Ísafold - 08.07.1916, Blaðsíða 3

Ísafold - 08.07.1916, Blaðsíða 3
ISAFOLD nú tvö stór vígi Arsiero og Asiago. Við Arsiero eiga þeir að eins 7 km. eftir niður á sléttuna og eru þar komnir fram hjá öllum helztu tór- færunum. Arás Austurríkismanna má telja jafn duglega og Þjóðverja við Vei- dun, en ítalir standa Frökkum langt að baki í vörninni. Sulturinn í Þýzkalandi. Efdr því sem lengra líður verður |>að lýðum ljósara, að sulturinn á að verða aðal vopnið á Þjóðverja. Um hann eru ekki sem greinilegastar fréttir, þó talið vist að altaf þrengist í búi. Nú er það eitt helzta nauðsynja- mál Þjóðverja, að öll matvæli verði notuð sem bezt og sem réttlátast í ríkinu; að skamtað sé jafnt og eng- inn fái minst. Þetta er miklum örð- ugleikum bundið þar sem 70 milj- ónir eiga í hlut. Hafa þeir nú tekið það ráð að stofna nýtt embætti. — Mætti kalla það ríkisbryta. Kæður sá yfir öllum matvælum og fóður- efnum innan ríkisins og þarfhvorki að spyrja þing eða stjórn. — Hann hefir svo auðvitað yfir að ráða fjölda manna. Aður hugsaði hver um sig. Smá- ríkin höfðu útflutningsbann; bænd- urnir seldu ekki afurðir sínar, en bjuggu að sínu — og ríkisfólkið krækti sér í full búr. — Nú á að vera eitt félagsbú, eitt einasta matar- bú innan hins þýzka ríkis. Mikil er sú stjórn er til þess þarf. En þótt svo megi að orði komast, að allir Þjóðverjar séu nú komnir að sama borði, og hin háa stjórn ákveði magamál allra þegna sinna, þá hefir heyrzt, að alt framhald stríðsins sé komið undir þvi, hvernig uppskeran verði þetta ár á Þýzkalandi. Kynnisför kanslarans. Þann 28. maí tók rikiskanslarinn Bethmann Hollweg sér ferð á heud ur til suður-þýzku ríkjanna. Þótt eigi sé fullkuunugt um erindi hans, þá þykir sem ferð þessi gefi í skyn, að bólað hafi á nokkurri óánægju þar syðra, gagnvart hinni háu stjórn í Beriín. Þykir það ekki óliklegt, að þeim þyki ríkisbrytastjórnin næsta nærgöngui við búrkistur manna, og Prússastjórnin virða stjórn smáríkj- anna fremur lítils. Er þessi ferð kanslarans talin vera sættaferð. — Orðasveimur var og um það fyrir nokkru, að Englendingar hafi gert tilraun til að kveikja sundrung meðal Þjóðverja með þvi að bjóða nokkr- um rikjum Suður-Þýzkalands frið. — En eins og margir aðrir heims- viðburðir nú á dögum, er þetta mjög á huldu.| Er kanslarinn kom aftur i ríkis- þingið, hélt hann ræðu mikla, er kom viða við^og vakti mikla eftir- tekt. Ræöa kansJarans. Talaði hann meðal annars um, aö Þjóðverjar hefðu ládð það í veðn vaka, að þeir væru ekki ófáanlegir til friðarsamninga. En það lægi í hlutarins eðli, að þeir vildu ekki heyra neina samninga nefnda á nafn, nema að hernaðaraðstaðan, eins og hún'nú væri,“ væri lögð til grund- vallar fyrir samningana. |Að Eng- lendingar^hefðu tekið friðartali fjarri, væri á þeirra ábyrgð. — Þjóðverjar hefðu unnið á síðan, svo ekki liti út fyrir_ að sambandsþjóðirnar græddu ájjdrættinum. : Enn meiri eftirtekt' vakti umtal kanslarans um flugrit og æsingablöð, sem dreift væri nú um rikið, þess efnis að sverta hann og ríkisstjórn- ina, heimta frið og úthúða hernaðar- aðförunum. — Engin slík rit hafa komið út yfir takmörk Þýzkalands, en líklegt er, að einhver brögð séu að þessu, fyrst kanslarinn finnnr ástæðu til að tala um það mörgum hörðum orðum í þinginu. (Frh.) Tvö blöö koma út af ísafold i dag, nr. 49 50. Neikvaði og öfgar. ísafold hefir stundum í viðlögum verið brigzlað um hringlandaskap af sumum fornvina sinna, þegar hún hefir ekki viljað elta öfgapostulana í flokknum út í vitleysu og þar með að óþörfu búa nauðsyujamálum vorum bráðan bana. Sjaldan hafa þó óhljóðin verið öllu ýlfurslegri