Ísafold - 20.09.1916, Blaðsíða 2

Ísafold - 20.09.1916, Blaðsíða 2
IS A F OL D en eg veit líka að það er siðjerðisles; skylda stjórnar Landsbankans að flytja það inn, ef það er álit hennar, að það sé þjóðinni lífsnauðsyn og geti varðað hana hungurdauða, ef það er ekki gert. Það er ósatt, að þing og stjórn sé því mótfallin, að Landsbankinn flytji inn gullmynt. Hitt er annað mál, að þing og stjórn eru ekki 4 sama máli og B. Kr. um nauðsynina á því, að fá gull inn í landið. En í því er engin afsökun fyrir hann, sem álítur sig einan hafa vit á þessum n álum á við bæði þing og stjórn. Þó að þing og stjórn séu »svona sinnuð«, þá er það engu að síður skylda B. Kr. sem forstjóra Lands- binkans að fara eftir sínu viti. — Ef hann gerir það ekki, þá er ekki um nema tvent að tefla: annað hvort vanrækir hann skyldu sína vísvitandi, eða þessi guilkenning hans á sér ekki djúpar rætur. N N. ísland erlendis. Norrænh stúdentafundur var hald- inn í fyrra mánuði á eyjunni Möen í Danmörku. Þar voru nbkkrir ís- lendingar og höfðu þeir Sifurður Nordal dr. phil. og Siqfús Blöndal bókavörður orð fyrir þeim. Um þenna fund ritar skáldið Valdemar Rördam all-ítarlega í blað- ið Köbenhavn. Sá kaflnn, er hljóðar um ræður íslendinganna er á þessa leið: »Af íslands hálfu tálaði dr. Nor- dal oftar en einu sinni — með skáld- legri andagift. En bak við orð hans var jafnan einhver framkvæmdar- hugur, líka þegar ræðan' hneig að skáldskap — nútiðarkröfur og fram- tíðáfiform. Þessum kröfum og áform- um lýsti Sigfús Blöndal ekki að eins á fundum stúdentanna, heldur einnig á hinum míkla almenna fundi. ísland vill ekki láta sér lynda frægðarfortið sina, heldur vinna sér sæti meðal þjóðanna i samkepni nútímans bæði fjárhags- bg menn- ingarlega. Til þess að hágnýta auðsuppsprett- urnar þarf fjármagn utan að. Ef það er óumflýjanlegt, þá erlent fjármagn t, d. brezkt, en helzt dansh. Sum- part vegna þess, að hjálp frá Dan- mörku er hættu minst. Sumpart vegna þess, að Danmörk er nú einu sinni orðin hægasta og næsta leiðin fyrir íslendinga út á við, til Norðurálfunnar. En gagnvart Dan- mörkn er krafan fullkomin sjálf- stjórn og svo mikið sjálfstæði ríkis- réttarlega gagnvart Norðurálfu, sem möguiegt er. Og með þessu hlut- fallslega sjálfstæði og fullkomnu sjálfstjórn, með andlegu og efnalegu menningarstarfi sínu vill ísland verða talið jafn rétthátt norrænu höfað- þjóðunum. Þjóðin sé að visu minni og fátækari en hinar þjóðirnar, en fær samt um bæði að taka við og láta i té. Því skal hiin viðurkénd jafnborin hinum.t Þenna veg lýsti Blöndal, fyrir eigin reikning óskum og kröfum íslands gagnvart Danmörku og Norðurlöndum. Nýtt dansk-íslenzkt fyrirtæki. — Danska blaðið Politiken skýrir frá því þann 27. ág., að þá sé nýstofn- að félag í Kaupmannahöfn er keypt hafi víðáttumikið land í nánd við Stálfjall og trygt sér yfirráð yfir stórum fossi rétt við og ætli þetta félag sér að vinna þar kol og ull- grjót (asbest). Aðalfrumkvöðull fyrirtækisins er sagður yfirdómslögmaður einn Aage Madelung. Verkfræðingur frá félag- inu er sagður þá farinn til íslands. Stórt firma í Kaupmannahöfn F. L. Smidth & Co. segir blaðið, að sent hafi tvo verkfræðinga hingað til að rannsaka hvernig hagar til um ullargrjótsnámurnar hér. »Svo virðist, segir blaðið, sem mikið traust sé nú alt í einu borið til þess, að. hagnýta megi auðsupp- sprettur sögueynnar og dugnaður sá, sem svo snarlega lætur á sér bera er gleðilegt tímanna tákn.