Ísafold - 20.09.1916, Blaðsíða 1

Ísafold - 20.09.1916, Blaðsíða 1
Kemur út tvisvar í viku. Verðárg. 5 kr., erlendis l1^ kr. eða 2 dollar;borg- ist fyrir miðjan júlí erlendis fyrirfram. { Lausasalaö a. eint. ISAFOLD I Uppsögn (skrlfl. buadin vlð áramób, er ógild nema kom- in sé tll útgefanda fyrír~ l7~oktbr. og só kaupandl skuld- laus við blaðið. f ísafoldarprentsmiðja. Ritstjári: Dlafur Björnssan. Talsími nr. 455. XLIII. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 20. september 1916. 71. tölublað AIpýoufól.bókasafn Templaras. 8 kl. 7—B Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 11—8 Bœjarfóg ^íarfkrifstofan opin v. d. 10—2 og Í~-9 Bæjargjaldkerinn Laufasv. 5 kl. 12—8 og ?.—7 íslandsbanki opinn 10—4. K.Í".U.M. Lestrar- og skrifstofa 8 árd.—10 siod. Alm. fnndir fid. og sd. 8*/i siod. Landakotskirkja. Guosþj. 9 og 6 & helgcm Landakotsspitali f. sjukravitj. 11—1. Landsbankinn 10—3. Bankastj. 10—12. . fcandsbókasafn 12—3 og 5—8. Útlan 1—3 iandsbúnaoarfélagsskrifstofan opin frá SSr-S Iiandsféhiröir 10—2 og 5—8. Landsskjalasafnio hvern virkan dag kl. 12~2 Landssiminn opinn dagiangt (8—9) virka daga helga daga 10—12 og 4—7. Listasafnið opio hvern dag kl. 12—2 Réttúrugripasafnio opio l>/«—2>/» a sunnnd. Pósthúsio opiö virka d. 9—7, sunnud. 9—1. Samábyrgð Islands 12—2 og 4—6 Stjómarraosskrifatofurnar opnar 10—4 dagl. Talsimi Reykjavikur Pósth.8 opinn 8—12. Vífilstaoahælio. Heimsóknartimi 12—1 JNjóomenjasafnio opio hvern dag 12—2 Minh hjartkæri eiginmaður, Ásgeir Torfason efnafræðingur, andaðist að heimili okkar þ. 16. sept. kl. 2 f. h. Jarðarförin ákveðin mánudag n. k., 25. þ. m., og hefst heima kl. 12 á hádegi. Anna Ásmundsdóttir. Kjördæmakosningarnar í haust. Það er áreiðanlegt, að þjóð vorri <er það eigi svo ljóst, sem skyldi, að kosningarnar þetta ár eiga að gera út um löggjafar og stjórnmála- stefnu á þessu landi um sex ára bil, ef alt fer með feldu. Hin minkunarlega litla hluttaka í •landskosningunum 5. ágúst sannar þetta. Svo mun mörgum manni virðast, að sú þjóð sé eigi nægilega þroskuð, og eigi þvi eigi skilið, að henni sé í hendur fenginn víðtækur, almenn- ur kosningarréttur, sem sýnir annað «ins tómlæti og raun ber vitni um kjósendur þessa lands í landskosn- ingunum í sumar. Einasta hugsan- lega afsökunin er, að meginþorri kjósenda hafi fengið, í svip, megnan óhug á öllu því, sem stjórnmál heita, vegna hins dæmafáa atferlis »þvers- «m«-klíkunnar í þjóðmálum vorum síðastliðið ár, og þózt of góðir til að koma þar nærri. Sú aðstaða er samt á misskilningi bygð. Það dugar ekki að sitja hjá og með því móti láta illgresið eiga sig. Það verður að hafa manndáð í sér til að ófriða það og uppræta. Sú skylda hvílir á kjósendum við kosningarnar fyrsta vetrardag. Stjórnmálalegur tilveruréttur hinna svonefndu »þversum«-manna er ein- göngu barátta þeirra gegn þvi, að stjórnarskrá og fáni væru staðfest i fyrra. Ef íslenzkir kjósendur líta svo á, að sú barátta hafi verið á rökum bygð — eiga þeir auðvitað að styðja »þversum«-menn. En nú vill svo til, að naumast hefir nokkur rödd heyrzt nokkurs- staðar á landinu, er eigi sé ánægð ¦með niðurstöðuna i þessum málum — utan hins starblinda, þröngsýna »þversum«-kliku hrings, sem aðal- lega fylkir sér utan um mann, sem aldrei hefir fyr átt neitt verulega við hin »stórpólitisku« mál og sner- ist móti þrímenninga-grundvellinum af algerlega persónulegum valdaástæð- um. en öðru ekki. Hvað sem öðru líður — er það víst, að hér í landi rikir hvergi, svo