Ísafold - 19.08.1916, Blaðsíða 1

Ísafold - 19.08.1916, Blaðsíða 1
Kemur út tvisvar í viku. VerSárg. 5 kr., erlendis T1/^ kr. eða 2 dollar;borg- ist fyrir miðjan júlí erlendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. XLIII. árg. Reykjavík, laugardaginn 19. ágúst 1916. ísafoldarprentsmiðja. Ritstjóri: Dlafur Björnsson. Talsími nr. 455. Uppsögn (skrifl. buadin við áramót, er ógild nema kom- in sé tll útgefanda fyrir 1. oktbr. og só kaupandi skuld- laus við blaðið. 61. tölublað Alþýöufél.bókasafn Templaraa. 8 kl. 7—0 Borgarsfcjóraskrifstofan opin virka daga 11—8 Bœjarfógetaskrifsfcofan opin v. d. 10—2 og 4—7 Bæjargjaldkerinn Laufásv. 5 kl. 12—8 og 6—7 tslandsbanki opinn 10—4. K.F.U.M. Lesfcrar- og skrifsfcofa 8 árd.—10 aiöd. Alm. fundir fid. og sd. 8*/• síbd. Landakotskirkja. Gubsþj. 9 og 6 á helgum Landakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn 10—8. Bankasfcj. 10—12. Landsbókasafn 12—8 og 6—8. Úfclán 1—8 Landsbúnabarfélagsskrifsfcofan opin frá 12—2 Landsféhirbir 10—2 og 6—6. Landsskjalasafnib hvern virkan dag kl. 12—2 Landsslminn opinn daglangt (8—9) virka daga helga daga 10—12 og 4—7. IListasafnib opib hvern dag kl. 12—2 Náttúrngripasafnib opib Vla—W/a á sunnnd. Pósthúsió opib virka d. 9—7, snnnud. 0—1. Samábyrgb Islands 12—2 og 4—6 Btjórnarrábsskrifstofurnar opnar 10—4 dagl. Talsimi Reykjaviknr Pósth. 8 opinn 8—12. TífilstafcahæliÖ. Heimsóknartimi 12—1 Þjóbmenjasafnib opib hvern dag 12—2 yiiiivijriTritiTmnTTn Klæðaverzlun H. Andersen & Sön.H Aðalstr. 16. Stofnsett 1888. Sími 32 1 ■j þar eru fötin sannmð flest ; þar eru fataefnin bezt. »rrrrri,irrmmnrrii:-g'rrrr Umboðsvaid og dómsvald. Ur tillögum launamála nefndarinnar. I. Isafold hefir áður’ skýrt frá tillög- Tum launamálanefndarinnar í launa- og eftirlaunamálinu. Eftir er að skýra frá hvernig nefndin hugsar sér að bezt verði fyrirkomið sundur- qrcininz umboðsvalds og dómsvalds, ■e f það ráð yrði tekið. Skal það þegar tekið fram, að ágreiningur er um í nefndinni, hvort i það skuli ráðist eins og högum er háttað hér í landi. Meiri hlutinn (íósef Björnsson, Jón Jónatansson og Jón Magnússon) lítur svo á, að sundurgreiningin sé tiltækileg og ræður hiklaust til hennar, en minni- blutinn (Halldór Daníelsson og Skúli heit Thoroddsen) vill ekki leggja neitt til um það. — Siðar mun ísafold víkja að þessu atriði, en að þessu sinni skulum vér lýsa þeirri tilhög- un, sem nefndin telur hentugasta, ef til sundurgreiningar kemur. Nefndin kveður sér það ljóst, »að kostnaðar vegna verður umboðsvald <3g dómsvald eigi sundurskilið nema þvi að eins, að dómendum sé fækk- að að miklum mun, en það er mjög mikið álitamál, hve langt verði farið 1 þeirri fækkun. Meiri hluti nefnd- arinnar litur svo á, að hlíta megi við 6 héraðsdómara á öllu landinu og skifta landinu eftir þvi i jafn- mörg umdæmi. Telur nefndin vel við eiga, að tekið sé upp hið forna heiti á dómurunum og þeir nefndir lögmenn og umdæmi þeirra 1 ö g d æ m i. Við þessa skiftingu liefir einkum verið farið eftir mann- fjölda, víðáttu, og fjölda dómsmála i hverju umdæmi um io ára skeið, frá 1904—1913. Yngri skýrslur um það efni er ekki kostur að fá. Að þvi er kemur til umboðsstarf- anna, er einnig gjört ráð fyrir nýrri skiftingu landsins, þannig, að þessi störf greinist aðallega í tvo flokka, og teljist í öðrum allur þorri al- mennra umboðsmála, en i hinum aðallega tollmál, og skiftist landið eftir því í tvenskonar umdæmi, 102 umdæmi álmennra umboðsmála, er nefndin vill kalla þing og 14 tollahéruð. Starfsmenn þeir, er hafa á hendi almenn umboðsmál, nefnist sýslumenn, en þeir, er gegna tollheimtu og tollgæzlu, t o 11- verðir. Auk þessara tvegga aðalflokka eru