Ísafold - 02.08.1916, Blaðsíða 3

Ísafold - 02.08.1916, Blaðsíða 3
ISAFOLD 3 Pjóðvinafélagiö hefir nú ládð prenta upp almanökin fyrir árin 1875—76—77—78—1879, Þau fást keypt hjá aðalumboðsmanni félagsins og nokkrum bóksölum, og kosta hvert einstakt 75 a., en öll ’ 5 samari 3 kr, 50 a. tlryggvi >Sunnarsson. Erl. simfregnir Opinber tilkynning frá brezku utanríkisstjórninni í London. London 29. júlí. Laugardaginn 22. júlí var alt með kjrrrum kjörum á herlínu Breta, en kl. 2.25 siðd. á sunmldag hófst or- ustan aftur á allri línunni írá Pozi- eres til Guillemont. »London Terri- toria’s« og Ástralíuliðið gerði áhlaup á Pozieres, sem er hæsti staðurinn á allri Albertsléttunni, þar sem fall- byssustöðvar óvinanna gátu komist á hlið við oss. Var ráðist á stöðv- arnar að sunnan og suðaustan. Ytr varnarvirki Þjóðverja voru þegar tekin, en í þorpinu sjálfu veittu óviniinir grimmilegt viðnám. Alstað- ar á línunni var barist ákaft allan sunnudaginn. Norðurhluta Longue- val mistum vér, en tókum hann aft- ur oítar en einu sinni. — Orustan hætti um kvöldið, en stórskotahríðin hélt áfram um nóttina. Þjóðverjar gerðu gagnáhlaup mánu- daginn 24. júlí miili Foureaux-skóg- ar og Guillemont og mistu þeir margt manna. Bretar sóttu alstaðar dálítið fram. Vér tókum mestan hluta Pozieres-þorpsins og handtók- um þar 6 fyrirliða og marga her- menn. A mánudaginn fengu óvinirnir mikið hjálparlið og gerðu þá áhlaup á hægri arm og miðfylkingar Breta. En þeim tókst hvergi að komast að skotgröfum Breta og biðu feikilegt manntjón. Fyrir norðan Pozieres unnum vér á óg náðum tveim vél- byssum og mörgum föngum, þar á meðal tveimur yfirforingjum. Vikuna þar á eftir var barist á línunni Pozieres til Delville-skógar. Miðvikudaginn 26. júlí náðum vé öllu Pozieres-þorpi og sóttum fram norðaustur fyrir þorpið. A fimtu- daginn rákum vér óvinina úr Del- ville-skóginum og á föstudaginn tók- um vér alt Longueval-þorpið. í þessari orustu tvístruðum vér Brand- enborgar-hersveit og handtókum 3 fyrirliða og 158 hermenn. Frakkar höfðu unnið þeim mikið tjón hjá Douaumont og unnið sigur á þeim. Bretar höfðu handtekið rnarga úr þeirri sveit í orustunni hjá Aisne. Sjóorusta. Sunnudagsnóttina 22. júlí varð dá- lítil sjóorusta við Belgíustrendur, skamt frá Nord-Hinder-vitaskipinu. Áttust þar við nokkur minni herskip Breta og þýzkir tundurspillar frá Zeebiiigge. Þrír þýzkir tundurspillar hófu skothrið, en hörfuðu undan áð- ur til orustu kæmi. Litlu siðar komu 6 þýzkir tundurspillar og hófu skothríð, en flýðu undir eins til lands. Skot vor hæfðu þá oft, er þeir flýðu. Það var ekki unt fyrir brezku herskipin, að elta þá inn fyrir tundurduflagirðingar við ströndina. Bretar biðu sama sem ekkert tjón. Hraðritun. Hingað kom nú með íslandi Vil- helm Jakobsson cand. phil. og ætlar hann að setjast hér að við hraðrit- unarkenslu. Hann hefir sjálfur samið kenslu- bók í hraðritun á islenzku og er það hinn snotrasti bæklingur. Væntanlega notfæra menn hér sér vel og rækilega tækifæri það, sem nú býðst till að nema svo nauðsyn- lega grein. Erl. símfregnir. (frá fréttaritara ísaf. og Morgunbl.) Kaupmannahöfn, 26. júlí. Biissar sækja fram hjá Lipa. Tyrkneskar hersveitir