Ísafold - 16.09.1916, Blaðsíða 2

Ísafold - 16.09.1916, Blaðsíða 2
2 IS A F OL D Ttœrur um uppljóstur á hendur fé- hirði, á hverju grunur banka- stjórnar sé; bygður o. s. frv. Skýtur bankastjórnin alveg fram af sér að svara þessum fyrir- spurnum. Segist nú ekki hafa lagt áherzlu á þessi atriði o. s. frv. Af þessu er auðséð, að banka- stjórnin hefir borið kœrur mj'ög alvarlegs efnis fyrir stjórnarráðið, en getur svo ekki staðið við þœr, þegar á að herða, dregur sig þá eins og snigill inn í kuðunginn, þegar hún á að finna orðum sín- um stað. í stað þess að gefa skýr svör og ótvíræð, eins og lög- skylt var, kemur bankastjórnin með vífilengjur einar, til þess að reyna að »tala* sig frá fyrri fullyrðingum sínum og óhæfileg- um aðdróttunum. Ennfremur setur bankastjórnin sig á þann háa hest, að dæma um það, hvað sé aðal- og hvað sé aukaatriði, Og er þá auðvitað svo óheppinn, að telja það, sem mestu máii skiftir, aukaatriði. Aður telur bankastjórnin, í bréfi sínu 3. maí þ. á., réttilega brot á þagnarskyldu svo mikið aðalatriði, að tafarlausri afsetningu varði. En þegar hún á sjálf að svara beinum og ótvíræðum spurning- um, er aðdróttanir hennar gáfu brýnt tilefni til, telur hún þetta brot aukaatriði. Loks hummar bankastjórnin fram af sér að svara sumum öðrum spurningum stjórnarráðsins, sem allar vörðu málið beinlínis. Bankastjórnin sér sýnilega, i hvaða ógöngur hún hefir sett sjálfa sig með hinum þungu ákær- um og gífurlegu aðdróttunum á hendur féhirði. En í stað þess að taka þær aftur, og hegða sér eins og góðu börnin, grípur hún til vifilengja og þagnar við spurn- ingum stjórnarráðsins. Hún veit, að hún getur ekki fundið aðdrótt- unum sinum stað, hvort sem hún trúir á sannindi þeirra eða ekki. En nærri má geta, hversu var- lega má fara i að leggja trúnað á skýrslur og umsagnir manna, sem þannig hegða sér. En bót er þó hér í máli, að öll þessi banka-úlfúð er af toga eins manns spunnin. Hann hefir komið öllu þessu fargani á stað, er pottur og panna í öllum þessum fáránlegu skipunum, kærum og sakargift- um. Hinir liafa af misskildu drenglyndi og til þess, að hann legði síður reiði sína á þá, flækst með honum í þetta. Til þess að halda við hann yfirborðsfriði, hafa þeir látið tilleiðast með honum til allra þessara ofsókna á hendur féhirði. Án þess hefðu þeir orðið á einhvern hátt — hafa reyndar sumir orðið það þrátt fyrir fylgi- spektina — fyrir ofsóknum hans leynt og ljóst. Þetta afsakar þá að miklum mun, þótt auðvitað sé það ekki til hlítar. Cato. Bókafreg'n. Iðunn, II. árg., tvöfait Lefti (x —2), kom út í gæi, fjölbreytt og skemtilegt — eins og fyrri heftin. Framan við heftið er myrd af Jóni heitnum Ólafssyni. Því næst kafli úr húskveðju þeirri, er síra Eiríkur prófessor Briem flutti við jarðarför J. Ól., og enúfremur ræðu- kafli eftir síra Matthias, sem til stóð að skáldið flytti i fordyri alþingis- hússins við jarðarför J. Ó., en varð ekki úr vegna sérstakra atvika. Síðar í heftinu er síðasti kaflm'n úr »endurminningum æfintýramanns«, sem til var frá hendi J. Ól. Segir ritstj., að reynt verði að bæta mönn- um upp á