Ísafold - 19.08.1916, Blaðsíða 2

Ísafold - 19.08.1916, Blaðsíða 2
IS A F O L D undirbúnings sakamála og lögreglu- mála; sýslumönnum sé falið að setja grunaða menn í höft og hafa faá í haldi þangað til þeir verða leiddir fyrir dómara, taka lögregsluskýrslur af vitnum og grunuðum mönnum og taka á móti sektum í almennum lögreglumálum og útkljá slík mál trl fulls, ef lögákveðið hámark sektar fyrir brotið fer eigi fram úr 200 kr., og kærandi, ef nokkur er, sam- þykkir, en ella sé málinu skotið til lögmanns. 2. Skijtamdl. Uppskrift og virð- ing dánarbúa, þrotabúa og annara búa í umboði lögmanns og fullnaðarskifti á óbrotnum búum og yfirleitt öll þau störf við skifti, sem eru um- boðslegs eðlis. En öllum ágreiningi við skifti eða út af skiftum sé skotið til lögmannsúrskurðar. 3. Fógetagerðir. Almennar fó- getagerðir, f járnám eftir dómum, lög- tök og f járnám, án undánfarins dóms eða sáttar, skal fela sýslumönnum; framkomin mótmæli gegn þessum gerðum skulu þeir úrskurða; en þeim úrskurði má skjóta til lögmanns; þó getur slíkt málskot eigi stöðvað gerðina. 4. Uppboðsmál, Auglýsingog birt- ing nauðungaruppboða og strandupp- boða, og uppboða á þrotabiium og dánarbúum, er eigi er gengið við arfi og skuldum, svo og annara upp- boða, ef þess er krafist; samning uppboðsskilmála, þó eigi á einkaupp- boðum, nema þess sé krafist; upp- boðshaldið sjálft, innheimta uppboðs- fjár á strauduppboðum, og uppboð- um í áðurgreindum búum, svo og á öllum uppboðum, er haldin eru, að ráðstöfun hins opinbera. Um mót- mæli og úrskurði, við uppboðið, fer sem við fógetagerðir. 5. Notaridlgerðir. 6. Skattheimta. Sýslumenn inn- heimta manntalsbókargjöld öil, þau er nú eru, ábúðar- og lausafjárskatt, tekjuskatt, húsaskatt, hundaskatt og alþýðustyrktarsjóðsgjald, svo og auka- tekjur fyrir störf þau, er þeir inna af hendi, gjöld fyrir leyfisbréf, er þeir láta úti, og bjargráðasjóðsgjöld, samkvæmt lögum nr. 45, 10. nóv. 1913; ennfremur sektir, nema toll- sektir, og aðrar óvissar tekjur lands- sjóðs. Fyrir þessum innheimtum geri þeir reikningsskil, á þann hátt, sem lög mæla fyrir. 7. Gerðir allar við skipströnd, þær er eigi þurfa að koma til dómara aðgerða. 8. Löqskráning skipshafna i og úr skiprúmi. 9. Heilbriqðismál, í samvinnu við héraðslækni og hreppsnefndir. 10. Afgreiðsla leyfisbréýa til at- vinnureksturs, borgarabréfa, til verzl- unar og iðnreksturs, leyfisbréfa far- andsala, skipstjóra-, stýrimanna- og vélstjóraskirteini, og lausamensku- leyfi. 11. Afgreiðsla annara leyfisbréýa: til að vera fullveðja, til að sitja í óskiftu búi, skilnaðarleyfi hjóna að borði og sæng, og önnur leyfisbréf, sem sýslumenn afgreiða. 12. Loggilding atvinnubóka. 13.' Tilnejning matsmanna og skoð- unarmanna utan réttar. 14. Landskijtamál, samkv. 1. nr. 43, 10. nóv. 1913. Sýslumaður sé formaður yfirmatsmanna. 15. AJgrieðssa vegabréýa. 16. Afgreiðsla vottorða um upp- tuna innlendrar vöru. 17. Eftirlit með ómyndugra ýé og fjárhaldsmönnum ómyndugra í um- boði yfirfjárráðanda. 18. Skýrslur, er sýslumenn og hreppstjórar nú afgreiða til stjórnar- ráðs og hagstofu, aðrar en dóm- skýrslur, skiftaskýrslur, skipaskýrslur og yfirfjárráðaskýrslur. 19. Borgaraleg hjónavíqsla. 20. Hjónaúilnaðarmál. 21. Formannsstörj í skattanefnd. 