Ísafold - 27.09.1916, Blaðsíða 1

Ísafold - 27.09.1916, Blaðsíða 1
Kemur út tviavar ; í viku. Verð árg. 5 kr., erlendis T1/^ kr, eða 2 dollarjborg- iet fyrir miðjsiii júlí erlendia fyrirfram. ! Lausasala 5 a. eint. SAFOLD Uppsögn (akrifl. buadin við áramóí, er ógild nema kom- In só til útgefanda fyrlr 1. oktbr. og sé kaupandl skuld- laus vlð blaðlð. ísafoldaiprentsmiðja. Ritstjóri: Dlafur Biarnssnn. Talsími nr. 455. XLIII. árg. Reykjavik, miðvikudaginn 27. september 1916. 73. tölublað 41J) ýBaféLbókasafn Templaras. B kl. 7—9 iBorgarsíjóraskrif'stofan opin virka daga 11 -8 jBæjarfóg .(adkriístofan opin v. d. 10—2 og 4—S VBœjargjaldkerinn Lanfásv. 5 kl. 12—8 og '—7 Iglandsfoanki opinn 10—4. KJf.VM.. Lestrar- og skrifstofa 8 árd,—10 Eiðð. Alm. fnndir fld. og sd. 8'/« siöd. Landakotskirkja. Guðsþj. B og 6 á hel;;jm Ziauadakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1. Iiandsbankinn 10—8. Bankastj. 10—12. Landobókasafn 12—6 og 5—8. Tjtlán 1—8 .Landsbúnaðaríéiagsskrifstofan opin frá. 12—2 Lendsféhiroír 10—2 og 5—8. íiandsskialasafniö hvern virkan dag kl. 12—S íinndssiminn opinn daglangt (8—9) virka dagn lielga daga 10—12 og 4—7. .iiistasafnið opio hvem dag kl. 12—2 HAttúmgripasafniö opio l'/s—2'/s á sunncd. íPðsthiisio opift virka d. 9—7, snnnnd. 9—1. .Samábyrgo Islands 12—2 og 4—6 Btjórnarraösskrifstofnrnar opnar 10—4 dag). "Talsimi Eoykjavikur Pósth.8 opinn 8—12. Vlfilstaöahælio. Heimsóknartimi 12—1 S>,Íóomen.jasafnio opio hvern dag 12—2 „Stefnuskrá" Þversym-manna. Sig. Eggerz skrifar í »Landið«. 'JFyrirsögnin er stór: »Sjálfstæðis- flokkurinn á þir.gi og framtíðarmal in«. Lesmálið er langt, fjórir og fimm dálkar í hverju blaði. VI. kafli kom seinast. Máske ekki séð -fyrir endann enn. Eg hefi heyrt menn minnast ofur- ilítið á greinar þessar. Sumir hættu að lesa þær við III. kaflann, aðrir við IV. o. s. frv. Eg misti eitthvað <úr, en er líka líklega sá eini, sem -enzt hefi til að lesa VI. kaflann. Hann er eftirtektarverður. Sig- orður talar þar eins og sá, sem valdið hefir til að tala. Með ríkis- jáðsfundinn 30. nóv. 1914, þar sem hann stóð augliti til auglitis við kónginn, sem miðdepil, dregur hann saman afrek þess brots úr ;Sjálfstæðisflokknum, sem kallaðir hafa verið »Þversum-menn<, kallar það stefnuskrá og segir svo: »Þá stefnuskrá leggjum vér undir dóm <f>jóðarinnar«. Með því Sig. Eggerz er einn þeirra í flokksbrotinu því, sem held- >ur því fram, að hann sé aðalmaður i brotinu, og var settur efstur á lands- listann og fær oft fyrstu blaðsíðuna í »Landinu< — er vert að fleiri en þeir örfáu menn, sem »Landið« lesa, fái að sjá þá stefnuskrá. Út úr greininni tekin verður hún íþannig: Vér (þ. e. Þversummenn) vildum 1. Samþykkja eftirvarann 1915 t(þ. e. standa á tnóti stjórnarskránni jafnvel er var um seinan). 2. Standa á móti tollfrumvörpum síðasta þings. 3. Standa d móti »þegnskyldd- humbuginu*. 4. Standa á móti rannsókn járn- ibrautarmálsins. 5. Átelja »launungina í nýju heimastjórninni«. Þessi 5 attiði eru áreiðanlega öll neikvœð. 5. atriðið er bardagi við vindmylnu. Hvaða launung er átt við? Hjá hvaða heimastjórn? Vill þá brotið ekkert gera jákvætt, engar framkvœmdir landi og þjóð til nyt- semdar? Þannig munú margir spyrja. Tu eitt, segi og skrifa eitt atriði er jákvætt í stefnuskránni. Þeir vjldu birgja landið upp með korni, salti og kolum. En það vildu allir flokkar. Og til þess hafði stjóm og alþingisnefnd gert allar ráðstaf- anir, er Sig. Eggerz ætlaði að ná sér í einkarétt á þessari ráðstöfun á síð- asta þingi. Skylt er að geta þess, að S. E. telur Sjálfstæðisflokkinn hafa »tekið afstöðu til< allra mála (þ. e. innan- landsmála) sem nokkru skifti. Þetta var kátlega að orði komist og ekki mikið jákvætt í því. En það er rétt að Sjálfstæðisflokk- urinn, meðan hann stóð óskiftur, bar fram ýms innanlandsmál, sum til sigurs. En það gerðu alt aðrir en S. E. og haas félagar. Stefnuskránni er rétt