en nú í hóp þeirra vina vorra, »Þversum«-manna. Svika- brigzlin til ísafoldar þykja jafn sjálf- sögð í hverju blaði þeirra og bæn- arflutningur á undan guðsþjónustu. Og trúin mun vera sú, að með þv. að endurtaka ósönn brigzl nógu oft, muni þau kannske tekin trúanleg a:' lítilmótlegasta hóp kjósenda í land- inu, þeim, sem aldrei nenna að hugsa og eru lika svo heyrnarsljófir á rök og skynsemi, að inn í þeirra hugskot kemst ekkert nema allra hæstu glamuryrðin af ræðupöllun- um. Þeir sero voru á fundunum í‘ fyira vor hér í Reykjavik, er »Þversum« hóf hernað sinn, kannast við slíka menn, lífvörð »Þversum«- foringjanna þá. Að eitthvað sé til af slíkum vit- leysingjum, sannnefndum andans bræðrum Þversum-»lífvarðarins« reyk- víska — út um land, skulum vér ekki fortaka, en enginn flokkur lifir á því rusli, og öfundum vér ekki »Þversum« af því fylgi. Hitt þykir oss leiðara, að sjá svo mætan mann, eins og vér jafnan höfum talið Lárus Helgason bónda á KirkjubæjarklauStri, hafa látið svo mjög blekkjast af fortölum síns fyrra yfirvalds, að láta hafa sig á stað með önnur eins brigzl i garð ísafoldar og í »Landinu« um daginn í grein, er hann nefnir: »Fljótt breytist veður i lojti«. Er hann æfur yfir grein, sem birt- ist í ísafold 15. apríl, »Hvað hefir gerst«, er hann segir, að »eingöngu eða þvi nær gangi út á að svívirða íyrverandi ráðherra Sig. Eggerz«. Hann prentar svo upp Ipfsamleg um- mæli kjósendafundar í Reykjavik um frammistöðu Sig. Eggerz í ríkisráði 1914, sem staðið hefir í ísafold, og ber sér svo á brjóst. Svona talaði ísafold þá! En hvað nú? A það viljum vér benda hr. L. H„ að vér með engu móti fáum skoðað þessa grein sem nokkura »svívirðingar«-tilraun við Sig. Egg- erz, heldur eins og' hverja aðra gagn- rýning á stjórnmálastarfsemi hans, er hver sá maður, er framarla vi standa, verður að sjálfsögðu að láta sér lynda. Það skal játað, að rit- stjóri ísafoldar mundi, ef heima hefði verið, eigi tekið ummæli Aka um framkomu S. E. í sjálfu rikis- ráðinu 1914 athugasemdalaust, en um frammistöðu hans eftir það, er þrímenningarnir fengu staðfestingar skilmálana gerða aðgengilega fyrir oss Islendinga, er það að segja, að hún verður tæplega vítt um of. Og i hinni umræddu grein í ísa- fold er sú hliðin aðalatriðið, eins og ritstjórnargreinum blaðsins um þetta mál. Hr. L. HJ segir, að hr. S. E. hafi »engu breytt stefnu sinni* um nýár 1915. Um það er deilan. Vérs'taðhæfum, að hr. S. E. og félagar rans nánustu hafi einmitt gerbreytt skoðun sinni á fyrirvaranum frá því að »þrímenningarnir« komu til skjal- anna, gerbreytt henni svo, að ef þeir hefðu máit ráða, ættum vér nú hvorki staðfesta stjórnarskrá né stað- léstan fána, þrátt fyrir það, að hin- um marg nefnda fyrirvara var ger- samlega fullnagt fyrir festu og lægni þrímenninganna. Þetta er margbúið að sýna fram á og er á vitorði flestra íslendinga nú. Eða hversu margir, haldið þið, að í hjarta sínu séu sannfærðir um, að kosningarnar, sem nú fara í hönd, sé til komnar í skjóli landsréttinda- afsals og sjálfstæðis-skerðingar af hálfu íslands ? Hver trúir þessum vitlausu slag- orðum öfga postulanna neikvæðu, sem jafnan má búast við, að þegar mest ríður á, setjist þversum fyrir framgangi nauðsynjamála vorra, sum- part af sérkennilegri sýkingarhættu frá nánum, en samvizkulitlum kunn- ingjum, sem alt annað vakir fyrir en rök og réttdæmi eða af eihhverri sérvizku-flugu um lítilvæg aukaatriði. Og hvernig á að trúa á framtíðar- starf þessara manna? Þeir kunna ekki nema að neita og hindra! Þeir hefðu hindrað framgang tveggja mestu velferðarmála vorra í fyrra, ef mátt hefðu ráða. Og