Ísafold - 13.09.1916, Blaðsíða 2

Ísafold - 13.09.1916, Blaðsíða 2
2 IS AFOLD asgaBSBB^aaias^gg^gB£?ga \ TJmiEiríksson M TJusíurstræti 6 □ ^sjnaðar- <3?rJona~ og Saumavörur \ § Sauöargærur hvergi ódýrari né betri. þvofía- ccj %3Crainlœfisvorur beztar og ódýrastar. JEeiRföng og <3œRifœrisgjafir hentugt og fjölbreytt. □ kaupa Ásg. 6. Gunnlaugsson & Go. Austurstræti 1, Reykjavík, selja: Vefnaðarvörur — Smávörur. Karlmanna og unglinga ytri- og innritatnaði. Regnkápur — Sjóíöt — Ferðaföt. Prjónavörur. Netjagarn — Línur — Öngla — Manilla. Smurningsoliu. Vandaðar vörur. Sanngjarnt verð. Pöntunum utan af landi svarað um hæl. af lögmönmmum, sem þeir eiga við og eru að reyna að ófrægja með staðlausum áburði, og mœl- ast við pá opinberlega og undir fullum nöfntam, þá býst eg við, að þeim muni mætt verða. En það þora þeir auðvitað ekki, hetjurnar (mér lá við að segja: geiturnar). Kunnugur. Hneykslanlegt „rétttrúnaðar“-dæmi. Hví risu dönsku biskuparnir ekki upp gegn guðlastinu? Mikið er rætt og ritað um Arboe Ra8mu8sens-málið með frændþjóð vorri. I sambandi við það mál hefir og aðskilnaði ríkis og kirkju verið hreyft af ýmsum. JKennarinn í trúfræði við Kaup- mannahafnarháskóla, prófessor 1. P. Bang hefir ritað itarlega grein móti aðskilnaði í blaðið »Köbenhavn«. I þeirri grein bendir hann á, að svo nefndir rétttrúnaðarmenn geri ja,fnaðar- lega harðar árásir á alt það, er þeir telji skynsemistrú. Leik- mönnum í Danmörku standi stuggur af orðinu skynsemistrú (rationalisme), en telji alt í góðu lagi, ef trygging sé fyrir því fengin, að menn séu nógu rétt- trúaðir. En þetta sé mikill mis- skilningur. Alþýða manna kunni að vera afsakanleg, þó að hún líti svona á, af því að hún fari eftir hrópyrðum leiðtoga sinna. En þeir hefðu átt að fræða hana um það, að margir svo nefndir skynsemistrúarmenn hafa með alvarlegum rannsóknum sínum unnið guðfræðinni, og um leið kirkjunni, mjög mikið gagn, og hrundið margs konar hleypidóm- um og hjátrú af stóli, er rétttrún- aðurinn hélt fast í. »Já, það er dálítið af skynsemistrúarmanni í sérhverjum sönnum mótmælanda. Hann heimtar skýrari rök; hann heimtar, að menn sannfæri sig. Því getur sá einn neitað, sem samsinnir öllu því, sem foringinn segir, og étur það eftir, sem aðrir halda fram«. Hins vegar sé rétttrúnaðurinn einn engin trygging fyrir því, að alt sé 1 góðu lagi. Rétttrúnaðar- maðurinn geti auðvitað verið sannur og lifandi trúmaður og fullur af áhuga fyrir fagnaðar- erindinu, og slíkir rétttrúnaðar- menn séu meðal ágætustu manna safnaðanna. En það sé engan veginn víst, að hann sé það. Honum sé mjög hætt við því, að setja skoðanir manna í stað fagn- aðarerindisins. »Fagnaðarerindið er ekki fólgið í neinu, sem menn h&fa afrekað, ekki heldur i trúar- greinum, hversu réttar sem þær kunna að vera. Slíkur maður getur prédikað lífið út úr söfnuði sínum með sinni hreinu kenning, af því að kenning hans er dauð, ekkert annað en kjarnalaust hýði. En með því er ekki alt sagt. Engin vissa er fyrir því, að skoð- anir hans séu réttar, þótt hann sé talinn rétttrúaður (ortodoks). »Ortodoksar« skoðanir hans geta verið svo rangar, svo lmeykslan- legar, að eigi þarf skynsemistrúar- mann til að hneykslast á þeim. Ykjur rétttrúnaðarins vinna eins mikið tjón og ýkjur skynsemis trúarinnar*. 0g sem dæmi þessa tilfærir prófessor Bang því næst kafla úr ræðu eftir danskan þjóðkirkju- prest, er prentuð var í kirkju- blaði Heimatrúboðsmanna (»Indre Missions Tidende«), 28. tölublaði 1915. Þennan kafla leyfi eg mér að þýða, því að hann er býsna lærdómsríkt sýnishorn af því, hvert gerspillingar-kenningin hefir komist með suma menn, einkum fáfróða leikprédikara. Vitanlega hlýtur presturinn að vera af sauðahúsi Heimatrúboðsins: »Vér fæðumst inn undir reiði guðs; með hana sem sverð yfir höfði voru komum vér í heiminn; hið hræðilega eitur syndarinnar hefir læst sig um alt eðli vort, svo að ódaun leggur af oss. . . . Glæpamaðurinn þegir helzt yfir því, hvaða