Ísafold - 19.07.1916, Blaðsíða 3

Ísafold - 19.07.1916, Blaðsíða 3
ISAFOLD þá við miklu meiri ráðdeild, svo þegar Sonni segir eitthvað, sem hinum finst ófullkomið, kemur óð- ara leiðrétting hins eldra bróður. — Sonni var vanur að meta alt, eink- um fyrst, á stundlega og jarðneska alin og lýsa ö!lu umhverfi, eins og hann hafði skynjað það í þessu lífi; cn hinn fullorðni stefnir að því í sínum svörum, að lýsa öllu hérna megin sem endurskini eða jafnvel skugga hinnar komandí tilveru. Loks skal þess getið, að móðir Sonna komst svo langt, að hún ját- aði hiklaust, að hún væri orðin full- komlega ánægð, þótt guð hefði tekið hann til sin, því hami hefði ekki tekið hann nema að nokkru leyti frá sér. — Varð Sonni þá óvenju glaður. M. J. Erl. símfregnir (frá fréttaritara Isaf. og Morgunbl.). Kaupm.höfn, 14. júlí. Höll, sem Vilhiálmur jÞýzfealandskeisari átti i Aþenuborg, er brunuin. Vegna allsherjarverk- falls á Spáni hefir Altons konungnr nnmið stjórnar- skipunarlðgin úr gildi fyrst um sinn. Kaupmannahöfu 15. júlí. Bretar bafa tekið Mam- etz-skóginn. Rússar sæitja ákaft fram hjá Kove.l. Kaibátskaupiarið sem kom til Baltimore, er 2000 smálestir að stærð. Herlög eru látin ^ilda í Spáni vegna almenns verkfalls. l»að var Tatoi-höllin í Aþenuborg, sem brann. — — Þjóðverjar hafa lagt hald á alt togleður af hjól- hestahringum í öllu þýzka ríkinu. Kaupm.höfn, 18. júlí. Kússar sækja fram fyrir suðvestan Luzk og hafa tekið 13 þús. fanga. Rússar sækja og á á hei - líuuuui hiá Kiga. Bandamenn auka stór- skotahríð sina á vestur- vígstððvunum. — 300 lík sjóliðsmanna hafa rekið á land á Norð- urlöndum. Metznikoff er látinu. Er(. símfregnir Opinber tilkynning frá brezku utan- ríkisstjórninni í Londoo. London, ódagsett. Eftirfarandi skeyti hefir komið fá aBal- stbðvunum i Frakklandi, dags 14. júli. Það er nú unt að segja nákvæntar frá orustunni sem hófst snemma i morgun. Eftir ákafa stórskotahríð var áhlaup gert kl. 3,25 i morgun. Óvinirnir voru reknir úr skotgrðfunum á allri árásarlínunni og vér tókum marga fanga. Áköf orusta hef- ir staðið i alian dag og höfum vér stöð- ugt unnið nokkuð á. Vér höfum nú á voru valdi aðra varnarlinu Þjóðverja milli Ba- zentin le Petit þorpsíns og Longueval- þorpsins, að báðum stöðum meðtöldum, og allan Trouer-skóginn. í þeim skógi komum vér flokk úr Royal West Kent her- deildinni til hjálþar. Hafði sá fiokkurorð- ið viðskila við aðallinuna i bardögunum ný- lega, og var alveg umkringdur af Þjóð- verjum. Þeir stóðust samt árásir Þjóð- verja i 48 klukkustundir í norðurhluta skög- arins. Þjóðverjar gerðu tvö grimmileg á- hlaup, sem mishepnuðust með öllu. Síðar gerðu þeir eitt áhlaupið enn og þeim tókst að ná þorpinu Bazentin le Petit en fót- göngulið vort rak þá þaðan aftur að vörmu spori. Alt þorpið er á voru valdi London ódagsett. Vér höldum áfram að vinna á á herlinu vorri. Á einum stað höfum vér hrundið óvinunum yfir i þriðju varnarlinu Þjóðverja, sem er rúmlega 4 mílur fyrir aftan fyrstu linu þeirra, sem| var hjá Fricourt og Mametz. Síðustu 24 klukkutima höfum' vér tekið rúmlega 2000 fanga, þar á mcðal einn hershöfðingja þriðju lifvarðarsveitarinnar. Alls höfum vér tekið rúmlega 10 þús. fanga síðan orustan hófst. Vér höfum og náð miklum birgðum af allskonar hergögnum. London, 18. júlí. Hersveitir vorar hafa unnið enn fleiri þýðingarmikla sigra. Norðvestur af Bazen- tin le Petit-skógi gerðum vér áhlaup á aðra varnarlínu Þjóðverja og tókum hana á 1500 metra lángu svæði. Fjöldi fallinna Þjóðverja var á þessu svæði og ber