Ísafold - 26.07.1916, Side 1

Ísafold - 26.07.1916, Side 1
3 Kemur út tvisvar ’ t í viku. Verðárg. i 5 kr., erlendis 7l/2 ' • kr. eða 2 dollarjborg- -; ist fyrir miðjan júlí erlendis fyrirfram. ,1 Lausasala 5 a. eint. XLIII. árg. ísafoldarprentsmiðja. Ritstjári: Ólafur Björnsson. Talsími nr. 455. Reykjavík, miðvikudaginn 26. júli 1916. Uppsögn (skrlfl. bimdln við áramót, er ógild nema kom- in só til útgefanda fyrir 1. oktbr. og só kaupandi skuld- laus við blaðlð. 55. tölublað Bókhaldari. Æíður bókhaldari getur íengið góða stöðu hér i bæn- um á komandi hausti. Tilboð með launakrötu merkt: »Æfður bókhaldari* sendist sem fyrst á skrifstotu þessa blaðs. AlþýöuféLbókaBafn Templaras. 8 kl. 7—9 iBorgaratjóraskrifstofan opin virka daga 11—8 Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og i—17 Bsejargjaldkerinn Laufásv. 5 kl. 12—8 og í—7 íalandsbanki opinn 10—4. ILF.U.M. Lestrar- og skrifstofa 8 árd,—10 slöd. Alm. fundir fid. og sd. 8*/a sibd. Landakotskirkja. Guósþj. 9 og 6 á heigum Iiandakotsspitali f. sjákravitj. 11—1. Landsbankinn 10—3. Bankastj. 10—12. Tiandsbókasafn 12—8 og 6—8. Útlán 1—8 Lar.dsbúnaðarfélagsskrifstofan opin frá 12—2 Landsféhirðir 10—2 og 5—6. XiK&dsskjalasafnið hvern virkan dag kl. 12—2 Landssiminn opinn daglangt (8—9) virka daga helga daga 10—12 og 4—7. IListasafnið opið hvern dag kl. 12—2 Káttúrngripa8afnið opið 1 ^/a—2*/a á sunnnd. Pósthúsið opið virka ,d. 9—7, snnnud. 9—1. Samábyrgð Islands 12—2 og 4—8 Stjórnarráðsskrifstofurnar opnar 10—4 dagl. Talsimi Reykjavlkur Pósth. 8 opinn 8—12. Vifilstaðahælið. Heimsóknartimi 12—1 Þjóðmenjasafnið opið hvern dag 12—2. Enn um brezka verzlunarsamkomulagið Blað B. Kr. »Landið« hefir full- yrt, að samkomulagið við Breta kost- aði ísland margar miljónir króna, af því að vöruverðið væri svo lágt. Samkomulagið girti fyrir markað við Isforðurlönd o. s. frv. Samkomulagið veldur engu þessu tapi. Það girðir eigi fyrir frjálsan markað við Norðurlönd. Ákvæði Bandamanna um að stöðva vörur héðan til allra þeirra landa, er gætu aftur komið þeim til Þjóðverja, girðir fyrir markaðinn. Vér ráðum alls -eigi yfir þvi, þótt Bretar stöðvi skip vor og taki farmana úr þeim. Það Teit hvert mannsbarn á íslandi. Og samkomulagið veldur því ekki fieldur, að vérðið lækkar. Því valda þegar allar þær skuldbindingar, sem íslenzkir kaupmenn og framleiðendur urðu að undirrita til þess að-fá vörur frá Englandi og til þess að Englend- ingar sleptu fram hjá sér ýmsum -vörum, er vér kaupum annarsstaðar að. Steinolíufélagið og aðrir, sem olíu selja, hafa t. d. orðið að skuld- binda sig gagnvart Bretum til þess að selja engum olíu, nema hann skuldbindi sig, að viðlögðum sektum, að setja sínum kaupendum sams- konar skilmála, að sá, er keypti olí- una af félaginu undirgengist að láta ukkert af þeim fiski, sem veiddur væri á bát, er olíuna notaði, til Norðurlanda. Sama er um kol, salt, striga, veiðarfæri o. s. frv. Markaðurinn var því lokaður bæði vegna hafnbanns Breta og skuldbind- inga kaupmanna. »Landið« hefir ef til viU skákað í því hróksvaldi, að íslenzkir kaupmenn mundu brjóta allar þessar skuldbindingar. En sú ástæða, þótt sönn væri, sem ekki er, er þó jafnónýt og aðrar ástæður »Landsins«, því að Bretar gæta skipanna héðan og taka farmana úr þeim, ef