Ísafold - 12.07.1916, Blaðsíða 1

Ísafold - 12.07.1916, Blaðsíða 1
Kemur út tvisvar í viku. Verð árg. 5 kr., erlendis llj.2 kr. eða~2 dollar;borír- ist fyrir miSjan júlí eríendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. Uppsögn (skrifl. bundin við áramót, 1 er ógild nema kom- in só til útgefanda fyrir 1. oktbr. og só kaupandi skuld- laus við blaSið. ísafoldarprentsmiðja. Rítstjóri: Úlafur Björnssun. Talsími nr. 455. XLIII. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 12. júlí 1916. 51. tölublaö AI]pýriufél.b6kasafn Templaras. 8 kl. ?—9 Borgarsjtjóraskiifstofan opin rirka daga 11—3 Bis,iarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og .1 — 3 Bæjargjaldkerinn lia-afasv. 5 ki. 12—8 og 0—7 .íslandsbanki opinn 10—4. K.S'.U.M. Lestrar-op; skrifstofa 8árd.—10 J.i5<J. Alm. fundir fld. og sd. 8»/s slod. Landakotskirkja. Guasþj. 8 og (i á heI(<;iiJCa Landakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1. tandsbrtiikinn 10—S. Bankastj. 10—12. Landabókasafn 12—íi or; 5—8. Útlán 1—S I.aridsbúnaðarfélagS!ikrifstofan opin frá 12—2 Landsféhiroir 10—2 og B—8. írfuadsskialaaaí'nið hvem virkan dag kl. lí*—S LaodssSminn opinn daglangt (8—9) virka dagV fcelga daga 10—12 og 4—7. Listasafnio opið hvern dag kl. 12—2 NAttúrugripasaíniö opiö 1'/»—#/« a Bunnud. Póathúsib opið virka d. 9—7, snnnud. S—1. Samábyrgo Islands 12—2 og 4—« Stjórnarráosskrifstofurnar opnar 10—4 dagl. Talsimi Reykjavikur Pisth.S opinn 8—12. Vlfilstaoahælið. Heimsóknartimi 12—1 Þjóomenjasafnio opið hvern dag 12—2. Það tilkynnist hérmeð vinum og vandamönnum, að okkar kæra möðir og tengdamóðir, Sigríður Anna Theiji andaðist á Bispebjærg sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn þ. 2. þ. m. Börn og tengdabörn. t Jðn Ólafsson rithöfundur, fyrrum alþingismað- ur eg ritstjóri varð bráðkvadd- ur í gærkveldi að heirnili sínu. Banamein hans var heilablóð- fali, er hann fekk undir kvöldið og lézt hann úr því kl. II síðd. Jón heit. varð 66 ára (f. 20. marz 1850). Æfiminning hans kemur i næsta blaði. Brezka samkomulagið. Trygð viðskifti. Fátt hefir mér þótt furðulegra af því, sem við hefir borið seinustu mánuðina en óánægja sti, sem ein- staka menn virðast vilja reyna að Vekja hjá fólki með samkomu- lagið við Breta. Mér fiíist það vera eitt hið bezta verk, sem unnið hefir verið af ráðandi mönnum hér lengi. Eg maa eftir því, þegar fyrstu fregnirnar bárust hingað í ágúst 1914 um, , að ófriðarinn væri byrjaður. Við Hggjum svo langt utan við það svæði, sem hugsast gat, að ófriður- inn yrði háður á; við höfðum enga herskyldu, þurftum ekki að óttast, að við yrðum að fórna blóði beztu manna vorra i heiftiiðugum hjaðn- ingavígum. En samt sló ótta og óróa á nær alla menn hér i landi: Siglingar að og frá landinu munu teppast. Við erum skipalausir, fáum ekki fluttar að náuðsynjar, fáum eigi það, sem til þarf framleiðslunnar. Slíkar og þvílíkar hugsanir gripu menn og orsökuðu óttann og óró- ann. Þetta — óvissan um það, hvað verða mundi, virtist ætla ^ð lama alt viðskiftalíf og allar fram- kvæmdir hér í landi í byrjun ófrið- arins og gerði það að nokkru leyti. Svo rættist úr þessu smátt og smátt, sumpart fyrir viturlegar ráðstafanir þings og stjórnar, og svo fór, að árið 1914 varð bezta ár, sem sögur