Ísafold - 23.08.1916, Blaðsíða 3

Ísafold - 23.08.1916, Blaðsíða 3
ISAFOLD að Danir vilja losna við eyjarnar, að brytt hefir á uppreisnaranda meðal Svertingjanna, Hamilton nokkur Jackson (nokkurs konar Ólafur Frið- riksson) hefir fengið socialista-ment- un hér í Kaupmannahöfn, og gefur nú út lítið blað meðal Svertingja þar vestra. Varð svo mikið um ys í liði þeirra í vetur, að Danastjórn varð að senda þangað herskip — svona til þess að vera við öllu búin. Nú (þ. 10. ág.) situr þingið á rök- stólum, og ræðir fyrir luktum dyr- um hvað gera skuli. Þykir það lík- legt að salan koœist á, en stjórninni verði vikið frá — fyrir ósannsögli. Kaupm.höfn 10. ágúst 1916. Ný guðspekisbök. Annie Besaní: Lifsstig- inn. — Þýtt hefir Sig- Kr. Pétursson. — Prent- smiðjanGutenberg 1916. Það er ekki langt síðan, að guð- spekis-hreyfingin barst hingað til lands, rösk 3 ár. En á þessum til- tölulega stutta tíma hefir þó nokkuð orðið ágengt í þvi, að útbreiða skoð- anir guðspekinga. Fyrirlestrar hafa verið haldnir bæði í Reykjavík og á Akureyri af útlendingum, sem hing- að hafa komið i því augnamiði, að fræða menn um hin almennu atriði í þessari mikilsverðu fræðigrein og hefir það haft mikinn og ómetan- legan árangur. Nokkur smárit hafa og verið gefin út á íslenzku um þessi efni. En alment heildaryfirlit yfir kenningar guðspekinnar hefir eigi komið fyrir almennings 'sjónir fyr en nú í þessari nýju bók eftir forseta Guðspekisfélagsins, frú Annie Besant. Eg er eigi fær um að gagnrýna þessa bók og mér finst það eiga alls ekki við; það verður, og á að vera, hlutverk hvers lesanda út af fyrir sig. Hann á að gera sér glögga grein fyrir hverju einu i bókinni og reyna að komast að ákveðinni nið- urstöðu um gildi þeirra skoðana, sem þar eru fram settar. Bókinni er skift í sex kafla eða fyrirlestra, höf. hélt fyrirlestra þessa í Adyar á Indlandi, höfuðstöðvum Guðspekisfélagsins, árið 1909. Fyrsti fyrirlesturinn svarar spurn- ingunni um það: »Hvað er guð- hjá þér? Við getum gert áætlun um, hve lengi þú gefur við þessi hús«. Gisli snarast upp i garðann. »Já, ekki held eg, að eg meini þér það«. Þeir ganga upp í tóftina. Gísli stanzar, er hann hefir mælt heyið með augunum. »Handa hve mörgu ætlar þú þetta?« »Þessn, sem þú sérð hérna í hús- unum, Gísli minn«. »Ertu þá eins birgur við hin húsin ?« »0-já — það held eg«. »Hvað ætlarðu þér með alt þetta hey?« »Eg ætla mér að eiga nóg fyrir mig á meðan eg lifi — vera birgur -— öruggur hvað sem i skerst«. »Það er svo. Þú ætlar að eiga það til þess að storka okkur, til þess að geta notið ánægjunnar af því, að sjá okkur sálga fénaði okkar út úr neyð, og standa sjálfa tómhenta, eignalausa með skömm í þokkabót. Er það meiningin? Eg sé ekki ann- að. Þú hugsar ekki um annað en að safna heyjum, á meðan við hinir vinnum baki brotnu, leggjum alt í sölumar, til þess að geta unnið sem speki?« Hún skýrir þar í ljósum dráttum frá upprisu guðspekinnar i þeirri mynd sem hún hafi birzt nú og ástandinu í heiminum við komu hennar. Er þessi fyrirlestur um leið inngangur að hinum fyrirlestrun- um. Annan fyrirlesturinn nefnir hún: »Lifsstigann«, þ. e. Jakobsstiginn, sem stendur í jarðneskri moldu og hverfur sýn vorri upp í himinljóm- anum. Hún segir þar, að alt sé í eilífri framþróun, steinar og málm- ar, jurtir, dýr og menn, og bendir á að allar vitsmunaverur standi ein- hversstaðar, hærra eða lægra, í Jakobs stiga Þá er þriðji og fjórði kaflinn um »endurholdguna«. Sá fyrri um: »Hvers vegna er endurholdgunin oss nauðsynleg?