þeir virðast naumast hafa annað á stefnuskrá sinni nú, ef ráða má af málgagni þeirra, en að hindra, bara hindra framgang járnbrautar hér á landi, í hvaða mynd sem er. Það er »hugguleg« framsóknar- stjórnmálastefna það taina! Gamli Sjálfstæðisflokkurinn er klofinn. Vér, sá hluti hans, sem eigi vild- um láta teyma okkur út 1 neitunar- fen »Þversum«-manna yfir gröf stjórnarskrár og fána í fyrra, þykj- umst eiga meiri rétt til að eiga nafn Sjálfstæðisflokksins en þeir. Og engar tilvitnanir í Heimastjórnar- blaðið »Lögréttu« gera þar á breyt- ing, þótt nú sé svo komið, að »Þversum«-málgagnið noti þau í leiðara stað._ Vér Sjálfstæðismenn væntum þess, að gamlir og gegnir flokksmenn meti þær Jramkvamdir, sem stuðlað hefir verið að af vorri hálfu til auk- ins sjálfstæðis, og þeir mega vita það, að framvegis mun okkar stefnu- mark verða, eins og hingað til, hóg- leg sjálfstæðisstefna, þ. e. sjálfstæðis- stefna á borði, en ekki gaspuryrði og glamur í orði — og svo bara neikvatt jramkvamdaleysi, þegar á hefir átt að herða, eins og komið er á daginn að er hið sanna einkenni þeirra manna úr gamla Sjálfstæðis- flokknum, sem hafa orðið viðskila við oss : — »pversum «-einkennið. ReykiMnr-aniiáll. Knattspyrnumótið. Svo fóru lelk- ar á knattspyrnumótinu á íþróttavell- inum, að Fram og ReykjavíkurfólagiS fengu jafntefli. Valur og Reykjavfk- urfól. sömuleiðis, en Fram hafði Val með einum vinning. Þykir mörgum sem þetta megi ekki heita tvímælalaus sigur hjá Fram heldur verði til skarar skríða af nyju milli þess og Reykja- vikurfólagsins. Ma þá búast við sérstak- lega góðri knattspyrnuskemtun. Skipafregn. H ó 1 a r komu um helgina með kolafarm til Viðeyjar. G u 11 f o s s kom til Seyðisfjarðar í gærmorgun. F 1 ó r a kom í fyrrakveld kringum land. Farþ. m. a Ólafur Proppó kaupm. frá Þingeyri og frú hans, Gunnl. Þorsteinsson Iæknir, Bergur Rósinkransson frá Flateyri Aðkoiuumenn : Sig. Ólafsson fyrv. 3ýslumaður og frú hans. Ól. Jóhannes- son konsúll frá Vatneyri. Hvar er verðlagsnefndin? Ýms- ir alþy'ðumenn hafa kvartað við ísa- fold um óhæfilega hátt verð á vörum hér í bænum. Vór fáum eigi dæmt um hversu róttmætsr þær kvartanlr eru, en hitt dylst oss ekki að v e r ð- lagsnefndln ætti oftar að láta til sín heyra en hún gerir, þótt eigi væri til annars en að f r i ð a fólk með því að láta vita að hún sofi ekki, heldur hafi vakandi auga á verðlaginu og telji það e k k i of hátt eftir sinni rann- sókn. Flóra stöðvuð með skotum. Þegar Flóra var á siglingu fyrir utan Önund- arfjörð nú á suðurleið, stöðvaði brezkt, vopuað kaupfar hana með 3 skotum, en slepti þegar aftur, er skjöl skipsins höfðu verið rannsökuð. • Ráðherra er væntanlegur heim eft- ir helgina með Tjaldi skipl frá Sam. fól., sem kemur hingað hlaðið steinolíu og bensíni. Með skipinu eru einnig Ól- afur Johnsson konsúll, 0. Forberg símastjóri og Hallgrímur Benediktsson stórkaupra. Messað á morgun í Fríkirkjunni i Reykjavík kl. 12 á hád. (sira ól. Ól.) í Dómkirkjunni messar síra Jóhann kl. 12. en síra Bjarni kl. 5. Messað í þjóðkirkjunni i Hafnar- firði kl 12. á hád., og síðdegisraessa á Bessastöðum kl. 6. Eftirlitsför. Landlæknir tekursórfari með Flóru í dag eftirlitsferð um norð- urland. Vörukaup brezku stjórnarinnar, Asgeir Sigurðsson konsúll hefir tekið að sór umsjón þeirra og jafnframt gengið úr kaupmannaráðinu. Embættisafsögn G. Eggerz. A hana var stuttiega minst hér í blaðinu um daginn. Til frekari skýringar skal hér tekin upp skýrsla og umsögn blaðsins Austra. Blaðið skýrir frá því, að á sýslu^ fundi Sunnmýlinga hafi niðurskurður einu mentastofnunar í Austfirðinga- fjórðungi