Ísafold - 19.08.1916, Blaðsíða 3

Ísafold - 19.08.1916, Blaðsíða 3
t. < V,- IS A F O L D nóg var að starfa. Samt settu þeir þetta ekki fyrir úg, heldur létu eilífðartnálin sitja í fyrirrúmi og fjöl- mentu. Eg efast um, að annar eins áhugi og þetta eigi sér nokkurstað- ar stað, nema í Þingeyjarsýslu. Eftir þeim kynnum sem eg haíði af Þingeyingum, eru hugir þeirra svo íifar opnir fyrir öllum nýjum sannindum*. Sira Haraldur kom hingað til bæjarins úr austurförinni á þriðju- daginn var. Um kvöldið hélt hann fyrirlestur hér í Templarahúsinu um fræga, enska konu af aðaisættum, frú Sommerset, sem kunn er orðin um alt Bretaveldi fyrir líknarstaif- semi sína. Sira Haraldur Níelsson fór héðan áleiðis til Rvikur á miðvikudaginn var. Enginn vafi er á því, að af komu haDS hingað hefir leitt mikið gott. Hann hefir haft djúp áhrif á hugi margra, er hlustað hafa á er- indi hans hér. Og að þeim áhrif- um búa menn lengi. Mikil er sú breyting, sem orðið hefir í hugnm manna á fáum árum, að því er til • dularfullra fyrirbrigða« kemur og sálarrannsókna. Öllum er í fersku minni hvernig því máli var tekið i fyrstu. Nú eru menn svo áfjáðir í að kynnast því, svo pyrsíir eftir þekkingunni á því, að menn láta fáa örðugleika hamla sér frá að ná í þá þekkingu, þegar hún er fáan- leg, einkum þegar hana er að fá hjá mesta andlega sáðmanni pessa lands: Haraldi prófessor Níelssyni«. Vesturför dr. GuBm Finnbogasonar. Eins og getið var um i siðasta blaði Isafoldar kom dr. Guðm. Fkin- bogason heim úr vesturför sinni með Botniu. Hann fór héðan 22. marz í vetur og var mánuð á leið- ínni til Winnipeg. Dvaldi hann þar fyrst viku tíma, og flutti síðan 2. maí fyrlrlestur um viðhald íslenzks þjóðernis í Vesturheimi. Eftir það var hann fram í miðjan jiinf oftast á ferð um bygðir íslendinga í Ca- nada og Bandaríkjunum, og flutti þar fyrirlestur sinn 32 sinnum. Fór hann alla leið vestur að Klettafjöllum og heimótti þar Stephan G. Stephans- son og fanst mikið um. Auk þess flutti hann erindi um drengskap á tveim stöðum (í Wiunipeg og á Akra). Jóns Bjarnasonar skólinn í Winnipeg kostaði alla ferðina og var alt af einhver af styrktarmönn- um skólans með í förinni. Dr. G. F. lætur hið bezta af för sinni og lofar mjög gestrisni Vestur-íslendinga og viðtökur þær er hann hafi hvervetna fengið. Fyr- irlestrarnir voru mjög vel sóttir og áheyrn ágæt. Segir hann að eng- inn þekki íslenzku þjóðina til fulls, sem ekki hafi séð, hvernig hún reynist í hinum nýja heimi; vér eigum þar marga ágæta menn, sem geri þjóð vorri sóma. Trygðin við ísland sé innileg hjá flestum, sem héðan hafa fluzt, og íslenzkt þjóð- erni mundi enn geta haldist lengi í Vesturheimi, einkum til sveita, ef öflug samvinna væri um það meðal íslendinga vestan hafs og austan. Vér íslendingar hér heima höfum ekki gætt skyldu vorrar í því efni, þó auðsætt sé að oss má ekki á sama standa, hvað verður um þann fjórða part islenzku þjóðarinnar, sem b^r vestan hafs. — Jóns Bjarnason- ar skólinn hefir gefið út fyrirlestur dr. G. F. og þegar hann kvaddi Winnipeg, var honum haldið sam- sæti á helzta hóteli bæjarins og af- hent vandað gullúr frá skólanum. Þegar fyrirlestrunum var