teljandi sé, óánægja með, að vér höfum fengið nýja stjórnarskrá og nýjan fána með þeim hætti sem orðið er. Því má það furðulegt heita, ef hugsandi kjósendur að nokkuru ráði ljá fylgi þeim mönnum, sem byggja stjórnmálatilvernrétt sinn á mótstöðu gegn þessum orðnu hlutum. Enda munu þeir fáir, sem svo eru gerðir. Hinir eru fleiri sem fer eins og íran- um, er kom lil ókunnugs lands fyrsta sinni og spurði þegar, hvort nokkur stjórn væri til í landinu, því ef svo væri — þá væri hann móti henni. Því er miður, að slíkir kjósendur eru enn til meðal vor, og munu þeir hafa fylkt sér í þann 20. hluta kjósenda sem þversum-megin reynd- ist þann 5. ágúst. En þeir, sem svo haga sér, gera sig seka í pólitiskum barnabrekum, sem þeir mega fyrirverða sig fyrir. Hver einasti kjósandi landsins verður að gera sér grein fyrir því á undan kjördegi, að hans eigið at- kvæði getur svo og svo miklu ráðið um stjónrmála-framkvæmdir þjóðar vorrar heil sex ár. Það er því mikil ábyrgð sem hvílir á öllum þeim, er kjördæma- kjörið sækja í næsta mánuði. Einkum reynir nú mikið á gamla og góða Sjálfstæðismenn, hvort þeir vilja elta þá sem hæst apa um sjálf- stæði, en ekkert gera i sjálfstæðis- áttina — eða fylkja sér utau um þá, sem sýnt hafa, að þeim eru ekki nóg ópin ein heldur hafa þá ábyrgð- artilfinningu og getu til framkvæmda á borði — að láta ekki lenda við orðin tóm. Sú var stefna þeirra sjálfstæðis- manna, er burgu stjórnarskrá og fána í fyrra úr dauðans greipum — með þvi að kunna að rata meðalhófið og nota færið til framkvæmda í sjálf- stæðismálum vorum. Engir stjórnmálamenn vorir nú á tímum eiga jafnmikið traust skilið hjá þjóð vorri — eins og þeir. — Enda munu þeir tímar koma, er það verður játað af alþjóð. En stjórnmálaþroski þjóðarinnar eignaðist góðan vitnisburð — ef viðurkenningin kæmi fram nú — og þjóðin ræki af sér þann ranga áburð, sem felst í ályktunum þvers- um-manna af tuttugasta parts fylgi þeirra við landskostningarnar. l'ingmenskuíramboð. Auk gömlu þingmannanna i Gull- bringu- og Kjósarsýslu býður sig og fram þar hinar kaupm. Þorgilsson og ef til vill fleiri. Þá er mælt, að Jón Þorldksson landsverkfræðingur bjóði sig fram í Arnessýslu — og hafi farið austur um helgina. í þeim erindum. Björn Kristjánsson, gullið og bankarnir. Birni ' bankastjóra Kristjánssyni þykir eg hafa farið óvandlega að því, að »svara« grein hans »Seðlabankar« sem eg skrifaði um í ísafold 2. þ. m. Segir hann, að það sé »óðs manns æði að hugsa að það beri nokkurn árangur, að svara greinum mínum (þ. e. sínum) með útúrsnún- ingum, urfellingum, háðslegum orð- um, persónulegum skömmum o. s. frv.« — Ennfremur segir hann (Land- ið 8. þ. m.): »Þegar um jafn rök- studda grein er að ræða, eins og þessa grein mina, þar sem ein rök- færslan er afleiðing af annari, og eigi má slíta neitt úr sambandi, ef rökin éiga að dæmast réttilega, þá skyldi maður ætla, að hinn heiðraði N. N. hefði byrjað að svara rökum minum i rðð, byrjað á fyrri enda greinarinnar. En það gerir hann ekki. Þvert á móti rekur hann sig á ómerki- legt aiikaatriði, sem alls ekki snertir kjarna málsins, finnur það á 30. siðu ritgerðarinnar, eða næst siðustu sið- unni«. B. Kr. kallar svar sitt: »Skugga- vald« en ekki veit eg hvort honum hefir dottið það nafn í hug, vegna þess að hann gerir ekki annað í þessu svari, en að berjast við skugg- ann sinn. — Eg tók bað fram í grein minni, að eg ætlaði ekki að fara að rökræða gullkenninguna, sem B. Kr. er að berjast fyrir. Efni greinar