Ísafold - 04.08.1916, Side 1

Ísafold - 04.08.1916, Side 1
Kemur lít tvisvar í viku. Vei'öárg. 5 kr., erlendis >J1/i kr. eða 2 dollarjborg- ist fyrir miðjan júlí erlendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. XLÍII. árg. ísafoldarprentsmiðja. Reykjavík, föstudaginn 4. ágúst 1916. Uppsögn (skrifl. buadin við áramót, er óglld nema kom- in só til útgefanda fyrlr 1. oktbr. og só kaupandi skuld- laus vi8 blaðiS. 58. tölublað Gullsmiðir Góðir og reglnsamir gullsmiðir geta íengið at- vinnu við gullsmiði, um lengri tíma, ef um semur, nii strax eða frá 1. okt. Semjið sem fyrst við Jón Sigmundsson gullsmið, Laugavegi 8, Reykjavík. Sími 383. 4 lþýðufól.bókasafn Tomplaras. 8 kl. 7—0 SBorgarstjóraskrifstofan opin virka daga 11—8 ÁBæjarfógeiaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 1—7 Bæjargjaldkerinn Lanfásv. 5 kl. 12—8 og £—7 .^glandcbanki opinn 10—4. Í8L.F.U.M. Lestrar-og skrifstofa 8árd.—10 síftd, Alm. fundir fid. og sd. 8x/a siftd. Landakotskirkja. Gnftsþj. 9 og 6 á helguxn Landakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn 10—8. Bankastj. 10—12. Xandsbókasafn 12—3 og 5—8. Útlán 1—8 Landsbúnaftarfólagsskrifstofan opin frá 12—2 Landsfóhirftir 10—2 og 5—8. Landsskjalasafnift hvern virkan dag kl. 12—2 Landssíminn opinn daglangt (8—9) virka daga helga daga 10—12 og 4—7. Ijistasafnift opift hvern dag kl. 12—2 Náttúrugripasafnift opift V/a—21/* á eunnud. Pósthúsift opift virka d. 9—7, sunnud. 9—1. Samábyrgft Islands 12—2 og 4—6 ^tjómarráftsskrifstofurnar opnar 10—4 dagl. Talsími Reykjaviknr Pósth 8 opinn 8—12. Yífilstaftahælift. Heimsóknartimi 12—1 2»jóftmenjasafnift opift hvern dag 12—2. Landskjttrslisti Sjálfstæðismanna. X E-listinn Einar Arnórsson Hannes Hafliðason Bjðrn Þorláksson Sigurður Gunnarsson Jónas Árnason Krossið fyrir framan E-listann eins og hér er gert og þá hafið þér með yðar atkvæði veitt stuðning þeim listanum, sem skilið á að fá lang- flest atkvæðin við landskjörið. Fyrstur á honum er sá maður, sem barg stjórnarskrármálinu, hefir bezt staðið í ístaðinu allra núlifandi íslendinga til varnar landsréttindum vorum og hefir reynst hinn ötulasti og ósérhlifnasti starfsmaður á þjóð- arbúinu, bæði sem löggjafi á þingi, og sem æðsti stjórnandi. Næstur er sá maður, sem talinn hefir verið hæfastur allra manna til að gæta hagsmuna sjávarútyegsins, formaður Fískifélagsins, til þess kjör- inn jafnt af pólitiskum andstæðing- ingum sínum sem öðrum, fyrir hæfileika sakir Þá er þjóðkunnur gamall þing- maður, sem meðal annars hefir reynst hinn ötulasti stuðningsmaður og íylgismaður bindindismálsins og bannlaganna. Óhætt má fullyrða, að enginn annar, sá er i kjöriverð- ur við landskjörið, njóti sama trausts bannmanna sem síra Björn. Þá er séra Sigurður Gunnarsson, einn af elztu þingmönnum, þektur að því, að hafa staðið jafnan fram- arlega í fylkingunni, þegar barist var fyrir sjálfstæði voru. Einn af reyndustu, hygnustu, þekkingarbeztu og heiðvirðustu þingmönnum vorum. Sá fimti og síðasti nýtur almanna trausts og virðingar í héraði sinu fyrir áhugasemi, greind og sérstaka hagsýni um alt, sem að landbúnaði lýtur. Enda er hann studdur til landskjörs m. a. af hinum beztu og þektustu mönnum úr bændastétt í héraði hans. Samkomulagið við Breta Frá þvi var skýrt i ísafold 29. f. m., að Bretar hefðu gert þá kröfu, að íslenzka stjórnin trygði það, að ekkert skip fengi að hlaða hér á höfnum fiski og fiskafurðum, ull og saltkjöti, nema umboðsmanni Breta hér hefði verið boðin áður varan og hann neitað að kaupa eða eigi svarað innan 14 daga, og