ætlunin er að flytja þá til Norðurlanda. Það er þvi siður en svo, að tjón hafi verið unnið með samkomulag- inu. Hvernig hefði farið, ef ekkert hefði verið gert af hálfu islenzku stjórn- arinnar? Þannig: i. Að landsmenn hefðu alls eigi getað komið vörum sínum út úr landinu, því að enginn kaup- andi hefði verið til. 2. Að vét hefðum engar nauðsynjar fengið frá Bretlandi, svo sem kol og salt, veiðatfæri, tunnur o. s. frv., hvorttveggja sam- kvæmt skýlausum yfirlýsmgum Breta. Og hver hefði svo afleiðingin orðið af þessu? Sú, að atvinnuvegir vorir hefðu um tima lagst í auðn. Botnvörpunga- eigendur hefðu annaðhvort orðið að selja flota sinn eða leggja honupa upp. Vér hefðum farið á mis við alla þá atvinnu, sem hann hefir veitt. Sama hefði orðið um mótor- bátaútveginn. í stað þess gerir samkomulagið það að verkum, að atvinnuvegir þessir geta haldið áfram. Einn stærsti útgerðarmaðurinn sagði t. d. nýlega, að aldrei hefði hann verið eins viss með að fá ágóða af sild- veiðum sinna skipa sem í sumar. Að vísu væri síldarverðið eigi jafn- hátt og það sem það hefði verið hæst í fyrra, en það væri víst og áhættan því engin. Og verkin sýna merkin. Eng um hefir dottið í hug að hætta eða minka útveginn, heldur þvert á móti. Hvernig sem »Landið« ærist og vill gera stjórnina og alla aðra, sem að samkomulagi þessu hafa unnið, svívirðilega og tortryggilega, mun það koma í Ijós, að þeir eiga alt annað skilið. Og þótt blaðið kunni í svip að vinna í fylgi með ósann- indum sínum og rangfærslum i þessu máli, munu þeir timar koma, að augu manna opnist, og þeir munu sjá, hversu góður leiðtogi blaðið hefir verið. Þorqnjr. Bændur svara. Veltiár. — Dýrtíð. Eftir sira Magnús Bl. Jónsson i Yallanesi. •Yarðar mest til allra orOa, aö undirstaða rétt sé fundin.« (Nl.). Tilgangur minn var að bera sam- an afkomu áranna 1914 og 1913 fyrir landbú. Og þessi tvö dæmi ættu að geta skýrt það, að afkoman májj heita hin sama. Verðhækkun innlendu vörunnar jafnar upp verð- hækkun hinnar útlendu. En heldur ekki meira, eða sama sem ekkí. En dæmin sýna meira. Þau sýna það, að hvert það bú, sem i meðalári að eins hefir tekjur fyrir árlegum nauð- synjum, og ekkert um fram, það stendur hér um bil nákvæmlega eins að vigi 1915. Hefir heldur engan afgang þá. Og þetta jafnt, hvort sem búið er stærra eða smærra. Að eins þau bú, sem í meðalárferði hafa afgang af tekjum, frá árlegum nauð- synjum — gróðabú — hafa hag af verðbreytingunni 19x5. Hver lógun- ar kind,_ sem afgangs er b'úþörfum, er verð meiri 1915. Og sá verð- munur er gróði, stafandi af heims- styrjöldinni. Það eru þessi bú, og einhleypt, fjáreigandi fólk, sem um gróða er að tala hjá. Alt þetta gum af stórgróða bænda alment, er því hrein vanþekking og athugaleysi. Það mátti tala um gróðurvöxt á þeim búum, sem undan- farið Jiafa grætt. En hve mörg eru þau? Að eins sáralítiil minni hluti, því miður. Hins vegar eru til ein- stöku bú, sem hafa stórgrætt þetta ár — á mælikvarða íslenzks bú- skapar —. Er það einkum, þar sem lítil eða'engin ómegð er og tiltölu- lega fáir, fullvinnandi menn vinna fyrir stórum sauðbúum. Og eg býst við, að það séu fregnir af einhverj- um fáeinum slíkum gróðabúum, sem hleypt hafa af stað öllum þessum gróðavindi. En það væri jafn réttlátt að leggja skatt á bændur