far? af fyrir framleiðendur. En — fiestir hugsandi menn hafa séð, að ekki mætti búast við sömu uppgripum á þessu ári. Þegar um nýárið varð meira hik á mönnum um framkvæmdir en búast hefði mátt við eftir góðærið 1915. Kostn- aður við alla framleiðslu hafði farið sívaxandi. Jafnframt jukust erfiðleik- arnir á, að fá ýmsar vörur frá út löndum. Bretar voru að síhetða á siglingatálmunum. Sumar islenzkar afurðir, svo sem t. d. ull og gærur, var ekki hægt að selja á venjulegum markaði eða fá fluttar með skipun- um. Menn vissu, að Bretar mundu ekki hafa svo slakan tauminn á hafn- banninu sem í fyrra. T. d. var gert ráð fyrir því, að þeir mundu ekki hleypa neinni vöru í gegn í ar. Gætnir menn þorðu ekki að hugsa til síldarútvegs í sumar. Allur til- kostnaður gífarlega hár og alt í óvissu um, hvort nokkuð kæmist út af síldinni eða nokkurt sæmilegt verð fengist fyrir hana. Ovissan óx dag fram, af degi, lam- aðí suma, en æsti aðra til »spekúla- tionac, sem úr gat orðið versta fjár- hættuspil. Það sem þurfti að gera, var að reyna að eyða óvissunni, skapa pau skilyrði, sem heilbrigðu viðskiftalifi eru nauðsynlev, p. e. nokkurn ve^inn vissu, tryggingu fyrir þvi, að hættulaust sé að leggja áætlanir sínar og stunda framleiðsluna. Þetta, einmitt petta, sem ókkur var lífsskilyrði, hefir ýengist með samkomu- laginu við Breta. Og eg er þakklát- ur stjórninni, velferðarnefndinni, kaupmannaráðinu og öðrum, sem að þessu hafa staðið, fyrir að hafa fitj- að upp á þessu máli og að hafa fengið svo gott samkomulag. Eg kalla þáð gott, að hafa fengið loforð brezku stjórnarinnar, að fram- vegis þurfum vér eigi að óttast þá ógurlegu hættu, sem sífelt vofði yfir, að fyrir væri tekið að nokkru eða öllu flutning hingað frá Bretlandi af kolum, salti, veiðarfærum og öðrum nauðsynjum. Eg kalla það gott, að hafa fengið loforð brezku stjórnarinnar um að hindra oss eigi í að nota aðalmark- aðinn á fiski og kjöti, en tryggja oss verð fyrir allar afurðir vorar, sem er þó svo hátt, að pðtt öll önn- ur sund með markað væru lokuð, þá væri þó framleiðsla vor trygð. A sumu þykir brezka verðið nokk- uð lágt. Ef um væri að ræða að skuldbinda okkur til að selja Bretum alla framleiðslu vora, eins og sagt hefir verið einhversstaðar, að gert hafi verið - - þá mætti ef til vill segja að hagnaðurinn væri lítill á snmum afurðum. En þegar að því er gætt, að við höfum algerlega ýrjálsar hendur um s'öluna, en eigum kröfa um, að keypt sé af okkur hér heima hjá okkur fyrir þetta verð, eý ekki býðst hærra verð annarsstaðar, þá lítur þetta alt öðruvísi út. Hver hugsandi maður hlýtur að vera stjórn vorri þakklátur fyrir að hafa komið þessu máli í það horf, sem það nii er komið, hafa snúið sér beint til brezku stjórnarinnar, millliðalaust erlendra (danskra) stjórn- arvalda, eins og tíðkast hefir áður — og fengið svo miklu áorkað, trygt ýramleiðslu og verzlun tslands d pessum viðsjárverðustu tímum, sem vér hojum liýað. Kaupmaður. Ófriðar-annáll. Frh. Kreppir afl Grikkjum. í maímán. lokin réðust 25000 Búlgarar inn í Makadoniu. Tóku þeir sér bólfestu í viginu Rupel án þess þó að ganga í berhögg við hlutleysi Grikkja. Eftir skipun frá stjórninni í Athenu yfirgaf gríska setuliðið vígið, en Búlgarar skrifuðu undir samninga þess efnis, að þegar ástæðurnar