annan hátt það, sem vant- ar á endurminningarnar, er eigi ná lengra en fram á skóladagana frá höf. hendi. Ein grein enn er tengd við minn- ing J. Ól. — ritgerð eftir Ágúst Bjarnason um skáldið Jón Ólafsson. Af öðrum ritgerðum i þessu Ið- unnarhefti má nefna »Fjárhagsfram- farir íslendingac, eftir Indriða Ein- arsson, »Landspitali«, eftir G. Björn- son, »Heimsmyndin nýja«, eftir Ag. Bjárnason og önnur grein eftir sama um læknirinn mikla Metchnikoff. Þá eru nokkrar þýddar ritgerðir, m. a. eftir Bernhard Shaw (lýsing á Eng- lendingum). Kvæði eru mörg, þýdd og frum- samin. Guðm. Friðjónsson yrkir langt og snjalt kvæði um Dettifoss. 3 eru þar einkennileg smákvæði eftir Davíð Stefánsson, sem . áður hefir vakið, á sér athygli í Eimreiðinni, Axel Tnorsteinsson' á þar eitt kvæði: »Seiðurinn«, Arni Óreiða nokkur smákvæði, G. B. vísur. Loks eru þýddar sögur eftir Maupassant og Kipling, frumsamdar sögur eftir Sig. Nordal (Baugabrot) og Hallgr. Jónsson (Æfintýri). Margt er fleira í þessu hefti fróð- legt og vel ritað. Er Iðunn mjög eigulegt tímarit, sem skilið á vax- andi útbreiðslu. I»j<5ðviDafélagsbækurnar eru að þessu sinni þrjár, Andvari, Almanakið og Dýravinurinn. Andvari flytur að þessu sinni æfi- sögu Júlíusar Havsteen amtmanns (eftir Kl. Jónsson landritara) ásamt mynd hans. Annar maður, sem lézt siðastliðið ár, virtist og sjálfsagðnr í Andvara, Torfi heit. í Ólafsdal, og fáum vér eigi skilið, hvers vegna Andvari, er svo stesndur á, getur ekki flutt tvær æfiminningar i sama árgangi. Þetta ár, sem nú er að líða, hefir t. d. líka á bak að sjá tveim þjóð- kunnum stjórnmálamönnum, er beggja ætti að minnast í Andvara. Væri vel, að útgef. tækju þann sið upp, að rígbinda sig ekki við að eins eina æfiminning í tímaritinu. Ymsar fræðandi greinar eru í And- vara að þessu sinni. Þorv. Thor- oddsen ritar um »veðráttu og lands- kosti á íslandi í fornöld*, Klemens Jónsson um Þjóðfundinn 1851, Egg- ert Briem um »landsréttindin«, Jan- us Jónsson um Skafta lögusögumann Þóroddson. Þrjú kvæði hefir Hann- es Hafstein ort og ennfremur eru birt nokkur bréf frá Gisla lækni Hjálmarsen. Almanakið hefir margan og nýtan smátínings-fróðleik að geyma, en er enn sem komið er »almanaks«-laust og ástæðan sú, að Khafnarháskóli var eigi búinn að semja tímareikn- inginn. Úr þessu verður bætt i haust. Dýravinurinn hefir að geyma mesta sand af fallegum dýrasögum og ætti hann að verða almenn lestr- arbók fyrir börn, svo að þeim inn- rætist sem fyrst á barnsaldri, að fara vel með og láta sér þykja vænt um skepnurnar. Árið 1885 byrjaði Tryggvi Gunn- arsson á Dýravininum og. hefir nú á 4. tug ára erfiðað fyrir sömu hug- sjóninni, að láta sýna dýrunum sjálf- sagða mannúð. Og með Dýravin- inum hefir hann mikið afrekað i þessa átt. I næsta blaði verðrur tekin upp ein ritgerð Tr. G. úr Dýravininum: »Dýrid hafa vit« og ættu menn að lesa hana. »Þegar menn fara að skilja alment, að dýrin hafa vit, þá lærist þeim lika fljótt að fara betur með þau«, sagði gamli maðurinn um leið og hann færði Isafold Dýra- vininn. Giímubók hefir íþróttasamband Islands nýlega gefið út, með