Ísafold - 28.06.1916, Blaðsíða 4

Ísafold - 28.06.1916, Blaðsíða 4
4 ISAf OLD Flúgmenn bandamanna hafa kastað sprengikúlum á Karlsruhe og gert þar mikið tjón. Kaopmannahöfn 28. júni. Ófriður með Bandaríkj- unum og Mexiko talinn nær óhjákvæmilegur. Miklar deilur með jafn- aðarmönnum í I»ýzkalandi. Arabia hefir gert upp- reist og lýst sig óháða Tyrklandi. Bjom Signrðsson bankastjóri fekk ekki leyfi til að fara á land í Leith, er hann fór ntan um daginn, heldur varð hann að fara til Khafnar og það- an aftur til Englands. Keglurnar um landgóngu- og brottfararleyfi í Leith eru afarstrangar. Dæmi um það er ferðasaga eins farþegans á J>íslandi« núna. Hann er á skrifstofu í Leith og hefir verið nokkur ár og alvanur að fara á skipsfjöl íslandsskipanna, er þau koma við í Leith, til þess að sjá um vöruflutning fyrir húsbændur sína. En nú þurfti hann að fara til Islands og var þá ekki við það komandi að hann fengi að taka skipið í Leitb, heldur varð hann að fara fyrst suður til New Castle, þaðan til Khafnar og taka skipið þar og fara með því yfir Leith til íslands. Annars ekki nema 5 mínútna gangur frá skrifstofunni á skipsfjöl. Og ekki fekk hann að bregða sér í land í Leith meðan skipið lá þar. Guðmundur Magnússon prófessor kom hingað með »íslandi« eftir nærri 4 mánaða fjarveru erlendis til lækn- inga. Hann hnfir fengið heilsubót og er nú mikið vel hress. En ekki mun hann fást við lækningar fyrst um slnn, heldur hugsa til hvíldar um hríð í ís- lenzku sveitalofti. Ritstjóri ísafoldar kom beim úr 23/2 mánaðar utanför nú með »íslandi«. Hefir hann ferðast um Noreg, Svíþjóð og Danmörku. Eitthvað af pistlum úr þeirri för mun ísafold flytja á sín- um tíma. Norskur verkfræðingur, Lange að nafni, er hingað kominn að ráði bæj- arstjórnar til þsss að rannsaka Elliða- árnar — hvernig hentugast verði að nota þær til rafveitu fyrir höfuð- staðinn. Embættisprófi i læknisfræði luku í fyrradag við Háskóla íslands: Jón Jóhannesson með I. eink., 163 stig, Vilmundur Jónsson með I. eink., 1902/3 stig. Lægsta 1. einkunn við þetta próf er 1573/2 stig. Farþegar á »Islandi« síðast voru þessir: Guðm. Magnússon prófessor og frú hans, Ólafur Björnsson ritstj. Garðar Gíslason stórkaupm., Richard Thors framkvæmdastj., Kristján Torfa- son kaupm. frá Flatevri, Guðm. Eiríkss stórkaupm., Zöllner yngri, Steinn Emllsson stud., Troels-Lund cand.juris., Magnús Guðmundsson skipasm., Henn- ings cand. juris, kaupmennirnir Jul. Jörgensen (frá C. Höepfner), Bærent- sen (frá Lefolii), Harald Tang frá ísa- firði, Gotfredsen (frá Mouritzen í Leith), hafnarverkfræðingur Petersen, norskur verkfræðingur Lange, Samuelsen kaup maður frá Færeyjum, F. C. Möller um- boðssali. Ennfremur frúrnar Elín Briem Jónsson, Björg Blöndal, Hanson, Ölaen, jungfrú Ingibjðrg' Sigurðárdóttir og Júliana Sveinsdóttir. The North British Ropework Co, Kirkcaldy Centracters to H. M. Government búa til rússneskar og ítalskar fiskilínur og færi alt úr bezta eíni og sérlega vandað Fæst hjá kanpmönnum. Biðjið því ætíð um Kirkcaldy fiskilínur og færi, hjá kaupm. þeim, er þér verzlið við og þá íáið þér það sem bezt er. Tií haupenda Isafoídar. Með því að útgefanda ísafoldar hafa borist óskir frá mörgum kaup- endum blaðsins hér i Reykjavík um að fá að borga blaðið ársfjórðungs- lega, verða kvittanir fyrir 2. árs- fjórður.g 1916 sendar út næstu daga. Nærsveitamenn eru vinsamlega beðnir að vitja Isafoldar i afgreiðsluna, þegai þeir ern á ferð i bænum, einkum Mosfellssveitarmenn og aðrir, sem öytja miólk til bæjarins daglega. Afgreiðslí’' opin á hverjum virkutn degi kl. 8 á morgnana til kl. 8 á kvöldin. Kaupandur ísafoldar hér i bænum, og eins þeir sem lengra eru i burtu, eru vinsamlega beðnir að tilkynna afgreiðslunni ef þeir hafa skift um bústað. Látin er hór í bænum nýlega frú GuSrún Bogadóttir Smith, kona Magn- úsar kaupm. Þorsteinssonar — rúm- lega þrítug að aldri. Hjónaefni: Fritz Nathan kaupm. og juugfr. Amélie Friedmann, sænsk stúlka. Aðkomumenn: Ari Arnalds sýslu- maður frá Blönduósi ásamt frú sinni. Pótur Jónsson alþm. frá Gautlöndum. Háskólarektor næsta skólaár er kjörinn: Haraldur Níelsson prófessor. Próf í efnafræði var haldið í læknadeild Háskólans í fyrradag. Er það