; og hin fjár- hagslega skilagrein, sem hér liggnr fyrir, er íslenzku kvenþjóðinni til sóma. Ölí* fjársöfnunin nam íjgær (18. júní) 2J.J29 kr. 9 aur., og skal eg leyfa mér að lesa upp tplur þær, er sýna, hve mikið hefir safnast í hverri einstakri sýslu á landinu — og hve miklu söfnunin nemur á mann i hverju prófastsdæmi. (Það er farið eftir manntali úr prófasts- dæmunum frá árinu 1914). Tala S Ss-g 0 t- 0 a ^ ö v-.'S Safnast hefir: kr. a. list- 0 42 1P 3 1’2 anna aur. Skaftafellss. 672 10 23 22,0 Rangárvallas. . 130 67 10 3,3 Vestm.eyjar 768 45 11 42,8 Árnessýsla . . 934 86 34 15,6 Gullbr.sýsla . Kjósarsýsla 928 89 815 10 23 12 }41,6 Hafnarfjörður . 341 00 4 20,0 Borgarfj.sýsla. 547 20 14 26,1 Mýrasýsla . . 646 57 18 28,8 Hnappad.sýsla. 147 90 8 }25,9 Snæfellsn. sýsla 848 85 20 Dalasýsla . . 613 85 21 28,0 Barðastr.sýsla . 964 00 22 29,8 V.-ísafj.sýsla . 1090 29 27 42,6 N.-ísafj.sýsla . 1015 43 13 28,0 Isafj.kaupstað.. 455 20 4 26,3 Strandasýsla . 313 70 10 16,5 Húnav.sýsla . 1055 10 26 26,9 Skagafj.sýsla . 868 15 15 20,3 Eyjafj.sýsla Akureyri (gjöf 546 10 13 9,2 frá 1 konu) . 10 00 S.-Þingeyjars.. 678 40 11 18,1 N.-Þingeyjars.. 581 15 10 37,7 Seyðisfjörður . n n rt N.-Múlasýsla . 848 34 15 28,9 S.-Múlasýsla . 1072 35 24 21,9 Reykjavík . . (ijöf frá Vest- 6726 54 50,0 urheimi . . Gjöf frá Dan- 100 00 mörku . . . 10 00 Samtala kr. 23729 09 Auk þess fekk sjóður þessi höfð- inglega gjöf frá Kvenfélagi Frikirkju- safnaðatins í Reykjavik. Gjöfin var við siðustu áramót 850 kr. Hún var gefin með þeim skilyrðum, að hún standi óhreyfð í Söínunarsjóði íslands næstu 11 ár. En á þeim tíma leggur félagið árlega 50 kr. við höfuðstólinn; sömuleiðis leggjast árl. vextir við höfuðstólinn. Að 11 ár- um liðnum ætíi því gjöf þessi að vera orðiin fullar 2000 kr. Gjöf þessi er ekki enn þá talin i ofannefndri skilagrein fyrir fjársöfn- un til Landsspítalasjóðsins. Ennfremur hefir nýskeð verið stofn- að til sérstakrar fjársöfnunar fyrir Landsspitalasjóðinn með þeim hætti, að ein merkiskona þessa bæjar, frú Guðrún Bjarnadóttii, Vesturgötu 33, auglýsfi við fráfall föður sins, Bjarna heit. Kolbeinssonar, er dó 8. maí s.l., að þeir, sem annars ætluðu sér að senda blómsveiga á kistu hans, væru beðnir að gefa heldur andvirði þeirra til Landsspítalasjóðsins. Þetta varð til þess, að framkvæmd- arnefnd Landsspítalasjóðsins lét gera Minningarspjöld, til notkunar, þegar einhver framvegis vill gefa þannig minningargjafir. Sjóðnum hafa þeg- ar verið gefnar í þessu skyni 40j kr. jo aur. Fé þetta er ekki heldui talið með í stoÍDfé Landsspitalasjóðsins, heldur er það lagt inn á sérstaka sparisjóðs- bók, en rennur síðar saman við að- alsjóðinn. Þannig nema þá allar gjafir, sem sjóðnum hafa gefist til þessa dags, 24984 kr. 59 aur. Þegar eg nú þannig er búin að gefa dálitið yfirlit yfir fjársöfnun kvenna um land alt — til stofnun- ar Landsspítalasjóðs — og lýsa yfir stofnun sjóðsins í da% samkvæmt áður- gefnu fyrirheiti í ávarpi til islenzkra kvenna 20. júlí 1915, þá lýsi eg því hér með yfir, að fjársöfnun kvenna, sem hafin var 7. júlí 1915 og sem í dag nemur 237257 kr. 9 aur., er stofnfé sjóðs þess, sem íslenzkar konur stofna í dag, til minningar umstjórnmálaréttindi íslenzkra kvenna fengin 19. júní 1915. Nafn sjóðsins er: »Landsspítala- sjóður íslands*. (Uppkast að skipu- lagsskrá sjóðsins lesin upp). Þegar átti að finna sjóð þessum varanlegt nafn, fundum vér ekkert heppilegra heiti, en að láta hann halda þvi nafni, er þessi fjársöfnun kvenna hafði tekið sér í upphafi. Og nú er það innileg ósk vor, að þetta ársgamla bam, sem í dag hefir hlotið »skirn<i, dafni framvegis á ókomnum árum eins vel undir þessu nafni og það hefir dafnað fyrsta árið undir því — á meðan það þó að eins var skírt skemmri skirn. Vér vonum, að allar konur um endilangt ísland, sýni þessu kjörbarni sínu