Ísafold - 15.07.1916, Blaðsíða 3

Ísafold - 15.07.1916, Blaðsíða 3
ISAFOLD * Sfafseíningarorð-bók Björns Jónssonar er viðurkend langbezta leiðbeiningarbók um ísl. stafsetning. Fæst hjá öllum bóksölum og kostar að eins 1 krónu. Einkasali fyrir Zig-Zag skósvertu. Einkasali fyrir vora Zig-Zag skósvertu óskast, sem heimsækir kaup- menn í Reykjavík og nágrenni. Svertan er hrein olíusverta og ekki blönd- uð með vatni, rennur ekki af leðrinu og ver það gegn bleytu. Tilboð merkt: 4869, séndist: Oentralpavillonen, Kbhavn B., Danmark. IOrgel-Harm., Piano, Flygel útvega eg að eins frá alþektum og vönduðum verksmiðjum. Verðið eins og áður afarlágt og borgunarskilmálar góðir. — Gömul hljóðfæri kaupi eg háu verði í skiftum fyrir ný hljóðfæri. — Tónstillingar og viðgerðir á liljóðfærum hvergi eins ábyggilegar og ódýrar. Sendið hljóðfærin sem fyrst, svo að vissa sé fyrir að þau verði send til baka meðan samgöngur eru sem greiðastar að sumriuu. Reykjavík, Frakkastíg 25, 18. maí 1916. ísólfur Pálsson. Utbreiddasta blað landsins er Isafold. Þessvegna er hún bezta auglýsingablað landsins. Kaupendum fer si-fjölgandi um land alt. Aliar þær tilkynningar og auglýsingar, sem erindi eiga til landsins í heild sinni, ná því langmestri útbreiðslu í Isafold Og í Reykjavík er Isafold keypt í flestum húsum borgarinnar og vafalaust lesin í þeim öllum. Þessvegna eru einnig auglýsingar og tilkynningar, sem sérstakt er- indi eiga til höfuðstaðarins, bezt komnar í Isafold. Cigarettur. Það er ómaksins vert að bera saman tóbaksgæðin, í sambandi við verðið á innlendn og útlendu cigarettunum, það atriði fer ekki fram hji neinum þeim, sem þekkingu hefir á tóbaki og gæðum þess. Gullfoss-eigarettan er búin til úr sama tóbaki og »Tree Castle«, sem flestir reykjendur hér kannast við, en verðið er alt að 2o°/0 lægra. Sama er að segja um hinar tegundirnar: Isl. Flagg, Fjóla og Nanna að þær eru um og yfir 2o°/0 ódýrari en útlendar sambærilegar tegundir. Þetta ættu cigarettuneytendur vel að athuga, og borga ekki tvo pen- inga fyrir einn, heldur nota einungis ofantaldar tegundir. Þær fást i Leví’s tóbaksverzlunum og víðar. meira en lítinn hagnað verði að ræða fyrir oss af samkomulaginu. Til að hnekkja þeirri staðbæfing vorri tekur »Landið« dæmi, sem raunar geta ekkert gert til hnekkis staðhæfing vorri, en að eins eiga að sýna að Bretar greiði oss of lágt verð fyrir vörur vorar. Athugum sildardæmið. »Landið« segir: Fyrir síld greiða Bretar oss 45 aur. fyrir kíló eða eða 34—37 kr. fyrir fiskpakkaða tunnu. í Noregi fást 85 kr. fyrir tunnuna. En sam- kvæmt samkomulagi Norðmanna við Breta ýá Norðmenn 4/ kr. fyrir hverja fiskpakkaða tunnu, sem peir veiða við Island; þetta segir »Landið« að svari 56^/4 e. fyrir kiló, en leynir því jafnframt vísvitandi, að vér fáum 45 au. fyrir kílóið hér á staðnum, en norska verðið er ý.o.b. Beroen. Þeg- ar bæzt hefir flutningsgjald, vátrygg- ing o. s. frv. við, þá er það álit fróðra manna um þá hluti, að Norð- menn fái heldur lcegra verð fyrir sina síld en vér. En hvers vegna láta Norðmenn sér lynda, að fá miklu lægra verð fyrir síld þá, er þeir veiða hér, en síld þá, er þeir veiða i Noregi? Þeir, sem eru miklu meiii og voldugTÍ en við, verða að sætta sig við hafn- bann Breta og sæta ekhi betri kjör- um en vér. Ósannindi bláber munu það vera, að boðið hafi verið á þessu vori 4 kr. 25 au. fyrir kíió af óflokkaðri ull hér á staðnum, og sömu ósann- indin, að menn hafi búist við hærra verði. Menn vissu, að ekki þýddi að reyna að koma ull út til Norð- urlanda nema með böndum, sem gerðu hana óseljanlega. Brigzl »Landsins« til Isafoldar um persónulegar skammir eru ekki ann- að