22. Eignarnám verzlunarstaða í kauptunum. Mótmæli úrskurðar lög- maður. Yfirleitt er ætlast til, að sýslu- mönnum verði falin öll þau umboðs störf í héraði, sem sýslumenn hafa nú á hendi, og eigi eru sérstaklega falin öðrum starfsmönnum, Umskipunsýslumannahefirnefndin komist að þeirri niðurstöðu, að hag- kvæmast ,væri að haga henni svo, að embættin séu auglýst af stjórnarráð- inu og umsóknir stílaðar til stjórn- arráðsins, en sendar sýslunefndum, og kjósi þær úr 3 af umsækjendum, ef fleiri eru, en stjórnarráðið skipi einn jf þeim 3 í embættið. Um laun sýslumanna segir nefnd- in, að með því að þingin séu svo lítil muni embættisrekstur þeirra eigi taka nema nokkurn hluta starfs- krafta þeirra, svo að þeir geti stund- að aðra atvinnu við hliðina. Telur hún þvi launin sæmileg þannig: 1. fl. 2 þing með 800 kr. árslaun. 2.-24 — — 480 — — 3- ¦ SS — — 360— — 4. - 18 — — 240 — — í Reykjavík, á Ákureyri og ísa- firði gerir nefndin ráð fyrir að fela megi tollvörðunum sýslumannastörfin, án sérstakra launa fyrir þau. Nokkurar aukatekjur eiga sýslu- menn hins nýja tíma að hafa. Stðrf tollvarða. Þau eiga að tillögum nefndarinn- ar að verða: a. Innheimta aðflutningsgjalds, toll- gæzla og reikningsskil fyrir þess- ari innheimtu. b. Afgreiðsla skipa, innheimta af- greiðslugjalds, vitagjalds og hafnar- gjalds, svo og reikningsskil fyrir þessum gjöldum. í Reykjavík býst þó nefndin við, að bæjar- stjórnin skipi mann, til að inn- heimta hafnargjöldin, og verði honum launað úr hafnarsjóði. c. Firmaskrásetning og önnur störf samkvæmt firmalögunum. d. Mæling skipa, og skrásetning, sé falin tollvörðunum í kaup- stöðunum, Reykjavík, Akureyri, ísafirði og Seyðisfirði, og sé það á valdi skipaeigenda, á hverjum stað þeir kjósa að láta skrásetja skip sín. Talið er sjálfsagt, að tollverðir setji tryggingu, er gild verðurtekin, fyrir innheimtum, sem þeir hafa á hendi fyrir landssjóð. Laun eiga tollverðir engin að fá föst, en hafa í kaup hundraðsgjöld- in af tollunum, skipagjöld 0. s. frv. Auk þessarar skiftingar á störfum núverandi sýslumanna leggur nefnd- in loks til, að yfirjjárráð ómyndugra á öllu landinu verði falin einum manni, yfirfjárráðanda, busettum í Reykjavík með 3500 kr. árslaunum auk skrifstofukostnaðar. Slysför Hinn 10. f. mán. hvarf stúlka frá Hrauni í Grindavík. Þórunn Jóns- dóttir, ættuð af Mýrum. Var henn- ar viða leitað, en hiin fanst loks þann 12. ágúst rekin af sjó, ekki langt írá Hrauni. Islenzk menning og þýzk. íslendingur, sem dvalið hefir 14 ár í Þýzkalandi, sagði mér nýlega að hann hefði stöðugt lesið þar íslenzk blöð, en aldrei myndi hann, að pau hefðu sagt rétt ýrá nokkrum atburði í Þjzkalandi. Sjálfsagt hefir hann þá ekki tekið tillit til allra einföld- ustu frétta, mannsláta 0. þvíl. Eg er hræddur um að ofmikið sé satt i þessu. Þjóðverjar þekkja oss og land vort manna bezt, og segja svo rétt frá flestu er að íslandi lýtur að yarla sézt stafvilla í mannsnafni, en vér erum svo ófróðir um þá að minkun er að. Að minsta kosti verður ekki annað séð á blöðunum. Það má ekki minna vera en að vér látum Þjóðverja njóta sannmælis og séum ekki að breiða lit lygi og last um þá, mennina sem vilja efla sóma vorn á alla lund flestum framar. í »Vísi« stóð nýlega grein: »Þýzka menningin* og er þar bor- in saman tala glæpamála í Þýzka- landi og Englandi »um 10 ára skeið« (hvaða 10 ár?) og er sagt að tarið sé eftir þýzkum heimildum, sem þó eru ekki tilgreindar. Höf. telur að á þessum 10 árum hafi þessi glæpamál komið fyrir i Þýzka- landi og Englandi (Stóra-Bretlandi?): " « ._ e ~ c •; « -« bo H a w 00 "-> o XO 4» ._ E -« -« T3 a « « N A OO x^ O 3 . . e . _ SiG __ £ -« _. <u B "S > "W g -rt g a o •** £? J2 *« J " ^ Z 2 ^3 Já, mikill má