Ísafold - 04.08.1916, Blaðsíða 2

Ísafold - 04.08.1916, Blaðsíða 2
2 IS AFOLD Y firlýsing. Út af þeim mismuaandi skilningi, sem fram hefir komið á samkomu- laginu við Breta, skal eg leyfa mér að taka það fram, sem hér segir: Því var snemrna slegið föstu á fundum þeim, er haldnir voru um þetta mál i verzlunarstjórnarráðinu i Lunddnum, að islenzka stjórnin gæti eigi skuldbundið sig frekar en: að gera ráðstafanir til þess að skip, sem farm tækju á Islandi, skuld- bindu sig til að koma við á brezlwi höfu, og að hvetja menn til að selja Bretum fyrir ákveðið verð vörur þær, sem ella voru ætlaðar til útflutnings til hinna svonefndu >undanteknu landa« (þ. e. Norðurlanda og Hol- lands), án þess að setja nein laga- ákvæði eða reglugerðir um þetta. Er rödd kom fram um, að þetta væri Bretum eigi næg trygging fyrir, að vörur kæmust eigi héðan til um- ræddra landa, hélt eg því fram, að frekar væri eigi með neinu móti hægt að gera af hálfu islenzku stjórn- ariunar, meðal annars af þvi, að hún gæti eigi skuldbundið borgarana til að selja ákveðnum manni vörur sín- ar. Sagði þá sá, er fundunum stýrði, að þetta væri rétt og eðlilegt, með sanngirni yrði eigi krafist meira, og ef íslenzka stjórnin lofaði að afgreiða eigi skipin, nema þau skuldbindu sig til að koma við á brezkti höfn að viðlögðum sektum, þá yrði brezka hervaldið að sjá um það, sem á vantaði. Ennfremur fór eg fram á og lagði áherzlu á, að breytt yrði orðalagi 2. gr. samkomulagsins, en fekk því ekki breytt; en því var yfir lýst, að það yrði ekki skilið á þann hátt, að islenzka stjórnin ætti að skylda selj- endur beint eða óbeint (á annan hátt, en segir i 2. gr. um, að hvetja menn til að selja) til að bjóða umboðs- manni Breta þær vörur, sem þeir ella vildu selja til Norðurlanda og Hollands, sem og væri annað en um var talað, enda meiningarlaust þá ákvæðið um, að íslenzka stjórnin skyldi hvetja menn til sölu. Eg veit, að þeir, sem á þessum fundi, sem hér um ræðir, voru, munu kannast við þetta. Með þetta fyiir augum og allan gang málsins meðan eg var í Lund- únum, gat eg eigi annað en verið algerlega sammála stjórninni og með- nefndarmönnum mínum í alþingis- nefndinni um þann skilning á sam- komulaginu, að islenzku stjórninni bæri ekki með valdboði að hindra útflutning vöru til Norðurlanda, sem eigi hefði verið áður boðin Bretum. Reykjavík, 2. ágúst 1916. Sveinn Björnsson. Tvær „perlur“! Istjórnmála-skrautfesti »Þversum«- manna eru tvær »perlur*. Onnur er heitrofin í fyrra, er þeir gengu á gefin orð sín með »birt- ingunni* alræmdu í »Ingólfi«. Hin er rógurinn — út af brezka samkomulaginu — i garð landsstjórn- arinnar. Þegar sú stund kemur, er leggja má öll gögn fram í því máli — og vonandi verður það sem fyrst — þá skal sannast um »Þversum«-menn, að »skamma stund verðar hönd höggi fegin* — þótt ef til vill hafi þeim i svip tekist með róginum að tortryggja stjórnina. Hvert stefnir? Frá Kaupmannahöfn er ritstjóra ísafoldar ritað á þessa leið, dags. 21. júli: »Stjórnarhlaðið »Politiken« í Kmh. flytur svohljóðandi smágrein 19/7. þ. á., með fyrirsögninni: »ísland og England — verzlunarsamkomulag«. Stjórnarráð íslands hefir gert bráða- birgðasamkomulag við ensku stjórn- ina um, að tryggja landinu aðflutn- ing á nauðsynjavöru. Forréttindi nokkur fá Englendingar í aðra hönd til kaupa á sjávarafurðum íslands. Búist er við að samkomulag verði bráðlega gert um, að tryggja nauð- sýnlegan aðflutning íslenzkra afurða til Danmerkur*. — Naumast geta þessi tíðindi verið sögð í færri orðum, enda er vist um það, að athygli Dana leiðist ekki næsta mikið að þessu máli. Það er eins og hver hafi nóg með sig á þessum alvöru tímum. — En eftir- tektavert er það fyrir íslendinga að stjórnarblað Dana skuli láta það »á þrykk út ganga« að íslenzka stjórnin geri beina samninga við Englendinga — gangi fram hjá Dönum. Svo er og að sjá sem Danir ætli sér bón- arveginn til Englendinga að fá að verða aðnjótandi íslenzkra afurða*.