Ísafold - 16.08.1916, Blaðsíða 4

Ísafold - 16.08.1916, Blaðsíða 4
4 ISAFOLD 3- Haínets peningaskápar eru ábyggilegastir. Hafa verið í stærstu brunum erlendis, en það sem 1 þeim hefir verið geymt aldrei eyðilagst. Aðalumboðsmenn fyrir ísland: O Jo/jnson Jiaaber Strengdráítarvélar (Línuspil) frá þektustu og beztu verksmiðju Noregs í þeirri grein, þurfa að vera á öllum vélabátum. Fást einnig útbúnar til að draga legufæri, vörpur og net, og auk þess fyrir hleðslu og afferming. Eru fyrirferðar- og hávaðalitiar. Hraðann má tempra eftir vild. Ódýrar og endingargóð- ar. Við pöntunum tekur aðalumboðsmaður á íslandi Friðgeir Skúlason, Strandgade 21 Köbenhavn K. Eða B. Stefánsson, Pósthólf 22, Reykjavík. Ollum fyrirspurnum svarað greiðlega. Dtbreiddasta blað landsins er Isafold. Þessvegna er hún bezta auglýsingablað landsins. Kaupendum fer sí fjölgandi um land alt. Allar þær tilkynningar og auglýsingar, sem erindi eiga til landsins í heild sinni, ná því langmestri útbreiðslu í Isafold Og i Reykjavík er Isafold keypt i flestum húsum borgarinnar og vafalaust lesin í þeim öllum. • Þessvegna eru einnig auglýsingar og tílkynningar, sem sérstakt er- indi eiga til höfuðstaðarins, bezt komnar í Isafoid. Sfafsefningarorð-bók Björns Jónssonar er viðurkend langbezta Ieiðbeiningarbók um isl. stafsetning. Fæst hjá öllum bóksölum og kostar að eins 1 krónu. Nýir siðir. 101 102 Nýir siðir. Skófatnaðnr með Yerksmiðjuverði gegn póstkröfu. Sérhver ætti að reyna Falke skófatnað! Hver er sjálfum sér næsturl Þér fáið kjarakaup. Prima efni og 1. flokks vinna. Sérhver tegund skófatnaðar fyrir- liggjandi. Skrifið eftir reynzlupörum af dömu- herra- og barna-skófatnaði. 1 A. Falke, Dragör. Jftrðin Selkot í Þingvallahreppi fæst til kaups og ábúðar í næstu fardögum. Mesta landkostajörð og mjög hæg. Heyskapur hægur og góður og rjúpnaveiði mikil. Leitið upplýsinga. og semjið við undirritaðan fyrir 1. okt. þ. á. Kárastöðum 5. ágúst 1916. Einar Halldórsson. fJárnsterk drengjastígvél Nr. 36/39 — 9,87 aura. + Burðargjald og póstkrafa. Búið til úr dönsku fituleðri eða >BIankc-leðri. A. Falke 2 Dragör. Nærsveitamenn eru vinsamlega beðnir að vitja Isafoldar i afgreiðsluna, þegar þeir eru á ferð í bænum, einkum Mosfellssveitarmenn og aðrir, sem flytja mjólk til bæjarins daglega. Áfgreiðskt? opin á hverjum virkum degi kl. 8 á morgnana til kl. 8 i kvöldin. Krone Lager öl Einkasali fyrir Zig-Zag skósvertu. Askrifendur Isafoldar eru beðnir að láta afgr.eiðslu blaðsins vita ef villur skyldu hafa slæðst inn Einkasali fyrir vora Zig-Zag skósvertu óskast, sem heimsækir kaup- menn i Reykjavík og nágrenni. Svertan er hrein olíusverta og ekki blönd- uð með vatni, rennur ekki af leðrinu og ver það gegn bleytu. Tilboð merkt 4869, sendist: í utanáskriftirnar á sendingum blaðs- ins. Talan framan við heimilisfangið merkir að viðkomandi hafi greitt and virði blaðsins fyrir það ár, er talan segir. Oentralpavillonen, Kbhavn B., Danmark. cað auglýsa i %3safoíð. 