það vott um hið mikla manntjón, sem þeir hafa beðið siðan vér hófum sóknina. Austan við Longueval höfum vér stækk- að skarð það, er vér höfum höggvið i aðra varnarhnu Þjóðverja, með þvi að ná á vort vald hinum ramlega víggirtu stöðvum hjá Waterlot bænum. í vinstra herarmi vorum, i Ovillers La Boiselle hefir staðið látlaus höggorusta sið- an 7. júli. Þar höfum vér nú tekið leif- arnar af hinum sterkustu vigstfiðvum óvin- anna. Handtókum vér þar 2 liðsforingja og 124 hermenn úr lifvarðarsveitinni. Voru það leifar hins hrausta setuiiðs Þjdðverja þar og er nú ait þorpið á voru valdi. Skjöl, sem komist hafa i vorar hendur, sanna það, að Þjóðverjar hafa beðið mikið manntjón i siðustu viðureigninni. Þar er meðal annars sagt að ein „hersveit (com- pany) hafi niist alla sina menn nema einn liðsforingja og 12 liðsmenn og séu þeir svo að þrotum komnír að þeim sé eigi meira ætlandi*. Önnur hersveit >eralger- lega óvigfær; þeir sem eftir lifa eru svs aðfram komnir að þeir geta ekki barist lengur; ef stórfkotahrfðinni léttir ekki verður hersveitin briðlega upprætt: það er nauðsynlegt að henni sé bjargað*. í einu herfylkl »eru nú sem stendur 3 liðs- foringjar, 2 undirliðsforingjar og 19 liðs- menn.c Jarðarför Jóns Ólafssonar fer fram í dag. HúskveÖju flytur síra Eiríkur Brietn prófessor, en í kirkjunni talar síra Bjarni Jónsson. Haraldur Nielsson prófessor dvelst þessa dagana á Akureyri og hefir bæði prédikað þar og flutt ýms erindi — jafnan við svo mikla aðsókn, að marg- ir1 verða frá að hverfa. Skaftfellingaför. 1 kynnisför þeirri, sem um er getið / síðasta blaði, að 3 Skaftfellingar sóu í för kringum landið eru þessir: Hjalti Jónsson frá Hoffelli í Hornafirði, Þorbergur Þorleifsson frá Hólum í Hornafirði og Sigurður Jóiis- son frá StafafelH í Lóni. Alt ungir menn er stunda búskap. Til síldveiðanna norðanlands eru allir sunnlenzku botnvörpungarnir nú farnir — bvo dauft er nú á Reykja- víkurhöfn eftir múkinn, er allur flot- inn Iá þar í sinni dýrð. Margir stórir vólbátar eru einnig farnir nórður á síldveiðar. Skógræktin. ¦ / ReyMavikar-anpáii. V'örufiutningaskip til Vesturheims- farar hefi» landstjórnim leigt, seglskip 1500 smál. að stærð, og á að greiða fyrir það 65000 kr. leigu á mánuði. Skipið heitir Bisp. Skípafregn. Goðafoss er kominn til Khafnar. I s 1 a n d kom þangað um miðjan mánuð og á að fara þaðan aftur á fimtudag. B 01 n i a fór héðan í gær. Farþegar: Mn Irwin, Frithjof Nielssen umboðs- sali, sr. Páll Sigurðsson, ungfrú Sigr. Bjórnsdóttir (Jenssonar). Skipið flutti og 125 hesta til Danmerkur. Leiðrétting. í ísafold, tölublað 21, júni, hefir G. Daviðsson skrifað grein »Skóg- ræktarpistillt. Ósvífni hans og heimsku ætti eg ekki að víkja að, því eins og e% hefi sagt honum áður, veit eg hversvegna hann kemur fram þannig, og þar að auki er nú venju- lega svo, að því minni gaum, sem menn gefa að götustráki, sem er að æpa eftir þeim, þess fljótara hættir hann. En grein hans gefur mér tækifæri til að taka fram sitthvað skógræktinni viðvíkjandi, sem tnig iangar til að tala um. Það er nú fyrst skóghögg á Þing- völlum. Eg efast ekki um, að illa sé ennþá farið með skógana, að því er snertir högg, á allmörgum stöð- um, en skógræktarmennirnir eru of fáir til að þeir geti haft eftirlit al- staðar. Alt er undir því komið, hvott hreppstjórar vilja gera skyldu sina og skýra skógræktarstjórninni frá þvi, þegar þeir hafa gengið úr skugga um, að menn höggva skóginn á ólöglegan hátt. Að eins einn hiepp stjóri,í Borgarhreppi í Mýrasýslu heör hingað til