eru komnar Austurríkis- mönnum til hjálpar í Gali- zia. „Deutschland“ tók í Balti- moro 400 smálestir ai nikkel og 400 smálestir af togleðri. Fjöldi skipa hefir verið skotinn tundurskeytum. Frönsk flugvél hefir far- ið yfir Berlín og flogið 1300 kílómetra. Var seinast hertekin rétt hjá landa- mærum Bússlands. Kaupmannahöfn 27. júli. Bretar hafa tekið Poz- ieres. Bússar hata tekið Erzin- gan. Lið frá Portugal er kom- ið til vesturvígstöðvanna. Kaupmannahöfn 1. ágúst. Bússar hala tekið Brody og handtekið 32,000 menn. Miðveldaherinn hörtar undan hjá Stochod. Stórskotaliðsorustan hjá Somme harðnar stöðugt. Ferðalag Flóru til Leith Frásögn landlæknis. Seyðisfirði 31. júli. Landlæknir Guðm. Björnson hélt hér fyrirlestur í gærkvöldi um ferð Flóru til Leith. Troðfult hús áheyr- enda, sem hlustuðu með mikilli at- hygli á ræðumann. Það var vopnaður botnvörpungur, sem stöðvaði Flóru hér fyrir sunnan land. Sfmaði hann með loftskeyt- um til stærra varðskips, sem var nokkru sunnar i Atlantshafinu, en það sk:p sendi þegar loftskeyti til yfirvaldanna i London um tökuna. Var skipStjóra á Flóru fyrst skipað að halda beint til Lerwick. Kvað skipstjóri sig vanta bæði kol og roat- væli til þeirrar ferðar, þar sem hann hefði meðferðis nokkuð yfir 100 far- þega. Yfirmaður varðskipsins gaf þá samþykki sitt til þess að Flóra héldi fyrst til Seyðisfjarðar og skilaði far- þegum á iand þar. En skömmu síð- ar kom ný skipun — líklega frá brezku yfirvöldunum — um að rann- saka skyldi kola- og matvælabirgðir, sem í skipinu væru. Leiddi rann- sóknin í ljós að birgðirnar væru nægar til férðarinnar suður til Ler- wick, þá skyldi þegar í stað vera haldið þangað. Rannsóknin stóð yfir í 12 klukku- stundir og skipatjóra var skipað að halda til Lerwick.-------- Tveim dögum eftir að Fiórakom til Lerwick, leyfðu yfirvöldir brezku skipstjóra að halda aftur til íslands. Til þeirrar farar áleit skipstjóri sig vanta leyfi gufuskipafélagsins. Var símað eftir þvi, en það drógst að fá svar, og á meðan var löghaldi lýst á farmi skipsins, og það flutt til Leith til affermingar. — Landlæknir kvaðst hafa fengið ótakmarkað landgönguleyfi bjá yfir- völdunum, frá kl. 9 að morgni til kl. 9 að kvöldi á hverjum degi. Kvaðst hann hafa átt tal við marga um tökuna og allir hafi þeir talið hana vera af misgáningi, enda hefði brezka stjórnin og viðurkent það með því að greiða fargjöld og fæði fyrir alla farþegana á Goðafossi til Seyðisfjarðar. Áleit hann mjög senn- legt, að Bretastjórn mundi og greiða verkafólkinu fullar skaðabætur á sin- um tíma. Landlæknir rómar lítt framkvæmd- ir dönsku ræðismannanna i Bret- landi og dönsku stjórnarvaldanna. Farþegum leið vel bæði á Flóru og Goðafossi. Til dægrastyttingar var stofnað »dagblað« um borð. Var það nefnt »Ferða]angur* og komu út 16 tölublöð. Þá var söng- ur og dans um borð og yfir höfuð gleðskdpur mikill. Goðafoss fékk lánuð björgunar- tæki hjá flotamálastjóminni brezku og undanþágu yfirvaldanna frá far- þegatölu, sem skipinu er leyfilegt að flytja. Það þurfti eiginlega einnig undanþáguleyfi frá danska farþega- skirteini skipsins, sem gefið er út af lögreglustjóra Kaupmannahafnar. En það var ekki tími til þess