Ísafold - 23.09.1916, Blaðsíða 4

Ísafold - 23.09.1916, Blaðsíða 4
4 ISAFOLD Prertínemi getur fengið atvinnu nú þegar. Uppl. á skrifstofu ísafoldar. Jiinn 22. þ. m. opnaði eg soéla- og aRíýgjasmiéa^vinnusígfu á Grettisgðtu 44. Tekið verður á móti pöntunum á reyðtýgjum, aktýgjum, þver- bakstöskum Og fleiru tilheyrandi. Innan skamms ýmislegt til fyrirliggjandi. Virðingarfylst. Eggerf Krisfjánsson. Isiands vantar kennara í ýmsum greinum heimilisiðnaðar. Félagið getur veitt einum manni, karii eða konu, nokkurn styrk til þess að sækja námskeið i heimilisiðnaði erlendis, en stvrkþegi verður að skuldbinda sig til þess, að verða kennari í þjónustu félagsins að loknu námi. s Skriflegar umsóknir séu komnar fyrir i. des. þ. á. til undirritaðs for- manns félagsins, er gefur allar nánari upplýsingar. Inga L. Lárusclóttir Bröttogötu 6. Reykjavík. JTlóforbáfur, 32 feta langur, bygður úr eik, með 12 hesta vél, er til sölu. Veiðarfæri fylgja ef óskað er. Alt í ágætu standi. Upplýsingar gefur Helgi Björnsson, skósmiður, Austurstræti 5, Reykjavík, eða Herm. í»orsteinsson, Seyðisflrði. * 1 Steinolíu er langbezt að kaupa Verzl. V O N, Laugavegi 55. gRqzí aé augíýsa í dsafolé. Tapast hefir frá e.s. Ceres i ágúst gulmálað kúf- fort, járnbent, merkt á framhlið: Samúel Eggertsson. Finnandi er beðinn að koir.a því sem fyrst til skila á afgreiðslu hins Sameinaða í Reykjavík. Schannong* Monument Atelier O. Farimagsgade 42. Köbenhavn Ö. Verðskrá með myndum ókeypis Maismjöl ódýrast í Verzl. VON, Langavegi 55 Rafmótorar, Dynamo, hltunaráliöldL og ýmsar aðrar vélar og áhöld er lúta að rafmagni, ntvegar nndirritaður frá enskum og amerískum verksmiðjum. Kostnaðaráætlanir gerðar um raflýsing sveitaheimila, einstakra bygginga, skipa stærri og smærri og m'ótorbáta. Aðgerðir á mótorum gerðar. Skrifið eftir okeypis npplýsingum. S. Kjartansson. Pósthólf 383 Reykja\fk Sauöargærur kaupa G. Gíslason & Hay hæsta verði. Askrifendur Isafoldar eru beðnir að láta afgreiðslu blaðsins vita ef villur skyldu hafa slæðst inn í utanáskriftirnar á sendingum blaðs- ins. Talan frnman við heimilisfangið merkir að viðkomandi hafi greitt and virði blaðsins fyrir það ár, er talan segir. Bókbandsnemi getur komist að nú þegar. Uppl. á skrifstofu ísafoldar. Með því eg nú er alfluttur úr Norðurlandi, vil eg hér með tjá mínar beztu þakkir öllum viðskiftavinum mínum í Skagafirði og víðar norðanlands. Mætti svo vera, að einhverja kynni að vanta eitthvað af því sem eg smíða, væii mér sönn ánægja að geta afgreitt til minna gömlu og góðu viðskiftavina. Vil eg gera alt, sem í mínu valdi stendur, til að þóknast þeim, jafnvel þó að margt sé vandkvæðum bundið á þessum síðustu og verstu tímum. Margfaldar þakkir fyrir 16 ára samvinnu. Með kærri kveðju. Reykjavík, 19. september 1916. Eggert Kristjánsson. Reykjavfkur Apótek mælir með sínu ágæta og alþekta Kreólíni til fjárbfiHunar, sem viðurkent er af Stjórnarráði íslands. 