enn nokkur umboðsmál, sem nefnd- in telur rétt, að falin sé öðrum mönnum en sýslumönnum og toll- vörðum«. Störf lögmanna. Um þau farast nefndinni svo orð: Lögmenn gegna öllum dómara- störfum, hver í sínu umdæmi. Telj- ast þar til dómsmál i þrengra skiln- ingi, þau er til lykta eru leidd með dómi, hvort heldur eru einkamál, sakamál eða lögreglumál, og r^ttar- rannsóknir í sakamálum og lögreglu- málum, þó að málssókn sé eigi hafin eða látiu niður falla. Þó er gert ráð fyrir, að lögreglustjórar (sýslumenn) geti tekið fyrir lögreglumál, þannig að þeir taki við skýrslum þeirra manna, er um sakarefni geta borið, þó án eiðtöku, svo og taka á móti sektarframboðum í þessum málum, svo sem siðar verður vikið að. En sé sekt eigi framboðin, gangi málið jafnan til lögmanns. Auk framantaldra eiginlegra dóms- mála, hafa lögmenn á hendi dóms- mál í rýmri merkingu, en þar til teljast skiftagjörðir, fógetagjörðir og uppboðsgjörðir. Lögmenn eru skiftaráðendur hver í sinu lögdæmi, en geta látið sýslu- menn framkvæma juppskriftar- og virðingargjörðir bæði i þrotabúum og öðrum, og skifta til fullnaðar óbrotn- um búum. Risi ágreiningur við þessar gjörðir, bókar sýslumaður framkomin mótmæli, en lögmaður úrskurðar. Kyrsetningargjörðir og forboðs- gjcrðir, útburðar- og innsetningar- gjörðir framkvæmir lögmaður. Al- meDnar fógetagjörðir, fjárnám eftir dómum og lögtak og fjárnám án undanfarins dóms eða sáttar skal fela sýslumönnum. Framkomin mót- mæli gegn þessum gjörðum skulu þeir úrskurða, en þeim úrskurði má skjóta til lögmanns, þó getur slíkt málskot eigi stöðvað gjörðina. Lögmaður kveður upp alla úr- skurði í uppboðsmálum, hvort held- ur eru nauðungaruppboð eða frjáls uppboð. Að öðru leyti framkvæmir sýslumaðúr uppboð og undirbýr þau. Ennfremur skal lögmönnum falinn þinglestur skjala, færsla eignarskjala og veðmálabóka, og láta þeir skatt- heimtumönnum í té eftir bókum þessum nauðsynlegar skýrslur til að semja tekjuskattsskrá og húsaskatts- skrá. Þá skulu og lögmenn kveðja stefnuvotta og úttektarmenn. Lögmenn fara tvær aðalferðir á ári til embættisverka i lögdæminu og taka þá fyrir og leiða til lykta, eftir því sem við verður komið, mál þau, sem fyrir liggja. Hagkvæmast virðist, að fyrri ferðin sé farin í seinni hluta júnímánaðar og fyrri hluta júiimánaðar, en seinni ferðin í september eða októbermánuði. Sjálfgefið er að það fer eftir mála- fjölda, hve laugan tima ferðirnar taka. Milli aðalferða fer dómarinn aukaferðir, þegar nauðsyn krefur, til að (taka fyrir sakamál og önnur mál, er eigi mega dragast til næstu aðalferðar. Hin umboðslega skifting landsins í þing kemur einnig við dómsmál að þvi leyti, að nefndin vill, að hvert þing sé þinghá fyrir sig, þann- ig, að þiughár séu framt að helm- ingi færri en nú; gjörir það lög- mönnum embættisreksturinn talsvert hægri, án þess að“auka almenningi fyrirhöfn að muu. Breyting á sáttaumdæmum þykir nefndinni eigi ástæða tii að gera, en það virðist hættulaust að auka vald sáttanefnda, þannig að þær geti kveð- ið upp úrskurð i öllum skuldamálum, þegar kærði viðurkennir skuldina rétta án tillits til upphæðar skuldar- innarc. Laun lögmanna vill nefndin ákveða 4000 k r. og skrifstofukostnað ut- an Reykjavíkur 1300 kr., en í Rvik 3000 kr. Auk þess eiga þeir að fá ferðakostnað greiddan 2000 kr. á ári. Störf sýslumanna. Um þau segir nefndin: Svo er til ætlasr, að sýslumenn hafi á hendi öll almenn umboðsmál i héraði, að þeim sé falið megnið af umboðsstörfum, er sýslumenn nú annast, að fráskildum þeini stðrfum, sem tollvörðum eru ætluð og fáein- um öðrum, auk þeirra staifa sem hreppstjórar gegna nú, svo og að afskifti þeirra af skiftamálum og fógetamálum verði