að biða eftir þvi, svo skipstjóri sigldi á eig- in ábyrgð. Erindi landlæknis var mjög skemti- legt og gerðu áheyrendur hinn bezta róm að því. Fólkið bíð- ur hér alt þangað til Goðafoss kem- ur frá suðurhöfnunum og heldur þá áfram með skipinu til Akureyrar og Siglufjarðar. Yeðurskýrslur. MiSvikudaginn 26. júlf. Vm. a. gola, regn, hiti 9.5 Rv. aBa. gola, hiti 10.3 íf. logn, regn, hiti 10.0 Ak. s. kul hiti 12.0 Gr. logn, hiti 13.5 Sf. logn, hiti 13.0 Þh. F. s. goia, regn. hiti 12.0 Fimtudaginn 27. júlí. Vm. 8. andvari, hiti 8.4 Rv. s. kul, regu, hiti 9.2 ísafj. s. gola, hiti 11.2 Ak. s.s.a. andvari, hiti 11.0 Gr. logn, hiti 11.5 Sf. logn, hiti 10.9 Þh., F. v. kul, hiti 12.2 Föstudaginn, 28. júlí. Vm. logn, hlti 10.0 Rv. — — 9.7 íf. _ _ 10.5 Ak. s. andv.— 11.0 Gr. logn, — 10.8 Sf. — — 8.4, þoka Þh. F. — — 11.1 Laugardaginn 29. júlf. Vm. logn, hiti 8.6 Rv. logn, hitl 9.3 ísaf. logn, hiti 8.3 Ak. logn, hici 11.0 Gr. logn, hiti 11.5 Sf. logn, hiti 10.3 Þh.F. v.s.v. stinningsgola,regn,hiti 11.9 Sunnudag 30. júlí,’ Vm. logn, hiti 8,4 Rv. s.s.v. andvari, hiti 9,7 íf. logn, hiti 9,7 Ak. s gola, hiti 11 Gr. logn hiti 11 Þh. Fær. v. stinnings gola, hiti 10,5 Deiium svaraÖ oji VÍ8S.0 til vegar. Eftir síra Jónmund Halldórsson. (Framh.) [Eftirfarandi prentvillur höfðu slæðst inn í grein þessa í síðasta tbl.: Helganesvík, fyrir Haganesvík, af félagsins, fyrir af eignum félagsins, 900 kr., fyrir 9000 kr.J. Guðmundur vill láta það vera eitt af því marga, er beri vott um að mér sé ekki bót mælandi, að eg hafi eigi hreinsað mig af svonefudri Er- lendargrein, og reynir að telja pró- fasti og lesendum trú um að mál, sem t% höfðaði á Erlend, hafi fallið niður fyrir bænastað minn. Eg veit að lesendum hlýtur að vera skemt með þessu — en hvort það er á þann hátt, sem greinarhöfundur ætl ast til — það er annað mál. Én til þess að leiðrétta þá fjarstæðuu í koll- inum á Guðmundi, að mitt eigið mál hafi þurít að falla niður fyrir bænarstað minn, vil eg lofa lesend- um að fá alla söguna: Erlendur þessi er perluvinur Guðmundar — en Guðmundur getur ekki á sér set- ið að skiifa meinfyndnar skammar- greinar um vini sína — og lét eina slíka grein fjúka um Erlend auðvit- að; ekki mun grein sú hafa verið prentuð, heldur önnur miklú hóg- værari. Erlendur reiðist og skrifar grein — Erlendargreinina — í bræði, en sáriðrast eftir alt saman og reyn- ir að afturkalla greinina i simanum, en verður of seinn. Greinin mæl- ist il)a fyrir, og á fjölmennum fundi á Hofsós, biður Erlendur mig vel- virðingar á greininni — undir f]ög- ur augu — og það hefði eg átt að láta mér nægja; en af því að hann bauð það fúslega fram, þáði eg hjá honum loforð um að taka greinina aftur opinberlega, og gaf honum jafn- framt heimild til þess að haga orða- laginu þannig, að það yrði honum sem kvalræðisminst. En svo seink- aði þessu hjá Erl. og sendi eg þá drenginn minn til hans og fann hann síðar sjálfur; en þá vildi hann ekki afturkalla og virtist hafa orðið fyrir áhrifum. Fram úr þvi fór eg í mál við Erl., en þá hvatti prófasturinn, einmitt sami maðurinn, sem Guðm. nú er svo innilega hollur og elsku- legur að telja trú um að hafi ekki hugmynd um málið, mig til