Ísafold


Ísafold - 02.08.1916, Qupperneq 1

Ísafold - 02.08.1916, Qupperneq 1
Kemur út tvisvar ; í viku. Veríiárf;. , ! 5 kr., erlendis T1/^ 1 kr. eða2 dollarjborg- ' ist fyrir miðjau júlí , erlendis fyrirfram. ! Lausasala 5 a. eint. XLIII. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 2. ágúst 1916. Uppsögn (skrifl. bundin við áramót, er ógild nema kom- in só til útgefanda fyrir 1. oktbr. og só kaupandl skuld- laus viö blaölð. 57. tölublaö Askrifendur Isafoldar eru beðnir að láta afgreiðslu blaðsins vita ef villur skyldu hafa slæðst inn í utanáskriftirnar á sendingum blaðs- ins. Talan framan við heimilisfangið merkir að viðkomandi hafí greitt and- virði blaðsins fyrir það ár, er talan segir. A.rþýðufél.bókasafn Templaraa. 8 kl. 7—9 Borgaratjóraskrifstofan opin virka daga 11-B Baöjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 4—7 Bœjargjaldkerinn Lanfásv. 6 kl. 12—8 og T—7 íglandsbanki opinn 10—4. ILF.U.M. Lestrar- og skrifstofa 8 árd.—10 siðð. Álm. fundir fid. og sd. 81/* síbd. L»ndakotskirkja. Gubsþj. 9 og 6 á helgum Landakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn 10—8. Bankastj. 10—12. Landsbókasafn 12—3 og 6—8. Útlán 1—8 Landsbúnabarfélagsskrifstofan opin frá 12—2 Landsfóhirbir 10—2 og 6—8. Landsskjalasafnib hvern virkan dag kl. 12—2 .Landssíminn opinn daglangt (8—9) virka daga belga daga 10—12 og 4—7. Xistasafnió opió hvern dag kl. 12—2 Náttúrugripasafnib opib 1 */«—21/* á sunnud. Fósthúsið opið virka d. 9—7. sunnud. 9—1. Samábyrgö Islands 12—2 og 4—6 Stjórnarráósskrifstofurnar opnar 10—4 dagl. Talsími Reykjavikur Pósth, 8 opinn 8—12. Ylfilstabahæliö. Heimsóknartimi 12—1 Þjóbmenjasafnib opib hvern dag 12—2. Yöruflutningar M Englandi. Stjórnarráðinu hefir í dag borist fregn frá brezku stjórninni þess efn- is, að upphafið sé bann það, er lagt hafi verið við útgáfu útflutningsleyfa frá Bretlandi, og að herstjórnar-verzl- unarráðuneytinu (War Trade depart- ment) hafi verið tilkynt, að engar tryggingar (guarantees) verði fram- vegis heimtaðar að þvi er snertir vörur frá Bretlandi til íslands. Eins og frá hefir verið skýrt, kröfðust Bretar þess, að íslenzkar vörur, svo sem fiskur, ull o. s. frv. yrði eigi sent héðan til Norð- urlanda eða Hollands, og að stjórn- in hér fyrirbygði það. Ella yrði algerlega bannaður útflutningur vöru hingað frá Englandi. Reglugerð var því gefin út 28. f. m., er fullnægði þessari kröfu Breta. Og þess vegna verður nú leyft að flytja út vörur til íslands frá Bret- landi, og þarf engra »klausula« framar. Mun þetta gera viðskiftin öll stór- um mun greiðari en nú hefir verið um hríð. Tillögur launamálanefndarinnar. Að áskorun alþingis 1914 var með konungsúiskurði 9. des. 1914 skip- uð 5 manna nefnd til þess að íhuga rækilega óskir þjóðarinnar um afnám lögákveðinna eftirlauna, að raunsaka Iaunakjör embættis- manna og annarra starfsmanna landssjóðs, og sérstaklega koma fram með tillögur til þeirrar skip- unar á þeim, er nauðsynleg og sanngjörn virðist I sambandi við afnám eftirlauna. Jafnframt hafði Neðri deild alþingis ályktað, »að skora á landstjórnina að taka til rækilegrar athugunar, hvort unt sé að aðskilja umboðsvald og dómsvald og fækka sýslumönn- um að miklum mun, og ef svo virð- ist, að það sé hagkvæmt og að mun kostnaðarminna en það fyrirkomu- lag, sem nú er, að leggja þá frum- varp til laga í þá átt fyrir næsta Alþingi*. Þetta atriði fól landstjórnin launa- málanefndinni einnig að rannsaka. I nefndina voru upphaflega skip- aðir þeir Jósef J. Björnsson alþm. (formaðúr), Jón Jónatansson búfræð- ingur, Jón Magnússon bæjarfógeti, Pétur Jónsson alþingismaður og Skúli Thoroddsen alþingismaður. Sú breyting varð á skipun nefnd- arinnar, að Pétur Jónsson bað