Ísafold - 19.07.1916, Side 2

Ísafold - 19.07.1916, Side 2
2 ISAFOLD Ásg. 6. Gunnlaugsson & Co. Austurstræti 1, Reykjavik, selja: Vefnaðarvörur — Smávörur. Karlmanna og unglinga ytri- og innritatnaði. Regnkápur — Sjóíöt — Ferðaíöt. Prjónavörur. Netjagarn — Línur — Öngla — Manilla. Smurningsoliu. Yandaðar vörur. Sanngjarnt verð. Pöntunum utan aí landi svarað um hæl. D !D i Tlrtíi Eiríksson TJusfurstræfi 6 0 ö ^ffajnaéar- <3*rjéna~ og Saumavörur Q hvergi ódýrari né betri. Q íj þvotía- og <3CrQÍntœtisvorur Jj£j beztar og ódýrastar. JSeiRföncj og tTœRifœrisgjqfir hentugt og fjölbreytt. Qi mentum, blaðamensku og stjórnmál- um íslands. Og það er eðlilegt, að slikur raaður sem hann hafi fengið ærið misjafna dóma. Það er sam- eign hans og allra þeirra, sem að nokkuru riði fist við þjóðmál. }. Ól. hlaut samt flestum samtíðarmanna sinna misjafnari dóma og meira aðkast andstæðinga sinna en aðrir. A því átti hann sjálfur tals- verða sök. því að hann var ákaflega hvassyrtur í þeirra garð, ef nokkuð harðnaði stjórnmálasennan svo að í rithætti hans var stundum ekki þekkj- anlegur hinn priiði og hægláti dag- farsmaður, sem í honum bjó. Sá, sem þetta ritar, fekk í byrjun sinnar blaðamensku á þessum tökum }. Ól. að kenna, og mörg hafa bit uryrðin farið milli hans og þessa blaðs, bæði fyr og síðar. En svo er það og mun víst lengstum verða um persónudeilur í blöðum. Þær svíða í svip, en gleymast ótrdlega fljótt. Vísan, sem J. Ól. hefir um sjálf- ,an sig gert: »En sár hvert, sem eg lét blæða, er sverðið klauf fjandmanns rönd, það vildi’ eg, ef gæti’ eg, græða og gefa’ honum bróðurhönd« — hún hefir eigi verið nein augna- bliks-»stemning« hjá honum. Það munu flestir andstæðingar hans í stjórnmálum fyr og síðar geta tekið undir. Og þótt ísafold sé eigi blind fyrir bláþráðunum í æfistarfi Jóns Ólafsson- ar, þá vill hún við andlát hans telj- ast I þeim hópi, er beygir sig fyrir og dáist að hinum nær einstæðu fjölbreyttu hæfileikum og snild, sem J. Ól. átti til, hvort heldur var við bókmentastörf, blaðamensku eða stjórnmál. Vér getum eigi stilt oss um að lokum, að tilfæra hér kutðju-orð, sem ísafold, fyrir munn stofnanda sin og þáverandi ritstjóra, árið 1890 kvaddi Jón Ólafsson með, er hann hélt til Vesturheims. Björn Jónsson, sem þekt hafði J. Ól. nájð frá æskuárum í skóla, flutti til hans ræðu í skilnaðarsamsæti, sem Reykvíkingar héldu J. Ól. 1890. Agrip af þeirri ræðu er prentuð í ísafold 22. marz 1890 og er megin- kaflinn á þessa leið: RæSumaður (B. J.) kvað fornaldar- rithöfund, ef upp væri risinn úr gröf sinni, mundu að öllum líkindum kjósa sér J. Ó. öllum öðrum íslendingum fremur, er nú væri uppi, til þess að skrásetja sögu hans; svo margt hefði á daga hans drifið, er sögulegt mætti heita í svipaðri merkingu og fornkappa- sögur vorar. AS vísu hefði hann eigi gjörst vígamaður á barnsaldri, eins og Egill Skallagrímsson; en langt fyrir innan tvítugt hefði hann samt hafið þau vígaferli, er komin eru í staðinn fyrir vopnaburðinn í fornöld: orðavíg blaðamanna, þar sem hann hefði gjörst blaðamaður á þeim aldri, löngu fyr en dæmi væri til annars hér á landi og þótt vfðar væri leitað. Ærið hefði hann og átt sökótt alla tíð. Að fám árum liðnum hefði hann farið útlagur, til Noregs, og