Ísafold - 22.07.1916, Blaðsíða 1

Ísafold - 22.07.1916, Blaðsíða 1
p Kemur út tvisvar í viku. Verð árg. 5 kr., erlendis kr. eða 2 dollar;borg- ist fyrir miðjan júlí erlendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. Zi XLIII. árg. Reykjavík, laugardaginn 22. júlí 1916. Uppsögn (skrlfl. bundln við áramót, er ógild nema kom- In só til útgefanda fyrlr 1. oktbr. og só kaupandl skuld- laus vlð blaðlð. 54. tölublað . A1 þýOufél.bókasatn Templar»ð. 3 kl. 7—B . Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 11—8 Bæjarfógefcaskrifatofan opin v. d. 10—2 og 4f-7 Bæjargjaldkerinn Lanfásv. B kl. 12—B og t—7 íslandsbanki opinn 10—4. &.F.U.M. Lestrar-og skrifstofa 8árd.—10 biöd. Alm. fundir fid. og sd. 81/* sibd. Landakotskirkja. Guðsþj. 9 og 6 á helgum Landakotsspítali f. sjákravitj. 11—1. Landsbankinn 10—3. Bankastj. 10—12. Landsbókasafn 12—3 og 5—8. Útlán 1—3 Landsbúnabarfélagsskrifstofan opin frá 12—2 Landsféhirbir 10—2 og 5—8. Landsskjalasafnib hvern virkan dag kl. 12—2 Landssiminn opinn daglangt (8—9) virka óags helgtt daga 10—12 og 4—7. ; Listasafnib opib hvern dag kl. 12—2 Náttúrugripasaínib opib l1/*—2l/a á sunnud. Pósthúsib opib virka d. 9—7, sunnud. 9—1. Samábyrgb Islands 12—2 og 4—8 Stjórnarráósskrifstofurnar opnar 10—4 dagl. Talsími Reykjavikur Pósth 3 opinn 8—12. Ylfilstaöahæliö. Heimsóknartimi 12—1 Þ’jóbmenjasafnib opih hvern dag 12—2. Vandaðastar og ódýrastar Líkkistur seljum við undirritaðir. Kistur fyíirliggjandi af ýmsri gerö. Steingr. Guðmundss. Amtm.stíg 4. Tryggvi Arnason Njálsg. 9. inrrixnxK!rmn>Tiiin 2 Kiæðaverzlun h \ H. Andersen & Sön. 2 5 Aðalstr. 16. \ ■< Stofnsett 1888. Simi 32. 2 Hæst verð greiðir kjötverzlun E. Milners, Laugavegi 20 B, tyrir nautgripi, eldri og yDgri, einnig kálfa. Borgað samstundis. mennirnir, sem, ef þeir hefðu mátt ráða, hefðu einnig haft aj oss svo mikilvægt sjálfstæðisatriði og Jána Islands. Það er kyndugur skilningur j)ess- ara þversum-herra á því að berjast fyrir sjálfstæði landsins, ef það er í því fólgið, að búa banaráð tveim veioamestu sjilfstaðismdlum síðustu ára. Á sömu bék lærð er og pjóðrceðis- mælgi þeirra. Þeir vita ósköp vel, að svo mikiu mestur hluti þjóðar- innar er þeim andvígur i athæfi þeirra frá í fyrra. Og þar sem þeir halda enn áfram i sömu forherðing- unni, þá þarf mikla djörfung hjá þeim til að taka sér i munn »þjóð- ræðis<-ástarorð. Og um þriðja glamuryrðið, »frjáls- lyndið«, er það að segja, að vér þekkjum naumast nokkurn Islending, sem eigi pykist »frjáislyndurc, og ekki heldur neinn flokk manna, er sýnt hefir sig bæði í ræðum og riti síður eiga til »frjálslyndi« en þversum- menu. Síðastur vottur þeirra sann- inda er hið, — já, vér finnum eigi annað orð —, tuddalega atferli þeirra »Lands«-ráðamanna út af brezka samkomuláginu. Svo »frjálslyndir« eru þeir að %eta ekki viðurkent unnið landsheillaverk, af því þeir eru and- vígir þeirri stjórn, sem það hefir afrekað, heldur nota það mál, sem hvarvetna annarsstaðar mundi að sjálf- sögðu Jhaldið ojan við flokkadeiiur, til þes's að tortryggja — með röng- um rökum og ósönnum skýrslum — Iandsstjórnina og reyna þar með að stofna til óþarfa æsinga með þjóð- inni í einhverju viðkvæmasta máli út d við, sem enn hefir á döfinni verið með oss á þessum hættumiklu ófriðartímum. Þannig er nú — rétt lýst — farið sjálfstæðis-, þjóðræðis- og frjálslyndis- stefnu þessarra góðu manna I u þar eru fötin sanmnð flest \ þar ern fataefnin bezt. fajTT I'X 1 ITPUgJLULUL 1 f 1IJ filamuryrði — getuleysi. rversumspjallið nýjasta. Þeir hafa, »þversum«-broddarnir, af sér fætt og frá sér sent nú með póstum eitt meiri háttar »ávarp til sjáljstaðiskjósenda «. Eins og titt er úr því sauðahúsi skortir ekki °lamrið. Af því eru jafnan öll »þversum«-rúm full. En mikið má vera, ef þjóðin er ekki larin að þreytast á þeirri