minnar var að leiða rök að þvi, að B. Kr. virðir sjálfur sína gull- vagu vizku að vettugi sem bankastjóri Landsbankans. Það kemur svo skýrt fram, að óhugsandi er að mannin- um dyljist það. — Það var því eng- in ástæða til fyrir mig, að rekja rök hans eftir »röð« framan frá, þar sem eg ætlaði alls ekki að hrekja pau. Tilgangur B. Kr. með umræddri ritgerð, er að sýna fram á, að landið sé í fjárhagslegum voða, vegna þess hve seðlar íslandsbanka séu illa gull- trygðir. Og i lok ritgerðarinnar bendir hann á veg »út úr ógöngun- um«. Sá vegur er, að landið kaupi bankann. Þeim kaupum segir hann að hægðarleikur sé að koma í kring, því hann telji vist, »að hluthafar tækju sem góða borgun skuldabréf land- sjóðs«. — En þetta er það sem B. Kr. kallar ómerkilegt aukaatriði. Það, hvort nokkur vegur er fær »út úr ógöngunum«, telur hann ómerkilegt aukaatriðili Eg leit svo á, að þetta væri »kjarni málsins*, að komast »út úr ógöng- unum« og byrjaði þvi grein mina með þvi að athuga leiðina, sem banka- stjórinn benti á. En ef það væri eins auðvelt og bankastjórinn »telur vist«, að fá skift á hlutabréfum ís- landsbanká og skuldabréfum land- sjóðs, þá virðist mér að bankastjórn Landsbankans ætti að vera auðvelt að selja bankavaxtabréf 4. fl. veðd., sem trygð éru með ábyrgð lands- sjóðs. — En • út í þá sálma vill bankastjórinn ekki fara, og segir að þetta sé ómerkilegt aukaatriði. Og hann kveðst ekkert hafa full- yrt um þetta, aðeins sagt: »Eg tel víst, að . . . .« En eg hafi sjálfur bdið til fullyrðinguna til þess að hafa eitthvað til að segja! — Eg sagði aðeins að bankastjórinn teldi þetta vist, bjó enga aðra fullyrðingu til, en bætti þvi við, að ekkert sæist um það, á hverju bankastjórinn bygði þessa vissu sina. Það virðist nú vaka fyrir bankastj., að þó maður telji eilthvað vist, þá þurfi ekki að vera að ræða um neina vissu. Ea þá er líka orðið harla óvíst um þessa leið bankastjórans út úr ógöngunum ? — Að vísu bætir hann því við, að »ef hluthafarnir krefðust þess, að fá hluti sína út- borgaða, eða nokkuð af þeim, þá vær ekki annað en að landið tæki lán annarsstaðar.« — Á bls. 23 í ritgerð sinni segir bankastjórinn: »Sú þjóð, sem kemur fjármálum sinum þannig fyrir, getur ekki vænst neins lánstrausts í útlöndum*. (Þess vegna hefir líklega ekki tekist að selja veðdeildarbréfin). — Og hvar verður þá þetta annarsstaðar. Já — einn vegurinn út úr þess- um ógöngum verður að kalla þetta ómerkilega aukaatriði. Eins og áður er sagt, var það ekki ætlun mín, að rökræða gullkenningu bankastjórans, né heldur hitt, hvort íslandsbanki sé fær um að innleysa seðla sina með gulli, samkvæmt lög- gjöfinni. Aðeins neitaði eg þvi, að bankinn hlyti að >velta um* hvenær sem á reyndi og menn heimtuðu seðlana innleysta, svo sem bankastj. fullyrðir. Bankastjórinn fer óvarlega með orð. Hann talar um að bankinn geti »oltið um«, en eftir á þykist hann ekki með þeim orðum eiga við það, sem alment er lagt í þau; að verða gjaldþrota. Hann gætir þess ekki, að almenningur sem les rit- gerð hans getur ómögulega vitað að hann leggi aðra meiningu í þau orð. — En hvor þýðingin sem lögð er í orðin: að verða gjaldþrota, eða »litið betur sett en þó hún yrði gjaldþrota« — eins og bankastj. þýðir það — þá er þessi staðhæfing hans algerlega röng. Bankinn getur verið far um að innleysa seðlana með gulli, þó hann hafi ekki gullið í svip við hendina, og ef landið tæki að sér ábyrgð á seðlunum meðan verið væri að nálgast gullið, mundi hann eng- an álitshnekki