þ. e. Eiðaskólans verið samþ. með 7 : 6 atkv. og að i þess- um 7 hafi verið bæði sýslumaður og Bjarni hreppstj. Sigurðsson á Eski- firði, sem sýslumaður að úrskurði stjórnarráðsins ólöglega leyfði sæti á sýslunefndarfundinum. I^Um hinn »ólöglega setna fund« farast Austra svo orð: »Þess er hér áður getið i blaðinu að sýslufundurinn hafi verið ólög- lega setinn svo að fyrir þá eina sök gætu gerðir hans orðið ógildar. — Svo var mál vaxið, að Guðmund- ur frikirkjuprestur Ásbjarnarson á Eskifirði, sem setið hafði á 5 sýslu- fundum fyrir Eskifjarðarhrepp, taldi sig eiga sæti á 6. fundinum. Sýslu- nefndarmenn eru kosnir til 6 ára, og 1 sýslufundur skal haldinn á ári, svo að það liggur i hlutarins eðli, að sýslunefndarmenn eiga rétt á að sitja 6 fundi. Góðar bújarðir til sölu og ábúðar. Upplýsingar gefa 6. Gíslason & Hay. Öðru visi hefir þó sýslumaður Sunnmýlinga litið á þetta atriði, þar eð hann lét sýslunéfndarmannskosn- ingu í Eskifjarðarhr. fram fara nú í vor.1) Var þá Bjarni Þ. hreppstjóri Sigurðsson kosinn í stað Guðmundar prests Ásbjarnarsonar. — Þeir gerðu svo báðir kröfu til sætis á sýslufund- inum 22. f. m. — Tók sýslunefndin ágreiningsmál þeirra til meðferðar, og var Guðmundi presti með meiri hl. atkv. veittur réltur til fundarsetu. Sem furðulegt má kalla hélt sýslu- maður því enn fram að Bjaina bæri sætið, og feldi úr gildi samþ. sýslu- nefndarinnar með úrskurði, lét Guð- mund rýma sæti fyrir Bjarna, sem svo ’sat fundinn. Úrskurði sýslum. áfrýjaði Guðm. prestur til stjórnarráðsins og feldi það hann úr gildi, og heimilaði Guðm. þannig sæti í sýslunefndinni, en auðvitað var það um seinan því fundurinn var þá afstaðinn. — Sýslum. 8egir af sér embætti. Er sýslumanni barst simatilkynn- ing frá stjórnarráðiúu um það, að úrskurður hans væri úr gildi feldur, símaði hann stjórnarráðinu þess efnis, að hann segði af sér embættinu frá 1. október næstkomandi. — Var slíkt tiltæki all-stórmenskulegt fyrir þá e i n a sök að stjr. leyfði sér að skilja lögin á annan veg en sýslumaðurinn! — Það er »daglegt brauð« að lög- fræðinga greini á um ýms lagaákvæði, og oft kemur það fyrir að úrskurðir eru úr gildi feldir og dómum sýslum. breytt af yfirrétti eða hæstarétti, eða yfirréttardómum breytt af hæstarétti og hefir aldrei áður komið fyrir að nokkur dómari segi af sér embætti af slíkum ástæðum. — Ogilding úr- skurðarins notar sýslum. að eins sem fyrirslátrarástæðu og kvað halda því fram, að sér sé óréttur og óvirðing ger af ráðherra, líkl. af pólitiskum ástæðum, og með slíkum barnaskap mun hann ætla að gera sig að ein- hverskonar pislarvotti og afla sér með því samúðar. — En sannleikurinn er sá, að stjórnarráðið hefir hér ekkert óvenjulegt aðhafst, sem óvirt geti sýslumanninn eða gefið honum ástæðu til að fara frá embætti. Samt verður ekki annað sagt með réttu en að hann hafi gildar ástæður til að láta af em- bættismensku, og þær ástæður hefir hann sjálfur skapað. — Það er ofur eðlilegt að hann ekki treysti sér til að sitja áfram i embættinu eftir að hafa leikið aðalhlutverkið í þessari einstæðu sýslufundar-»komediu«. Eftir að hafa látið kjósa sýslunefndarm. i Eskifj.hr. áður en vera bar og eftir að hafa úrskurðað löglegansýslunefnd- armann úr sýslunefndinni, þvert ofan í samþ. meiri hl. sýslunefndarinnar, og látið siðan annan mann ólöglega skipa sæti á sýslufundi. — Þetta út af fyrir sig gerir það fullsæmandi sýslumanninum að láta af embættis- færslu*. r) Einnig mun samsk. kosn. hafa átt sér stað í öðrum hreppi i S.-Ms., en ekki verið yfir kvartað, - aS.i-S»

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.