kjarnlausu fæðu og þrá eitthvað hollara og undirstöðubetra. Orðagjálfur, sem svo ekkert annað fer á eftir en sífelt getu- og framkvæmdaleysi — það veitir ekki traust til lengdar. Skulu nú gaspuryrði »ávarpsins« lítið eitt athuguð. Þeir kveða markmið »þversum«- stefnunnar vera: »sjálfstæði landsins, þjóðræði og frjá!slyndi«. FÖgur orð ! En fara engum ver en »þversum«-broddunum ! Hverir hugsuðu minnaum *sjálfstœði landsins« í fyrra en þeir mennirnir, sem af alefli spvrntu móti því, að vér hlytum stjórnarskrána, sem í sér felur ýms mikilvæg sjálfstæðis-aukn- ingaratriði oss til handa, og þeir í »ávarpinu« tala þeir ennfremur um »óheillasundrung þá, sem nokkrir menn gerðu í flokki vorum á síð- asta þingi, er þeir tóku höndum saman við mótstöðumenn vora, minnihlutann, og ekki að eins með því gerðu þau spjöll á mikilvægasta atriði sérmálaréttinda vorra, sem al- þjóð er kunnugt, heldur stofnuðu i háska þingræði vorú, sem ekki leyfir, að meirihluti alþingis sé gerður að minnihluta, án þess kjósendur hafi fengið tækifæri til að láta í ljós neina breyting á fylgi sínu«. Um »óheilla-sundrunguna«, sem þeir tala um, er það að segja, að »alþjóð er kunnugt*, að sundrungin í Sjálfstæðisflokknum stafaði af því einu, að »þversum«-menn á þingi vildu brjóta í báo við vilja Sjálfstæðis- flokksins i landinu með því að drepa stjórnarskrá 0% Jána, enda þótt fyrirvara-skilyrðunum öllum vxri Jull- nagt. Enginn vafi er á pvi, að allur þorri sjálfstæðiskjósenda í landinu mundi eindregið hafa játt því að taka stjórnarskránni — með skilyrðunum frá 19. júní — ef undir þá hefði verið borið. Óánægja með þær gerðir ráðherra hefir hvcrqi heyrst í landinu, nema , úr munni þversum- Tilkynning Nýjar vörubirgðir eru nú komnar til V. B. 7i. af flestum nú fáanlegum Vefttaðarvörum, í fjölbreyttu úrvali. Vegna timanlegra innkaupa getur verzlunin boðið viðskiftamönnnm sin- um þau beztu kaup sem völ verður 4 í ár. Ennfremur hefir verzlunin: Papp og ritftíng, Sólaleður og skósmíðavörur. Vandaðar vörur. Ódýrar vörur. Verzlunin Björn Kristjánsson, Reykjavík. Bókhaldari. Æíður bókhaldari getur fengið góða stöðu hér i bæn- um á komandi hausti. Tilboð með launakrötu merkt: »Æfður bókhaldari* sendist sem fyrst á skrifstotu þessa blaðs. forsprakkanna á þingi og í »Landin u « Svo að »óheilla-sundrungin«, sem þeir tala um, mun í alþjóðar augum nefnast öðru nafni: pjóðheillaverk. Um hina undarlegu »þversum«- speki viðvikjandi meirihluta, sem gerður hafi verið að minnihluta, skulum vér fátt segja, annað en það, að oss þykir hún koma úr hörðustq átt úr munni og penna t. d. Bjarna frá Vogi, sbr. sparkframkomu hans á þingi 1911. Og undir þessa speki eiga svo aðrir sparkliðar, sem vitan- lega eru aðal-stofninn i »þversum«- menskunni, að undirskrifa! Sú frámunalega bírajni, sem fyrv. sparkliðar og núverandi þversum- menn bera á borð fyrir kjósendur landsins! Þó kastar nú bírajnin fyrst tólf- unum, er »þversum«-broddarnir i »ávarpi« sínu fara að »lokka« kven- fólkið til fylgis við sig. • Sú bíræfni er um leið hrein móðqun við alla kvenkjósendur pessa lands. Því hún gerir nánast ráð fyrir þeim sem skyni skropnum skepnum, en ekki verum með viti. Þeir leyfa sér að bera það á borð fyrir kvenþjóð þessa lands, að það sé »einqönqu jyrir baráttu oq atjylqi vort« (þversum- manna), að hún (kvenþjóðin) hafi fengið kosningarrétt! Þetta bera menn þessir blákalt fram, þótt hver einasti kvenmaður, jafnt sem karlmaður, á öfiu landinu, sem kominn er til vits og ára, viti, að »þversum«manna barátta oq aijylqi eingöngu stefndi að því, að eyðileqqja það, að stjórnarskráin yrði samþykt, og þar með, að eyðileggja þaB, af- stýra þvi, að kvenþjóðin ætti at- kvæðisrétt við kosningar þær, er fara i hönd! Einna skýrasta sönnunin fyrir bi- ræfni þversum-broddanna og bezta raunverulega myndin af blygðunar- ieysi