styrk af laucfsfé. Er það kenslubók í íslenzkri glímu, prýdd 36 myndum. í formálanum segir svo: »íþróttasamband ístands hefir í hyggju að gefa smámsaman út kenslu- bækur í þeim íþróttum, sem sam- bandið hefir með höndum. Hyggj- um vér, að á þann hátt muni í. S. í. geta unnið iþróttum hér á landi mest gagn. Slíkar bækur eru nauð- synlegar ðllum íþróttamönnum, en þó einkum byrjendum, því að mestu skiftir, að iþróttamenn læri þegar i bjrrjun að beita sér rétt við hverja íþrótt. En þess mun verða langt að bíða, að oss auðnist að koma þessu öllu í verk. Bækurnar verða að komá smámsamnn. Munum vér láta þær íþróttir siija í fyiirrúmi, sem vér teljum merkastar og bezt við hæfi íslendinga. Og þar sem glím- an er eina alislenzka iþróttin, og að vorri hyggju ein sú veglegasta, var það talið sjálfsagt, að snúa sér fyrst að henni. Studdi það og að því, að i flestam öðrum hinna veiga- meiri iþrótta, eru fyrir hendi sæmi- legar kenslubækur á öðrum norður- landamálum, og má bjargast við þær meðan eigi er kostur íslenzkra bóka«. Þessa glímubók hafa 5 þjóðkunnir glímumenn samið, þeir Guðm. Kr. Guðmundsson, Hallgrímur Benedikts- son, Helgi Hjörvar (Salómonsson), Magnús Kjaran (Tómasson) og Sig- urjón Pétursson. Nöfn þessarra manna eru trygg- ing fyrir því, að svo vel sé til bók- arinnar vandað, sem nokkur kostur er á. Myndirnai eru einkargóðar, enda teknar af góðum glímumanni, Ólafi ljósmyndara Magnússyni, er »mikið hafði fyrir því verki«, segir í for- málanum. Þessi bók á það skilið, að komast í hendur allra æskumanna vorra. Seðlar Islandsbanka. • Alþingi 1902 fekk íslandsbanka einum seðlaútgáfuréttinn til 30 ára. Vildu ýmsir, þar á meðal Björn Kristjánsson, þáeinnigleggja Landsbankann niður. Við þenna einkarétt Islandsbanka stendur enn. Eftir lögum bankans, frá 10. nóv. 1905, var seðlaútgáfan takmörkuð við 2Va miljón. Við- skiftaþörfin heíir vaxið um full- an helming síðan, og geta menn sannfært sig um það, með því að bera saman verð aðfluttrar og út- fluttrar vöru 1915 og þegar bank- inn var stofnaður. 1914 á Alþingi var felt frum- varp um aukningu þeirra seðla, er heimilt var að útgefa. Jafn- framt var þó samþykt þings- ályktunartillaga, er skoraði á stjórnina að tyeta með bráða- birgðalögum úr viðskiftaþörflnni. Því næst eru gefln út bráða- byrgðalög í ráðherratíð Sig. Egg- erz 30. nóv. 1914. Þar er stjórn- inni heimilað að veita bankanum leyfi til útgáfu Va milj- í viðbót. Þessa heimild þurfti bankinn að nota í júlí 1915 og fekk hana. Þá voru seðlabirgðir hans alveg að þrotum komnar. Þingið 1915 samþykti því næst lög, er staðfest voru 3. nóv. 1915. I þeim lögum er bankanum heim- ilað að gefa út til 1. des. 1917 eina miljón, gegn þessum skil- yrðum: 1. Að málmforði væri 50 af hundraði. 2. Að bankinn gyldi í landssjóð 2 % af þeim hluta seðlanna, sem eigi er málmtrygður. 