munurinn vera ef hér er rétt farið með. Að vísu biia um 65 miljónir manna í Þýzka- landi og að eins 45 mill. í Bret- landi, en þó tekið sé tillit til þessa er munurinn svo mikill, að hann er næsta lygiiegur, og lygilega gott sið- ferðið í báðum löndum, sérstaklega þetta Paradísar-ástand 'i Bretlandi. Því mfciur hef eg ekki i hönd- um nákvæmir skýrslur um glæpamál i ýmsum löndum pg efast um að þær séu hér til. Aftur á móti em nákvæmar skýrslur til um Þýzka- land. Hið helzta sem eg hef fund- ið viðvíkjandi þessu máli og bera má saman er þetta: Bulletin de l'Institut internationale de Statistique 1903 telur:8) Á árunum 1896—1899 voru að meðaltali dæmdir sökum glæpa og lögbcota samtals: 1 Þjzkalandi 469.133 menn eða 877 aJ 100.000 íbúum. 1 Englandi 614.636 menn eða 1529 af 100.000 íbúum. 1) I blaðinu stendur nauðungar- mál. 2) Eg er ófróður í þessum efnum og get því heimilda minna, sem eg að öðru leyti vísa til. / Frakklandi (1910)a) 694.441 menn eða 1J42 aý 100.000 íbúum. Að samtölu eru þá glæpir og lög- brot nalega hálýu tíðari í Englandi os; Frakklandi en Þýzkalandi og ekki verður talá glæpamanna á Bret- landi minni þó farið sé eftir The Statesments Yearbook (1914). Hiin telur að 1912 hafi verið dæmdir: fyrir meiriháttar yfirsjónir (indictable offences)...... . 50.448 — minni yfirsjónir (non indict. off.)..... 792.401 samtals dæmdir árið 1912 842.849 Fyrir brunamál voru dæmdir: A Þýzkal. 492 eða 0.9 af 100.00 íb. - Engl. 58 — 0.1 - 100.00 — Fyrir skemdir á eignum voru dæmdir: ÁÞýzkal. 13.011 eða 24 af 100.000íb. - Engl. 12.473 — 31 - 100.000 ib. F^rir meiðsl og áverka (lezione personale) voru dæmdir: á Þýzkal. 116.786 2)e. 218 af 100.000 íb - Engl. 31.^47 eða 78-ioo.oooíb. Af þessu verður eigi mikið ann- að ráðið en að sumir glæpir séu tíðari á Þýzkalandi, aðrir á Bretlandi, því erfitt er að bera saman ólík lönd með ólíkri löggjöf og ólíkum skýrslum. Því miður hef eg ekki skýrslur frá Bretlandi um nauðgunar- mál o. þvíl. en hitt er auðséð, að eitthvað er bogið við tölurnar í »Vísi«. Því fyrir nauðgunarœál m. m. (Unzucht und Nothzucht) vóru að meðaltali dæmdir árlega á Þýzka- landi árin 1903—1907, 5413 menn.8) Eg býst við að Bretland standi ekki langt að baki í þessum efnum þrátt fyrir alia guðhræðsluna. Þ6, þessar upplýsingar séu ekki svo rækilegar sem skyldi ættu þær að nægja til þess að sýna að þessi Vísis-grein er rugl eitt.4) Hún stingur í stúf við þýzku greinarnar um ísland. Þar sést þýzka menningin margfróð, sannorð og nákvam, en eftir slíkum greinum sem þessari að dæma, ætti íslenzka menningin að koma fram í því, að hlaupa athugunarlaust með hverja lygasögu. í sambandi við þetta verður mér að minnast á ummæli og fregnir blaða vorra um Norðurálfu-ófriðinn, Þjóðverja og bandamenn.sem eruaðal- lega eftir enskum heimildum, og hins- vegar af hryðjuverkum Þjóðverja og grimd. Mér virðist að flestar af þessum fréttum séu líkar Vísis-grein- inui, ýmist einhliða eða algerlega rangar. Eg hef litið j opinberar skýrslur um hryðjuverk Þjóðverja og bandamanna í ófriðnum og eg sé þar engan mun. Hermenn allra hafa haft hverskonar óhæfu íframmi, og hvernig á annað að vera er fjöldi miljóna manna safnast saman. Slíkt hefir ætið fylgt hernaði frá elztu tímum.Sþví ætíð eru misjamir sauð- ir í mörgu fé. Eg sé heldur ekki að bandamenn geti svarað mjög djarft úr flokki hvað yfirgang snert- ir við smáþjóðir, sem þeir þykjast þó öllum fremur vernda. Þjóðverjar réðu á Belgíu og skal eg ekki af- saka það, en hvernig