Ísafold - 20.09.1916, Blaðsíða 3

Ísafold - 20.09.1916, Blaðsíða 3
ISAFOLD 3 neitað því, að hestarnir gætu ekki komist þangað, nema þeir hafi minni og skilning, þeir verða að hafa vit á því, í hverja átt æskustöðvarnar eru, og hver leið liggur þangað, og hvernig þeir eiga að komast hjá tor- færum, sem á leiðinni eru. Þegar mönnum skilst það, að dýr- in hafa vit ogrétt gagnvart mönnum, þá batnar meðferð þeirra. Fyr á tímum var farið með Svertingja eins og dýrin nú, þeir voru réttlausir, barðir áfram með svipum, foreldrar slitin frá börnum og hjón voru skil- in sundur og seld sitt í hverja átt- ina. Bænir og grátur hjálpaði þeim ekkert. Þeir voru þá álitnir að viti svipað því sem dýrin eru skoðuð nú. En síðan Bandaríkjamenn gáfu öllum Svertingjum frelsi, og þeir sýndu, að þeir gátu lært bókfræði í skólum, og margskonar handverk og iðnað, þá breyttist hugsunarháttur- inn og sambúðin hvítra manna við þá. Legðu það á minnið, lesari góð- ur, að dýrin hafa vit og sársauka- tilfinning í hugsun og holdi. Og enn fíemur að mennimir hafa skyld- ur við dýrin, sem þeir eiga að upp- fylla, þar af er eitt — nákvæmni og góð meðferð. — Tr. G. Áttræðisafmæli. 1 Fru Kristjana Hafstein, ekkja Péturs amtmanns, en móðir Hannesar Hafsteins, verður átt- ræð í dag. Hin aldraða, sannefnda ágætiskona á ekki annað en vini, meðal þeirra, er henni hafa kynst, enda munu margar hugheilar árnaðaróskir fluttar henni í dag. Jón Helgason prófessor kom heim í fyrradag, með Botníu, úr heimboðs- fðr siuni um Danmörku. Sigfús Einarsson ojganisti og frú hans hafa dvalið í Danmörku og Sví- þjóð í sumar. Lætur Sigfús hið bezta yfir för sinni, ekki sízt verunni í Stokkhólmi. Mun söngmenning vorri vafalaust gróði að þessari »vængja- hreyfing« Sigfúsar. Bræðnrnir Eggert Stefánsson og Sigvaldi Kaldalóns læknir komu hing- að með Ingólfi í gær. Væntanlega gefst Reyk'n'kingum tækifæri til þess að njóta söngskemtunar meðan þeir dvelja hér. Eggert er hér góðkunnur fyrir söng sinn og mikið orð hefir farið af söng-skáldskap Sigvalda. Adolf Lárnsson, yngsti sonur Lárus- ar G. Lúðvígssonar heit. skósmiðs, efnis- maður, varð bráðkvaddur um daginn { Khöfn. Lík hans var flutt heim með Botníu og grafið í gær. Hjónaefni. Valtýr Stefánsson cand. agr. og jungfrú Kristín Jónsdóttir list- málari, frá Arnarnesi. Stefán Stefánsson skólameistari er um það leytl að koma heim með Goða- fossi, eítir missirisdvöl, sór til heilsu- bótar, í Danmörku. Mikil göngnför. Um helgin komu þeir Kjartan Ólafsson rakari og Samúel Eggertsson mælingam. gang- a n d i austan frá Fáskrúðsfirði. Höfðu þeir verið 14 daga á leiðlnni, en af þeim haldið kyrru fyrir 2 daga. Munu það vera um 640 rastir, er þeir fólagar hafa »lagt land undir fót« á postulavfsu. Skipafregn. í s 1 a n d kom til Leith í fyrramorgun. Botnla kom frá útlöndum í fyrra- kvöld. Meðal farþega voru Slgfús Einarsson organisti og frú, Tómas Jónsson kaupm. og frú, Jón Helgason prófessor, Guðbrandur Jónsson (skjala- varðar), ólafur Hjaltested, Bened. Þórarinsson kaupm., Loftur Guðmuuds- son organleikari, frú Friðriksson-Möller o. fl. H ó 1 a r komu í nótt. Erl. símfregnir. (frá fréttaritara ísaf. og Morganbt.) Frafekar hafa tekiö Bou- chavesnes. Búlgarar sækja iram í Dobrudscha - héraðinu í Rúmeníu. ítalskt orustuskip hefir brunniö. Mikilfenglegt brúarslys hefir orðið í Kanada. Sjð norskum skipum hefir verið sðkt tvo sein- ustu dagana. Tjónið 10 miljónir króna. Kaupmannahöfn, 17. sept. Sænskt gufuskip hefir sprungið í