« Danskt fjármagn til íslands. í danska blaðinu »Fyens Stiftstidende« stendur svolátandi klausa þann 16. ágúst: »Fréttunum um brezka járnsands- fyrirtækið á íslandi hlýtur að verða tekið fálega hér í landi, þar sem það væri lang eðlilegast, að danskt fjár- magn starfaði á íslandi og af því er nóg til hér í landi. En vér höfum þau gleðitíðindi að flytja, að »hér niðri« hafa menn eigi alveg lokað augunum fyrir hinum miklu auðsuppsprettum á íslandi. Fyrir nokkru fór maður einn til ís- lands, sem hefir góð sambönd og á ættfólk og vini þar í landi og var ferðinni heitið til þess að vinna að því, að koma þar upp skipasmíða- stöð, samviunufélagi um fisksöltun, samvinnusláturfélagsskap og nokkr- um öðrum stórfyrirtækjum. Ef íslendingar sinna þessu, er hægt að fá rekstursfé í Danmörku, ef til vill margar míljónir.« Hver er þessi maður? Hér hefir hans ekki heyrzt getið. t Ásgeir Torfason efnafræðingur. Hann lézt, eins og getið var í síðaata blaði, aðfaranótt 16. þ. mán. Var heilsuhraustur fram á síðastliðið vor, en fekk þá ill- kynjaðan nýrnasjúkdóm og tók ekki á heilum sér upp frá því. Hafði að vísu fótavist um hfíð í sumar, en sló niður aftur, lá um tíma í sjúkrahúsinu, en síð- ustu vikurnar heima hjá sér. Ásgeir heitinn varð að eins hálffimtugur, f. 18. maí 1871, sonur hins þjóðkunna bændáskör- ungs Torfa heit. í Ólafsdal og konu hans frú Guðlaugar Sakarías- dóttur, Sem enn lifir og nú á að baki að sjá fjórða síðasta barni sinu af fimtán barna mannvæn- legum hóp. Til hennar hníga nú enn einu sinni samúðarhugsanir allra þeirra, ðem &tt hafa því láni að fagna, að kynnast heim- ílinu, sem aldrei fyrnist minn- ingin um. Ásgeir heitinn stundaði í æsku búfræðisnám í skóla föður síns, sem um langt árábil var talinn fremstur búnaðarskóla vorra — Ólafsdálsskólinn. Að því námi Joknu var hann við bókbandsiðn í Reykjavík og mun hafa verið útlærður bókbindari. Sýnir það bráðþroska hans, að hvorttveggju þessu námi hafði hann lokið, ér hann var tæplega tvítugnr. Þá fyrst hugsaði hann til þess að ganga hinn svo nefnda »lærða veg« — i latínuskólann. Úr honum útskrifaðist hann 26 vetra árið 1897 og var þá flestum skóla- bræðrum sínum framar vel að sér í náttúrufræði og stærðfræði. Fyrstur íslendinga lagði hann stund á efnafræði við Khafnar- háskóla og tók próf i þeirri fræði- grein 1903 með bezta vitnisburði. Eftir að heim kom hafði hann stjórn efnarannsóknarstofunnar og ýms kenslustörf við hliðina, með- al annars efnafræðiskenslu við Háskólann. Siðustu árin var hann og forstjóri Iðnskólans. Kvæntur var hann önnu As- mundsdóttur (Sveinssonar), er lifir mann sinn ásamt 3 börnum, á æskualdri. Það er efunarlaust, að Ásgeir Torfason var einn af okkar mestu hæfileikamönnum, svo jafnskýr á alt, &em hann fekst við og gjör- hugall, að svo mátti heita, að hvergi væri komið tómum kof- unum hjá