fyrir veru þeirra þar væru ekki lengur, þá skyldu þeir láta vígið af hendi. Nd til lengri tíma hafa sambands- þjóðirnar haft her manns í Saloniki, en her Búlgara hefir verið við norð- urtakmðrk Makedoniu. — Hafa nú Búlgarar álitið, að þeim færi að leið- ast aðgerðaleysið í Saloniki, og myndu þeir þegar minst vonum varði ráðast að þeim norður við tak- mörkin. Myndu þeir þá nota landa- mæravigin grísku. — En Búlgarar verða fyrir til, ráðast suðar fyrir landamærin og búa am sig á hent- ngam stöðam til varnar. Þetta er talið líklegasta áform Bálg- ara, og er þá hægt að skilja meinleysi grísku stjórnarinnar. — Er það ekki talið óhngsandi, að fyrirætlanir Búl- gara hafi ekki verið grísku stjórn- inni ókunnar. En Búlgarar eru gamlir og svarnir fjandmenn Grikkja, eins og kunnugt er, og því er allur almenningur í Grikklandi æfur yfir meinleysi stjórn- arinnar og gjörræði Balgara. — Nú ekki ólíklegt að slái tíl bardaga milli Búlgara og sambandshersins á grískri jörð. ílskast þjóðin við stjórn sína og afneitar Konstantin konungi, en heimtar Venizelos til valda. — Er hann hlyntur sambandsþjóðum, en konungar tengdur Þýzkalandskeisara, eins og kunnugt er. Rússar ráQast á Austurriki. Þ. 4. júní hófu Rússar árás á Austurriki. Loksins. Lengi hefir ekkert heyrst frá þeim. Það munar þess meira um það, þegar þeir fara af stað. Enn halda þeir uppteknum hætti að ráðast heldur á Austurríki en Þýzkaland. Það veikara fyrir, og þeir hafa meiri von um að eignast þar skika, þegar skil verða gerð. — einkum renna þeir hýru auga tii Galiziu. Þar er þjóðin'slavnesk. Hlytafél. .Vðlundur1 íslands fullkomnasta trésmíðaverksmiðja og timburverzlun Reykjavík hefir venjulega fyrirliggjandi miklar birgðir af sænsku timbri, strikuðum innihurðum af algengum stærðnm og ýmislegam listnm. Smíðar fljótt og vel hurðir og glugga og annað, er að húsabyggingum lýtur Árás hafa þeir núhafið á 3—400 km. Iönga svæði norðnr frá tak- mörknm Ramenín. 3 fyrstu dagana hafa þeir tekið ekki færri en 40,000 fanga og hrakið Austurríkismsnn alt að 5 km. Eftirtektavert er, að skot- færi þan, sem þeir nota nú, eru að mestu Ieyti frá Japan, og hafa rúss- neskir fangar sagt svo frá, að Japanar hafi undanfarið verið við rússneska herinn að kenna Rdssam að nota byssarnar. — Hingað til hefir verið heldur hörgull á vopnum og skot- færnm í her Rússa. Nú ber ekki á öðra en þeir hafi allsnægtir dráp- tóla. Sjóorustan i NorOursjónum. Þó mikið hafi verið am missagnir og mótsagnir í ófriðafréttnnum, þá hefir sjaldan verið eins örðugt að átta sig á rás viðburðanna, eins og í sjóornstunni miklu milli Þjóðverja og Englendinga í Norðursjónum þ. 31. maí og 1. jani. Ber margt til þess, að fréttir ern hér ógreinilegri en annarstaðar. — Fyrst og fremst er mikið örðngra að ákveða það í sjóorasta, hver sig- arinn á heldar en í landorustu, þar sem barist er um ákveðinn landskika. Barist er og þarna á svo löngu færi, að þeir, sem skjóta, geta oft ekki greint, hve miklu skotin fá áorkað. Má og vera, að aidrei hafi máls- aðilum verið eins umhugað um að ieyna sannleikanum og þá. En fyr mega nú vera mótsagnir. Englendingar telja sigurinn sinn; segjast hafa rekið Þjóðverja á flótta, og alla leið heim til sín. — Þjóð- verjar lofa og prísa dugnað sinn og segja