að Bretar hefðu stöðvað útflutning frá Bretlandi hingað og skip, er lágu i brezkum höfnum á leið hingað. Til fullnægju kröfum Breta var svo 28. f. m. gefin út reglugerð. Árangur þess varð sá, sem lofað var, að útflutningsleyfi frá Bretlandi fást nú aftur og að eigi þarf nú lengur með skuldbindinga þeirra (»klausula«), sem hinguð til hafa verið heimtaðar af kaupendum brezkra og annara vara um það, að vörur héðan, fram- leiddar með eða verkaðar úr að fluttum vörum, yrðu eigi sendar til Norðurlanda eða Hollands. Ný krafa eða gömul? Eitt blað, »Dagsbrúnc, segir að þessi krafa Breta um það, að banna skipum hér að hlaða áðurgreindum íslenzkum vörum fyrr en umboðs- manni Breta hafi verið boðnar þær, sé eigi ný, heldur byggist hún á sam- komulaginu, sem gert var við Breta i vor. Sjáifsagt getur blaðið ekkert um þetta vitað, þvi að það hefir aldrei það samkomulag séð, Og fyrst blaðið hefir aldrei getað séð það, þá er undarlegt, að það skuli halda slíku fram. Ekki ætti blaðið eða landsmenn að hafa hag af því, að halda því fram, að stjórnin hér — og alþingisnefndin, því að í þessu máli hefir stjórnin að öllu farið að ráðum nefndarinnar — hafi brotið samkomulagið. Slik staðhæfing væri miður heppileg. Og þótt »Landið* hans B. Kr. af skiljanlegum ástæð- um haldi slíku fram, þá er óskilj- anlegt, hvers vegna »Dagsbrún< gerir það. Slíkar staðhæfingar eru að eins til þess að minna Breta og umboðs menn þeirra hér á, að vera sem allra kröfuharðasta i okkar garð. »Land- ið« hyggur sig geta gert stjórnina óvinsæla með þvi, og þá er þess takmarki náð. En hitt landið, ís- land, lætur blaðið »Landið< sig engu varða. Hvaða skyldur leggur samningurinn við Breta á herðar íslensku stjórninni? Um þetta höfum vér aflað oss fræðslu. I »samningnum< segir, að islenzka stjórnin eigi að takast á hendur að koma á og framfylgja reglum, er geri það trygt^ að ekkert skip, sem ætlar að fara úr nokkurri höfn eða stað á íslandi fái afgreiðslu, nema það skuldbindi sig til að koma við í brezkri höfn á leiðinni. Undan- þágu geta þó fengið skip, sem héð- an fara beint til Ameríku. Þessum skilyrðum fnllnægði stjórn- in með reglugerð 24. júní þ. á. Svo stendur í »samningnum«, að Bretar eigi kauprétt (»Option«) á vörum, sem héðan yrðu annars send- ar til Norðurlanda og Hollands, og að (slenzka stjórnin beiti áhrifum síuum til að sala til þeirra (Breta) fari fram. Til hins var þá eigi til ætlast, að hér yrðu sett lög eða reglugerð um bann, beint eða óbeint, við útflutningi héð- an til Norðurlanda eða Holiands. Það má sanna með vottorðum þeirra manna, sem við ráðagerðir þessar voru í London. Enn fremur létu Bretar sér fyrst nægja regiugerðina um að skip héðan yrðu að skuld- binda sig til viðkomu í breskri höfn. Enda má nærri geta, að það hefði þegar verið tekið fram, ef tilætlun- in hefði verið sú, að landsstjórnin hér ætti með lögum eða reglugerð að sjá um, að íslenzkar vörur flytt- ust ekki út, nema Bretum hefði verið gefinn kostur á að kaupa þær fyrst. Hitt hefir landsstjórnin gert, að tjá þeim, sem hún hefir átt tal við um þetta, að það væri mikil áhætta fyrir þá, að senda nú héðan vörur til Norðurlanda. Þeir mættu búast við, að þær yrðu teknar á leiðinni og eí til vill gerðar upptækar í Bret- landi. Og þetta, að tjá mönnum áhætt- una, var auðvitað vissasta ráðið til þess að fá menn til að senda eigi vörur sínar til nefndra landa. Áhrif- unum var eigi unt að beita i aðra réttan átt. Alþingisnefndin, þeir Kristinn Dani- elsson, }ón Magnússon, Jósef Björns- son og Sveinn Björnsson, sem hefir og