dag hann var settur í hegningarhúsið og honum refsað; en margir »kristnir menn« hafa í heiðri þann dag, er þeir voru settir í fangelsi þessarar veraldar. Þá finst þeim ástæða til að fagna. . . . Djöfullinn kann að hafa ástæðu til að gleðjast þegar barn fæðist; því að þá fær hann nýjan borgara í ríki sitt; en guð gleðst vafalaust ekki. Og vér hefjum oss heldur ekki yfir dýrin (með því að halda hátíðlegan fæðingar- dag vorn), heldur gerum oss jafn- ingja þeirra, því að afmælisdagur vor er ekki yfirburðir, sem vér höfum fram yfir þau; hér er miklu fremur nokkuð, sem lætur oss standa með kinnroða frammi fyrir dýrunum, því að þau ganga þó þegjandi og hljóðalaust fram hjá afmælisdegi sínum«. Hvað segja menn um aðra eins kenning og þetta? Mér kemur hún ekki alveg á óvart. Meðan eg dvaldist í Danmörku, heyrði eg stundum leikprédikara flytja slíkan boðskap upp til sveita. Mig hrylti þá við slíkri kenning og mig hryllir við henni enn. En ekki átti eg þá svo viðtækt ímyndunarafl, að eg gæti látið mér til hugar koma, að nokkur prestur mundi flytja slíka kenn- ing af prédikunarstól. G. Gíslason & Hay hæsta verði. Eins og kunnugt er, risu dönsku biskuparnir upp á móti Arboe Rasmussen, þegar landstjórni'n ætlaði að veita honum betra prestsembætti en hann áður hafði haft. En undrandi spyr mað- ur sjálfan sig: Hví risu þeir ekki upp, þegar Heimatrúboðs- blaðið flutti þessa ræðu? Var engin ástæða til að athuga kenn- ing slíks prests? Eða álitu þeir þetta sannan kristindóm? Ýms mótmæli komu síðar fram gegn þessum hræðilegu ummæl- um prestsins, og loks sá ritstjóri blaðsins sér ekki annað fært en lýsa því yfir, að hann væri ósam- þykkur þeim. En presturinn lét ekki í neinu undan síga. Og mér vitanlega hafa dönsku biskuparn- ir enn ekki farið fram á að hon- um væri gert neitt. Prófessor Bang bendir nú á, að margir mpnu verða sér sammála um það, að slík ummæli séu að minsta kosti eins hneykslanleg og þau ummæli Arboe prests Ras- mussens, er lengst fari í skynsem- istrúar-áttina. Ummæli heimatrú- boðsprestsins séu blátt áfram guð- last. Þau ríði beinlínis í bág við 1. grein trúarjátningarinnar, að maður ekki nefni útskýring Lúters á henni. Þau ríði einnig í bág við ummæli þau, er Jóhannesar-guð- spjall hefir eftir Kristi: að þegar konan hafi alið barnið, þá minn- ist hún «kki framar þjáningar- innar af gleðinni yfir því, að maður er i heiminn borinn. Og þvi næst spyr trúfræði- kennarinn: »Hvernig getur á því staðið, að enginn hefur upp rödd sína, til þess að krefjast þess, að slík- ur prestur sé settur frá embætti fyrir guðlast, þar sem þúsundir til manna hafa verið æstar upp þess að biðja um höfuð Arboe Rasmus- sens á fati? Þetta er að eins eitt dæmi. En það er ákaflega lærdómsríkt í þessu sambandi, því að það sýnir, hve ósanngjarn- lega einhliða það er, að kæra skynsemistrúarmennina fyrir á- virðingar þeirra, en láta ávirðing- ar réttrúnaðarmannanna óátaldar. Sé eg spurður, hvor láti sér hneykslanlegri orð um munn fara: sá er neitar tilveru persónulegs djöfuls, eða sá, er talar um djöf- ulinn eins og þessi umræddi prestur, þá er eg ekki í vafa um, hverju eg eigi að svara. Eg vil miklu heldur sky nsemistr úarmann- inn«. Eg tel þessa grein prófessors Bangs þess virði, að vakin sé at- hygli á henni. Fyrir því hefi eg hér sagt frá helztu atriðum eins kaflaris úr henni. Þetta dæmi, er hann segir frá, sýnir og glögglega, hve réttlætis- tilfinning fjölda fólks í Danmörku hlýtur að vera afvega leidd, þeg- ar um trúmálin er að ræða. Að hugsa sér hinn kristna mannúðar- og lærdómsmann Arboe Rasmussen ofsóttan, en fáfróður ofsatrúarpresturinn fær að flytja jafn hryllilega kenning óáreittur. Gjörhissa spyrjum vér: Hví risu biskuparnir ekki upp gegn guðlastinu ? Har. Nielsson. Málæðisplága. Orð er á því gert, að sumum þingmönnum okkar sé altaf »mál að tala«, í tíma og ótíma, um hvað sem er að ræða, og án þess að þeir geti lagt nokkuð nýtilegt til málanna. Hvort þeir gera það