þeirra í þessu efni er það, að peir (þversum-menn) telja 19. júní 1919 óheilladaq fyrir ísland, en kon- ur þessa lands sinn mesta heilladag, er þær hafa minst og ætla að minn- ast árlega með viðhöfn og fögnuðil- Nei —- hvað þýðir það, þótt menn gaspri mjög i orði um kvenréttindi, eins og ýmsir þversum-menn hafa gert, þegar alt lendir í neikvæðum, sérvizkugraut og andhælisskap þegar kemur til jramkvamdanna á borði. En þetta er nú þeirra sífeldi Akkillesarhæll, sem ekki yfirgefur þann flokk, meðan þeir ráða mestu, sem nú eru auðsjáanlegir forráða- menu hans. Undir þessu »ávarpi« stendur: »í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins« — á auðvitað að vera »miðstjórn þversum-flokksins® eða »miðstjórn »Lands«-ráðamanna«. Og nöfnin eru: Sig. Eggerz, Kristinn Daníels- son, Björn Kristjánsson, Páll H. Gíslason, Bjarni Jónsson frá Vogi. Eins og vér jafnan höfum furðað oss á því, að Kristinn Danielssoti skyldi nokkurntíma lenda á »þversum«- sveifina — svo leitt teljum vér að sjá nafn hans undir þessu furðulega og fáránlega »ávarpi«. Því að hann á í raun og veru ekki heima í þess- um félagsskap, svo mætur maður, sem hann er ella. Með þessum »ávarps«formála biðla þeir Þversum-menn til atkvæða-þjóð- arinnar á lista sinn 5. ágúst. Bláþræðirnir í »ávarpinu« eru þeg- ar raktir. Sjálfan listann skai þvínæst minst á lítilsháttar. Hið hæsta, sem þver^im-menn með nokkuru móti hafa — i sinni mestu tröllatrú, getað hugsað sér að vinna við landskosningarnar — er að koma að efsta manninum — þ. e. br. Siqurði Egqerz. Honum hafa þeir tylt efstum, af því að hann í ríkisráði 30. nóv. 1914, neitaði að ganga að þeim skil- málum fyrir stjórnarskrár-staðfesting- unni, sem Heimastjórnarmenn vildu láta sér nægja, en fóru að voru áliti í bága við sérmálaréttindi landsins og þar af leiðandi, vilja Sjálfstæðis- flokksins. Þeir búast sennilega við þvi, að hr. S. E. geti enn lifað á því lofi, sem hann fekk þá, hjá Sjálfstæðis- flokkuum óskiftum. En þeir hafa ekki gætt þess, að svo réttmætur sem málstaður S. E. var þá og lofsverður, svo óréttmæt og vítaverð var aðstaða hans gagn- vart þeim úrslitabreytingum, er á skilmálunum fengust í utanför þri- menninganna. Hefði hr. S. E. þá kunnað sér hóf og sætt sig við, að aðrir komu því fram, sem hann ekki hafði áorkað þá hefði aðstaða hans verið dálítið önnur nú. , En það sýndi sig, sem sumir voru hræddir um í upphafi, að stjórnmála- mannsboginn hans var of veikur og brast — á persónuleqri hégómagirni. Hún hefir og til þess orðið, að hinn upphaflega lipri og liðtæki þingmaður, sem í honum bjó, er orð- inn að verkfæri í höndum honum verri manna — til allskonar hermd- arverka, er hann áður meir hefði aídrei léð nafn sitt til. Stjórnmálaforingi hefir hr. S. E. ekki reynst — og að vera blásinn út, eins og »þversum«-menn hafa gert við hann — mun honum til litils sóma. Það gefur bara mikinn vind á endanum — þegar ----------■. Það er ekki þar fyrir, að það er ósköp sérkennilegt fyrir þá »þvers- um«-menn að hafa sér að merki á landslista sinum mann, sem gat »bara neitað*, en brast hyggindi og lag til að gera meira eðá jafnvel láta sér lynda, að aðrir gerðu eitthvað meira þ. e. bygðu upp. Þeir, sem þeirri stefnu fylgja, að neita, bara neita, og rifa niður, þeir sem dýrka y>pránd í götu« —í þjóð- málum vorum •— þeir eiga að kjósa »Lands«-ráðamannalistann merktan B, með sjálfum »þversum«-stólpan- um sí-neitandi og getandi ekki annað — í broddi þrotamanna-fylkingar- innar! Aðrir ekkil ,Landið‘ segir að eg sé að leita mér fylgis (liklega til alþingiskosninga) á þess- um stöðum: 1. i Barðastrandarsýslu, 2. í Mýrasýslu, 3. í Borgarfjarðarsýslu, 4. í Gullbringu- og Kjósar-sýslu. Eg hefi ekki sjálfur, og mér vitan- lega enginn fyrir mína hönd, minst

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.