skömmu þar eftir í aðra heimsálfu. Þar hefði hann gjörst nokk- urs konar landkannandi og verið kom- inn fyr en nokkurn varði út á heims- enda. Eftir heimkomu sína aftur til fósturjarðar sinnar hefði hann gjörst landvarnarmaður, — ótrauður varnar- maður fyrir frelsi hennar og réttind- um í ræðum og ritum, sem blaðamað- ur og þingmaður. Oft hefðum vér dást að því, hve fimlega og vasklega hann hefði vopnunum beitt, — vopn- um mælskunnar í ræðu og riti. Sam- merkt ætti hann við Þorgeir Hávars- son í þv/, að ekki kynni hann að hræðast, en honum hefði líka, að sum- um íyndist, kipt það í sama kynið, að ekki þyrfti stundum annað til sakar en að liggja vel við höggi, eins og smalamaðurinn, sem studdist fram á staf sinn og Þorgeir hjó. En ólíkt væri það samt meö þeim Þorgeiri, að þár sem hann lagðist þar á lítilmann- ann, er hann hjó smalamanninn, þá væri hins skaplyndi miklu fremur það, að halda hlífiakíldi fyrir þá, sem lítils væri um komnir. Vel og drengilega hefði hann oft við kaunin komið á þjóðlíkama vor- um; og þó oss hefði stundum virzt hann beita hnífnum líka við það, sem heilbrigt var, þá væri oss nú hitt minnisstæðara, hve ant honum hefði jafnan verið um veg og gengi fóstur- jarðar sinnar, og hve vasklega hann hefði gengið fram í brjósti þeirrar fylk- ingar, er afla vildi henni nauðsynlegs sjálfsforræðis og hvers kyns frama. A honum æt.ti fyllilega heima þessi (eða þvílík) orð s k á 1 d s i n s Jóns Óiafssonar: Hann hefir ei æðrast þótt inn kæmi sjór og endur og sinn gæfi á bátinn. Frakkneski ræðismaðurinn hér, herra Aljred Blanche, hefir ver- ið kvaddur til annars og meira kon- súlsembættis en hér, nú nýlega. Á hann að gegna ræðismensku fyrir Frakka í borginni Kap Town í hinni brezku Suður-Afriku. Óráðið mun samt enn hvenær hr. Blanche "fer héðan. Hr. Blanche hefir getið sér hvers manns hróður hér, þeirra er við hann hafa kynst, sem sannur heið- ursmaður í hvívetna og mun hans, frúar hans og fjölskyldu mikið sakn- að við brottför þeirra. Brottnám Flóru. Ekki verður mönnum um annað tíðræddara sem stendur, en brottnám Flóru um daginn hér við strendur Islands og hrakninginn, sem hinum mörgu farþegum hefir þar með ver- ið bakaður, þeim til tjóns, sennilega bæði á heilsu og fjárhag, og stór- felds óhagræðis á alla lund. Það tiltæki hins brezka hðsforingja þykir, sem eðlilegt er, óverjandi frá hverju sjónarmiði sem skoðað er, og ekki sízt nú, svona rétt ofan í gert samkomulag milli hinnar is- lenzku stjórnar og brezku stjórnar- innar, þar sem því er heitið af brezkri hálfu að greiða sem bezt fyrir skipum, sem til eða frá íslandi sigla. Um sjálft brottnámið tjáir eigi lengur að fást, það verður ekki aftur tekið. Nú veltur á því, að vel sé fylgt eftir af hlutaðeigandi stjórnarvalda hálfu, að veslings hraknings-fólkið á Flóru komist sem fyrst leiðar sinnar og verði bætt svo, sem auðið er, tafir og tjón, sem það ófyrirsynju hefir fyrir orðið. Það mun nú óhætt að fullyrða, að landsstjórn vor hefir gert alt, sem í hennar valdi hefir staðið hingað til, til þess að stytta Flóru-farþegun- um þeirra ströngu útivist, þótt eigi hafi mikinn árangur borið enn. Stjórnin simaði þegar til Björg- vinjarfélagsins um að láta Flóru fara beint frá Lerwick til Sigiufjarðar, en félagið