3. Að íslandsbanki greiði ókeyp- is og eftir þörfum í Reykja- vik samkvæmt bréfi eða sím- skeyti fjárhæðir þær, sem Landsbankinn borgar inn í reikning íslandsbanka við viðskiftabanka hans í Khöfn og flytji á sama hátt og ókeypis það fé, sem Lands- bankinn þarf að flytja frá Rvík til Khafnar að svo miklu leyti sem innieign Is- landjbanka þar leyfir. Þessi lög staðfest 9. sept. 1915. Eftir þessu hefir Landsbankinn það gagn af þessu, að íslands- banki er skyldur bæði að greíða fyrir Landsbankann fé í Khöfn og einnig hér. Ef Landsbank- ann t. d. vantar 500000 kr., en á þær inni i Hafnarbanka — sem hann venjulega á nú á timum — þá þarf hann ekki annað en síma þangað og biðja bankann þar að greiða 500000 kr. í reikn- ing íslandsbanka. Síðan sýnir hann Islandsbanka skilríki fyrir því að það hafi verið gert, og þá er íslandsbanka skylt að greiða hér 500000 til Landsbankans. Á tilsvarandi hátt fer, ef Lands- bankinn þarf að greiða í Khöfn. Þá er íslandsbanka skylt að gera það ókeypis fýrir hann, ef ís- landsbanki á þar inni. Á þenna hátt hefir Landsbank- inn einnig eigi lítinn hag af seðla- aukningunni. 27. septbr. 1915 er svo komið aftur, að bankinn er alveg uppi- skroppa. Hið háa verð, sem 1915- var á öllum afurðum landsins gerði það að verkum, að útborg- anir bankans reyndust miklu hærri en við var búist. Ef ekki áttu að stöðvast útborganir og þax með verzlunin — þá var kjötverzlun og gæru meðal ann- ars alveg eftir — þá var skjótra úrræða þörf. Og úrræðin voru engin önnur en þau að gefa út bráðabirgðalög. Kvaddi ráðherra Alþingisnefndina (Jós. Bj., Skúla Th., Sv. Bj., J. Magn. og Guðm. Bj.) ráða í þessu máli, og taldi hún einróma, að þetta yrði að gera. 29. sept. 1915 voru svo stað- fest bráðabirgðalög, er heimiluðu bankanum að gefa út alt að Va- miljón seðla gegn öllum sömu skilyrðum 0g sett eru í áðurnefnd- um alþingislögum, að því við- bættú, að seðlarnir skyldu allir innkomnir fyrir janúarlok 1916. Og það var auðvitað, því að við- skiftaþörfin tekur aftur að minka seinni hluta októker. Þá búið að selja afurðir landsins að miklu leyti. Og aftur eykst þörfin í marz, er menn fara að gera út skip sín. 11. maí í vor er aftur svo- komið, að bankinn getur ekki fullnægt viðskiftaþörfinni. Snýr hann sér þá enn til stjórnarinnar. Hún kveður aftur Alþingisnefnd- ina ráða, 0g nefndin telur ekkr önnur úrræði tiltækileg en hjálpa sér enn á ný með bráðabirgða- lögum. Voru þá staðfest bráða- birgðalög 18. maí þ. á., þar sem stjórninni var heimilað að veita- bankanum leyfi til að gefa út seðla eftir þörfum viðskiftalífsins. Skilyrði voru sett þau sömu sem þingið setti, að því viðbættu, að' bankinn yrði að innkalla seðlana aftur jafnskjótt sem þing eða stjórn heimtaði. Bankinn getur alls eigi gefið' seðla þessa út, nema eftir leyfi stjórnarinnar. En það hefir stjórn- in talið einsætt, að ekki sé við- ljt að láta verzlun manna og við- skifti bíða hnekki eða stöðvast sakir skorts á gjsldraiðli. Og sá skortur yrði Landsbank- anum eigi síður að ógagni en öðr- um. Því ef til slíks skorts kæmi, gœti Islandsbanki ekki greitt fyrir Landsbankann þær upphæðir, sem að framan er talað um. Og hver er hættan? Menn, sem ekki botna í þess- um hlutum, geta haldið að ein- hver liætta sé á ferðum, en aðrir varla, nema málið sé skakt upp borið fyrir þeim.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.