Englendinga hafa beðið þarna svo stórkostlegann ósigur, að orusta þessi marki endalok á einveldi Englendinga á hafinu. Hver heldur með sínum — og enn deila þeir. Af frásögnum þeim, sem borist hafa fram að þessum tíma, má helzt ráða, að Þjóðverjar hafi hér sem víða annarstaðar verið fyrri til. Þeir hafi haft njósnir af enskri flotadeild vest- ur undan Skagerak. Að líkindum hafa Englendingar verið fáliðaðir þar i byrjun. En Þjóðverjar gera flota sínum viðvart, sem er heima fyrir, og eru þeir fljótir til að ráðast að Englendingum, sem eiga þarna við ofurefli að eija. En ekki líður á löngu, áður en herafli kemur frá aðal herskipastöð Englendinga, sem talin er að vera einhverstaðar við Skotlandsstrendur. Slær nú í geigvænlegan hardaga, þann langmesta sem háður hefir verið á sjó. Þetta er nóttina milli 31. mai og 1. júní. En er á leið bardagann skall á þoka svo skygni varð örðugt, og hefir það eflaust haft mikil áhrif á úrsli. orustunnar. Hvergi er getið um, hve mikill herafli hefir, tekið þátt í orustu þess- ari. Það eitt er víst, að þarna hefir í fyrsta sinn verið barist með öllum tegundum nýtízku sjóhertækja. — Alskonar herskip, stór og smá, kafn- ökkvar í djiipi, flugvélar og skip i lofti; ölíu sló þarna saman. — Má því telja víst, að orusta þessi hafi verið báðum aðilum næsta lærdóms- rík. Aðallega hefir talið um orustuna hneigst að því, og um það hafa þeir rifist, hve miklum skipastól hver um sig hafi tapað. Þarna ern manns- lifin ekki lengur talin aðalatriðið. Þjóðverjar voru hér fyrri til að kveða upp úr um skipatjónið. — Telja þeir tjón Englendinga harla mikið, en sitt næsta litið. — Þeim segist svo frá, að þeir hafi átt í höggi við mest allan enska flotann og hafi getað haldið velli; skotið hvert skip Englendinga í kaf á fætur öðru, án þess að liða veru- legt tjón. Degi síðar kom yfirlysing frá Englendingum þess efnis, að þeir hafi að visu beðið mikið tjón, en þó hafi Þjóðverjar beðið meira tjón i tiltölu við flota sinn. — Svo hafi farið, að þegar aðal afli þeirra kom á orustusvæðið, þá hafi komið glund- roði og flótti í lið Þjóðverja, og það hörfað í höfn. Þoka og myrkviðri hafi gert eftirför örðuga, svo þeir hafi ekki getað notið sín eins. Eftir fyrstu skýrslum um skipa- tjónið þá áttu Englendingar að hafa tapað sem svaraði 120,000 smálesta i skipum, en Þjóðverjar tæpum 60,000. — A undan ófriðnum var floti Englendinga helmingi stærri, svo orusta þessi ætti ekki að hafa raskað hlutfalli milli flotanna. En til hvers var barist? Orusta þessi er háð í endalok 22. ófriðarmánaðarins. Alla þessa mánuði hefir meginhluti þýzka flot- ans legið í höfn, og ekkert skeytt um aðflutningahaftið. Ekki er það ólíklegt, að Þjóðverjum hafi fundist, að nú þyrfti að fara að láta til skarar skríða á þessum sviðum. Jafnskjótt og þýzki flotinn kemur heim til Þýzkalands, var efnt til sigurfagnaðar þar í landi. Keisarinn sjálfur tók sér ferð á hendur til þess að fagna sjóliðinu, er heimkom, og þakka þeim fyrir hrausta og drengi- lega baráttu — og guði fyrir að hann »stjórnaði höndnm þeirra og hvesti aagu þeirra*. Sömu dagana var sigri fagnað og guði þakkað yfir i Engkndi fyrir, að þeim hefði tekist að vinna bug i Þjóðverjum og reka þá heim tilsb.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.