neitaði. Og eftir simfregn- um frá sendimanni íslands í Lundún- um, herra Birni Sigurðssyni — mun Flóra þegar losnuð úr Leirvikur- vistinni og komin til Bergen. Það- an hefir Björgvinjarfélagið símað af- greiðslumanni sínum hér, hr. Nic. Bjarnason, að skipið muni tilbúið til íslandsfarar kringum þ. 24. júli. Vikuvist óvænta hafa því Flóru- farþegarnir í Noregi, sem ætti að geta orðið þeim hvíld eftir sjóvolk- ið, ef eigi eru alveg skotsilfurslausir. Að vorum dómi mundi lands- stjórn vor vitalaus, þótt hún ábyrgð- ist kostnaðinn allan við hina nauð- ugu utanför farþeganna — upp á væntanlegar sárabætur frá brezku stjórninni. En fyrir þvi má með engu móti ráð gera, að þær komi eigi i fullum mæli — eins og alt er í pottinn búið. Ef stórþjóðarskip hefði hér átt hlut að máli, mundi hver ófriðar- þjóðin sem var, flýtt sér að bæta fyrir. En til Breta, »verndara smá- þjóðanna« má eigi, að óreyndu, beina þeim tilgátum, að þeir láti á sér standa um þetta, þótt smáþjóð eigi í hlut. * Það yrði saga til næsta bæjar i blöðum veraldarinnar, því að svo er vaxin þessi Flóru-taka, að mikla at- hygli hlýtur að vekja víðsvegar um heim. Rafveitur í kaupstödum. Á Húsavík er nú verið að gera rafveitu. Sér Guðm. Hliðdal um verkið, með forsjá Jóns Þorláksson- ar fyrir sýslunefndar hönd. Til mun og standa á næstunni að ísafjörður fái rafveitu. Kostnað- aráætlun þegar gerð af Guðm. Hlíð- dal verkfr., og því ekki annað eftir en að samþykkjal Og ekki hætta á öðru en ísafjörður tylli höfuðstaðn- um aftur fyrir sig í þessu efni. Sonni. í blaðinu »The Light« birtast oft- lega skritnar smásögur frá dulrænu fólki, sem segir »fréttir af framliðn- um«. Og þótt sumar beri með sér merki mjög kynlegra vitrana, eru aðrar svo merkilega fallegar, að jafn- vel þeir, sem engu trúa, finst synd að vefengja þær. Meðal þeirra er sagan um drenginn Sonna (Sunny, af sól, á ensku) og móður hans. Það er hún (hefðarfrú ein á Englandi), sem segir frá. Hún misti son fyrir allmörgum átum, 13 á;a gamlan, er var augasteinn hennar; varð henni svo sár missirinn, að henni var varla ætlað líf. Kona ein, er þótti góður miðill, reyndi að hugga hana og kendi henni að nota tæki það, er margir spiritistar nota, er kallast planchetta. Óðara fór Sonni litli að ávarpa mömmu sina. Lengi gekk þeim nokkuð stirt, og vil eg þýða hér dálítinn kafla úr hennar löngu og ítarlegu frásögn: »Eftir að ár var liðið og eg hafði fyrir löngu sannfærst um, að það var hann Sonni, byrjaði hann að lokum hvers viðtals að spyrja mig og segja: »Mammal Þykir þér nú vænt um, að guð tók mig?« Eg gat lengi, lengi ekki fengið af mér að svara því játandi, heldur svaraði á þá leið: »Einhvern tima kemur að þvi, elsk- an haín — einhvern tima«. En aft- ur og aftur kom sama spurningin hjá honum. Hægt og seint lét eg mér skiljast, hvað eðlilegu lifi barnið hafði að hrósa, og hvað hann langaði til að eg segði, að eg léti mér lynda, að hann kæmi ekki aftur, svo og það, að því færi fjarri, að hann væri al- veg frá mér farinn, tók eg loksins að kannast við þann sannleik, að barninu liði vel — eins og hann sagði. En fyrstu mánuðina þoldi eg mikla kvöl og mæðu. Eg þurfti t. d. svo mörgu að qleyma. Fyrst þeirri fjar- stæðu að ímynda mér, að hinn litli sonur minn væri