honum, heldur jafnan að finna alhliða fróðleik og »praktiskan« skilning. Hann var líka einhver hinn bókelskasti maður, sem eg hefi þekt. Brautryðjandi var hann í sinni sérstöku fræðigrein — og enginn til eftir fráfall hans hér á landi til að taka við starfi hans. Það er á marga lund mikið skarð fyrir skildi, er Ásgeir Torfa- son er fallinn frá á miðjum aldri — vandfylt skarð. Skólabræður hans, félagar og vinir eiga drengskaparmanni á bak að sjá, kona og börn alveg einstökum heimilisföður. Dýrin hafa vit (Tekið úr Dýravininum þetta ár). "\ Ásg. G. Gunnlaugsson & Go. Austurstræti 1, Reykjavík, selja: Vefnaðarvörur — Smávörur. Karlmanna og unglinga ytri- og innritatnaði. Regnkápur — Sjóföt — Ferðaíöt. Prjónavörur. Netjagarn ~ Linur — Öngla — Manilla. Smurningsoliu. Vandaðar vörur. Sanngjarnt verð. Pöntunum utan aí landi svarað um hæl. ¦ TÍrni Eiríksson \ \ Tlitsfurstræfí 6 Þeir menn, sem halda því fram, að dýrin séu skynlaus, verða þó að kannast við, að þau hafa minni, en minnið er( einn þáttur skynseminnar. En þau hafa meira en minni, þau sýna það í mörgu, að þau hafa skiln- in%, um það eru svo márgar sögur óhrekjandi. Þegar hesturinn er að strjúka, verður hann að skilja, hvort muni fært yfirferðar, þar sem hann kemur að, kviksyndis mýri, hrauni eða straumharðri á, sem klettar eru land- tökumegin, og hann verður að skilja, þar sem vegamót eru, hverja götuna hann á að fara, til þess að komast þangað, sem hann hefir ásett sér. Og mjög líklegt er, að hann hafi þurft að setja á sig fjöll, hólá og dáli, til að styðjast við, þegar hann er að strjuka til átthaganna um óbygðir. Ef hann þekti ekkert og myndi ekki eftir neinu á leið sinni, þá er hætt við, að hann viltist, mennirnir geta spurt til vegár, en hesturinn ekki. Það ber sjaldan við, að strokuhestar villist, eða fari i öfuga átt, frá þeim átthögum, sem þeir þrá að sjá. Hin hraða ferð strokuhesta sýnir, að þeir eru ekki í vafa um, hvaða leið þeir eiga að fara. í 14. hefti Dýravinarins er saga eftir Jóhannes Friðlaugsson, sem margir lesendur hafa nú gleymt, og vil eg því taka hér upp kafla ör henni, vegna þess að hann er ljóst dæœi þess, að hundar hafa betra minni en maðurinn. J. F. segir svo sjálfur frá, að þegar hann var unglingur í Þingeyjarsyslu, átti hann smalahund i tvö ár, sem Lappi hét, og honum mjög fylgi- spakur og tryggur. En svo fór J. F. suður til Hafnarfjarðar og skildi hundinn eftir. D *2fe)naéar- &rjóna~ og Saumavörur \ £¦ hvergi ódýrari né betri. fl þvotía~ og vfCrQÍnloÐÍísv&rur wjk beztar og ódýrastar. (? J2aiRföng og cSœfiifœrisgjqfir Jy hentugt og f)ölbreytt. Þegar hann hafði verið 6 ár sunn- anlands, við ýms störf, fór hann norður aftur. Fyrst heimsótti J. F. bróður sinn, en hitti svo á, að hann og margir kunningjar hans voru á skemtifundi á næsta bæ, fór hann því þangað. En þegar hann var að heilsa kunningjunum, kemur til hans svartur hundur, sem stekkur upp á bringu hans, og var að því kominn að reka trýnið framan í hann. Hann hratt hundinum frá sér og skamm- aði hann, en það dugði ekki, hund- urinn snerist kringum manninn, með bænarauga, og sótti eftir að sleikja hendur hans. J. F. þótti