Ísafold - 22.07.1916, Blaðsíða 2

Ísafold - 22.07.1916, Blaðsíða 2
ISAFOLD á það beinlinis eða óbeinlínis við einn einasta mann í nokkru þessara kjördæma, að styðja mig til alþingis- kosninga. Það er því ekki snefill af sannleika bak við þetta greinar- korn í »Landinu«. Slíkt er að vísu ekki óvenjulegt úr þeirri átt. En vel væri það gert af blaðinu að segja frá, á hverju það byggir greinar- kornið. Annars lítur það út eins og blaðið hafi loqið sögunni Jrá rðt- um. Sveinn Björnsson. » Lands"-ráð. Það varð manni einum, hlutlaus- nm alveg í flokkadeilum, að orði eftir lestur seinasta blaðs Björns Kristjánssonar og félaga hans, að hann hefði eigi fyr séð blað svo gagnsýrt af samvizkulausum tilraun- um til þess að >blekkja alpýðuz, skákandi á því skjóUnu, að eigi yrði hægt fyrir landskosningar að reka ofan í það ósannindin og svivirðing- arnar hjá alþýðu manna út um landið. Svo viðbjóðslega lítilmótlegur ósannindahylur og blekkingavefur sem Landsráðamennirnir þar hafa boðið almenningi er líka, sem betur fer, fátíður i íslenzkri blaðamensku. Hið þjóð-fjandsamlegasta af öllu draslinu, sem hrúgað hefir verið í þetta siðasta þversum-fóstur er samt hið ábyrgðarlausa fleipurshjal þeirra »Lands«-ráðamanna um samkomulag- ið brezka. Þeim dettur ekki í hug að virða nokkurs þjóðarheill í þvi máli. Alblindaðir af ofstæki láta þeir það eitt ráða gerðum sínum, að þeir gera sér von um, að þeim takist máske að þyrla svo ryki upp í augu þeirra, sem lítt eru málavöxtum kunnir, þess hluta kjósenda, sem al- drei hugsar, að þeir trúi á hin þjösna- legu angurgapa-yrði um, að lands- stjórnin hafi verið, með brezka sam- komulaginu, að hafa af þjóðinni »tuqi miljðnat — og þeir halda, að þessi staðleysu-ósannindi geti verk- að í svip á tortrygnis-fullar pynqju- sdlir i landinu. Hið viðkvæmasta utanríkismál eru þeir nógu samvizkulausir til að víla ekki fyrir sér að gera að blindu æs- ingamáli af sinni hálfu — í ofsókn- arskyni á hendur landsstjórninni. Hvergi á bygðu bóli menningar- þjóða — mundi slík örþrifaráða- fíflska vetða til annars en sannfæra þjóðina um getuleysi þeirra, er að henni standa til að fást af nokkuru viti og hófi við landsrnal. Og hver er svo hinn siðferðislegi aðal-ábyrgðarmaður þessa þjóðhættu- lega hjals? Enginn annar en sjálfur fram- kvæmdastjóri hins íslenzka þjóð- bankal Ef þjóðin eigi sér hvílikt spillingar- fen það er, sem hann og þeir >Lands«- ráðamennirnir aðrir eru nú soknir i — er þeir fremja slíkt atferli — þá eru siðferðishugmyndirnar orðnar skritnar vor á meðal. Hrakningur Flóru. í fyrradag barst stjórnarráðinu sím- skeyti frá erindreka þess í Lundún- um, hr. Birni Sigurðssyni, þess efnis, að Flóru-skipstjórinn hefði neitað að fara beint til íslands með farþegana og hefði þá skipinu verið skipað að fara til Leith og skipa þar á land farmi og farþegum. Mundu svo brezk stjórnarvöld sjáfar þegunum fyr- ir fararbeina til Islands við fyrstu hentugleika. Nd mun því Flóra liggja ¥ Leith og sennilega munu farþegarnir korn- ast heim með Goðafossi eða öllu heldur íslandi, sem kemur til Leith annað kvöld eða svo. Það eru meiri biisifjarnar, sem þeir hafa þegar orðið fyrir, en verður vitanlega bætt tjón þeirra af hinni brezku stjórn. Ekki er það rétt, sem talið hefir verið, að farþegar á Flóru séu um 300, heldur eru þeir aðeins um 100, samkvæmt símskeyti, er G. Björnson landlæknir hefir sent stjórnarráðinu. Deilum svarað og vísaö til vegar. Eftir sira Jónmund Halldórsson. Þegar eg las greinina Guðmundar i ísafold 12. jan. síðastl., duttu mér í hug þessi orð, er Sevs er látinn segja um Timon mannhatara: Hver er þessi, sem er að