hafa Bretar farið með Bua, Bretar og Rússar með Persiu, bandamenn með Grikkland, og taka ekki Bretar skipin hér á ferðum milli hafna o. s. frv.f Það er v'st óhætt að segja, að allir þessir góðu herrar spyrji hvorki um lög né sanngirni, heldur að eins um eigin hag og boimagnið. Hnefa- réttinn nota þeir allir hispurslaust. En eitt hefír striðið kent öllum svo ekki verður um villzt: Um stór- þjóðirnar vissi enginn áður hver þeirra ætti mest undir sér, en nii er það deginum ljósara, að ein skar- ar svo stórkostlega fram úr hinum að allar hinar gera ekki betur en vega á móti og þessi þjóð eru Þjóð- verjar. Þeir hafa lagt undir sig stór landflæmi, en ekki bandamenn, þrátt fyrir allar þeirra sigurfréttir, Banda- menn eru líklegahelmingiliðfleiri,hafa miklu meira úr að spila til allra hluta, sækja vörur hvert á land sem þeim sýnist og þó hafa þeir ekki getað unnið bug á Miðveldun- um eftir 2 löng ófriðarár. Og það» er hugarburður einn, að halda það5 að þetta stafi alt af þvi, að Þjóð- verjar hafi verið svo vel und'r stríð- ið biinir að vopnum og verjum.. Ekkert annað en andlegir yfirburðir Þjóðverja hafa unnið þetta krafta- verk, vísindi þeirra, hugvit og fram- sýni. Þegar öll »sund voru lokuðc bjuggu þeir til sprengiefni úr tré,, kamfóru úr terpentinu og þegar hún fékst ekki úr einhverjum inn- lendum efnum, dúka úr illgresi, eins- konar leður og góða dúka lir papphv kátsjiik úr öðrum einfaldari efnumr áburð og sprengiefni úr loftinu og nú sigla verzlunarskip þeirra neðan- sjávar alla leið til Ameríku! Afreks- verk eru þetta, sem allir hljóta að^ dást að, og afreksverk er að rækta- svo landið að allir geti féng- ið föt og fæði, — 65 milj. maunaE Um hreysti þeirra í orustum vita allir, en herstjórn sinni eiga þeir eflaust frekar að pakka sigursæld- ina, því aðdáanlega hreysti hafa líka mótstöðamenn þeirra sýnt t. d. Frakkar hjá Vfcrdun. Það er enn öll- um hulið hver ber hærri hlut að lokum í þessari so glegu styrjöld helztu menningarþjóða heimsins, sem allar hafa mikla kosti og allar ættu að gera bandalag sín á milli, en eitt er ómótmælanlegt, að hvatf stjðrnsemi og hlýðni, ýms vísindi, hug- vit 0% herkansku snertir ber ein langf af öllum og pað eru Þjóðverjar. Guðm. Hannesson. i) L'année Sociale internationale 1913—14. 2) Af þessu voru nilega alt lítil- fjörlegir áverkar: 116.067. s) Conrads Handwörterb. und Staatswissensch. (Kriminalstatistik). 4) Þetta er ekki svo að skilja að eg telji blaðið Vísi standa öðrum íslenzkum blöðum að baki eða vera ósannorðara. Svipaðar greinar hafa víða sézt, þó sagt sé að Vestur- heimsblöðin flytji mestar fjarstæður um alt er að ófriðnum lýtur. Sáðmaðurinn. Grein með þeirri fyrirsögn flytur blaðið »íslendingur« þ. 28. jiilí um ferðalag og erindisflutning síra Har- alds prófessors Nielssonar á norður- landi í sumar. Þar segir m. a.: »Þegar Reykdælir fréttu það, að' síra Haralds væri von austur eftir, ákváðu þeir að fara þess á leit við hann, að hann héldi fyrirlestur & Breiðumýri. Varð Æann við þeirri bón. Flutti hann þann fyrirlestur i mánudaginn var. En þegar til komr var f jölmennið úr sveitinni svo mik- ið, að húsakynni nægðu ekki á Breiðumýri, þinghúsið þar riimaði ekki mannsöfnuðinn. Var þá það* ráð tekið, að fara að Einarsstöðum og halda fyrirlesturinn í kirkjunni þar. Að þessu dáðist síra Haraldur mjög og fór um það þessum orðum:: »Þennan riimhelga dag, um há- túnasláttinn, var brakandi þerrir, svo>

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.