— Athugasemd. Síðar mun það af öUttm viðurkent, ekki einungis, að nauðsynlegt cg heillavænlegt hafi verið að gera »brezka samkomulagið* í sjálfu sér — heldur mun það þá einnig þykja ekki lítil sjálfstæðisaukning á borði að íslenzka stjórnin er viðurkend sem sjálfstæður samningsaðili — við Breta. En þetta er ekki sjálfstæðisgal út í loftið — og íellur því ekki 1 kram »Þversum«-herranna. Til þess er af þvl of mikið jramkvamdabragð. Það er vert að muna nú við landskosningarnar, að þeir gamlir Sjálfstæðismenn, sem bara vilja um sjálfstæði gala, en ekkert gera — þeir kjósa »Þversum«-listann, en þeir sem ekki vilja gala, heldur eitthvað gera — þeir kjósa — hinn sanna Sj álf stæðislista — E-listann. Rétta svarið! ísafold flytur i dag itarlega grein um brezka samkomulagið, rökstudda út í yztu æsar og bygða á beztu heimildum. Af henni má hver góður maður sjá, hve sjálfsagt verk og óhjákvæmi- legt til björgunar atvinnuvegum lands- ins — hefir þar verið unnið af landstjórn vorri. Að þessu verki hefir hún verið studd af trúnaðarmönnum allra flokka frá siðasta alþiugi og ætti það i sjálfu sér að vera nægileg trygging þjóðinni fyrir því, að svo vel hafi unnið verið, sem kostur var á. Eigi siður hefir stjórnin orðið fyrir hinum ósvifnustu og mjög óhlut- vöndum árásum — frá forkólfum »Þversum«-roanna. Þetta hefir vakið gremju góðra manna og er einn af þeim kjósandi sá, er sent hefir ísa- fold eftirfarandi orð: »Svarið hinum taumlausu blekking- artilraunum »Þversum«-manna og hatursfullu árásum á landstjórnina út af brezka samkomulaginu, með því að fylkja yður utan um E-listann. Sýnið með þvi, að þér skiljið og fyrirlitið þá óheyrðu ósvífni — að nota viðkvæmt utanrikismál — sem æsingameðal i innbyrðis flokkadeilum. Sýnið með þvi, að þér sjáið full- vel, að það er svo sem ekki af göf- ugri baráttu fyrir velferð Islands, að »Lands«-ráðamennirnir hafa hafið ósanninda- og tortrygginga-herferð sina. Ekkert þeirra skrif i þessu máli miðar vitund i þá átt, að bera vel- ferð þjóðarinnar fyrir brjósti. Oll skrifin eru til þess eins gerð, að reyna að tortryggja landsstjórnina i svip — i þeirri von, að fá af því augnablikshagnað við landskosning- arnar. Hvarvetna í hlutlausum Ipndum telja stjórnmálaflokkarnir það heilaga skyldu sina, að skirrast sem mest við þvi, að ráðast á landsstjórnina — meðan hin geigrænlega styrjöld geisar — til þess að veikja hana ekki út á við. Hér er þó undantekningin: »Þvers- um«-menn. Fyrir þeim er jesúíta- lögmálið alt: »Tilgangurinn helgar meðalið«. Ef aðferð »Þversum« manna í þessu samkomulagsmáli við Breta á ekki skilið »andstygð góðra manna* — veit eg eigi hvað á það. Þér kjósendur megið ekki gera yður samseka því athæfi á morgun, hvorki með því að styðja »Þversum«-list- ann eða sitja heima. Það væri annað tveggja óheyrt þroskaleysi eða megn spilling. Þér, sem hafið haft svo litinn áhuga á landskosningum, að ákveðið hafið að sitja heima — ættuð nú að breyta þeirra ákvörðun, og nenna niður i Barnaskólann og krossa við E-listann. Þá hafið þér gert skjldu yðar sem góður islenzkur borgari og sýnt vanþóknun yðar — á »Lands«-ráða- manna-atferlinu.