orðinn annar Saló- mon að vísdómi, að allir hlutir lægi opnir fyrir honum, þ. á m. alt, s'em gerðist í víðri veröld; að hann vissi Óorðna hluti, að hann myndi alt, hvern einasta ómerkjanlegan hlut úr lífi hans og aldrei skeika, og ekki sízt, að hann væri orðinn fullkom- inn og framúrskarandi i allri hegð'un sinni og náttalagi; ennfremur að hann væri orðinn fráhverfur öllu vastri hérna megin, nema því allra hátíðlegasta, með því hann nú væri sí og æ að syngja sálma og heilög ljóð, eins og við, sem alist höfum upp við rétttrúarkenningar, höfum vanist á að hugsa okkur. En hverju mæti eg í þess stað ? Hvílíkri opinberun sannleikans — því svo nefni eg það , ekki fyrir setta og röklega tilsögn, er mér væri veitt með varúð og gætni af þrosk- uðum »anda«, er þekti fávizku mína og erfiðleika. Nei, heldur mæti eg barni, sem svarar mér og ritar eins og ánægt og glaðsinna barn, sem þó stundum firtist við mig og mis- likar, — barn, sem var svo áfjáð í; að segja mér frá öllum sköpuðum hlutum, er því var helzt í huga,- Lengi vel lét hann sér ekki segjast, að hann væri að fræða mig, móður sina; fór þá svo, að- dögum saman,, varð ruglingur úr öllu, svo eg sleit samtalinu grátandi, og í líku ástandi fanst mér hann vera, því hann skrif- aði angraður: »Æ, móðir min I Þú efast um mig I Og nú er stóri veggurinn svarti kominn aftur á milli okkar. Trúirðu ekki, að eg sé hann Sonni sonur þinn?« Prestur einn, roér skyldur, vildi fá að vita um þetta mál og vera viðstaddur..- Hann trúði á ekkert dularfult — nema illa anda. Sonni sagði: »Láttu síra — ekki koma; hann gerir þér ilt«. Hann kom nú samt, setti upp helgisvip og spurði hið ósýnilega barn: »Er Kristur sonur guðs?« Klerkurinn bjóst, að eg hélt, við einhverju óguðlegu svari, enda varð stundarþögn. Loksins skrifar Sonni: »Móðir min! Trúir þá ekki sjálfur presturinn, að hann sé guðs sonur?« Prestur varð allur að smjöri og fór. Seinna breyttist hann þó og hélt að' það hefði verið Sonni. Eftir því sem tímar liðu, fann eg betur og betur, að Sonni minn var sárlitlu nær að ráða gátur tilverunnar,- en þegar hann lifði hjá mér. Þetta leiddi til ýmislegs misskilning og vandræða. Þá ritaði hann eða spurði, hvernig hann ætti að vita það eða það. — »Eg er bara 13 ára; eg er enginn spekingur, eða á eg að spyrja kennarann minn ?« Fram i tímann vissi hann ekkert. — Og samt sem áður komu stundum eins og leiftur hjá honum líkt og spádómsgáfa, og kom jafnan fram. En oft var hann mis- tækur eða talaði af sér. Skapsmunir hans fundist mér óbreyttir; hann var einlægnin sjálf, en ófullkominn. Alt þetta fanst mér smámsaman eðlilegt, svo það gladdi mig. Bezt mundi hann og skildi þá, sem okkur höfðu verið handgengnir. Vikum saman kvaðst hann ekki geta séð Nelly litlu systur sina. Þótt hún sæti hjá mér. »Hún litur út eins og svartur hnoðri eða böggulU. — Hann hafði aldrei séð hana né pest í lífinu. Einusinni sagði eg við hann: »Attu ekki vængi, Sonni?« — Hann svaraði: »Hvað ætti eg að gera með vængi? Eg yrði þá að kreppa fæturna undir vængina, þegar eg flýgi«. — Frúin hcldur svo lengi áfram. Loks kemur bróðir Sonna til sögunnar. Hann fór »yfrum« nýlega í stríðinu og talar nú fyrir þá bræður báða; tekui

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.