yfirleitt með hlið- sjón af slikum búum, eins og ef skattleggja ætti sjávarútveginn með hliðsjón af gróða fárra botnvörp- unga. Sögur hafa og gengið um það, að einstaka stórbændur hafi selt fé siðastliðið haust fyrir stórfé, sem hér er kallað. Og eg þekki dæmi þess. En aðgætandi er, að þar mun víðast vera meira í en ársarður bú- anna. Meira eða minna selt af stofn- inum, bæði af ám og einkum sauð- ir — víða seldir allir. Sum staðar auk þess sVO mikið af lömbum, að ekki er sett á viðhald fyrir ærstofn- inn. Til þessa freistar hið háa verð. En hversu holt það er fyrir land- búnaðinn, er annað mál. Því minni verður arðurinn af peningaverði fjár- ins, jafnvel þessu háa verði, i fram- tíðinni, en af fénu sjálfu, þó miðað sé að eins við meðalárferði. En að skattleggja slíka höfuðstóls- sölu, og þó einkum að láta hana verða hvöt til skattlagingar á land- búnaðinn yfirleitt, er varhugavert. Það væri, að því er mér skilst sama ssm að láta útgerðarfélögin eigi að eins greiða útflutningsgjald af afla sinum á botnvörpungana, heldur lika af skipunum sjálfum, sem; þau kynnu að freistast til að selja út, vegna hins háa skipaverðs, sem nú er. Með þessu, sem eg hef sagt hér að framan, er eg alls ekki að berja mér fyrir hönd landbúnaðarmanna. Siður en svo. Árið 1914 var eitt hið bezta verzlunarár fyrir þá, sem sem eg hef þekt. Og árið 1915 er ekki verra, að jafnaði, máske heldur betra. — En velti-ár er það ekki, fremur en árin 1913 —14, nema þá fyrir fáeina menn búandi, og bú- lausa fjáreigendur. Hins vegar er mér það ljóst, að erfitt er árferðið þeim, sem fyrir peninga eiga að lifa, og ekki framleiða neitt. Hjá þeim er auðvitað dýrtíð. Það er að segja, að svo ,ankll*leyti, sem verkalaun hafa ekki hækkað i hlutfalli við annað. Og þó einkennilegt sé, þá lítur út fyrir, að þau hafi einna minst hækk- að í höfuðstaðnum. Og þar «ru þó margir, sem stórgræða, eigi siður en bændurnir, og ættu því að geta borg- að verkafólki sínu svo, að það gæti hjarað. Hér eystra hafa verkalaun stigið mikið, enda verður ekki vart við dýrðtiðarsón úr kauptúnunum, enn sem komið er. En hvað sem þvi líður, þá er af- koma bænda sjálfsagt mikið betri en þessa fólkS, árið 1915. Enda hefir ekki orðið vart við verulega óánægju með þetta útflutningsgjald, sem á komst, meðal bænda. Sjálfsagt, af þvi þeir telja afkomu sina betri en hinna, jafnvel þó um engan gróða sé að tala hjá flestum þeirra. Við hinu hafa margir hleypt brún- um, að heimta tífalt hærra gjald. Og það talið bara örlítill hluti af stór- gróða bænda, sem þeir ættu mögl- unarlaust að miðla þurfandi sam- þegnum. Það er þessi tröllasaga um stórgróðann, sem allir risu öndverð- n á móti. Tröllasagan um gróð- ann, sem ekki var til, nema með sárfáum undantekningum. Hann þurfti og þarf að hrekja. En — bezt hefði verið að hún hefði aldrei ver- ið til. Mundi nú ekki vera eitthvað svipað við sjávarsíðuna ? Egefastum, að afkoma sjómanna hér á Austur- landi hafi verið nokkru betri 1915 en 1914. Liklega öllu fremur verri, alment yfir. Ætli gróðahugmyndin þar eigi ekki að talsvert miklu leyti, rót sína í góðri afkomu tiltölulegra fárra stórra útgerðarmanna eða fé- laga (botnvörpunga, sildarútgerða og nokkurra stærri mótor-útgerða) ? Það væri æskilegt að sjá, frá sjó- mönnum og