* og sá fjórði um: »endurholdgunina og gátur lífsins*. Eru kaflar þessir mjög greinilegar skýringar á þessum náttúrulögmál- um. Fimti kaflinn er um »orsaka- eða afleiðingalögmálið eða karma«. Með skýringum sínum á þessum tveim náttúrulögmálum (endurholdguninni og karma), hefir guðspekin svarað öllum ráðgátum lífsins og gert það skiljanlegt. Með þeim er sýnt, að alheiminum er stjórnað með réttlæti og kærleika, en ekki — eins og mörgum hefir fundist — með órétt- læti og rangsieitni. Síðasti kaflinn er um líf vort í hinum þrem heimum. Er þar sýnt, að vér beitum áhrifum 'vorum á þrennan hátt í senn: Framkvæm- um i efnishéiminum, finnum til i sálarheimum og hugsum í hugheim- um, en höfum ekki fulla vitund nema í efnisheiminum. Með þessari bók er þeim, sem eigi geta lesið útlend mál, gefinn kostur á að kynna sér þetta stórfelda og guðdómlega fræðikerfi og vona eg að hún gefi mönnum svo mik- inn og góðan forsmekk, að þá langi til að ganga hraðara en áður leiðina upp að musteri vizkunnar — að fót- um hinna guðdómlegu fræðara. Um höfund bókarinnar ætla eg ekki að segja neitt að þessu sinni. Bókin sýnir betur en nokkur orð fái lýst, hve miklum hæfileiknm hún er gædd — hve víðtækur og háfleyg- ur andi hún er, en eg get þó eigi bundist þess að segja það, að hún á eflaust engan sinn jafningja nú meðal manna. mest að jarðabótum, byggingum og öðrum framförum. Eg var nú ann- ar hæstur með túnasléttun hérna í sýslunni í vor. — En þú, hvað gerir þú? — Kastar úr nokkrum þiifna- kollum annað hvort ár — og búið er. Þakkandi er þér, þó þú getir átt hey. Og mér finst það ekki nema blátt áfram og eðlilegt, að þú hjálpir okkur, sem eitthvað gerum, um heytuggu, þegar okkur bráðligg- ur á því«. Friðfinnur hafði slengt sér niður í laust hey i geilarendanum og stang- aði úr tönnunum á sér með strái og Irorfði stöðugt á Gísla, meðan hann talaði. »Eg held eg geri það nú ekki i þetta sinn«, sagði Friðfinnur hægt og gætilega. — »Eg vona, að. þú takir mér það ekki illa upp. Við höfum alt af verið heldur til vina og eg vildi eins vel að það héldist«. »Það sér á. Eg kalla það góðan vin, sem vill ekki hjálpa manni i harðindum og bágindum, — vill það ekki, þó hann geti«. Gísli hreytti orðunum niður yfir Friðfinn. »Ó-nei, Gísli minn. Þetta er mis- skilningur hjá þér. Eg vona, að þú Þýðingin er ágætlega gerð afSig. Kr. Péturssyni og á hann þakkir skyldar fyrir að hafa stutt svo drengi- lega að því, að íslenzk þjóð fengi þessa ágætu bók. GuÖspekisvinur. Eg minnist þess ekki að hafa neitt séð um bók þessa í blaðinu »ísa- foId« og þess vegna bið eg það fyrir þessar línur. H ö f. Kvæöið til Þýzkalands eftir Sigurð skáld Sigurðsson, sem birtist i blaðinu i dag, hefir ísafold eigi viljað útiloka frá birtingu, þótt eigi geti blaðið skrifað undir alt hið mikla lof, sem þar er beint til Þjóð- verja. Þýzka þýðingin, eftir dr. Alex- ander Jóhannesson, mun vera fyrsta tilraun gerð af íslendingi á þýzkt mál, þar sem stuðlum og höfuðstöf- um er haldið. Mannslát. I fyrrinótt andaðist á Landakots- spitalanum eftir langa vanheilsu Santáel Kristjánsson bóndi á Hjálms- stöðum í Eyjafirði, maður á fimt- ugsaldri. — Hann var greindur vel og drengur hinn bezti, og er því sárt saknað af öllum, er hann þektu. Lætur eftir sig ekkju og 4 börn, öll í ómegð. Frakkneski