lokið, dvaídi dr. G. F. mánaðartima í Bandaríkjunum, í Minneapolis, Chi- cago, Detroit, New York, Providence, Boston og Cambridge. Kynti hann sér þar einkum kenslu í sálarfræði og aðferðir við vinnurannsóknir. Heimsótti hann nokkrar helztu verk- smiðjur vestan hafs, þar sem vinnu- vísindum er beitt, og talaði við suma af aðalforvígismönnum þeirra. Kvað hann sér alstaðar hafa verið vel tekið, og hafi mörgum þótt það merkilegt, að Islendingar fylgdust með í því, sem gert er í þessum efn- um í Chicago kyntist dr. G. Finn- bogason C. H. Thordarson, hugvits- manninum íslenzka, sem nú er að verða víðfrægur fyrir uppgötvanir sínar. Var hann hinn ágætasti heim að sækja. Hyggur dr. G. F., að þar sé einn af merkustu Islendingum, sem nú eru uppi. Ferðin frá New York til íslands, yfir Bergen og Kaupmannahöfn, tók heilan mánuð. Frá aldarafmæli Bókmentafélagsins Skipulagsskrá fyrir afmælissjóð þann, er Bjðm M. Ólsen prófessor gaf Bókmentafélaginu á aldarafmæli þess, er á þessa leið: 1. gr. Nafn sjóðsins er Afmælis- sjóður hins íslenzka Bókmentafélags, og er hann stofnaður af forseta Bók- mentafélagsins, Birni M. Ölsen, á aldarafmæli félagsins 15. ágúst 1916, með stofnfé 1000 kr. (eitt þúsund krónum), er hann leggur til sjóðsins. Stofnféð má aldrei skerða. 2. gr. Sjóðinn skal ávaxta í út- borgunardeild Söfnunarsjóðs íslands. Að fimtiu árum iiðnum frá þessu aldarafmæli, eða árið 1966, fellur öll upphæðin með vöxtum og vaxtavöxt- um til útborgunar i hendur stjórn Bókmentafélagsins, sem þá samstund- is skal leggja aftur inn í dtborgunar- deild Söfnunarsjóðsins hið upphaf- lega stofnfé, 1000 kr., með samskon- ar "skilmálum, þannig að stofnféð ávaxtist næstu 50 árin, útborgist sið- an með vöxtum og vaxtavöxtum árið 2016, þó svo að 1000 kr. séu þá jafnframt Iagðar inn aftur með sams- konar skilmálum til næstu 50 ára, og svo skal fara á hverjum 50 ára fresti, þannig að stofnféð rýrni aldre', en vextir og vaxtavextir fyrir hver 50 ár komi til afnota Bókmenta- félaginu. 3. gr. Sjóðurinn er eign hins ís- Ienzka Bókmentafélags og stendur undir stjórn þess. Hún annast um að fá konunglega staðfesting á skipu- lagsskrá þessari. Reikning sjóðsins skal auglýsa árlega í tímariti þvi, er félagið gefur út, og i Stjórnartíð- indunum. 4. gr. Fé þvi, sem til afnota kem- ur úr sjóðnum á hverjum 50 ára fresti, skal stjórn Bókmentafélagsins verja til einhvers þess fyrirtækis, sem líklegt er til að efla tilgang féiagsins samkvæmt 1. gr. félagslaganna, svo sem til einhvers bókmentafyrirtækis, til útgáfu ritverks, eins eða fleiri, til verðlauna fyrir rit, eða einhvers því- líks, alt eftir því, sem stjórninni þykir bezt henta i hvert skifti. Reykjavik, á aldarafmæli Bókmenta- félagsins 15. ágúst 1916. Björn M. Ölsen. Um minningarathöfnina við Rasks- minnisvarðann í Khöfn barst forseta Bókmentafélagsins svolátandi skeyti frá Þorvaldi Thoroddsen: Rask-hátiðin gekk ^el. Legstað- urinn fallega skreyttur og fagur kranz tagður á gröfina. Þorvaldur Thor- oddsen talaði, Finnur Jónsson hafði Ort kvæði. Margir íslendingar við- staddir. Thoroddsen. R Þokusúld hefir hvílt yfir hófuðstaðn- um 4 daga í senn þessa viku. Gamlir menn muni eigi