« Hver ber ábyrgðina? »Landið« segir auðvitað, að stjórn- in beri ábyrgðina á »Flóru«tökunni, tjóni, sem af henni leiðir. Nú má fræða Landið um það, að einmitt þeir, er vörur þessar áttu, leituðu til stjórnarinnar. Sagði hún þeim, að mikil áhætta væri að senda fisk og lýsi með »Flóiu«. Það gæti orðið tekið og óvíst hvað þeir fengju fyrir það. En í öllu falli áttu mennirnir að að hafa vörurnar vátrygðar gegn her- töku, og hafa væntanlega haft þær það. Þá tapa þeir eigi, heldur vá- tryggjandinn. Svo að ábyrgð stjórnarinnar verð- ur engin, hvoiki siðferðislega né lagalega, nema »Landið« ætlist þá til þess, að stjórnin sjái um, að kaupmenn vanræki eigi að vátiyggja vörur sinar. Sá, sem skýtur yjir markið, hæfir jafn illa og hinn, er til hliðar við það skýtur. ' Og sá, sem sannar of mikið sann- ar ekkert heldur. Hvorttveggja þetta á við »Landið«. í ákafa sínum i að leggja einn ákveðinn mann i einelti, núverandi ráðhérra, gætir það þess hvergi, hvaða öfgar og hugsunarvillur það fer með. En mjög mikið vafamál er það, hverra vinsælda það aflar sér um það er lýkur með þeirri bardaga- aðferð. Flestir gætnari og greindari menn munu sjá, hvar fiskur liggur undir steini, af hvaða hvötum allar árásir »Landsins« eru runnar, að það er eigi af tómri umhyggju fyrir hag íslands. ^ Erindrekipn. Lengi hefir það verið hugsjón Sjálfstæðisflokksins að ísland ætti að hafa verzlunarerindreka erlendis. Þar að auki vildu ýmsir þversummenn með hr. Bjarna Jónsson frá Vogi í broddi fylkingar veita 5000 kr. á síðasta þingi til Ragnars Lundborgs til slíks starfa í Þýzkalandi. En þversumblaðið »Landið« jagast nú út af því, að stjórnin sendi með ráði kaupmannaráðs og velferðar- nefndar mann til London til að gæta hagsmuna vorra þar i verzlunar- efnum. Með öðrum orðum: »Landið« hefir það nú að árásarefni á stjórn- ina, að hún er að reyna að fram- kvæma hugsjónir, sem aðstandendur þess framfylgdu. meðan þeir voru i Sjálfstæðisfloaknum, og sumir þeirra voru ennfremur með á siðasta þingi. Kol og salt. Siðasta »Landið« jagast út af því, að fyrst og fremst hefði átt að birgja landið upp með kol og salt. Er vist tilgangurinn með því jagi að finna að gerðum landsstjórnarinnar, eins og vant er. Rétt er það, að nauðsynlegt er íslandi að fá kol, salt og eigi síður steinolíu. En >Landið«, sem játar þetta, vill þó, að stjórnin hefði enga »samninga« gert við Breta og þar með fyrir- munað landinu að fá þaðan kol og salt. En skammir »Landsins« i þessu efni hrína aðallega á vini þess Sig- urði Eggerz. Haustið 1914 kom til tals að fá steiuolíufarm frá Ameríku. Tveir menn úr »Velferðarnefndinni« vildu það. Og það voru Sveinn Björnsson og Einar Arnórsson. En Sig. Egg- erz, sem þá var ráðherra og hafði því ráðin, gugnaði á því — fekk enga olíu, nema nokkrar tunnur á þilfari með »Hermod«, leiguskipi landssjóðs. En í fyrrasumar fekk Fiskifélagið og hr. Jónatan Þorsteinsson fyrir tilstuðlan og hjálp landsstjórnarinnar 7000 tunnur af steinolíu. Og þá var ekki Sigurður Eggerz ráðherra, heldur Einar ArnórssoD. Sigurður Eggerz byrjaði á korn- kaupunum, sem »Landið« hans kall- ar nú einskis virði. Og á síðasta þingi var hann að braska með að. koma fram þingsál.till. um að skora á landstjórnina kaupa k o r n fyrir hálfa miljón króna. Og það hefir verið gert. En alt kornhjal Sig. Eggerz og kornkaup telur »Landið« nú »humbug« — einskis