biða við það, heldur þvert á móti; allar líkur til að slík trygging væri nægileg til að stöðva hvert slíkt uppþot, sem bankastj. tal- ar um. En baokastj. gleymir ráðvendn- inni, þegar hann segir, að ekki verði annað séð á ummælum mínum, en að eg gangi út frá því, að hvenær sem það bæri að höndum, að menn heimtuðu alment innlausn seðlanna, þá yrði landstjórnin að hjálpa bank- anum. — Til þeirrar ályktunar gefa ummæli mín enga heimild. En þó svo væri, þá sé eg ekki að það væri svo háskalegt. Um þjóðbankann danska / Kaup- mannahöfn gerir bankastj. sjálfur ráð fyrir þvi, að hann mundi þurfa að leita skyndiláns hjá bönkunum þar á staðnum, i Þýzkalandi, Noregi eða Sviþjóð, ef slíkt uppþot bæri að hönd- um. Og úr því að hann má þannig þeytast firá Heródesi til Pílatusar, hví skyldi þá seðlabankanum islenzka ekki leyfast að leita hjálpar lands- sjóðs gegn tryggingu? Bankastj. segir, að full trygging. sé fyrir þvi, að þjóðbankinn í Höfn sé altaf fær um að innleysa sína seðla. En honum láist að gera ráð fyrir þvi, að svo geti staðið á, að dtflutnmgsbann sé á gulli frá ná- lægum löndum, þegar farið er að heimta innlausn seðlanna. Svo gæti því staðið á, að einu mætti gilda, hve mikið bankinn ætti inni i Nor- egi, Svíþjóð eða Þýzkalandi, hann gæti þó ekkert gull fengið þaðan, jafnvel þó að Danmörk ætti ekki í ófriði við þessi lönd. — Mundi hann þá geta leyst inn seðlana? — Banka- stj. segir að eg gleymi að gera ráð fyrir því, að svo geti staðið á um seðlabankann hér, að hann ætti ekk- ert inni erlendis. En svo gæti einnig staðið á um Þjóðbankann í Höfn. Og það gæti staðið svo á að hann gæti ekkert lán fengið erlendis. — Hvernig færi þá? Nei, ritgerð B. Kr. um »Seðla- banka« er 31 blaðsíða að lengd, en hiin er óhugsaður lopi, sem hann græðir ekkert á að sé rakinn lið fyrir lið, hvori sem byrjað er aftan á henni eða framan á. A bls. 8 bendir bstj. á, að bank- arnir islenzku hafi 1. janúar 1916 átt samtals 7374288 kr. til góða hjá erL jbönkum, sem eigi hefði náðst til, ef Norðurlönd eða Danmörk hefði þá komist í friðinn. Og í sambandi við þetta áfellist hann þing og stjórn fyrir það að hafa ekki trygt landinu gull, þvi að þráttfyrir þessa inneign bankans hefði þjóðin getað orðið hungurmorða, ef sam- bandið við Norðurlönd hefði slitn- að um þetta leyti. En hvað hafði þá bankastjórn Landsbankans gert, þegar sparisjóðs- innieigendur hefðu farið að heimta út fé sítt til að kaupa mat fyrir? — Sagt, að því hefði verið komið fyrir suður í Kaupmannahöfn og þaðan væri ómögulegt að ná þvi; en það 1 væri reynandi fað finna landsstjórn- ina og sjá hvort hún hefði ekki ein- hverja aðra peningall En var ^það ekki skylda banka- stjórnarinnar, að geyma féð á stað, sem minni hætta var á, að ekki yrði hægt að ná til? T. d. Englandi. Það hefði henni verið mjög auðvelt. Er ekki bankastjórinn með þessu að áfellast þing og stjórn fyrir af- glöp, sem hann hefir sjálfur unnið? Að endingu skal eg enn benda á það, að Landsbankinn hefði á árun- um 1910—14 getað flutt svo mikið gull til landsins, að ekki væri þörf fyrir einn einasta bankaseðil, en það er ekki, eins og B. Kr. segir, sama og að segja, að Landsbankinn einn hafl. nóga mynt sem gjaldmiðil fyrir landið; og hefir hann þar skilið bæði skynsemina og ráðvendnina eftir heima á htllunni, — því, að geta flutt er ekki sama og að hafa flutt gull til landsins. Jeg veit, að engin lagaskylda hvílir á Landsbankanum að.flytja inn gull,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.