sig undanþeginnnefndarstörfunum í fyrra- sumar og var þá Halldór Daniels- son yfirdómari skipaður i nefndina með konungsúrskurði 29. okt. 1915. Aður en nefndin fekk lokið störf- um sínum til fulls féll frá einn af nefndarmönnum, Skúli Thoroddsen, sem lézt 21. mai. Var enginn skip- aður í hans stað, með því að nefnd- arstörfin voru þá svo langt komin. Nefndin hefir nú sent frá sér helj- armikið nefndarálit, 380 bls. bók. Að sjálfsögðu verða tillögur nefnd- arinnar ræddar hér í blaðinu smátt og smátt, eftir því, sem tími og rúm vinst til. En að þessu sinni skal í fám orð- um skýrt frá aðaltillögunum. Afnám eftirlauna. Nefndin leggur til, að eftirlaun séu afnumin og lýsir svo ástæðum sínum: »Nefndin litur svo á: að það sé eindreginn vilji alls þorra þjóðarinnar, að nema eftirlauna- rétt úr lögum, að það verði eigi séð, að starfsmenn þjóðarinnar. eigi sanngirnis- eða réttlætiskröfu til eftirlauna, eða það sé nein þjóðarnauðsyn, að þeir fái eftirlaun, að eftirlaunarétturinn komi misjafnt niður að því leyti, að hann nær að eins tii nokkurra, en eigi allra embætta, að afnám eftirlauna verði til sparn- aðar fyrir landsssjóð. Því verði eftirlaunaréttinum haldið, þá muni ekki verða hjá því komist, að veita þennán rétt fleirum en nú hafa hann, og verði þá eftirlaun- in allþuug útgjaldabyrði fyrir landssjóð, að afnám eftirlauna mundi draga úr kala þeim til embættismannastétt- arinnar, sem brytt hefir á, og telja verður óeðlilegan og óholl- an þjóðfélaginu, en ætla má, að sé að meira cSfc minna leyti sprott- inn af eftirlaunaréttinum. að það hljóti jafnan að valda nokkr- um orðugleikum fyrir fjárveitiug- arvaldið, að geta ekki átt að vísu að ganga um kostnaðinn við rekstur embættanna, vegna þess, að aldrei er unt að vita með vissu fyrirfram, hve mikil útgjöld landssjóðs til eftirlaunanna kunna að verða«. Laun embættismanna. Um þau segir nefndin i. niður- stöðu-orðum sínum, að ekki hafi »orðið hjá því komist,- að hækka launin talsvert, eftir þvi sem aug- ljóst varð við athugun nefndarinnar á málinu, að á þótti vanta til þess, ^ð núveraudi laun gætu fullnægt þeim kröfum, sem óhjákvæmilegt virðist að gera, en þær eru sam- kvæmt framansögðu þessar: að embættismaðurinn geti lifað sóma- samlega af laununum, að embættismenn fái endurgoldinn þann kostnað, sem ætla má, að þeir jafnaðarlega hafi orðið að leggja fram, til að búa sig undir embættið, að embættismaðurinn geti trygt sér nokkurn lífeyri sér til styrktar, ef hann þarf að sleppa embætti fyrir elli sakir eða vanheilsu, að tekið sé í laununum hæfilegt til- lit til þeirrar ábyrgðar og vanda, sem embættinu fylgirc. Nefndin hefir búið til langt launa- lagafrumvarp, sem oflangt verður að rifja alt upp að þessu sinni. En rauði þráðurinn í frumvarpinu er, að láta lannin ýara liœkkandi um jafna upphæð á jöfnum árabilum. Mikla breyting leggur nefndin til á launa-tilhögun sýslumanna — ýöst lauh og ýast skriýstoýuýé, en allar aukatekjur eiga að renna í landssjóð. Helztu hækkanirnar eru á launum yfirdómara, úr 3500 upp í 4000 kr. byrjunarlaun, sem síðan eiga að hækka á hverjum 3 ára fresti um 200 kr. upp í 5000 kr. Þá vill nefndin og hækka skrifstofustjóra- launin í stjórnarráðinu upp í 3600 kr. byrjunarlaun, er síðan hækki á hverjum 5 ára fresti um 300 kr. upp i 4500 kr. Bæjarfógetanum hér í Rvik eru ætluð 4000 kr. byrjunarlaun, er hækki um 200 kr. á hverjum 2 ára fresti upp í 4800 kr. — og skrif- stofufé 11.500 kr. Nefndin vill slá saman embætti héraðslæknisins í Reykjavik og holds- veikralæknisins og sömuleiðis lands- bóka- og þjóðskjala-varðarembættum. Annars mun ísafold. í næstu blöð- um prenta upp frumvarpið og sleppir því að fara frekar út í þá sálma að þessu sinni. Aðalniðurstaðan