Ísafold - 08.07.1916, Síða 1

Ísafold - 08.07.1916, Síða 1
Kemur út tvisvar í viku. Veiðárg. 5 kr., erlendis 7l(2 kr. eða 2 dollar;borg- ist fyrir miðjau júlí erlendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. XLIII. árg. ísafoldarprentsmiðja. Ritstjóvi: Úlafur Björnsson. Talsími nr. 455. Reykjavík, laugardaginn 8. júlí 1916. Uppsögn (skrifl. bundin við áramút, er úgild nema kom- in sé til útgefanda fyrir 1. oktbr. og sé kaupandi skuld- laus við blaðlð. 50. tölublað Tilkynning Nýjar vörubirgðir eru nú komnar til 7 V. B. H af flestum nú fáanlegum Vefnaðarvörum, í fjölbreyttu úrvali. Vegna timanlegra innkaupa getnr verzlunin boðið viðskiftamönnum sin- um þau beztu kaup sem völ verður á í ár. Ennfremur befir verzlunin: Papp og ritftíng, Sólaleður og skósmtðavörur. Vandaðar vörur. Odýrar vörur. Verzlunin Björn Kristjánsson, Reykjavík. Bakarasveinn. Dnglegur bakari getur fengið atvinnu um lengri tima hjá Johan Sörensen hakarameistara í Vestmann- eyjnm. Sími V. E. 45. Samkomulagið við Breta. Hangfærslur þversum-blaðsins og tilraunir til að vinna Islandi tjón. A þessum geigvænlegu styrjaldar- tímum hefir þess verið vandega gætt hvarvetna í hlutlausum löndum að gera utanríkismál sem minst að um- talsefni opinberlega. Andstöðuflokk- ar stjórnanna hafa haft það mjög hugfast hve mikill ábyrgðarhluti það gæti verið fyrir þá að ráðast ófyrir- synju á landstjórn siua fyrir gerðir bennar út á við — haft það hug- fast, að á þessum timum má eigi nota málin út á við i flokks-undir- róðurs-skyni og verið svo góðir og gegnir að kannast við, að öllutn þeim hnútum, sem út á við snúa, hljóti stjórn landsins að vera kunn- ugust og hennar ráðunautar og ekki verið þau vármenni að ætla að stjórnin mundi ráðast í aðrar fram- kvæmdir en þær, sem eins og ástæður eru, væru landinu fyrir beztu. En ti'l þess þó að girða fyrir að nokkur þjóð-hættuleg ummæli um utanríkismál birtust f opinberum blöðum hafa ver ð sett mjög ströng lög um ritfrelsi blaða um utanríkis- mál annarstaðar i heiminum, t. d. um Norðurlönd. Leggja þau þungar refsingar við, ef i nokkru er út af brugðið. Hér í Lndi hefir auðsjáanlega ver- ið búist við, að þjóðfélags-samvinnu- andi væri svo mikill, að eigi þyrfti slikri laga við. En þá hefir láðst að muna eftir heitrofa ýylkingunni frá i fyrra, er stjórnarskrárstaðfestingarskil- málarnir voru á döfinni. Þetta sýnir nýútkomið eintak af málgagni þversum-manna »Landið«, sem út kom í gær og meðal annars lost- ætis hefir að flytja grein um sam- komulag það, er gert hefir verið af hálfu landsstjórnaiinnar við Breta, greiu af því tagi, að þung refsing mundi ákveðin blaðinu fyrir birting- una, hvar sem væri annarsstaðar í hlutlausu landi. Grein þessi nefnist »Samningarn- ir við England* og skuium vér nú fara um málið nokkrum orðum. Hvers vegna var leitaö 8amkomu- lags viö Breta? »Landið« er með ankanalegar bolla- leggingar um, að Bretar hljóti að sýna oss sem smáþjóð þá vernd að amast ekki við frjálsutn viðskiftum vorum. Orð þessi eru eigi meint á annan hátt en svigurmæli til Breta, klædd klaufalega í búning ólikindaláta. Það verður að taka á hlutunum eins of peir eru. Og reynslan hefir sýnt, að stórþjóðirnar, sem í hernaði eiga, telja sig eigi þurfa að taka tillit til fjármálahagsmuna smá- þjóðanna, ef að þeir ríða í bág við hernaðaráform þeirra. Ástæðan til samkomulagstilraun- anna var sú, að hætta var á tálmunum af Breta hálfu gagnvart siglingum og verzlun landsmanna, ef ekkert væri að gert. Það var búið að neita að láta hingað til lands frá Bretlandi bæði kol og salt, nema því að eins, að tryggingar væru undirritaðar af mót- takenda hálfu, þess efnis, að ekkert af því, sem framleitt væri af kolun- um eða saltinu yrði látið tii Hollands eða Norðurlanda. Ennfremur lágu fyrir blaðaskýrsl- ur um að á sameiginlegum fuudi bandamanna í París í síðastliðnum