lýst umtali við »samninga«-gjörð- ina annarstaðar, létu og ótvírætt uppi og bókfestu sama skilning á »sanm- ingnumc. Guðm. Björnson var þá á »Flóru«, svo að eigi náðist til hans. Og hvaða rétt hugsun hefði verið i þvi, að krefjast þess, að stjórnin kvetti menn til sölu til Breta, ef hitt hefði verið tilætlunin, að hún ætti að fyrirgirða sölu til Norðurlanda? Þá hefði engrar slikrar hvatningar þurft, því að menn hefðu verið nauð- beygðir til að selja Bretum. Umboðsmaður Breta hér hélt og áfram að heimta oftnefndar skuld bindingar hér af kaupmönnum um að flytja eigi vörur til Norðurlanda eða Hollands. Þetta gerir hann nær- felt mánaðartíma. Ef skoðun Breta hefði verið sú frá byrjun, að stjórn- in hér hefði átt að fyrirgirða útflutn- ing héðan til Norðurlanda, mundi sú skoðun þegar hafa komið fram, er reglugerðin var sett um skuld- bindingu skipa til viðkomu í brezkri höfn. Krafan er ekki heldur bygð á orð- utn »samnirfgsins«, heldur »anda« hans. Það er fyrst, þegar séð er, að »satnningurinn« tryggir ekki nægi- lega, að því er Bretum þykir, það, að vörur verði ekki héðan sendar tii Norðurlanda, að krafan kemur fram. Af þessum ástæðum er það rétt, að krafan er ný, og að rétt hefir verið frá efnf^amningsins skýrt. Hvers vegna var sjálfsagt að verða við hitmi nýju kröfu. Það var sjálfsagt vegna þess, að tekið var fyrir öll útflutningsleyfi frá Englandi og skip á leið hingað þar að auki heít. Það var sjálfsagt af 'því, að búið var að »klausulera« nær allar íslenzk- ar vörur, eins og skýrt var frá í ísafold 29. f. m., og þegar af þeirri ástæðu engum markaði lokað með því, en ómissandi ívilnun fengin. »Landið« segir reyndar, að »klau- sulurc einstakra manna komi þessu ekkert við. Það sé þeirra einkamál. En þetta er alveg- rangt. Þær koma einmitt þessu máli mjög við af því að markaði, sem kaupmenn og framleiðendur hafa sjálfir lokað rneð sknldbindingum sinum, er ekki lok- aðri, en áður var hann, fyrir ráðstaf- anír stjórnarinnar. Þar að auki er það auðvitað rangt hjá »Landinu«, að »klausulur«-kaup- manna sé algert einkamál þeirra. Það er það ekki af því, að »klau- sulur« þeirra hafa aftur áhrif á verð á vörum allra landsmanna, verka- laun o. s. frv. Hvað vill „Tantlið"? Það vill að ekkert samkomulag hefði verið gert við Breta. Það hefir marglýst því yfir. En með j»ví að vilja J>að, vill „Uaiulið'1 ómótmælan- lega ennfremur: 1. Að aðfiutningar jrá Bretlandi hejðu alvc% tepst 0? par með, að sjáv- arútveour vor hefði hatt meðan striðið stendur. 2. Að þær vörur, sem héðan hefðu verið sendar út, hefðu verið teknar af Bretum og settar fyrir »Priseret« (skipa- eða vörutökurétt) og gerðar upptækar. Það þarf vfst varla að lýsa afleiö- ingum þess, hvernig farið hefði, ef •Landiðc hefði fengið sinni hugsjón framfylgt. Menn hefðu hrönnum saman mist atvinnu sina, arðvænleg- ustu atvinnuna, sem nú er stunduð á landi þessu. Skipaeigendur hefðu neyðst til þess að selja skip sín eða leggja þau upp, hafa höfuðstól sinn arðlausan meðan á ófriðnum stendur. »Land«-stjórarnir hefðu dáið úr kulda vegna kolaleysis, og — hefði það eigi verið landinu smátjón. En eitt hefði verið unnið við það frá sjónarmiði »Landsins«: »Land<- stjórinn Björn Kristjánsson hefði þá haft minna að gera, þvi að Lands- bankinn hefði þá getað hætt að kanpa víxla fyrir verzlun landsins og sjáv- arútveg. Og þá hefði hann getað helgað krafta sina óskiftari »Land- inu« sínu. Dagaskifti eru höfð á útkomu ísafoldar að þessu sinni — vegna landskjörsins á morgun. f

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.