103 104 Nýir siðir. Blanche varð niðurlút og var eins og bún væri að leita á gólfinu. — Það er satt, enduriók hún, efni mín eru þrotin. — Og min sömuleiðis, mælti Emil. Blanche hafði aldrei spurt neitt um efna- hagsástæður Emils, og virtist þetta fá óþægilega á hana. Hún hafði gengið að því visu að hann væri efnaður. Það var kvalræði að hreyfa við þessum málum nú. En eins og á stóð, varð tilveran algerlega eftir efnahaginum. Blanche leit á Emil og bað hann með augunum að ráða fram úr vandkvæðinu. Hann horfði sifelt á gólfið. Einmitt núna, er girðingarnar höfðu hrun- ið, er böndin höfðu slitnað, og þau áttu þess kost að fallast í faðma, þá komst óboð- inn gestur á milli þcirra. Blanche hafði komið, stælt, hreykin yfir Sjálfri sér, til þess að sýna honum, hverju hún hefði fórnað fyrir hann, og nú, er sál- ir þeirra áttu að mætast í sameiginlegum, himingnæfandi hugsjónum, nú sátu þau hvort á móti öðru, vandræðaleg, sneypt, — hún eyðilögð, eins og hún hefði fengið þurra neitun um peningalán. Og hann, sem las hugsanir hennar, leið fyrir hana, fann til niðurlægingar hennar vegna, en sá engan fæ«n veg. En hann varð að bjarga henni úr þessari hræðilegu þögn, sem talaði meira en orðin mundu hafa gert. — Og samt sem áður, mælti hann, — þótt við hefðum bæði komist brautina á enda, get eg ekki hugsað mér hjónasamlíf tveggja lækna, ekki fremur en tveggja snikkara eða tveggja skósmiða. Það sem hefir gerst, hefir orðið án þess við gætum að því gert. Blanche, leiðir okkar skilja; snú þú aftur til frænkna þinna. Ljúktu námi þínu. — Snúa aftur! Engin leið! Það er fangelsið. — Með frelsið í baksýnl En með mér er fangelsið æfilangt! — Hvað hefir þú þá viljað mérf Þú hefir gint mig hingað út að hengifluginu, og segir mér nú að snúa við. — Af þvi eg sé þér ægir við hlaupinu. — Hvaða hlaupi? — Fram hjá gömlu hugsjónunum! Farðu eitthvað út og vindu þér fyrir brauði; þú getur orðið kenslukona, þú getur saumað, þú getur selt . . . — A eg að sauma? — Hvað veit eg? Sjálfur á eg að malla sápu eða mala beinamjöl I Verðum við ekki að lifa ? Hvað sem þú tekur fyrir, — ger þig frjálsa, lausa við mig, þá að eins get eg litið upp til þín; sem eiginkonu mina mundi eg troða þig undir fótum! — Eg átti sem sé að verða frillan þín ? — Og eg friðill þinn! Það er munur á að vera maður og kona I — Og þú fyrirverður þig ekki fyrir að láta þetta út úr þér 1 Eg að verða sauma- kona og frillan þín! Er þér alvara? Emil, Emil! — Það er jafn alvarlegt og það, að eg á að. verða sápumallari og friðill þinnl Er það ekki jafn leikur ? — Eg skil þig ekki. — Eg er farinn að verða þess var! Þess vegna bað eg þig um að snúa aftur heim til frænku þinnar! — Og svo ertu að hæða mig! — Nei, sjálfan mig. Æ, gömlu, gyltu lygarnar, gamla heilakvikið, sem villir okk- ur sjónir og sljóvgar allan okkar skilning ! Þú hefir hafnað uppástungum mínum; þú munt þá hafa aðrar betrisjálf? Hvað hafð- irðu í huga, er hú komst hingað? Blanche var staðin upp, og var að hneppa að sér hönzkunum. — Eg skal segja yður það, herra minn, mælti hún með skjálfandi röddu, — að karlmaður, sem laðar til sín kvenmann, getur sætt nokkurri ábyrgð ... * — Já! Eg veit það. Skaðabætur, upp- bót á . . . Nei, nei, Blanche, ekki þessi sögulok kunningsskapar okkar. Ætlar þú nú einnig að koma með reikning fyrir ást þiua, o, svei! Nei, við skulum hætta ! Hvað viltu? Að við giftum okkur? Tvö rúm, eitt matarborð, sex reyrstólar. Hátta sig í sama herbergi, jagast við sama borð,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.