en tilraun til að hylja eieirf nekt. ísafold hefir einmitt ritað mjög hóg- vært um þetta mál, eins og vera ber. Að »Landinu« Hki eigi valið á sendimanninum til Lundúna, kemur oss eigi á óvart, og að ósköpin í því eigi að nokkru rót sína að rekja til þess, er ekki ólíklegt. Vér skilj- um svo vel, að það telur gengið skammarlega fram hjá viðskiftaráðu- nautnum fyrverandi, er um slíka sendiför var að ræða, og skulum ekki fjölyrða frekar um það. En sendimaðurinn stóð i stöðugum sim- skeytaskiftum við stjórnina hér, sem hafði sér til ráðuneytis velferðar- nefndina, kaupmannaráðið Og fleiri kaupmanna og útgerðarmanna. Gerðir sendimanns voru því fyrirfram kunn- ar og samþyktar hér. Og þess mundi hafa verið óskað, bæði af vel- ferðarnefnd og kaupmannaiáði, að Sveinn Björnsson yrði áfram i Lund- únum fyrir landsins hönd,( ef hann hefði séð sér það fært vegna annara anna. Fulltrúi sá, er »þversum«- menn kusu í velferðarnefndina var á lifi og tók þátt i öllum gerðum nefndarinnar á meðan stóð á sam- komnlagstilraunum i Lundúnum, þar á meðal lagði hann til, að einmitt S. B. yrði sendur til London til að reyna að fá samkomulag við Breta um verzlun landsins og siglingar. Og Jósef Björnsson hefir ekki haft neina sérstöðu í nefndinni um þetta mál. Æfiminning Jóns Ólafssonar rithöfundar bíður næsta blaðs. Jarðarför hans fer fram miðviku- dag 19. þ. m., sbr. auglýsingu hér í blaðinu. - —'m~ ------------ Eri. simfregnir Opinber tilkynning frá brezku utanrikistjórninni í London. London, 14. júlf. Opinber tilkynning frá aðalherbiiðum Breta: I dögun i morgun gerðum vér áhlaup á aðra varnarlínu Þjóðverja. Hersveitir vor- ar hafa brotist inn á stöðvar óvinanna á fjögra milna löngu svæði og tekið ýmsar ramlega víggirtar stöðvar. Grimmileg orusta geisar enn. Dómur. 13. þ. m. féll dómur í bæjarþingi Reykjavikur í máli, sem frú Margrét Zoega hafði höfðað gegn landsstjórn- inni fyrir hönd landssjóðs. Hafði hún krafist, að landssjóður bætti sér tjón það, er hún hefði orðið fyrir, er hún varð að hætta áfengisveiting- um, þegar bannlögin gengu i gildi, með 9000 krónum á ári frá 1. janú- ar 1915 meðan hún lifði eða 100,000 krónur í eitt skifti fyrir öll. Féll dómurinn á þi leið, að landssjóður var algerlega sýknaður af kröfum frú Zoega. í marzmánuði síðastliðnum féll dómur i máli liks eðlis, sem Ben. S. Þórarinsson kaupmaður hafði höfðað gegn landssjóði út af því, að hann varð að hætta áfengissölu, er bannlögin gengu í gildi, og féll hann á sömu leið, landssjóður var sýkn- aður. Því máli var þegar áfrýjað til yfirréttar og er væntanlegur dómur yfirréttarins mjög bráðlega. Báðum mun málunum ætlað að ganga til hæstaréttar. En heyrzt hefir það álit eflir hæstaréttarmála- flutningsmönnum, sem málin hafa verið borin undir, að úrslitin muni verða þar hin sömu sem þegar hafa orðið hér. Fyrir landssjóðs hönd flytur Sveinn Bjö.nsson mál þessi. Veðurskýrslur. Laugardaginn 8. júlí. Vm. logn, hiti 11.0 .Rv. logn, hiti 11.8 íf. a. gola, hiti 8.3 Ak. gola, þoka, hiti 9.0 Gr. logn, hiti 10.6 Sf. logn, hiti 8.0 Þh., F. n.n.a. kul, hiti 10.2 Sunnudaginu 9. júlí. Vm. n. andvari, hiti 10.5 Rv. n.n.v. gola, hiti 12.5 íf. a. kul, þoka, hiti 9.0 Ak. n.n.v. kul, þoka, hiti 8.0 Gr. n. kul, regn, hiti 4.5 Sf. s.v. st. kaldi, hiti 9.5 Þh. F. logn, hiti 10.5 Miðvikudag 12. júlí. Vm. a. gola, hiti 9,6 Rv. logn, biti 12,4 íf. logn, hrti 11.0 Ak. logn, þoka, hiti 12,0 Gr. logn, hiti 14,0 Sf. logn, móða, hiti 7,6 Þh. F. ana. gola, hiti 11,7 Fimtudaginn 13. júlí 1916. Vm. logn, hiti 10,0 Rv. sa. stinnings kaldi, hiti 11,0 íf. logn, hiti 11,5 Ak. s. andvari hiti 13,0 Gr. s. andvari, hiti 13,5 Sf. a. andvari, hiti 