garga þarna í í Fljótum undir Illviðrahnúk, allur saman útataður og ótótlegur og klæddur horbjórsstakk ? Hann er held eg að pæla upp jörðina og bograr; hann er óðamála og frekju- fullur og svifist einkis. Eg hefi verið langþögull við ádeil- um Guðmundar og sveina hans í blöðunum og átti hann að geta skil- ið, að mér gekk gott til, að eigi væri leugur anað út i ófæruna. En Guðmundur gefur þá yfirlýs- ingu, að hann muni framvegis ganga ótrauður að því nauðsynjastarfi, er hann álitur, að ausa mig óhróðri í blöðunum, og skrifar þannig, að öll- um er kunna að stilla skap sitt til hófs, hlýtur að blöskra. Og hann leyfir sér að fara það langt, að birta lesendum þá hugspiltu skoðun sína, að hanu gegni erindi meistarans með því, að flækja og óhreinka það mál- efni í blöðunum, er langsamlega var búið að ^fcrða honum sjá'.fum til minkunar heima i héraði. Mig eltir hann á röndum — fer með raka- lausar aðdróttanir að embættisbræðr- um minum — og knéseíur mikils- virðan öldung í prestastétt landsins og ber það fyrir sig, að Kristur hafi haldið þrumnræðu á Gyðingalandi. Þó ekki sé tekin til greina hin ólika og mismunandi skoðun á þeirri þrumuræðu — sem greinarhöfundi er vísast ókunn — reka allir, er Guðmund þekkja, augun í hina af- káralegu ógætni hans í slíkum sam- anburði, er gengur guðlasti uæst. Og Guðmundur virðist algjörlega loka augunum fyrir því, hvílíku eitri og ólyfjan hann veitir inn í þjóðlífið með svona skrifum og miklast stór- lætislega yfír því, að þannig meqi hann tala og skrija. En einnig þar kerriur í ljós ein af þessum háska- legu hugsunarvillum mannsins. Hann vill hreinsa illgresið úr akri presta- stéttarinnar og til þess notar hann, að eigin sögn, ljósfælið slúður í sveitinni sinni og . viðbjóðslegar skammir í blöðunum. Þetta er hrein ófæra. Þvi að þó hann virðist ekki hafa hugmynd um það, að meistar- inn sjálfur í einni af dæmisögum sínum, leggur áherzlu á að gætt sé allrar varáðar við uppræting illgres- is — þá er honum engin vorkunn, að hafa þá heilbrigða hugsun og svo mikla þekkingu, að vita, að á bak við slíkt nauðsynjastarf í lífi þjóð- anna verða að standa andleg mikil- menni. Farísearnir, er hann fer svo hörðum orðum um — mér auðvit- að að meinalausu — voru Guðmundi hygnari í þessu efni — þeir vildu ekki kasta steininum. Það gagnar ekkert til að réttlæta slíka aðferð þó að svo ógiftusamlega kynni til að takast, að sanna mætti óþverrann með framburði einhverra manna eða með einhverjum ráðum ejtir að búið er að slá honum fram sjálfum sér til vansæmdar. Menn verða að ábyrgj- ast slíkt með lífi sínu — góðu, grandvöru liferni. Og þegar and- stæðingar eiga í hlut, verða menn, auk þess að vera göfug mikilmenni, svo að framkvæmd öll og framsetn- ing fái eigi blæ af ofsóknum og hatri; því séu menn það ekki, er svo hætt við, að alt þetta fyrirhafn- armikla, óhreina starf, verði þeim til aukins tjóns og bölvunar, sem fyrir þvi verður, hinum, er sjá og heyra til sársauka og til skapraunar — og manninum sjálfum, er verkið vinnur til lítilsvirðingar og skemdar. Eg haíði eigi ætlað mér að fara i neinar blaðadeilur um málefni okkar Fljótamanna. Hitt hafði eg hugsað mér, úr því svo giftusamlega tókst til, að eg komst hingað, að svara öllum áburði Guðmundar og sveina hans með prestsstörfum minum og manns- hegðan hér eystra. Og eg átti og á — eins og eg síðar skal sanna — fylstu lagalega og siðferðislega kröfu til þess að mega snúa mér að því ætlunarverki mínu óáreittur. Hitt var mér einnig jafn heimilt og aígjörlega á valdi minu og sóknar- barna minna hér — að láta öllum óhróðri ósvarað í blöðunum. En þungbært var það, og nú