loft upp í Köge- bugt. Konstantín konungur hefir beðið Demetrako- polus að mynda nýtt ráðu- neyti í Grikklandi til bráðabirgða. Póstsamgðngum og síma- viðskiftum hefir verið slit- ið milli Engiands og Hol- lands. Kaupmaenahöfn, 19. sept. Bandamönnum miðar hægt áfram á vesturvíg- stöðvunum. Serbar hafa stökt Búlg- urum hjá Florina. Mackensen hefir unnið sigur á Búmenum og Búlg- arar hafa unnið annan sigur hjá Dobroubsche. Kologeropolus, fylgis- maður Konstantins Grikk- jakonungs, hefir myndað nýja stjórn. Kaupmannahöfn 20. sept. Búlgarar hörfa undau til Monastir. Frakkar hafa tekið hér- aðið urahverfis Verman- dovillers, Deniecourt og Berny. Báðstefna Norðurlanda- ráðherra hófst í gær í Kristiania. Stórtjón af hafróti varð á Siglufirði í afspyrnu-noiðan- roki á sunnudaginn. Flóð-aldan ger- eyddi mörgum bryggjum og tók út fjölda síldartunna. Bryggjur sínar mistu alveg h.f. Bræðingur, Asgeir Pétursson, Sören Goos, Substad, Evanger og Bakkevig. — Tjónið tal- ið á þriðja hundrað þúsund krónur. Aldarafmæli Biflíufélags- ins. Bifliufélagið islenzka varð 100 ára þ. 10 sept. Var það stoín- að af brezkum presti, Ebenezer Henderson, sem ferðaðist hér um land fyrir 100 árum og reit ágæta ferðabók um Island, er heim kom til Englands. Áður en Biflíufélagið tók til starfa var mjög lítið um biflíur meðal al- þýðu hér í landi. Er það þess verk eingöngu, hve vel hefir verið bætt úr þeim skorti. Nýtt kirkjublað, hið síðasta, er alt helgað aldarminning félagsins. Látinn er í Vestmannaeyjum Siqurður Sigurfinnsson hreppsnefndaroddviti, eftir langa vanheilsu. Var hann um langt skeið mikið riðinn við almenn mál i Eyjum og þingmannsefni hvað eftir annað, þótt eigi næði kosningu. Atorkumaður mikill. Prenf-læríingur getur fengið atvinnu nú þegar. Uppl. á skrifstofu ísafoldar. Erl. simfregnir Opinber tilkynning frá brezku utanríkisstjórninni í London. London 16. sept. Skýrsla Buchans fyrir vikuna, sem end- ar í dag, er á þessa leið: Frá Vesturvígstöðvunum. Merkilegasti viðburður vikunnar er fram- sókn vinstri herarms Frakka, sem með mörgum ágætum áhlaupum braust austur fyrir Bethune—Peronneveginn eg tókn Combles og Peronne. Merkilegasti viðburðurinn á herlinu Breta var taka Ginchy’s. Gerði það sama irska tvffylkið, sem tók Guiilemont. Áhlaup var gert á allri linunní frá High til Lenze-skógar slðdegis á laugardaginn. Herlina Breta liggur nú fyrir norðan og austan Combles, og hjá þeim bæ er nú barist ákaft. Annars hafa að eins staðið stórskotaliðsorustur. í þessari viku hafa Bretar sótt fram 300—3000 metra á 6 kilómetra svæði. Þeir hafa tekið ramlega viggirtar stöðvar hjá Fallemont-bænum, Guillemont, Lenze- skóginn og Ginchy. Þjóðverjar hafa gert alt sem þeir hafa getað til þess að hnekkja framsókn bandámanna síðasta hálfa mán- uðinn og hafa haft 12 nýjar herdeildir hjá Somme. Gegn framsókn Frakka sendu Þjóðverjar mikið nýtt hjálparlið, en það gat ekki hindrað hina óviðjafnanlegu fram- sókn Frakka. Siðan orustan hófst, hefir tötuvert, nærri V, hluta, meira liði verið beitt til varnar gegn Bretum, en Frökkum. Það og óhag- stætt landslag er ástæðan til þess, að framsókn vor hefir verið heldur tregari en bandamanna vorra. Aðstaðan hjá Somme er nú þannig: Hliðarbraut Þjóðverja til Combles hefir verið tept, þar sem Bretar skjóta nú norð- ur fyrir Combies-Baupaume-veginn. Sunnar hafa Frakkar tekið bóndabæinn Le Paiez hjá veginum milii| Combles*og Peronne.2LÍJ,hægri| herarmi^bandamanna hafa Frakkar slitið járnbrautina til