gert svo. Þar hafði eg eftirlit í fyrra, og mál reis út af því, sem lauk svo, að hlutaðeigendur fengu viðvörun. Þetta ár hafði eg gert ráð fyrir að hafa eftirlit í Arnessýslu, þar á meðal í Þingvallasveitinni. Svo er mál með vexti, að eg hefi reynt áður að rarmsaka Þingvallasveitina í því skyrú. Menn hefa oft tekið það fram við mig, að sé einkum frá prestssetrinu höggvið allmikið ár hvert, en prest- urinn sagði mér að hann vissi ekki hvar viðurinn hafði verið tekinn og að maðurinn sem var vanur að höggva væri ekki viðstaddur þá. Eg fór samt um nokkurn hluta hins víð- lenda skógsvæðis, en gat ekki fundið neitt sérstaklegt. Þó hafði hingað og þangað verið höggvið smárjóður. Sjötta júní í ár gáði eg að girð- ingunum á ÞingvöHum, þær voru þá í góðu lagi. Aðeins var hliðið i elztu girðingunni skemt, en eg gerði við það svo, að skepnur gátu ekki komist að. Þann 25. júní bað eg prestinn að gera við hliðið, en þegar eg kom þangað 9. júlí hafði ekkert verið gert, en hliðið var þá brotið í sundur. Þá bað eg hótelstjórann að gera við það. Plönturnar voru samt óskemdar. í vor fór eg þess á leit við tvær sýslunefndir að ráða í þjónustu sína 2 fasta starfsmenn til að hafa með höndum skógarhögg það, er fer fram árlega i sýslunni. Sýslunefndin. í Arnessýslu svaraði mjög svo kurteis- lega, að henni fyndist hugmyndin góð, en fyrst um sinn myndi hún ekki vilja taka beinlinis þátt i þvi, heldur óskaði þess, að skógræktar- stjórinn sæi um að ráða mennina, og að þeir yrðu launaðir að nokkru af þeim sem létu höggva, en að nokkru tir landssjóði. En sýslunefudin í Mýrasýslu svar- aði blátt áfram án frekari skýringa, að hún sæi sér ekki fært að verða við málaleitun skógræktarstjóra. Þetta er auðvitað hið hægasta, að skjóta frá sér öllu, sem getur valdið óþægindum, en ilt fyrjr mál, sem þarf að fá stuðning, einkum af hálfu sýslunefnda, til þess að ná framför- um. Þar sem kvörtun yfir að menn fæiu illa með skóginn, fyrst kom þaðan, og þessi sýsla er hin skóg- auðugasta á landinu, (4000 vallardagsl. af skóglendi) hefði e^ ekki búist við slíku svari. Þá er nd flutningurinn. Eg efast stórlega um, að sá skógarvörður, sem nefndur er í grein G. Davíðssonar mundi vilja játa að hann segðiafsér stöðu sinni vegna þess, að hann varð að vinna við flutninga. Hver mað- ur sem vill sjá, mun vera ljóst, að hér er um mikilsvert st.nrf að ræða. Skóglendið þar, sem er hið bezta 04 viðlendasta, liggur alt of langt frá fjölbygðri sveit. Ef við getum ekki hagnýtt okkur það með því að fleyta niður viðnum þá er yfirleitt ókleift að rækta þar skóg í stórum stíl. Viðurinn, um 140 hestar, sem var settur í ána í fyrra, var að mestu leyti tekinn á land í Skeiðum við Útriða og seldur þar. Nokkur hluti af honum kom niður að Kiðjabergi og var seinna bjargað þar. í ár voru settir i ána við Laugar- vatnshóla 300 hestb., 950 baggar. Af þeim hafa 870 verið teknir á land við Skálholt, við Útriða og Fjall á Skeiðum, en hinn hluti viðarins við Kiðjabergsferjuna fyrir snnnan ána. Þar er fyrirætlað að selja hann i ágúst. Heldur vel hefir farið fyrir okkur að fleyta, enda þótt vér höf- um ennþá litla reynslu, talsvert greiðara hefði það samt gengið, ef þeir sem eg gerði samninga við um flutning á viðnum niður að Hóli, hefðu haldið samninginn, svo að við hefðum verið færir um að byrja flutningana 15. maí eins og jeg hafði gert ráð fyrir. Tvisvar (tvö ár) hefir samningurinn verið rofinn. Ef hann er ekki haldinn í þriðja skifti þá mundi vera bezt að taka burt girð- inguna í þvi skóglendi og snúa sér