sömu trygð og umönnun, eins og góð móðir sýnir barni sínu, og sleppi ekki af þvi höndunum, fyr en það er orðið sjálfbjarga og viðurkendur borgari í þjóðfélagi voru. Allir listarnir með mörgu, en oft smáu upphæðunum á, eru talandi vottur þess, að konur hafa ekki talið eftir sér ómakið, þegar þær voru að safna og skýra málið fyrir þeim, sem enn þá höfðu ekki komið auga á það og nauðsyn þess. Ætti eg hér letruð öll beztu orð- in, sem konurnar hafa valið þessu máli sinu til stuðnings, þá myndu mcrg þeirra verða betri talsmaður þessa máls, en langar ræður. En góðu orðin lifa i kyrþey og upp af þeim spretta oft og einatt beztu fram- kvæmdirnar. Hin hlið málsins — að beita áhrif- um vorum um land alt Landsspítala- málinu til stuðnings — var og er enn þá 1. liður í afskiftum vorum af þessu máli. Afleiðingin af fjársöfnuninni ætti meðal annars að vera sú, að allar atkvæðisbærar konur heimtuðu máli þessu hreyft á þingmálafundum þeim, sem haldnir verða á undan alþingis- kosningum þeim, sem fram eiga að fara á komanda hausti. Vér væntum þessu máli góðs stuðnings af hálfu karlmanna; þeir hafa þegar margir sýnt þvi mikils- verðan stuðning og fylgi, þótt ekki hafi enn verið sérstaklega skorað á þá að bera það fram, og vér treyst- um því, að þeir muni verða vel við tilmælum vorum, þegar vér komum í liðsbón til þeirra á undan kosn- ingunum, þvi mál þetta er óháð öll- um flokkum og á einnig að vera það framvegis, eins og öll beztu mál- in þurfa að vera, ef þau eiga að fá eindregið fylgi allra góðra maiina. í dag hefir framkvæmdarnefnd sú, sem kosin var i fyrra í þessu máli, stofnað til fjölbreyttra skemtana hér í bænum — samanber blöðin og götuauglýsingar — og væntum vér þess nú fastlega, að bajarbúar ljái Landsspítalamálinu fylgi sitt og sýni það í dag með þvi að sækja alla þá staði, þar sem stofnað er til ein- hverra skemtana eða sölu til ágóða fyrir Landsspítalasjóðinn. Eg leyfi mér svo i nafni fram- kvæmdarnefndar Landsspitalasjóðsins, að þakka öllum þeim mörgu, sem hafa stutt störf hennar — eða léð málefni voru fylgi sitt. Margir hafa veitt nefndinni ómet- anlega hjálp til þess, að unt yrði að sameina það tvent, að gera daginn i dag að >hátiðisdegi kvenna<s og um leið að JjársóJnunardegi fyrir Lands- spítalasjóð íslands. Að endingu leyfi eg mér i nafni þessarar samkomu, að senda hinum mörgu konum víðsvegar um alt ís- land innilega kveðju og þökk fyrir hljóðglöggan skilning á þessu fyrsta þjóðþrifamáli, sem svó að segja allar ísl. konur hafa bundist fyrir. Mig vantar loftskeytatæki — kynni reyndar ekki með þau að fara, þótt eg befði þau með höndum — til þess að senda kveðjur til félagssystr- anna. um endilangt ísland, en eg finn það samt á mér, að hinqað og héðan stefnir mörg hlýleg kveðja, og allar árna þær óskabarninu — Lands- spítalasjóði íslands góðs gengis og margfaldrar blessunar á þessum fyrsta afmælisdegi hans. Ingibjörg H. 'Bjarnason. x Árni Jakobsson Og ritdómar hans. — Eg festi ofurlega lítinn griskan kross við nafa þessa ritdómara, rétt að gamni mínu, en ekki beint til að tákna hann krossfestan eða burt- sofnaðan, og svo til að merkja dauða- dóm hans um skáldskap )óns Trausta og afglöp alþingis að veita honum nærri því hálfan fiamfærslustyrk. O, mig auman mann 1 mig, sem hélt það vera guðsgjöf að geta gert bögu — eins og t. d. vísuna: »Afi minn fór á honum rauð U ellegar að komast á þing, þótt maður legði ekkert til málanna nema eitthvað svipað þessum orðum frá voru fyrsta ráðgefandi þingi — þau einu orð sem þingmaðurinn lagði til málanna: »alt hvað 'selnum viðvikur er eg öld- ungis samdóma.