2 drengir, 14 ára geta fengið atvinnu nú þegar. Uppl. á skrifstofu Isafoldar. Nýir siðir. 145 — Þér hræðist mig víst ekki, eg mun ekki reka yður á flótta? — Nei, það gerið þér ekki. En mund- uð þér hræðast mig, ef eg skyldi ganga I garðinum þar sem þér gangið, að lokinni máltíð? — Þér hafið aldrei hrætt mig, svaraði Blanche, — og hér tekur enginn til þess, þótt stúlka gangi með karlmanni í tugls- skininu. Eg bíð yðar við hliðið. Hann hvarf frá henni og settjst aftur rð boiði síuu. * * * — Hvað er okkur nú til fyrirstöðu? mælti Emil um kvöldið sama dags, er þau sneru við í áttunda sinni í stóru trjágöng- unum. — Fyrra skiftið var það húsnæði, sex reyrstólar . . . — Eitt borð og eldhússáhöldin, bætti Blanche við. — Nú þurfum við ekki að hugsa um svo mikið sem íbúðina. — Og börnunum komum við fyrir á 146 Nýir siðir. barnahúsinu, eins og Rousseau, mælti Emil. — Já, fúslega, því þar hefi eg vakandi auga á þeim, en það get eg ekki haft i ’herbergi minu, svaraði Blanche. — Þvílík fyrirmyndar móðir, er vill koma börnunum sínum fyrir á barnahús- inu! — Já, með gamla fyrirkoroulaginn I Eða réttara sagt, þvilík ógæfusöm móðir, sem varð að koma börnum sínum frá sér. Var ekki nörmulegt að íerðast um í gnmla heiminum? Eg hefi ekki komið út fyrir stofnunina í heilt ár I — Það var eins og að fam um í Pom- peji og Herkulanum. Æ, eg vil ekki hugsa til þess. Börn, sem þjáðust, veik, hungruð, við rennusteininn, blóðlaus, máluð ríkra manna lik í vögnum á miðri götunni. Allir afskræmdir i andliti, fátæklingarnir af hatri og áhyggjum, ríkismennirnir af hræðslu við að missa! Þetta gátum við ekki séð, meðan við sjálf votum mitt á meðal þeirra, en nú gat eg séð það. Nýir siðir. 147 — Og þó erum við fjarri því að vera fullkomin, mælti Blanche. — Já, fjarri þvíl Því hið mikla hús vort stendur á ótryggum grunni. Munum það, að við framleiðum'glysvöru: regnhlífa- grindur, hrákadalla, gosbrunnamyndir, kerta- stjaka og aðra skrautmuni. Og einhvern tíma, er úrslitin miklu verða, þá mun eftirspurn á þeim hætta — og þá erum við komin í strand! — Hvað tökum við þá tii bragðs? — Þá hefst nýtt og öiðugt líf fyrir okkur, cii við munum þó haldast við, því við eigum mikil auðæfi falin í jörðinni, og af jörð erum við komin og af jörð getum við lifað. En það getur þó krept að. Það er með þetta fyrir augum, að öll börn eru látin læra jarðyrkju, því við fáum ef til vill ekki að heyra mikla, síð- asta brestinn! Látum okkur því lifa, Blanche, meðan við lifum I Þetta líf lifum við áreiðanlega að eins einu sinni I Viltu lifa með mér, eða án mín í 148 Nýir siðir. — Með þér, Emil, því annnars lifi eg ekki! — Sem eiginkona min, frjáls, frjáls sem maður, er etur sitt eigið brauð, þar er þá draumsjón okkar orðin að veruleik. Og vondu mennirnir, sem sögðu að hún gæti aldrei orðið að veruleik! — Vegna þess að þeir vildu það ekkil — Eða ef til vill vissu það ekki!

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.