verulegum mun meiri en hreppstjóranna nú. Það er því auðsætt, að þessum mönnum verður trúað fyrir mörgum og áríð- andi störfum, svo að miklu varðar, að þeir séu hæfir menn og vel færir til að leysa þan af hendi á fullnægj- andi hátt. Þurfa þeir að hafa all- víðtæka þekkingu á löggjöfinni, sér- staklega þeirri, er að störfum þeirra lýtur, svo að tæplega verður gert ráð fyrir, að menn alment geti leyst þau af hendi svo vel sé án sérstaks lögfræðisundirbúnings, þó að þeir að öðru leyti hefðu fengið sæmilega almenna mentun eða sérmentun í öðrum greinum. — Það er þó eigi ætlun nefndarinnar, að heimta þurfi af þessum mönnum fullkomið lög- fræðispróf, en hún telur að nægja mundi 1 vetrar námskeið við lög- fræðisdeild háskólans, og hefir nefnd- in ástæðu til að ætla, að það væri eigi verulegum vandkvæðum bundið, að setja á stofn þvílíkt námskeið. Próf, að afloknu þessu námi, með sæmilegum vitnisburði ætti þá að vera næg trygging þess, að hlutað- eigendur hefðu aflað sér svo góðrar IÐUNN, 1. og 2. hefti þ. á. kemur út i einu lagi i september og verður þá sent með póstkröfu um landið. Útgefandi. r Tilkynning Nýjar vörubirgðir eru nú komnar til V. B. Ji. af flestum nú fáanlegum Vefnaðarvöru m, í fjölbreyttu úrvali. Y«gna tímanlegra innkanpa getnr verzlunin boðið viðskiftamönnum sin- um þau beztu kaup sem völ verður 4 i ár. Ennfremur befir verzlunin: Papp og ritföng, Sólaleður og skósmíða vörur. Vandaðar vörur. Ódýrar vörur. Verzlunin Björn Kristjánsson, Reykjavík. V________________!_____________________________________/ Orðsending frá Netjaverzlun Sigurjóns Péturssonar Hafnarstræti 16. Símnefni: Net. Símar: 137 og 543. TJtgerðarmenn! Þeir er næsta ár þurfa að brúka: »Snyrpinætur«, »Snyrpilínur«, »Snyrpuspil«, »SíIdarnet«, »Selunganet«, »Laxanet«, »Þorskanet«, »Ádráttarnet«, Línur frá 1 pd. til 6 pd., Öngla, Ongultauma, Lóðarbelgi, Segldúk úr Hör og Bómull, ættu að leita upplýsinga hjá uudirrituðum sem allra fyrst — sem hefir beztu sambönd — og getur því selt ódýrast. Virðingarfylst Sigurjön Pétursson. lagaþekkingar, að þeim sé trúandi fyrir þessum embættum. Um fyrir- komulag prófsins mundi landsstjórn- inni falið að setja reglur, og þykir eigi þörf að taka neitt nánar fram um það hér. í sambandi við nám- skeiðið þyrfti að semja handbók, þar sem tínt væri saman með nægilegum skýriugum alt, er lýtur að störfum þessara embættismanna og þeim er nauðsynlegt að vita og ætti að leggja þá bók til grundvallar við námið. Nefndin vill þó eigi að svo stöddu gera það beint að skilyrði fyrir því, að geta tekist þessi embætti á hend- ur, að umsækjandi hafi leyst af hendi lagapróf, sem að ofan segir, því að bæði verður að telja það víst, að fyrst í stað verði ekki til menn með slíku prófi, og svo er það, að óreyndu, eigi víst, að nógu margir prófaðir menn verði til i öll embættin á hverjum tíma, þegar fram líða stundir. Það yrði þá, meðan svo stendur, að skipa í embættin hæfustu mennina, er kostur verður á, þó að eigi hefðu þeir tekið próf, en sjálfsagt þykir, að þeir, er lokið hefðu prófinu, væru teknir fram yfir aðra. Og ef svo reyndist, að völ yrði á nægilega mörgum prófuðum mönnum, væri kominn tími til að gera prófið að skilyrði fyrir því að verða skipaður I þessi embætti. Nefndin telur lík- legt, að námskeið það, er hér ræðír um, mundi verða allvel sótt og ekki mundi þess langt að bíða, að ptóf- aðir menn fengjust i öíl embættin. Samkvæmt því sem að framan er sagt, er ætlast til að störf sýslumanna verði þau, er nú skulu talin: 1. Löore^lustjórn, hið almenna eft- irlit með að lögunum sé hlýtt, eftir- grenslun lögbrota og rannsóknir til

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.