* En nú er öldin önnur, nú er fellir kominn norður í hinni hámentuðu Norðursýsiu — fellir á skáldum og alþingismönn- um, þótt sauðirnirnir tórðu af í þetta sinn — sé það satt sem mér er sagt að allir þeir, sem ganga i skrokk á Jóni Trausta í blöðum hér séu taldir Þingeyingar. Sé hæfa fyr- ir þvi sannar það, að engin sé spá- maður i sínu föðurlandi, og að frændur séu frændum verstir. Ekki má neita því, að þar í sýslu séu uppi allmörg skáldmenni, og skyldi þó heldur hitt, en að sú fagra og feita sýsla þyrfti niðurskurð á nokkr- um þeirra; hugði eg hitt, að hent- ast væri þar að lóga eða skera nið- ur kind og kind, þótt að fardögum væri komið, heldur en að leggja að velli einn þeirra afkastamesta and- ans mann, sem barist hefir, eins og flestir aðrir þeirra helztu manna, til þroska og sjálfstæðrar mentunar án skóla og allrar hjálpar þings og þjóð- ar. Að ganga af honum dauðum bókmentalega yrði hrajnadómur, ekki að haustlagi þegar krummar »jafna niður* og dænia sekan skógarhrafn þann sem afstanz verður, heldur að vorlagi þegar árferði er bezt, sem er dæmalaust i sögu dýraríkisins. Eitt er víst, að Árni þessi dæmir ]ón Trausta með harðasta hrafna- dómi. Sama gerir »Sveitakarlinn« frændi hans — þrátt fyrir þær máls- bætur, sem þegjandi felast í dóm- skjölunum þar sem þeir demba báð- ir mestallri ábyrgðinni á þingið fyr- ir^ þessa* fjáreyðslu ' til þessa höf- undar. Og báðir kveða svo ríkt að orði, að fyrir það athæfi sé bók- mentaleg framtíð þjóðarinnar i veði 11 En svo eg komi aftur að Arna og hans langa stóradómi, þá vil eg þess geta, að eg vil ekki lofa alt sem þetta skáld hefir samið — frem- ur en verk annara skálda, enda játa, að sumar aðfinsiur Árna og annara um rit Trausta séu á rökum bygð* ar, svo sem íim misjafnan lista- smekk, óvandvirkni og fleira. En hitt skilur okkur, að Árni afskræmir ókostina, en nefnir ekki kostina, og dæmir því eins og blindur og b6k- laus maður. Fyrir þá sök dæmir maðurinn sinn eigin ritdóm rang- látan og ómerkan. Hygg eg að hann, hvað gáfur og hugvit snertir, hafi þar ekki »krepping fullan* þar sem sagnaskáldið Guðm. Magnússon hefir heila byrði. Það sanna er, að hann er Jceddur hugvitsmaður og skáld og er margbúinn að sýna það og sanna — eg vil ekki segja: með afbrigð- um, heldur benda til orða Cicerós, þar sem hinn gamli Rómverji segir í vörn sinni fyrir skáldið Arkias, að þar sem fari saman hjá skáldum og listamönnum frumgáfa mikil og fullkominn forskóli eða mentun í í listum og lærdómi, þar — . og hvergi nema þat, — framkomi hið framúrskarandi, ódauðlega, guðdóm- lega. — Beztu sprettir fóns Trausta finnast mér sýni þetta; tilþrif eins og »Eldmessu kafiinn*, um Torfa prest, hið bezta í Höllu, o. fl. hafa sýnt mér þetta. Siðara heftið: »Góðir stofnar* lýsa og miklu hugsýni (Imagination) og listameðferð þrátt fyrir ýmislegt skakt eða vafasamt í lýsingu tímanna, og þær smásögur þrjár borga, að eg hygg, fullsæmi- lega 'siðustu fúlgu, sem höf. þessi hlaut af landsfé. Eitt er vist, að bæði þingf og þjóð er vandfarnara með sjálfmenta menn, ef taka öðrum fram en háskólagengna herra. Hjálp við slíka er öðrum ungum mönnum mikil og ómissandi hvöt til að leggja hart á sig til að ná hnossi fullrar menningar. Matth. Jochumsson. Erl. simfregnir. (frá fréttaritara ísaf. og Morgunbl.) Kaupm.höfn, 25. júní. Stjórnarskitti hafa orðið í Grikklandi. Hefir Zaimis tekið við at Skuludis. Hin nýja stjórn felst á kröfu bandamanna um það, að gjörvallur her Grikkja leggi niður vopn. Gríðarleg stórskotahríð hjá Verdun. Harðar orustur á austur vígstöðvunum. Kaupm.höfn, 27. júni. I»jóðverjar hafa tekið Thiaumont. Sækja fram hjá Fleury. Bússar sækja fram í Buk- owina. Thiaumont og Fleury eru tvö þorp fyrir norðan Verdun, Fleury skamt fyrir vestan Vaux-vígið og Thiaumont þar fyrir norðvestan. Milli þessara þorpa er 320. hæðin. Hefir verið barist um hana af mik- illi ákefð nú að undanförnu. Khöfn 27. júni síðd. Orustan hjá Verdun hef- ir aldrei nokkru sinni ver- ið jafn áköt sem nú. ítalir sækja á og hrökkva Austurríkismenn fyrir.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.