konsúllinn herra Al- fred Blanche fer héðan í kvöld með Botníu alfarinn, ásamt fjölskyldu ainni. Hóðan fylgja honum og fólki hans hinar samúðarfylstu árnaðaróskir allra er viðkynning hafa átt við konsúls- fólkið. Skipafregn. B o t n í a fer hóðan í kvöld til út- landa með fjölda farþega. Meðal þelrra eru Einar Benediktsson skáld og frú hans, Gunulaugur Claessen læknir og frú hans. Olafur Hjaltesteð, Bærentzen verzlunarfulltrúi. G u 11 f o s s kom hingað í gær- morgun. Meðal farþega voru Tómas Tómasson ölgerðarmaður, Þorvaldur Pálsson læknir, frú Laura Finsen, jungfrú Þórunn Thorsteinsson (skálds), Gullfoss fer snöggva ferð vestur og norður um land á föstudaginn, og kemur aftur hingað þann 5. sept. — Margir Keykvíkingar œtla að nota þessa þægilegu ferð til að bregða sór til höfuðstaðar Norðurlands. B i s p , leiguskip landsstjórnarinnar fór héðan í fyrradag áleiðis Vestur heims. Hörmnlegt slys vildi til í gær við hafnargerðina. Járnbrautarlest hafnar- gerðarinnar ók yfir litla telpu við Sláturfélagshúsin. — Sneiddu lestar- hjólin annan fótinn af fyrlr ofan ökla, en hinn fóturinn mölbrotnaði, svo að það varð að taka hann af, er á sjúkrahúsið kom. Þar að auki tví- brotnaði annað lærið og mikil meiðsl urðu á höndum. Þrátt fyrir öll þessi miklu meiðsl hafði telpan meðvitund, gat sagt til nafns, — sagðist heita Lauga og eiga heima í Bjarnaborg. Þeir læknarnir Sæmundur Bjarn- hóðinsson prófessor og Matthías Einars- son gerðu að meiðslunum. Þegar á leið nóttina dró af barninu og andaðist það undir morgun. Landskjálftakippa tveggja varð vart hér í bæ snemma á laugardags- morguninn, annars kl. 4.40 og hins um kl. 6. Austanfjalls fundust og þessir kippir og voru þar æði snarpir. skiljir mig seinna, þótt þú skiljir það ekki nú. — Nú ertu reiður. Eg veit það«. »Því skyldi maður ekki reiðast slíkum stirðbusaskap af vinum sín- um — sem maður heldur«. — »Það er nú sama, Gísli minn. Eg ætla mér nú að reyua að kenna þér. — Eg veit það ógn vel, hvernig eg er þokkaður hér i sveit — hefi oft hugsað um það. Eg hefi fundið til þess, hvernig menn hafa öfundað mig af heyjum minum vor eftir vor, heyi, sem eg hefði getað selt marg- földu verði. En eg hefi haft nóg fyrir mig samt. Ar frá ári hefir mig furðað meira og meira, að öfundin, sem hefir lent á mér, skuli ekki geta kent þeim sveitungum mínum. Þeir hafa bara beðið tjónið, borið það eins og sjálfsagðan skatt, sem landið legði á þá. A mér hefir lent hatrið. — Eg hefi ekkert getað kent þeim. Nú ert þá ungur og nýr á nálinni. Eg ætla að reyna að kenna þér — kosti hvað það kosta vill. — Eg hugsa oft til ykkar framfararcann- anna. Eg ætlaði mér það víst líka hér einu sinni, að lenda í þeirra hóp. Svo varð ekkert úr því — eg Erl. símfregnir (frá fréttaritara Isaf. og Morgunbl.). Kaupmannahöfn, 18. ágúst. Frakkar sækja frana hjá Maurepas. ítalir eiga að eins 25 enskar mílur eftir ótarn- ar að Triest. — Kuzski er orðinn yfir- hershöfðingi rússneska liðsins á norðurvígstöðv- unum. Skovboe, varaprófastur á „Grarði", er látiun. Kaupmannahöfn 21. ág. — Frakkar hafa tekið Fleury aftur. Bretar sækjá fram hjá Foureaux-skóginum. Búlgarar sækja fram í Grikklandi í áttina til Ka- valla. Brussiloff hershöíðingi heflr tekið samtals 350,000 fanga síðan haim hot sókn- ina gegn Austurríkis- mönnum. — Ðana konungur heflr kvatt til sín fulltrúa allra stjórnmálaflokka í Ríkis- deginum til þess að