peningalega er sú, að tillögur nefndarinnar fara ýram á teepra 20.000 kr. árleqa hakkun á jjárveitinqum til launa embattismanna. Saumavélarnar marg eítirspurðu eru nú komnar í verzlun Halldórs Sigurðssonar Iugólfshvoli. Vélarnar eru mjðg góðar, og þvi líklegt að þær seljist fljótt, þess vegna er vissara íyrir þá, sem þurfa að fá sér saumavél, að draga það ekki, því óvist er að þær komi aítur þetta ár. Og annarsstaðar i bænum fást þær ekki sem stendur. Lífeyristrygging í stað eftirlauna. Nefndin leggur til, að stofnaður verði lifeyrissjóður fyrir embættis- menn og þeir skyldaðir til að kaupa sér geymdan- lífeyri, og hefir búið til frumvarp til laga um þetta. Á landssjóður samkvæmt því að leggja lífeyrissjóðnum til 20.000 kr. stofn- fé í eitt skifti fyrir öll. Dr. Ólafur Daníelsson hefir ann- ast útreikninga þá, sem eru grund- völlur þessa sjóðs. Embættismaður, sem hefir 4500 kr. árslaun eða meira, þarf að greiða 186 kr,- árlega til þess að tryggja sér 100 kr. lífeyri fyrir hvert þjón- ustuár, þannig, að t. d. eftir 20 þjón- ustuár er hann þá búinn að tryggja sér 2000 kr. »eftirlaun« o. s. frv. Seinri hluti nefndarálitsins fjaliar um aðgreining dómsvalds og um- boðsvalds og þarf hann nákvæmari greinargerðar en rúm er fyrir að þessu sinni. Það er mikið starf, sem liggur í þessari skýrslu og tillögum launa- nefndarinnar. Við fljótlega yfirsýn er eigi unt að átta sig til hlítar á tillögunum, er vafalaust munu sumar orka tví- mælis, efns og gerist og gengur. Ófriðar-annáll. 4.-20. júlí. Frh. Yfirlit. Heimsstyrjöldin mikla hefir nú senn staðið yfir í 2 ár — tvö hörm- unga og skelfinga árin þegar liðin, álfan flakandi í sárum og ekkert upprof sjáanlegt, úr syndamyrkri mannlegrar grimdar og ofstopa. Fari svo að lint verði látum á næstkomandi ófriðarári mun flutn- ingahaftið til Miðveldanna eiga þar drjúgastan þáttin. — Eina vonin margra að þau verði uppiskroppa með nauðsynjavörur til þess að geta haldið ófriði áfram. Áform ÞjóOverja stranda. Er Þjóðverjar brutust inn yfir Belgíu fyrir tveim árum og óðu með vigamóði áleiðis til Parísar, þá ætluðust þeir til, að ófriðnum yrði Brödrena Boréus Borás Sverige försálja i parti: Strumpor, Förkladen, Mössor, Skjorttor, Kalsánger, Tröjor, För- digsydda byxor af Moleskin och ylle, Cyklor, Trátofflor och Turistsángor med flera andra artiklar. Skrif efter prisuppgift á de artiklar Ni önskar erhálla. Telegramadress: Boróus Borás Sverige. Vamlaðastar og ódýrastar Líkkistur seljuin við undirritaðir. Kistur fyíirliggjandi af ýmsri gerö. Steingr. Guðmundss. Amtm.stíg 4. Tryggvi Arnason Njálsg. 9. lokið eftir 6 mánuði. — En hin víðfræga orusta við Marne hefti svo för þeirra eins og kunnugt er. — Urðu þeir að hopa til Belfort og hafa setið þar síðan. t 20 mánuði hafa herlinurnar á vesturvígstöðvun- um hróflast næsta lítið. En er Þjóðverjum tókst ekki að berja dug úr Frökkum, urðu þeir að snúa sér að Rússum. Þótt viðbúnaði þeirra væri næsta ábótavant, seigluð- ust þeir þó svo, að þeir gátu staðið í Þjóðverjum, þótt þeir hörfuðu næsta langt inn í Rússland. Seinna komu Tyrkir tíl, svo kraftar sambandsþjóðanna dreifðust og gátu þeir ekki unnið neinstaðar á svo nm munaði. Árásir Þjóöverja. En Miðveldum dugði ekki vörnin ein, þeir urðu að vinna til úrslita. Ráðast þeir nú af alefli á óvini sina hvern eftir annan; á Frakka við Verdun, Rússa í Galizíu, ítali 1 Ölp- um — og svo aumingja Serba. Þá eina brutu þeir á bak aftur, en hinir stóðust mátið, nema hvað Rúasar nrðu að hörfa undan um stund. Aðstaða Miðveldanna góð að þvi leyti, að þeir senda liðsauka á fleygi- ferð um lpndin þangað sem við þarf, geta safnað á einn stað liði úr öllum áttum.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.