útgerðarmönnum, sam- anburð á árinu 1915 við undanfarin ár, i líkingu við samanburð minn á landbúnnum. Þá kemur spurningin: Var það stéttar-hagsmunapólitík, sem réð framkomu þingbændanna 1915? Samanburður minn kveður nei við þeirri spurningu. Framkoma þeirra stafaði af betri þekkingu á hag og gjaldþoli framleiðenda. Ög hið svo- nefnda »bændavald« varð til þess að bjarga við máli, sem í óefni var stefnt. En þetta leiðir til annarar spurn- ingar: Var með þessu máli, á þingi, hafin stéttabarátta í landinu? Eða þurfti það eða þarf að verða til þess að mynda stéttarig milli framleið- enda og ekki framleiðenda ? Þetta var alt undir meðferð málsins komið. Frumvarp bjargráðanefndar var ekki bendlað við stéttahagsmuni, i umdæmi manna, og heldur ekki meðferð þingmanna í neðri deild á því. Þetta hvorugt hafði þar valdið stéttaríg, enda hvorugt, að minu áliti og margra fleiri, bygt á stétta- hagsmuna-hvötum. Öðru máli er að gegna um ummæli ýmsra blaða um málið. Þau telja framkomu þing- bænda bygða á þessum hvötum, og liggja þeim mjög á hálsi fyrir. Þau gera málið að stétta-ágreiningsmáli, og vilja, i tíma, taka fyrir kverk- ar á þessum nýja vágesti, sem kominn er inn í þingið — stétta- rígnnm. En þau vinna hið gagn- stæða fví, sem þau ætla sér. Þau, einmitt þau, byrja á þvi, að vekja upp stéttaríg, sem eg hygg, að ekki hafi verið til áður, hvorki innan þings, né utan. Eg er þess fullviss, að ummæli þeirra eru þó ekki í þessu skyni framkomin, heldur þvert á móti, til þess að fyrirbyggja stétta- rfgshættuna — í góðu skyni gerð. Blaðadómar þessir hafa að vísu ekki skapað neinn kala til annara stétta, eða löngun til ágengni við þær, en þeir hafa vakið þá hugsun hjá fjölda framleiðenda, að þeír þyrftu að vera á verði gegn hagsmunapólitík annars staðar frá. Þetta er því það, sem blaðadóm- arnir hafa áunnið — sjálfsagt þvert á móti tilætlun — ekki máske al- varlegur stéttarígur, en þá vaknandi stétta-tortrygni. Hún hefir á ýmsan hátt stungið upp höfðinu í vetur, þar á meðal við undirbúning þing- kosninga. Þetta sýnir, hversu afar-varkár blöðin þurfa að vera í dómum sín- um um svona löguð mál. Hversn nauðsyniegt er að byggja á réttri undirstöðu. Þau geta haft góð og heillavænleg áhrif á málefnin, ef þau vanda vel til. En þau geta lika haft óholl áhrif. Eg veit, að blaðamenska er vanda- samt og ábyrgðarmikið starf. Það á líka svo að vera. En því nauðsyn- legra er, að málin séu krufin til mergjar, áður en lagður er dómur á stefnur manna í þeim. Ákúrur þær, sem þingbændur fá út af þessu máli, eru óverðskuldað- ar. En þær, með öllu þvi, sem sagt er i sambandi við þær, eru mæta- vel lagaðar, til þess að vekja á aðra hlið öfundarkala og á hina gremju yfir tilefnislausri árás. — Þannig líta margir á það. En slíkur kali er mjög er athugaverður, og getur vart til neins góðs leitt. Eg er fyllilega sammála ísafold um það, að stéttarigur eða stétta- barátta hér á landi sé hættuleg og ástæðulaus, og þá eins barátta eða rígur á milli kauptúna og sveita. En þegar kalinn er einu sinni vakn- aður, þá er að eins eitt ráð til, til að kæfa hann niður aftur, eða draga úr honum. Og þetta ráð er, að sýna frarn á það með rökum, að orsökin til hans hafi í rauninni aldrei verið

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.