reyna að koma á samsteypuráðu- neyti. Vilhelm Wiehe leikari er látinn. Kaupmannahöfn 22. ág. Beitiskipunum Nothing- ham og Falmouth hefir verið sökt. 38 menn fórust. Tveimur þýzkum kafbát- um hefir verið sökt. Flugmaðurinn Brinde- jong féll úr lofti við Ver- dun og beið bana. veit það. Og eg skil ykkur; skil ykkur þó ekki«. — »Eg skil þig heldur ekki«, mælti Gísli. Hafði hann nú skift litum og var sem hann byggút til brott- ferðar. »Eg skil ekki aðferð þina, hugsunarhátt eða skaplyndi«. — »Jæja — eg get þá sagt þér mein- ingu mína, eins og hún er. — Eg veit það ógn vel, að þú ert einn af þessum mönnum, sem hefir fengið mentun — þú ert búfræðingur, — en þú kant ekki að bua. — Eg er gamall. Þegar eg var ungur, þá hefði eg viljað fara i skóla. Og hefði eg ekkert lært þar annað, en að verða ekki heylaus, þá hefði eg aldrei iðrast eftir því. Eg brendi mig, en eg brendi mig lika svo, að mig svíður enn«. — Nú reis hann til hálfs upp úr hey- inu og talaði lægra. »Það var hrísbagginn á hvítasunn- unni, sem tók heilsuna frá henni Solveigu minni. — Þú ert ungur, átt vonandi eftir langt lif, mikið starf að vinna*. »Ef eg missi féð mitt, þá fer eg buTtu«, sagði Gísli og gekk fram að tóftardyrunum. — »0-nei — þú ferð ekkert — þú eit alt of góður drengur til þess — en það er stundum dýrt að læra. Menn sleppa oft ekki með skólalær- dóminn einan. — Segjum nú svo, að eg hjálpaði þér núna um hey, þá lærðir þú ekkerr i ár. Baggarnir þínir yiðu*ekki stærri að sumri, eg gæti átt von á þér að vori. Svona er það líka með þá nágranna þina. Þið þurfið allir að læra«. — »Að læra — jú, það getur verið mikið gott, en hér á það ekki heima. Eg get ekki lært það, að lifa við þýfð og ógirt tún í hrörlegum moldar- kofum og því um Hkt. Eg vil og þarf framfarir«. »Þær geta nú verið svo margs- konar, þessar framfarir, eða til hvers ætlar þú að hafa' sléttu túnin þín og timburhúsin? Er það til þess, að túnin verði fallegri í laginu, og það verði reisulegt, að horfa heim á hvítu þilin þin ? — Eg hefi alt af hugsað mér, að framfarir væru í þá átt, að við hérna, bændagreyin, gætum orðið sjálfstæðir menn, óháðir, átt okkur sjálfir, ekki verið upp á aðra komnlr í einu né neinu. Svona skil eg fram- farirnar og sjálfstæðið. — En þið leggið alt upp úr tángirðingum, slétt- um og timburhúsum, hugsjónum og ræðuhöldum. Og veiztu hvað? Mér finst framfarirnar ykkar eins og timb- urhris, sem fykur í vindi og fúnar í regni, bezt fallnar til þess, að fæða af sér skuldir og bankalán. — Eg á mig, kofana mina, kindurnar mínar og meira til. Mér er sama, hvort rignir eða blæs, fýkur eða fennir — eg á mig sjálfur — en eg er ekki framfaramaður. Eg veit það«. Gísli horfði á Friðfinn. »Alt þetta, sem eg á, öll mín efni og velgengni eru ekki mér að þakka. Það var hvítasunnuhretið, sem kendi mér«. Friðfinnur þagnaði og strauk með fætinum um tóftargólfið. — »0g þii ætlar þá ekki að hjálpa mér«, sagði Gísli. Og hann sagði það nærri út í loftið — eins og hann talaði frekar við stabbann, sem hann stóð hjá, en Friðfinn. »Þótt eg hjálpaði þér um hey núna, þá væri þér engin hjálp í því. Þú átt eftir að lifa svo mörg vor enn, en eg fer að deyja. — Hugsaðu þér, ef þú ættir eftir að búa í 35 ár og þetta gæti orðið hvítasunnuhretið þitt. — Þá bærir þú góðan hug til min í 35 vor — af því að eg hjálpaði þér ekki«. Aljgeir Kárason.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.