hefir Guð- mundur losað mig við þá þungu byrði. Og allur aukinn eldur og ófriður, sem af þessu hógværa svari minu kann að hljótast, hvílir algjör- lega á baki hans. Að mínu viti rís hann upp öldungis ótilkvaddur og að óvilja alls fjölda beztu manna í Fijótum; hann gengur hvað eftir annað á gefin loforð við mig og tekur fram fyrir hendurnar á sjálf- um sér Og meðundirskriftarmönnum sínum á kæruskjölum til biskups — og mun að því vikið siðar. Sný eg mér þá að ágreiningsat- riðunum og byrja á kaupfélagsmál- inu. Eg tek það strax fram, að með því að það er ekkert einsdæmi — jafnvel ekki í Fljótum — að kaup- félags- og pöntunarstörf hafi mis- hepnast, vil eg ekki lengja mál mitt að þessu sinni, um það að kaupfé- lag þetta varð til. Að því lágu ýms tildrög og allir viðriðnir sem mynd- uðu. En eins og það er ekkert eins- dæmi að slikur félagsskapur verði undir í baráttu sinni fyrir tilverunni um skeið, er hitt engu síður auð- velt að sanna með dæmum, að hann getur reist sig við aftur, þroskast og dafnað, En eins og kunnugt er orðið og óþarfi að auglýsa frekar, lágu hér fyrir þær innri og ytri ástæður að félagið hætti störfum. Taka þremenningarnir fast á fram- komu minní gagnvart félaginu, og sérstaklega vex þeim það i augum, að eg leigi keppinaut félagsins hús- in og ræðst hjá honum til skrif- stofustarfa. Svo langt get eg orðið þeim sam- ferða í þessu efni — að þetta var neyðarúrræði — en bæti því við, að það var eina hyggilega úrræðið, er hægt var að framkvæma. Eg sá það strax, að skugginn hlaut að falla á mig — en það varð að taka þvi. Eins og málefnum félagsins var komið, áleit eg hollara fyrir sveitar- félagið og kaupfélagsmenn að ná samkomulagi við hygginn og göfug- lyndan keppinaut og hafa þannig nokkur áhrif á viðskiftalífið — en að verða tjóninu algjörlega að bráð. Þremenningarnir halda því fram, að húseignin hafi verið keypt í því skyni að kaupfélagið reki þar verzl- un sína; því er ekki mótmælt. En hinu virðast þeir gleyma, sem ómögu- lega má missa sig til að upplýsa málið, að það voru ekki »kaupfélags- menn« heldur einstakir menn, er gengu í ábyrgð með mér fyrir borg- uninni; það bar því einnig að líta á nauðsyn þeirra, og tekjulaus hiisin voru aukið tjón. Því eins og hag félagsins var komið, gat það eigi fullnægt þeirri sjálfsögðu skyldu sinni að reka verzlun í husunum og borga eftir þau sanngjarna leigu. Hefði þvi félagið viljað halda fram réttindum sinum að mega reka verzl- un í húsunum, varð það að fullnægja þeim skyldum sínum, að greiða jafn- háa húsaleigu og aðrir buðu. En fyrir félagið — eins og á stóð — var slíkt fjarstæða, húsin hefðu orð- ið því þyngslabyrði. Eg tel því eigi ámælisvert, heldur, eftir atvikum, al- gjörlega réttmætt að leigja öðrum húsin; þetta hefir Iika Guðmundur fallist á síðan og allir þeir, sem til þekkja. Með þessu var ennfremur opnuð leið til frekari hagsmuna fyrir félagið. Frh. kosti ekki neitt til líka við or𠦻Sveitakarls* í 43. tölubl. Isafoldar, sem bæði helhr sér yfir söguna sjálfa og höfundinn mjög svo harðneskju- lega. Ef ritstjóri ísafoldar hefði verið heima, er umrædd grein birtist í blaðinu — mundí hann vitaskuld eigi hafa birt hana athugasemdalaust, heldur látið henni fylgja ofanritað álit sitt á sögunni, sem og mundi hafa birzt fyr hér í blaðinu, efEim- reiðarheftið með sögunni i hefði bor- ist ritstj. fyr en alveg nýlega. Ritstjóri ísafoldar hefir talið það siðferðislega skyldu sína, að gera at- hugasemdir þær, sem að ofan greinir, þar sem ella gæti orðið álitið, að hann væri samþykkur orðum og anda Sveitakarls-greinarinnar. En hitt skal um leið tekið fram, að athuga- semdirnar