til annarra manna. A. F. Koýocd-Hansen. Míólkurfélag Reykjavíkur heldur fund i Bárubiið sunnudaginn 30. júlí iú. 4 síðd. Atíðandi að félagar sæki fundinn. —*— Bændur svara. Veltiár. — DýrtiO. Eftir sira Magnús Bl. Jðnsson i Vallanesi. •Varðar mest til allra orða, að undirstaða rétt sé fundin. Það hefir orðið umtal, eigi all- lítið um veltiár annars vegar og dýr- tíð hins vegar hér á landi, stafandi af heimstyrjöldinni. Umtal þetta hófst fyrir alvoru á alþingi 191S, með tilraun bjargráðanefndar, til að hefta að nokkrn leyti útflutning á neyzluvörum, framleiddum í landinu, og frumvarpi sörnil nefndar um út- flutningsgjald. Hvorttveggja þetta er felt í þinginu. Þetta hefði ekki vakið neina sér- lega eftirtekt í landinu, befði að eins verið frá þvi sagt, sem öðrum þing- fregnum. Og svo aftur, á sínum tíma, skýrt frá því, hvernig sam- komulag náðist um þetta mál. En þetta er ekki látið nægja. Sum blöðin hefja þegar harðvítugar árásir á bændur á þingi, út af þessu. Tala um, og marg-endurtaka »bænda- valdiðc á þingi, stéttar-hagsmuna- pólitík, stórgróða bænda, þeim að þakkarlausu og fleira þess háttar. Yfir höfuð liggja þingbændum, og þar með landbdnaðarmönnum yfir- leitt, all-þungt á hálsi fyrir fram- komu og hugsunarhátt. Og svo er þessu aftur svarað af ýmsum málsmetandi mönnum. Mörg svörin eru góð, og á þeim talsvert að græða, til upplýsingar landbúnað- inum, og hag þeirra, er hann stunda. En í engri af þessum svar-greinnm bænda, er »ísafold< svo nefnir, hef eg séð það skýrt fram sett, hver þessi gróði landbúnaðarins er, af styrjöldinni. Hve miklu betur hagur bænda stóð 1915, heldur en t. d. 1913 og 1914. Þetta er þó sannarlega undirstaðan. Mergurinn málsins. Sé mismunur- inn mjög mikill frá venjulegu, all- sæmilegu árferði, þá standa þeir, sem skattgilda vildu stórgróðann, þeim mun betur að vígi, sem hann er meiri. Sé hann tiltölulega smár, verður hið gagnstæð? ofan á. Og áður en lagður var ákveðinn dóm- ur á framkomu þingbænda, eða landbúnaðarmanna, yfirleitt í land- inu, sem flestir munu hafa fylgt þeim að máli, er það varð kunnugt út um land, virðist mér, að ástæða hefði verið til, að rannsaka, hversu mikill þessi gróði landbúnaðarins var. Og fella svo dóm bygðan á rökum. í stað slikrar rannsóknar er talað um þakkarlausan stórgróða bænda annars vegar, og skort þeirr* á fórn- fýsi og hluttekningu hins, vegar við bágstadda samþegna, sem líði að ósekju skort sprottinn af sömu rót^ sem gróði bændanna. En stórgróði, og stórgróði. Það er óákveðin stærð. Hvað er stórgróði? Hann er til 1915 og þvi tjáir ekki að segja, að þeir fari með ósatt mál, er um hann tala. En hve almennur er hannf Það er annað mál. Hér er farið með hálfsagða sögu, hálfan sannleik. En gefið út sem heil saga, fnllur sann- leikur. Báðir hafa hér nokkuð fyrir sér; þeir sem tala um stórgróða, og þeir, sem telja gróðann smáræði. Þeirlíta að eins á sína hliðina hvorir. Hvort- tveggja er til. Og auk þess er tii hið þriðja. Það eru til landbú, og: þau ekki svo fá yfir landið, sem biða skaða af völdum styrjaldarinn- ar. Hvar er þá hið rétta i máli þessu f Til þess að finna það, má hvorki ein.blina á það mesta, né minsta, heldur athuga, hvort landbiinaður- inn yfirleitt hefir grætt, og sé svo, þá hve mikið. Eg vil nii leyfa mér að benda á að- ferð til þessa, og leitast við að sýna mismuninn á hagnaðinum í árslok 1914 og 1915. Sé gengið út frá manntali því,. sem Sveinn alþm. Björnsson gefor upp í þingræðu sinni 31, ágúst

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.