marzmánuði hafi verið ýullráðið, að tálma þvi af fremsta megni, að nokk- uð af matvöru eða annari nauðsynja- vöru flyttist til þeirra þjóða, sem í ófriði eiga við Breta og bandamenn þeirra, — eða til þjóða, sem hætta væri á, að aftur mundu flytji slíkar vörur til Þjóðverja og þeirra banda- manna, nem^ rétt það sem neyzluþörf sjálfra þeirrakrefði. Isamrami við þessa ályktun lætur brezka stjórnin íslenzku stjórnina vita, að hún muni eftir- leiðis hindra með öllu möti að íslenzk- ar aýurðir komist austur ýyrir >bann- línunat. Útlitið er þá þetta: Bretar hafa tilkynt ísienzku stjórn- inni það, sem að ofan greinir. Miklir erfileikar eru á því að fá kol og salt frá Engiandi eða með skipum, sem þar verða að koma við. Útflutningsleyfi fæst alls ekki á ýmsum nauðsynjavörum vorum, svo sem t. d. sérstaklega á veiðarýarum. Mundi nú ekki hver maður — þegar málum horfir svona við — hafa talið það skýlausa skyldu stjórn- ar landsins að reyna að bjarga land- inu út úr þessu ótrygqa yerzlunar- ástandi? Vissulega! í þessu skyni hófust því málaleit- anir við brezku stjórnina, fyrir milli- göngu Sveins alþingismanns Bjórns- sonar að tilhlutun íslenzku stjórnar- iunar. Hver árangurinn varO. Hann varð ekki neinn verzlunar- samningur i eiginlegum skilningi, eins og Landið vill gefa í skyn, heldur fengust ýms ákveðin vilyrði frá Breta hálfu til tryggingar öruggu viðskifta- sambandi íslands við útlönd, í stað óvissunnar, sem hingað til hefir ríkt — gegn pvi eina skilyrði, að kvöð* yrði lögð á skip, sem héðan yrðu afgreidd, um að koma við á brezkri höfn. Af brezku vilyrðunum má nefna: 1. Brezka stjórnin gefur oss trygging fyrir þvi, að vér fáum framvegis tálmalaust hingað til lands kol, salt, veiðarfari og aðrar nauðsynjavörur. 2. Brezka stjórnin lofar að láta siglingar vorar frjálsar og tálma- lausar til annara landa en þeirra, sem eiga í ófriði við Breta eða standa f beinu sambandi við þær. 3. Brezka stjóinin lofar að kaupa af oss fyrir ákveðið verð það af afurðum vorum, sem af- gangs verði markaðinum í þeim löndum, sem flytja nrá islenzkar afurðir til, tálmunarlaust af þeirra hálfu. og flýta fyrir afgreiðslu skip- anna af fremsta megni. Ut úr óvÍ88u — inn i trygö viö- skiftasambönd. Það sem fyrir landsstjórninni hefir vakað — það sem hún nú sætir árásum fyrir — er þetta: í stað hins ótrygga ástands, sem var og hlant að leggja viðskifti landsins í kalda kol fyr eða síðar, ef ekkert var að gert — hefir hún reynt að skapa ástand, sem trygði landsmönnum eins góð skilyrði fyr- ir tálmunarlitlum viðskiftum, eins og kostur var á, með þeim horfum, sem fyrir hendi eru. Árangurinn af samkomulaginu tel- ur »Landið« vera, að »samningarnir geri Jandinu margra miljóna króna skaða«. En þetta er órökstutt og ábyrgðar- laust fieipur. Að líkindum mun reynslan sýna, að frekar verður um talsverðan hagnað að tefia en nokkurt tjón. Ótrúlegur barnaskapur. Eý þeir virðulegu herrar, sem að Landinu standa, hefðu getað gert landsmönnum þau boð að koma af- urðunum til Þýzkalands, tálmunar- laust af hafnbanni Breta, þá væri enginn vafi á því, að um margra miljóna króna hagnað hefði getað verið að tefla fyrir landsmenn. En — meðan vitanlegt er, að Bretar munu gera sitt ítrasta til að stöðva flutning allra afurða frá land- inu, leggja hald á þær um lengri éða skemmri tíma og taka þær svo, ef til vill að lokum verði, sem alger óvissa er um, hvert verður — þá virðast líkurnar vera meiri fyrir stór- gróða af samkomulaginu, þegar á alt er litið, heldur en að Iandsmenn bíði nokkurt tjón. Og að hugsa sér það, að sama verðlag geti haldist á vörum hér, eins og ástæður eru nú, og t. d. á Norðurlöndum, þar sem Bretum er ókleift að tálma flutningi varanna til óvinaþjóða þeirra, það er barna- skapur einn. Og enn meiri barnaskapur er að halda, að vátryggingarfélög fáist til að vátryggja vörur á sama hátt og áður — með þeim horfum, sem nú eru. Landráðum næst! Stök óráðvendni, þekkingarleysi eða blind heift til þeirra manna, sem að samkomulaginu standa — hefir hleypt »Laudinu« út í tilraun, sem gengur landráðum næst 1 Það reynir sem sé að koma því inn hjá lesendum sínum, að það sem gerzt hefir í þessu máli sé hlutleysisbrot. Annar eins skottur á ábyrgðartil- finning — og lýsir sér í þeirri stað- hæfing, mundi naumast hugsanlegur í nokkuru öðru hlutlausu landi — hjá blaði, sem við opinber mál fæst af nokkurri samvizkusemi. Eý hér væri um hlutleysisbrot að tefla — þá væri það sjálfsögð skylda hvers manns að gera sem minst úr því broti opinberlega til þess að skaða ekki land sitt um skör fram. En að likindum veit blaðið, að það er tilbúningur einn, að hér sé um hlutleysisbrot að tefla oghugsar að eins sem svo, að það geri ekkert til út á við, þótt inn á við sé reynt að vinna stjórninni tjón með því að reyna að telja kjósendum trú um að svo sé. Tilgangurinn helgar meðalið. »Hlutleysis-brotiö«! Þetta tilbúna »hlutleysis-brot« á, eftir ummælum »Landsins«, að koma fram í tvennu: í ýyrsta lagi því, að vér höfum gert »einhliða verzlunarsamninga við Englendinga (og bandamenn þeirra), lofum þeim vörum vorum gegn ákveðnu hámarksverði, er þeir ákveða, og skuldbindum oss til að selja eng- an hlut til þeirra þjóða, er í ófriði eiga við þá . . .« Þetta, sem hér er skirskotað til í »Landinu«, er beinn tilbúningur, sem á sér ekki nokkurn stað. Enginn »verzlunarsamningur« hefir verið gerður! »Samningar« eru ekki rétta orðið, heldur er um að tefta vilyrði frá hálfu Breta um ýmiskonar hagræði okkur til handa — gegn því, að skip héðan komi við í brezkri höfn — á austur leið. Engum vörum hefir verið lofað til Englendinga! Engin skuldbinding verið gefin um, að selja ekkert til þeirra þjóða, sem eiga i ófriði við Englendinga! Svona er nú samvizkusemin í bollaleggingum »Landsins« i þessu atriðinu. í öðru lagi á hlutleysis-brotið að koma fram í reglugjörðinni, sem út hefir verið gefin og felast í því, að i fyrstu prentun hennar hafði, staðið,- að brezki ræðismaðurinn eigi að samþykkja undanþágu frá ákvæðum um, að skip skuli koma við í brezkri höfn. Þetta ásamt nokkurum öðrum atriðum, sem láðst hafði að athuga nákvæmlega í fyrstu útgáfu — var leiðrétt þegar í stað og reglugjörðin gefin út af nýju (sjá ísafold i dag) og fyrri prentunin lýst ógild. í stað þess að skýra hlutdrægnis- laust frá efni núgildandi regiugjörðar um þetta atriði, reynir blaðið að telja mönnum — og þar á meðal Þjóðverjum — trú um, að pvert of- an í orð reglugjörðarinnar felist í henni atriði, sem blaðið vill reyna að gera að hlutleysis-broti. Hverjum þetta athæfi blaðsins á að koma að gagni — mun erfitt að gera sér grein fyrir. En vist er um það, að þjóð vorri er það ekki gagn eða sómi —. heldur stór-vansi! . Afskifti velferOarnefndar. »Land«-ritsmíðin endar á því, að því er lýst sem hinu »furðulegasta af ölluc, að ráðherra skuli ekki hafa kvatt alpingi saman og lagt undir samþykki þess þetta samkomnlag! J Veit þá ekki Landið, að siðasta alþingi kaus »velferðarnefnd« svo- nefnda til ráðuneytis stjórninni ein- mitt um slík og þvílík efni, sem hér er um að tefla? Og þessi nefnd, skipuð af öllum flokkum, hefir verið með i ráðum frá upphafi þessara málaleitana. Og velferðarnefndin hefir einróma lagt sampykki sitt á samkomulagið við Breta! Hverjum á þjóöin að trúa? Stjórn landsins hefir haft þetta afar-mikilvæga og viðkvæma við- skiftamál til íhugunar og rannsóknar um langa hríð. Hún hefir sent trúnaðarmanu til Lundúna til enn frekari rannsóknar og umleitana við hina brezku stjórn um sem bezt kjör fyrir íslenzk við- skifti. Allar skýrslur og skilriki, sem að þessu lúta, hafa síðan verið lögð fyrir fulltrúanefnd alþingis — »ráðu- neyti ráðherrans« í utanríkismálum,

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.