svo langgæða þoku um þessar slóðir. í gær kom loks austangola og hratt hinum hvimleiða gesti btott. Her Breta, hinar ýmsu deildir að æfingum, hefir Gamla Bíó sýnt í kvikmyndum þessa viku. Er það afar- fróðleg mynd, sem vakið hefir athygli og aðdáun hvarvetna, þar sem hún hefir verið s/nd. Hjónaefni. John Fenger stdrkaup- maður og jungfrú Kristjana Zoega, dóttir Gtirs kaupmanns. Islenzku kolin. Líklega verður lítið flutt af Stálvíkurkolunum hingað til bæjarins í haust. Svo ilt að lenda þar vestra, að ókleift má heita, vegna brims, nema ef til vill í langvinnri norðanátt. Þarf að búa til höfn, áður en veru- legir flutningar geta tekist. Tvö hundr- uð smálestir eru þegar til. En einir 20 pokar komust á skipsfjöl vólbáts- ins Heru, sem vestur fór nýJega til að sækja kol — og jafnmikið í sjóinn á leiðinni út að skipinu. Skipaf regn: L i s k e n , kolaskipið, kom frá Eyja- firði í gærmorgun:- Farþegar voru Axel Tulinius fyrv. sýslumaður, Ólafur Briem framkvæmdastjóri, Viggo Bjórns- son bankaritari, Pótur Thorsteinsson kaupm., Valdem. Jónsson afgreiðslum. og ungfrúrnar Áslaug og Anna Jóns- dætur (Þórarinssonar). Hóðan fer skipið til Grænlands og tekur þar »kryolit«-farm og fer með til Kaupmannahafnar. Iðunn. Fyrsta og annaS hefti af öðrum árgangi Iðunnar koma út í einu í næsta mánuði. Messað á morgun í fríkirkjunni í Reykjavík kl. 12 á hád. síra H. N. og kl. 5 síðd. sfra Ól. Ól. — í þjóðkirkj- unni kl. 12 síra Bj. J. — Engin síð- Við Iiádegismessuna í fríkirkjunni á morgun verður vígslubiskup sfra Geir Sæmundsson fyrir altari, en síra Har- aldur Níelsson predikar. — Eins og kunnugt er, tónar vígslubiskupinn öll- um prestum betur á þessu landi. — Reykvíkingum gefst ekki oft tækifæri á að heyra rödd hans. ErL simfregnir. (frá fréttaritara ísaf. og Morgunbl.) Rússar hafa tekið Mari- ampol. — ítalir sækja fram til Triest. Vilhjálmur Þýzkalands- keisari er farinn til vest- urstöðvanna. Almenn atkvæðagreiðsla AUSTRI er eina blað landsins sem alment er lesið á öl'u Austurlandi, þvi ættu kaupmenn og heildsalar og aðrir, er vilja h,ifa viðskiftasimbönd við sem flesta landsmenn, og kynna og selja vörur sinar sem víðast, að auglýsa í Austra. Reynsia þeirra heildsölu kaupmanna, sem sezt hafa að a Austurlandi, sannar að þar er hægt að selja mikið og græða mikið. Sendið auglýsingar til blaðsins eða snúið yður til hr. Vig- fúsar Einarssonar bæjarfógetafulltrúa í Reykjavik og sernjið við hann. Ekkert blað býður betri auglýsingakjör en Austri. á að fara fram í Ðanmðrku um sölu Vesturheimseyja. Salan var samþykt í Fólks- þinginu með 68 atkvæðum gegn 48 Kaupmannahöfn 17. ág. Þjóðverjar hafa sent lið til Triest til hjálpar Aust- urríkismöiinum. Fundum í Laadsjþinginu heiir verið frestað. Kon- ungur stingur upp á að samsteypuráðuneyti verði myndað til þess að kom- ast hjá nýjum kosningum. íslandvina-timarltíð þ^zka (Mitteilung der Islandfreundé) hóf 4. ársgöngu sina í fyrra mánuði. 