þetta und- arlegt, hvernig hundurinn lét og spyr föður sinn, hvort hann þekki þenn- an hund, og þvi hann muni láta svona, hann svarar brosandi og segir: »Það er auðséð, að gamli Lappi þinn er ekki búinn að gleyma þér eftir sex ár«. »Þegar eg heyrði þetta og virti hundinn fyrir mér« — segir J. F. — »þá þekti eg gamla Lappa og kjassaði hann, en þá réð hann sér ekki fyrir gleðilátum, og hljóp kringum mig geltandi*. Svipuð þessu er sagan af skozku tíkinni, sem getið er um i þessu hefti (bls. 15), hún þekti Jón H. Þorbergsson eftir 5 ár, en húsbænd- ur hennar þektu hann ekki. í gömlum bókum eru líka sögur um minni og trygð dýra. Andro- kles hafði falið sig fyrir ofsóknum í helli fjarri mannabygðum, sá hann þá eitt sinn, að úti fyrir hellinum lá ljón, sem sýndist vera veikt, hann gekk til þess, lyfti vingjarnlega upp hramminum og dró út stóra flís, sem stungist hafði í hann, við það batnaði Ijóninu, svo það gat gengið. Nokkru síðar var Androkles hand- samaður og kastað í ljónagryfju. Eitt ljónið hljóp að honum með grimd og öskri, en þegar það kom til hans, þekti það strax gamlan vel- gerðarmann- sinn, fleygði sér niður við hlið hans og sleikti hendur hans. Sögurnar af Gránunum báðum (bls. 18 og 59) í þessu heftij sýna minni þeirra til æskustöðvanna, eftir 6 og 18 ár. Hugsun og framsýni er það Iíka, þegar Grini (bls. 38) er veikur af hrossasótt, fer heim á hlað og legst þar í þeirri von, að mennirnir geti hjálpað honum. Hugsun og > hjálpsemi er hvötin til þess, að Grá- skjóni fer heim á hlað til að biðja heimamenn að koma með sér, til að bjarga vini sínum Bleik, sem lá af- velta og gat ekki bjargað sér (bls. 40). Og beinlínis sýnir það vits- muni, þegar hundurinn Snell (bls. 41) ber bréf til næsta bæjar og fer ætíð með bréfin eftir brii á ánni, svo þau blotni ekki og fer upp á bað- stofuglugga, þegar bærinn var lok- aður, til að skila bréfunum. í danska dýravininum er saga af hundi, sem bar bréf milli bæja, mjög lík þess- ari. Framsýni er það einnig hji hundinum, þegar hann legst á vetl- ing eða aðra hluti úr farangri eig- andans. Hans hugsun er, að eig- andinn muni sakna hlutarins og koma til að sækja hann, svo þá geti hann fundið eigandann, þess vegna biður hann. Sama hugsun hefir vakað fyr- ir aumingja »Dogg«, þótt hún mis- hepnaðist (bls. 37)- En trygð hans að deyja á töskunni er fáu mann- legu líkt, öðru en móðurástinni. Ómótmælanlega er sú hugsun sprottin af fyrirhyggju og viti, þegar hundarnir og hrafnarnir grafa niður leifar sínar. Þegar.þeir eru orðnir svo saddir, að þeir koma ekki meirn í sig, þá fara þeir með leifarnar k afvikinn stað og grafa þær þar niður,, svo aðrar skepnur ekki finni þær, Er þeir seinna eru orðnir svangir,. þá fara þeir til staðarins aftur og eta leifarnar, en til þess að finna þærT hafa þeir orðið að setja á sig stað- inn, og til þess þurfa þeir að hafa minni og fyrirhyggju. Að neita því, að nefnd dýr hafi vit — minni og skilning' — virðist. mér fjarri sanni. Þó þeir lærðu menn kalli það eðlishvöt, að hest- ana langi til þess að fara til æsku- stöðva sinna, þá geta þeir þó ekki

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.