virði. Kol hefir núverandi stjórn keypt eins mikil að minsta kosti, ef ekki meiri, en Sig. Eggerz lét kaupa. Ef »Landið« vill skamma núver- andi stjórn fyrir aðgerðir sínar x þessum efnum, þá falla þær skammir eigi jafnt, heldur meira á bak Sig. Eggerz. Loks segir »Landið«, að Englend- ingar hefðu enga ástæðu haft til að halda að oss neinum þvingunar- »samningum«, ef nóg kol og salt hefðu verið í landinu. En fyrsta spurningin er þessi: Hvernig átti að birgja landið upp með fyrirsjáanlega nægum kolaforða, hversu lengi sem strlðið hefði stað- ið? Landið þarf um 100 þús. smá- lestir af kolum á ári. Hvaðan ætl- aði blaðið að afla fjár til að kaupa þau kol og flytja? Til þess hefði’ þurft 5—6 miljón króna minst. Og veit »Landið« hversu margra ára forða hefði þurft? Veit þaðr hversu lengi stríðið stendur? Og man B. Kr. ekki nú, að haustið 1914 taldi hann landssjóð eigi hafa efni á að kaupa meiri vörur en gert var, vörur fyrir 300—400 þús. kr.? Og veit það eigi, að ef slíkar birgð- ir hefðu verið keyptar, að gera mátti ráð fyrir þvi, að mikið kynni að verða óselt af því í stríðslok, og að stórtap kynni að verða á þeim kaup- um ? í annan stað er það, að Bretar mundu jafnt hafa tekið skip vor og meinað oss að flytja vörur til Norð- urlanda og Hollands, þótt vér hefð- um haft hér miklar eða litlar kola- birgðir. Þeir, Bretar, hefðu engu að siður tálmað verzlun vorri við Norð- urlönd. Mikil er verzlunarvizka »Lands- ins«. Og undarlegt er það, að önnur lönd, t. d. Noregur, Svíþjóð og Danmörk skuli eigi hafa farið að, eins og »Landið« vill láta oss hafa farið, ef gerlegt hefði þótt. Það er þó ekki síður áiíðandi fyrir þessi lönd, einkum Noreg, að birgja sig að salti og kolum. En það er líklega af því að þessi lönd hafa ekki nein slík fjármálahöfuð og Björn Kristján son, Olaf Eyólfs- son og Pál H. Gíslason í Kaupangi. ■ -| \ - — ■ - Rannsókn Elliðaánna. Starfl Lange verkfræðings er nú langt komið með sjálfa rannsóknina, en um kostnaðinn mun ekki neitt hægt að fullyrða fyr en La,nge verkfr. er aftur heim kominn til Krlstjaníu. I næstu viku fer verkfræðingurinn austur í Sog til að líta a fossana þar. Landskjörsathöfnin hefst kl. 12 á hádegi þ. 5. í Barnaskólanum. Bænum er skift í sex kjördeildir. Þegar kjósendur koma inn í kjör- herbergið fá þeir hjá kjörstjórninni miða með öllum 6 landskjörslistunum á, merktum A. B. C. I>. E. F. Þeir fara með miðaun í kjörklefann og gera kross fyrir framan bókstaf- inn á þeim lista, sem þelr ætla að kjósa. Allir sjálfstæðiskjósendur eiga því að setja krossinn fyrir framan staf- inn E — á E-listanum. Þegar því er lokið einbrýtur kjósandinn miðann og- stingur honum ofan í atkvæðakassann. Það má e k k i krossa við fleiri en einn lista og ekki tölumerkja við nöfnr nema á einum lista. Piano-loikur. Jón Norðmann ætlar sér að láta bæjarbúa heyra til sín upp> úr helginni. Druknnn. Ólafur Ólafsson sjómaður frá Brekkuholti hór í bænum druknaðt fyrir skömmu af ensku skipi, er hana var háseti á. Skipafregn. Gullfoss kom til Leith 4 mið- vikudag. ísland fór vestur á firði á fimtud. meS fjölda farþega. M. a. Björn M. Oisen prófessor, S. Á. Gíslason cand. theol., Ól. Proppó kaupm. og frú hans, Gunn- iaugur Þorsteinsson læknir á Dyrafirði, sr. Magnús Jónsson á ísafirði, Hallgr. Benediktsson Btórkaupm., Viggo Björns- son bankaritari, frú Martha Slgurðar- dóttir frá Hesteyri, Þórður Bjarnason kaupm., Lúðvík Hafllðason kaupm.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.