137 eru nú i félaginu, nokkrir hafa fallið í stríðinu eða ern dánir, t. d. próf. Gebhardt í Erlangen, þýðaudi Landfræðisögu Thoroddsens á þýzku. í þessu hefti ritar Poestion um isl.enzka konu, Kristjönu fóhönnu Briem, dóttur Gunnlaugs Briem (f 1834). Ólst hún upp i Khöfn að nokkru leyti hjá Börge Thorlacius prófessor, ferðaðist með honum viða um lönd, til Rómaborgar, kyntist þar Thorvaldsen, kyntist austurríkska skáldinu Grillparzer i Vín og giftist þýzkum visindamanni, dr. Schutz og er ætt þessi enn lifandi á Þýzka- landi. Frú Kristjana var forkunnar fögur og vakti alstaðar athygli ásér og segir Poestion frá ýmsu úr lífi hennar. Skemtileg er frásögnin um Thorlacius próf., er var svo gagctek- innjaf vísindastarfsemi sinni, að 1iann gleymdi því á sjálfan brúðkaupsdag- inn, að hann átti að kvongast. — Kunningi Poestions einn segir frá störfum hans, að Poestion hafi fyrir 35 árum byrjað að semja islenzk- þýzka og þýzk-íslsnzka orðabók, og haldi þvi enn áfram. Bækur Poestions um ísland (»Islándische Dichter« og »Eislandblviten<) munu enn koma út, auknar og endurbætt- ar. Hann befir þýtt um 40 íslenzk kvæði á þýzku i viðbót. Rit um Jón Arason heflr hann lokið við og fleira fæst Pocstion >vor góði« við. Prófessor Heydenreich ritar fróð- lega grein um þegnskylduvinnuna, Erkes i Köln um árferði á íslandi (rit Thoroddsens) og loks eru frétt- ir frá íslandi. A. J. Veiðar Svía við Island og Bretar. Sænsku blöðin fara ómjúkum orðum um Breta f) rir yfir- gangþeirra bér áI-lnnd ogaðþeif skirH banna síldarflutning iiéðan til Sviþjóð- ar. Alþýða manna í Svíþjóð stynur nú undir oki dýrtiðarinnar og síldin er aðalfæða hennar. Þessar ráðstafanir Breta koma því harðast niður á al» þýðunni. »Stockholmstidningen« segir að þetta tiltæki Breta sé ófagur yfir- gangur, sem sé eigi samboðinn þeirri þjóð, er þykist vera verndari smá- þjóðanna. Og i »Svenska Djg- bladetc segir að það sé erfitt að fara kurteisum orðum um slíka hern- aðaraðferð. »National Tidendet hefir eftir sænsku Dlöðunum að Bretar beri fyrir sig íslenzk iög sem mæla þannig fyrir, að þeir hafi forkaups- rétt að allri þeirri síld sem veiðist hér við land. Þess má ennfremur geta, að sænska stjórnin er samningi bundin við þá Svía, sem eru að veiðum hér við Island, að kaupa af þeim alla síldina fyrir 62 aura kílóið. Danska stjórnarblaðið »Politiken< skýrir frá því 3. ágúst, að sænska stjórnin hafi borið sig upp við Breta út af athöfnum þeirra gagnvart Svi- um á íslandi og að þeir ennfremur hafi smiið sér til utanríkisstjórnar Dana út af þessu. Erl. simfregnir Opinber tilkynning frá brezku utanríkisstjórninni í London. London 12. ágúst I9I6. Skýrsia Buchans um viðureignina siðustu viku, er hefst 5. ágúst árdegis: Hersveitir Ástraliumanna og hins nýja hers vors sðtti fram frá Pozieres og tóku af þýzkum skotgröfum 400—600 metra svæði á 3000 metra lengd. Þessar stöðv- ar höfðu verið hræðilega leiknar af stðr- skotalpi voru og erfitt var að treysta þær. Allan laugardaginn börðust menn vorir þarna og við ðvinina, þrétt tyrir ákafa stðrskotahrfð. Að morgni sunnudags reynda Þjóðverjar að ná undir sig töpuðu svæði með mö'rg- um gagnáhlaupum og fljótandi eitri, en þeim varð ekkert ágengt. Hinn 7. þ. m. gerðu Þjððverjnr mðrg áhlaup á oss norðan við Pozieres en græddu ekkert annað á þvi en það að vér tðkum marga fanga af þeim.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.