upphafspróf við læknanám, og ganga stúdentar venjulega undir það eftir eins árs dvöl við Háskólann. Þessir tóku nú prófið: Brynjólfur Kjartansson 73/3 stig Jón Árnason 97. - Katrín Thoróddsen • 13 — Danfel Fjeldsted 97« - Eggert Einarsson 97s - Guðni Hjörleifsson + 7» - Jón Sveinsson 27s ~ Kjartan Ólafsson 15 — Fyrri hJuta læknaprófs hafa nú leyst af hendi við Háskólann þessir stúdentar: Hinrik Thorarensen 72Va sti8 Jón Bjarnason 70 — Kristján Arinbjarnarson 632/s — Þétta próf er mjög hátt. — JJinn fyrstnefndi er alveg á takrnörkum ágætiseinkunnar. Lægsta fyrsta elnk- unn i þessum 5 námsgreinum (efna- fræði meðtalin) er 523/2 stig. Hovedf. Telef. 9248 L. V. ERICHSEN Nörrebrogade 55 N. Filial » 10348 Grundlagt 1880 Godthaabsvej 66 F. Specialist i Bödkerværktöj Retknive Krumknive Studsknive Stematudsere Mrk. John Bull Rodger Bros sælges med fuld Garanti. Alm. Krös, & Ligeskærehövl, Gærpehövle, Tværhövle, amrk. Betrækhövle Köbenhavn — Forlang Katalog — Krös amrk. Facon. T !! Tængsler Drivringe Bundtrækkere Krösjern og Tænder Passere m. & n. Bue •^. <- ^ * Amrk & alm. Spundsbor Værktöj t. Spunds- ringe, Beslag t. amrk. Krös, Hager, Kamsöm Nitter, Stifter. Til kaupenda Iðunnar. Sökum þess að mikill dráttur hefir orðið á pappírssendingu, getur Iðunn II. 1. ekki komið út fyr en í lok júlí eða byrjun ágústmán. Útgef. Iðunnar. T Veggfóður með út- -A flutningsleyfi fæst í TAPET stórum og litlum E skömtum með verk- T smiðjuverði, ef litur og verð er tekið fram. Engin sýnishorn vegna stríðsins. Verðið er: 25, jo, 75, 100, 150 aurar og hærra. Aðeins fallggar gerðir. Nordisk Tapet Industri A.s. Kjöbenhavn B. Óskað er eftir fimm eða sex hraustum, islenzkum valsuDgum. Tilboð sendist undirrituðum eða ritstjóra ísafoldar. I því sé tilgreint lægsta verð, sem krafist er fyrir ung- ana skiluðum á skipsfjöl. J. C. Carter, Monavea, Carlow, Ireland. Nokkrir bændasynir, sem vilja kynna sér búskaparlag í Danmörku, geta fengið aðstoðarvist á góðum bændabýlum á Sjálandi. Laun 300—400 kr. á ári og frí ferð héðan. Aðstoðar-vistina má byrja nú þegar eða i október eða nóvem- ber. Gaardejer C. Rohleder, Solvang, Helsinge, Sjælland i BeStyrelsen for: Frederiksborg Amts Gaardmændsforening. 3--5 herbergja ibúð með stúlkuherbergi og geymslu óskast frá 1. október eða fyr, á góðum stað í bænum. Upplýsingar á skrifstofu Isafoldar. Sími 48. Yfir- og undirkennarastaðan við barnaskólann f Keflavík í GulÍbringusýslu eru lausaar. Kenslutími 7 mánuðir. Kennaralaun samkvæmt fræðslulögum að minsta kosti. Umsóknarfrestur til ij. ágúst næstkomandi. Keflavík 24. júní 1916. Skólanefndin. 3 kennara vantar , við Barnaskóla cg Unglingaskóla Siglufjarðar. Umsóknir sendist skólanefnd fyrir 1. ágúst. Cigarettur. Það er ómaksins vert að bera saman tóbaksgæðin, í sambandi við verðið á innlendu og útlendu cigarettunum, það atriði fer ekki fram hjá neinum þeim, sem þekkingu hefir á tóbaki og gæðum þess. Gullfoss-cigapettan er búin til úr sama tóbaki og »Tree Castle«, sem flestir reykjendur hér kannasl við, en verðið er alt að 2o°/0 lægra. Sama er að segja um hinar tegundirnar: Isl. Flagg, Fjóla og Nanna að þær ern um og yfir 2o°/0l ódýrari en útlendar sambærilegar tegundir. Þetta ættu cigarettuneytendur vel að athuga, og borga ekki tvo pen- inga fyrir einn, heldur nota einungis ofantaldar tegundir. Þær fást í Leví’s tóbaksverzlunum og víðar. Líbkistur frá einföldustu til fullkomnustu gerðar Líkklæði, Likvagn og alt sem að greftrun lýtur, fæst ávalt hjá Eyv. Árnasyni. Verksmiðjan Laufásvegi 2. Aggerbecks Irissápa er óyiÓjAÍnanl^ga gób fyrlr húísina. UppÁhald xnenn yóar nm liaaa. AUSTRI er eina blað landsins sem alment er lesið á öllu Austurlandi, því ættu feanpmenn og heildsalar og aðrir, er vilja hafa viðskiftasambönd við sem flesta landsmenn, og kynna og selja vörur sínar sem víðast, að anglýsa í Austra. Reynsla þeirra heildsölu kaupmanna, sem sezt hafa að á Austurlandi, sannar að þar er hægt að selja mikið og græða mikið. Sendið auglýsingar til blaðsins eða .snúið yður til hr. Vig- fúsar Einarssonar bæjarfógetafulltrúa í Reykjavik og semjið við hann. Ekkert blað býður betri auglýsingakjör en Austri.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.