eiga ekkert skylt við þá málshöfðun sem skáldið hefir boðað gegn ritstjóra ísafoldar, er auðvitað svarar þar til sakar, sem ábyrgðar- maður blaðsins — gagnvart prenr- frelsislögunum. „Öboðinn gestur." Athuga8emd. Eimreiðin 2. og 3. hefti þessa ár- gangs koma víða við að vanda, kvæði, sögur og fræðandi greinar. Þar er t. d. læknisgrein um böð og bakstra eftir Valdimar Erlendsson lækni i Friðrikshöfn, sem allir ættu að lesa, náttúrufræðis-greinar eftir Þorvald Thoroddsen, bráðeinkenni- legar vísur eftir byrjanda í listinni, Davíð Stefánsson (írá Fagraskógi), o. m. fl., sém væri vert að gera að frekara umtalsefoi við tækifæri. £n að þessu sinni skulum vér að- eins minnast nánar á þá söguna, er mesta hefir athygli vakið í þessum Eimreiðarheftum, sögu Jóns Trausta frá alþingi: *Óboðinn gestur« Hún er rituð af miklu fjöri og skrambans smellin á köflum. Auðvitað má eng- inn ætla, að hún sé raunverulýsing á alþingi Islendinga, því að höf. ýk- ir og undirstrikar alla ókostina, en þegir um bjartari hliðina. En »skálda- leyfið* það er býsna gamalt og rót gróið orðið. Þarf eigi annað t. d. en að minna á sum skáldrit Heine, t. d. á lýsingar hans á hinni ensku og prússnesku þjóð. Slikar og þvi- líkar dómadagsskammir um heilar þjóðir skyggja algerlega á ófriðar- skammirnar, sem blöð þessarra þjóða láta nú dynja hver á annarri. En þrátt fyrir ýkjurnar hjá Heine neit- ar enginn þessum lýsingum hans um listgildi. Eins er um hinn »óboðna gest* jóns Trausta. Og óneitanlega sting- ur hann á ýmsnm kýlum þinglíkama vors, sem þörf var á, að einnig væri hreyft við frá þessari hliðinni. Og þótt innan um megi finna einhverj- ar smekkleysur — virðist oss þær eigi svo afskaplegar, að mjög mikið veður sé út af þeim gerandi, minsta Jarðarfor Jóns Ólafssonar fór fram á miðvikudag við fjölmenni. Eins og áður er getið, flutti síra Eiríkur Briem húskveðju, en síra Bjarni Jónsson ræðu í kirkjunni.' Hún var tjölduð svörtum blæjura. Inn í kirkjuna báru blaða- menn og bókagerða kistuna, en út úr kirkju sex alþingismenn. Til Vesturheims er nýfarinn Páll prestur Sigurðsson, sem prestsþjónustu hefir haft í Bolungarvík undanfarin ár. Er hann ráðinn prestur Garðarsafnaðar, sem síra Magnús á ísafirði áður þjónaði. Landsfminn. Aðalstöðvar landsím- ans verða eftirleiðis opnar til kl. 10 á kvöldin í stað kl. 9 hingað til. Flóaáveitunefndin (þeir Jón Þor- láksson landsverkfr., Gísli Sveinsson lögm. og Sig. Sigurðsson ráðunautur) leggur af stað um þessa helgi austur í Arnessýslu, til fundarhalda með bú- endum á áveitusvæðinu. Gerir ráð fyrir að ferðast um Flóann næstu viku. Gasið hækkar. Síðasti bæjarstjórn- arfundur samþykti að hækka enn að miklum mun gasverðið. Frá 1. ágúst verður gasverðið svo' sem nú greinir: Ljósgas 40 au. teniugsmeter. Suðugas 30 — ------ Sjálfsalagas 35 — ------ Vólagas 30 — ------ Gótuljós 8 — á logastund. Það fer að verða alvarlegt ihugunar- mál fyrir bæjarbúa þegar hausta tekur að hnitmiða dagsins vlnou eftir dags- ljósinu, en ekki klukkunni. Skipafregn. Gullfoss fer í kvöld til Aust- fjarða og útlanda. Til AustfjarSa fara m. a.: KonráS Hjálmarsson kaupm., Smith símastjóri, Halldór bóndi Stefánsson, Sigurjón Jó- hannsson, Halldór Jónasson, Sighvatur Bjarnason bankastj. og frú, Einar Er Kvaran, Ól. Ó. Lárusson með frú og margir fleiri. Landkjorið. Við landskjörið 8. ágúst verður höfuðstaðnum skift í 6 kjör- deildir. Kjórstjórnlr deildanna valdi síðasti bæjarstjórnarfundur á þess leiS: 1. Kjördeild, A—F. Magnús Einarson, dýralæknir. Ingibjörg Johnson, frú. Gísli ísleifsson, fyrv. sýslum.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.