til þess að þjóna sinni eigin náttúru, eða af því að þeir haldi, að kjósendunum falli málskraf þeirra svo vel í geð, skal látið ósagt. En víst er það, að þeir gera þingið með þessu málæði sínu bæði hvimleiðara og dýrara, og má þó á hvorugt bæta. Fyrir þetta er sérstaklega annálaður Bjarni Jónsson frá Vogi, sem tal- inn er hreinasta plága þingheimi með hinni fánýtu mælgi sinni, og nokkrir aðrir, sem þó ekki kom- ast í samjöfnuð við hann. Hér í bæjarstjórn höfuðstaðar- ins bryddir lika eigi lítið á þessu sama fyrirbrigði, og líklega á það sér stað víðar um landið i slíkum samkundum. Fara þá þeir að vella einkanlega, sem ætla sér að ná »hylli« alþýðukjósenda, sem þeir víst gera sér í hugarlund að sérstak- lega kunni að meta bull og vaðal, sem annars ekki kemur að neinu haldi; verða þannig allir fundir hálfu lengri en þyrftu að vera, en það þykir nú lítils vert atriði í þessu sambandi! Er nú talið, að tekið hafi í bæjarstjórninni hér þessa málæðis- flogaveiki bæjarfulltrúi Jörundur Brynjólfsson barnakennari, og er sýkingin álitin stafa af þvi, að hann hugsi til að »bjóða sig fram« til þings hér í bænum, af hálfu þversum-verkamanna. En hvort þeir kjósendur eru fleiri en þessi lögskipaða tylft, er þarfnast til stuðnings þingmenskuframboði, eða hvort hann hygst að geta fjölgað þeim með þessum hætti — að halda bæjarstjórninni »uppi á snakki« —, það vita menn ekki. Kjósandi. Krummi krunkar! Vaninn er voldugur. Hann held- ur mönnum rígbundnum á klafa erfi- kenninga og viðtekinna skoðana- hátta — eða öllu heldur skoðana- leysis. Alt — eða flest — sem víkur frá vananum, er því fjörráð og fordæmt af vanans þrælkun. Einhver krummi hefir krunkað nýlega i »ísafold« (41. bl. þ. á.). En mér þykir hann hafa dritað mein- lega um leið. Hann er að tala um svonefnda »ofvita«. Grein- in virðist skrifuð í þeim tilgangi að slá á mont og uppskafningshátt ákveðinna »unglinga«. Höfundurinn er að líkindum eldri maður. Og ekki kæmi mér það á óvart þó hann væri kennari, eða eitthvað kunnugur skólamálum. Tilgangur greinarinnar er sjálfsagt góður, en þvi miður ern hér öfgar á ferðinni, sem þarf að gera athugasemdir við. Fyrst og fremst er þar reynt að setja »ber- hausaskap« í samband við skáldþemb- ing og ofurdramb. Sú kenning, að það sé holt og gott að vera ber- höfðaður, er kominn af rótum at- hugunar á hárþrifum og hollustu, og þó að þessi kenning kunni að vera röng, þá á hún ekki skylt við neitt annað. Eg hygg, að það sé heldur ekki rétt, að »ofviti« þýði sama i meðvitund almennings og »fáviti«. Nær sanni mun vera, að »ofvitic þýði mann, sem hafi svo mikið vitr að almenningi, með sinum takmark- aða skilningsþroska, veitist erfitt að’ átta sig á því. »Ofbirta« þýðir ekki myrkur i eig- inlegnm skilningi. Ef það er rétt, sem herra »Hrafn« gefuM skyn, að mik- ill hárvöxtur spretti af miklu vitiy þá hika eg ekki við að gera ráð fyrir að hr. Hrafn hafi lítið hár. Líklega er hann sköllóttur! — Þegar menn taka sér fyrir hendur að víta eða hæða eitthvað í fari annara,. þá ber þeim að varast að blanda því saman^ sem verðskuldar átölur, og hinu, sem meinlaust er eða réttmætt. Krunkaðu nú krummi, en dritaðu ekki um leiðl Natiwgolí. ---------— I —---------' ReykjaYÍfttir-auiiáll. Gullfoss lagði af Bfcað til Vestur- heims á sunnudag mnð nál. 30 farþega. Múgur og margmenni var á bryggj- nnni, er skipið lét í haf, og gullu við húrrahrópin, er Gullfoss losaði festar sínar. Síldveiðarnar norðanlands eru nú að hætta. Fyrstu botnvörpungarnir að norðan voru Víðir og Njörður. En næstu daga má búast við öllum flofc- anum. Guðm. Kamban hefir í sumar ferð- ast um íslendingabygðir vestan hafs' og látið tii sín heyra framsögn ljóða og sagna — hvarvetna við orðstír hinn bezta. A þjóðhátíð Vestur-íslendinga flutti hann ræðu fyrir íslandsminni, sem mjög er rómuð í blöðum vestra. Einar skáld Hjörleifsson Kvaran er kominn heim úr sumarför um Norðurland.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.