7,9 Þh. F. nna. gola, hiti 10,0 Föstudaginn 14. júlí. Vm. sa. andvari, hiti 10,4 Rv. ssa. andvari, regn, hiti 12,7 Tf. logn, regn, hiti 10,0 Ak. s. gola, hiti 13,5 Gr. s. andvari, hiti 12,5 Sf. logn, móða, hiti 7,5 Þh. F. logn, hiti 12,3 Flóra tekin. Sú fregn barst hing- að í gær frá skipstjóranum á Flóru, að Bretar hefðu tekið skipið og flutt til Lerwick. Flora var á leið frá Vestmanneyjum austur og norður um land, er þetta skeði. Hátt á þriðja hundrað farþega var á skipsfjöl, fiest á leið til Siglufjarðar í síldarvinnu, og mun þeim eigi hafa þótt þessi »utanför« neitt gleðiefni. Enn hefir ekkert jafn-óskiljanlegt atferli komið fyrir gagvart oss í þess- um ófriði, eins og þessi skiptaka, sem hlytnr að vera sprottin af fljótfærni og misskilningi hins brezka skipstjóra og fullar bætur að koma fyrir. Skipafregn. G u 11 f o s 8 fór vestur í fyrradag. Meðal farþega var Andrós Fóldsted augnlæknir. B o t n í a kom hingað í gær frá út- löndum norðan um land. Farþegar voru Jacob Havsteen og F. C. Möller stórkaupm., Jón Þorláksson landsverk- fræðingur og frú hans, ungfrú Tvede hjúkrunarkona, Grauslund stabskapt., sr. Magnús Jónsson á ísafirði, Arni Sveinsson framkvæmdarstjóri, ungfrú Gunnþórun Halldórsdóttir og frú Guð- rún Jónasson. Rafmagnsfræðingnr íslenzkur er hirigað kominn nylega frá Vesturheimi, Sigurður Kjartansson að' nafni, ungur maður og ötull. Brezkt herskip kom hingað í fyrra- dag og fór aftur í gærmorgun með Olsen konsul til Noruurlands. Drnknun. Það slys vildi til í morgun viðhafnargerðina, að stórum »pramma« með 7 mönnum hvolfdi. Sex mönnum varð bjargað, en einn druknaði. Hann hét Þorsteinn og var sonur Þorsteins Þorsteinssonar slátrara. Kynnisför er 3 Skaftfellingar í um þessar mundir um iandið. Ætla þeir að fara landveg allan landsins hring til að kynnast landinu og einkum búnaðarháttum sem viðast. Einn þeirra fólaga er Sigurður Jónsson frá Stafa- felli og annar sonur Þorleifs alþm. á Hólum. Misprentast hafði í síðasta blaði nafn eins studentsins i Khöfn, sem heimspekispróf hafði tekið, Trausti Ofeigsson í stað Ólafsson. V elferðarnetndin. í stað Skúla heitins Thoroddsens hefir síra Kristinn Daníelsson tekið sæti í velferðarnefndinni. Floru-tökunni mótmælt. Stjórnarráðið hefir þegar gert ráð- stafanir til þess að tnótmælt verði eindregið brottnámi Floru. V erðlagsneind. 5. júll var Sighvatur Bjarnason bankastjóri, r. af dbr., skipaður i Verðlagsnefndina í stað Björns banka- stjóra Sigurðssonar, sem dvelur er- lendis. Blöö sem mér eru send, án þess eg hafi um þau beðið, borga eg ekki. Fitjum 7. júlí 1916. Steýán Guðmundsson. Askrifendur Isafoldar eru beðnir að láta afgreiðslu blaðsins vita ef villur skyldu hafa slæðst inn í utanáskriftirnar á sendingum blaðs- ins. Talan framan við heimilisfangið merkir að viðkomandi hafi greitt and- virði blaðsins fyrir það ár, er talan segir. Nærsveitamenn eru vinsamlega beðnir að vitja Isafoldar í afgreiðsluna, þegar þeir eru á ferð í bænum, einkum Mosfellssveitarmenn og aðrir, sem flytja mjólk til bæjarins daglega. Afgreiðslar opin á hverjum virkum degi kl. 8 á morgnana til kl. 8 á kvðldin. skilvindan skilur 130 litra á khstund og kostar að eins 6 5 krónur. A seinustu árum hefir euginn skilvinda rutt sér jafnmikið til rúms vegna þess hve mæta vel hún reynist, og hve mjög hún stendur öðrum tegundum Fremri. Hún er mjög sterk, einföld, fljót- leg að hreinsa, skilur vel og er ódýr. Bændur! Kaupið því Fram-skil- vinduna, hún er ekki að eins öðrum fremri, heldur þeirra Fremst Nægar birgðir ásamt varapörtum fyrirliggjandi hjá Kr. Ó. Skagfjörd, Patreksfirði.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.