að sætt- ast við Erlend og skrifaði honum bréf. Féll svo málið niður. Af þessu geta lesendur séð hvað Guðm. er einkar-sýnt um að segja laglega frá — og hvað hann lætur sér ant um að skemta mönnum. En honum er ekki ö!lum lýst þarna — hann kemst lægra enn. Hann er svo ótrauður í þessu gam- anspili sínu og leikaraskap, að hann vinnur til að skella sjálfum sér kylli- flötum ofan í forina — til þess að láta slettast ofurlitið á mig öðrum til gamans. A eg þar við þjófnað- armálið, er hann drepur á úr Fljót- um. Það er viðkvæmt mál með öll- um þess vafningum og umbúðum — ekki sizt fyrir Guðmund sjálfan. Og mér dylst það eigi, að það var ógætni næst og óþarfi að flíka því nokkuð í ísafold. Það er bezt geymt og komið þar sem það er og málstað- ur Guðmundar batnar ekki vitund þó að hann hefði hermt rétt frá — en miklu siður nú, þar sem hann liggur flatur í forinni, að viti dóm- arans og annara góðra manna. Þá deilir Guðmundur á kjósendur mina fyrir það meinleysis-umburðar- lyndi, að svipta mig eigi sýslunefnd- arstörfum á miðju kosningatímabili. Gerir hann þetta vísast meðfram til þess að sýna mönnum hvað hann, hreppstjórinn, er vel heima í sveitar- stjórnarlögunum. Eg vil ekki etja kappi við vizku vinar míns, en tek það einungis fram frásögn hans til skýringar, að málin lágu nokkuð mikið öðruvísi á sýslufundi, en vér höfðum gert oss hugmynd um þau heima i héraði. Auk þess veit eg að mér muni vera algerlega óhætt að skjóta því undir dóm meðnefnd- armanna á sýslufundi, að framkoma min þar hafi ekki gefið beinlínis tilefni til þess, að eg yrði upprættur úr prestastöðunni. En eins og öllum kunnugum og þeim, sem málsvörn þessa lesa eða heyra, hlýtur að vera það ljóst, að Guðmundur fer sinna eigin ferða en rekur ekki erindi meistarans með ádeilum þeim, er hér er svarað — eins skilmerkileg' og ábyggileg svör vil eg reyna að veita árásum þremenninganna á prestskap- artíð mina i Fljótum. — Óskíljanlegar með öllu eru prófasti — og þá vísast fleirum, er mála- vexti þekkja — hinar ófyrirleitnu og fjarstæðu árásir stúdentanna. Hafði eg sýnt Jóni svo margháttaða vin- semd og hjálpsemi, að hann hlýtur að hafa tekið afar-nærri sér að ráð- ast svona á mig. Fyrstu spor hans til verulegs náms og þroska voru um mitt heimili, og þaðan fær hann það, sem öllum góðum mönnum þykir mikilsvert veganesti út í lífið: mikinn fróðleik, drjúga fjárupphæð og holl ráð og auk þess veglyndi, sem þá var talið verðskuldað. En jafnvel þó á alt þetta væri eigi á einn veg litið frá hans hendi, rétt- lætir það ekki frumhlaup hans í blöðunum. Gat honum af skiljan- legum ástæðum fyrir alla, sem þekkja hann fyr og síðar, eigi gengið til nein kristileg vandlætingasemi eða lifandi umbótalöngun á svæði presta- stéttarinnar. Leyfi eg mér þvi að lita svo á, að hann hafi gerst spor- gengill Guðmundar með ofsóknum þessum, og likurnar mestar fyrir þvi, að grein stúdentanna sé eigi annað en háskólagengin útgáfa af samtin- ingi Guðmundar Davíðssonar; á þetta virðist það og benda, að Guðmund- ur í niðurlagi greinar sinnar vill sanna sitt mál með þvi, að samræmi sévá óhróðri sínum og stúdentanna. (Frh.)

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.