Chaul- nesroye, aðalsamgöngubraut Þjóðverja_nú að síðustu.] ) sEftir fyrstu viku orustunnar^höfðu^Þjóð- verjar flutt aðaljárnbrautarstöðina^frá*Pe- ronne til Chaulnes, enj hinn siðarnefndi staður er nú gagnsiaus i þvi augnamiði.j y | i,í miðju vigstöðvanna]hafa|Frakkar tekið miklnn hluta af veginum milli]Bethuneíog Peronne”'^og” gert ófæra^hliðar þflutn- ingabraut Þjóðverja og ógna nú St. Quen- tin-fjalli, en frá því tóku Þjððverjar Pe- ronne árið 1870. Bókbands-lærlingur getur komist að nú þegar. Uppl. á skrifstofu ísafoldar. Utbreiddasta blað landsins er Isafold. Þessvegna er hún bezta auglýsingablað landsins. Kaupendum fer sí-fjölgandi um land alt. Allar þær tilkynningar og auglýsingar, sem erindi eiga til landsins í heild sinni, ná því langmestri útbreiðslu í Isaiold Og í Reykjavík er Isafold keypt i flestum húsum borgarinnar og vafalaust lesin í þeim öllum. Þessvegna eru einnig auglýsingar og tilkynningar, sem sérstakt er- indi eiga til höfuðstaðarins, bezt komnar í Isafold. Sfafsefningarorð-bók Björns Jónssonar er viðurkend langbezta leiðbeiningarbók um ísl. stafsetning. Fæst hjá öllum bóksölum og kostar að eins 1 krónu. Sókn bandamanna er ekki þýðingarmest vegna þess hvað þeir hafa unnið mikið land, heldur vegna hins, að þeir þröngva stöðugt kosti óvinanna. Merkilegt má það telja við orustur þær, sem nú hafa verið háðar, hvað Þjóðverjar hafa verið linir i gagnáhlaupum sinum og duglausir. Oft hefir það verið sagt, að með nógu öflugri skothrið gæti annarhvor herinn tekið fremstu skotgrafalínu hins, en mundi veitast erfitt að halda henni. Það væri erfitt að bæta hrundar varnarstöðvar og verjast þar, ef óvinirnir væru nógu skjótir til gagnárásar. Þjóðverjar hafa altaf verið of seinir til gagnárása, og þegar þeir hafa gert þær, hefir þeim verið hrundið og þeir beðið mikið tjón. Árásir bandamanna hafaverið svo grimmilegar, að það virðist sem óvin- irnir gætu alls eigi áttað sig nógu snemma til þess að geta náð aftur mistu svæði. Þetta sýnir Ijóst, að snarræði og hugdirfð Þjóðverja hefir mjög þorrið. Frá Saloniki-vígstöðv- unum. Siðustu viku hafa brezkar hersveitir bar- ist á tveim stöðum á þessum vigvelli. Sunnudaginn 10. sept. náðu þær nokkrum hluta af fremstu varnarlinu Búlgara norð- an við Tahinos-vatn og milli þess og Organo- flóa. Náðu þeir þar nokkurum þorpum. Þessi viðureign líktist mest útrás, þvi að stöðvar þær, sem náðust, voru eigi vfg- girtar. Fimtudaginn 14. sept. var áhlaup gert á miðjum vfgstöðvunum sunnan við Ghevgeli, en á vestri bakka Vardar. Náð- ust þar stöðvar af ðvinunum og var þeim haldið, þrátt fyrir gagnáhlaup. Viðureignin hjá Saioniki er enn á byrj- unarstigi og ekki hægt að gefa neitt heild- aryfirlit yfir hana. Sauöargærur kaupa 6. Gíslasoa & Hay liæsta verði. Askrifendur Isafoldar eru beðnir að láta afgreiðslu blaðsins vita ef villur skyldu'hafa slæðst inn i utanáskriftirnar. á sendingum blaðs- ins. Talan framan við heimilisfangið merkir að viðkomandi hafi greitt and- virði blaðsins fyrir pað ár, er talan segir. Nærsveitamenn eru vinsamlega beðnir að vitja Isafoldar í afgreiðsluna, þegar þeir eru á ferð í bænum, einkum Mosfellssveitarmenn og aðrir, sem. flytja mjólk til bæjarins daglega. Áfgreiðskn opin á hverjum virkum degi kl. 8 á morgnana til kl. 8 i kvöldin. H. V. Cbristensen & Co, Kðbenhavn. Metal- og 61as- kroner etc. for. Electricitet og Gas — Stðrste danske Fabrik og Lager. éS&zf aé auglýsa í dsafoté. I

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.