lýst hjá S. E. fyrir brotið hans. A móti öllum málum, sem fram eru borin. Með orðagjálfri með því að likja sér við Tón Sigurðsson og fleiri þess háttar smekkleysam, hygst hann geta skapað sér einkarétt a því að óska landinu fullveldis. Fullveldi vilja allir hinir gömlu Sjálfstæðis- menn; og nú áreiðanlega margir fleiri. Að öðru leyti spyrna á móti, þver- spyrna við öllum framkvæmdum, hafa engar hugsjónir á innanlands- málasviðinu. Þetta treystir S. E. þjóðuini að fylkja sér um! Eg treysti þjóðinni miklu betur. Eg treýsti henni til að kjósa áhugasama, duglega, starfsama og velvirka framkvæmdarmenn, sem hafa að markmiði fult sjálfstæði landsins út á við og vinna að efnalegu og andlegu sjálfstæði þess. Geirröður. Bókafregn. B Fræðafélagiö í Kaupmannahöfn er furðu du^Jegt að gefa ut bækur. Það er orðin heilmikil syrpa, sem frá þvi hefir komið þessi fáu ár, sem það hefir starfað. Merkasta ritið er hin mikla Ferða- bók dr. Þorvalds Thoroddsen, í 4 bindum. Þá má og að góðu geta Endur- minninga Páls Melsteð og bréfa hans til Tóns Sigurðssonsr. Ennfremur hefir félagið gefið <5t Píslarsögu Jóns Magnússonar, Orða- kver eftir Finn Tónsson, Afmælisrit Kr. Kálunds, Jarðabók Arna Magnús- sonar og Páls Vídalín, Árferð. á Is- landi í þúsund ár. Loks koma bækur félagsins þetta ár: »Handbók í íslendingasðgu< eftir Boga Th. Melsteð 1. bindi, og »Árs- rit hins islenzka Fræðafélags í Kaupmannahöfn. Fyrsta ár.« Þessi »handbók« Boga, sem hér birtist af I. bindið verður gríðar- mikið verk, eins og sést af því, að þetta bindi 218 bls. nær að eins fram til nál. 1030. — Vér væntum þess, að geta síðar flutt ritdóm um þessa bók frá mánni með sérfræði- þekkingu. Höf. segir í formálanum á þá leið, að rit sitt eigi að hvila á nákvæmum, vísindalegum rannsókn- um um þýðingarmestu atriði ís- lands sögu, en síðan geti ritsnilling- ar og mælskumenn rannsóknailaust bygt á því. Það er sjálfgagnrýni í þessum orðum að því leyti, að í þeim felst óbein játning höf. um, að hvorki sé hann ritsoillingur né mælskumaður. Oskandi er þvi, að sjálf hin nákvæma, vísindalega rann- sókn höf. sé á bjargi bygð. Við sjálfan titil bókarinnar kunn- um vér eigi. »Handbók« — er auð- sjáanlega þýtt danska orðið : »Haand- bog«. En i islenzku er orðið »haud- bók«, orðið fastákveðið hugtak um siðareglur kirkjunnar d: handbók presta. Arsrit Fræðafélagsins virðist við fljótan yfirlestur vera i ætt við félags- nafnið. Forustumenn félagsins segja um það, að það verði »eftir stærð og frágangi hin langódýrasta bók, sem út kemur á íslandi í dýrtíð þessari. Fræðafélagið gerir þetta til þess, að ungir og fátækir alþýðumenn, sem oft eru fróðleiksfusir, geti eignast Arsritið. Einnig er það hugsunin, að gera tilraun til þess að koma út á íslenzku fróðlegu Ársriti með mynd- um og margvíslegu efni, bæði frá íslandi og víðsve^ar^frá öðrum löndum, er verði afaródýrt, eins og sum alþýðurit eru hjá fjölmennu þjóðunum, því svo framarlega, sem ritið fær svo marga kaupendur á íslandi, að félagið fái 3/4 af kostn- aðinum endurgoldinn þaðan, verður það framvegis selt þar á hálfvirði öll- um þeim, sem gerast kaupendur þess nu þegar og ekki hækkað í verði við þá, á meðan það fer eigi fram úr 144 bls. alls. Eins og fyrsti árgangurinn sýnir, á efni ritsins að verða margbrotið. Það mun þó eigi að eins flytja. fræðandi alþýðlegar ritgerðir, heldur og ritgerðir, sem geta gefið tilefni til nytsamra framkvæmda.« I fyrsta heftið ritar Þorv. Thor- oddsen prófessor um »æskukröggur og glæfraferðir Armeníusar Vam- béry<, Finnur Jónsson um »islenzk fornkvæði<, Gisli læknir Brynjólfs- son »um eiturmekki í ófriðnum mikla* (4 myndir), Sigfús Blöndal um »lýsing á Þingeyrarklaustri á fyrri hluta 18. aldar< og er það »kafli úr æfimiuning síra Olafs Gislasonar<. Magnus Jónsson cand. jur. & polit. »um íþróttaskóla« Bogi Th. Melsteð um »verðlaunasjóð handa duglegum og dyggum vinnu- hjúum í sveit« og ennfremur um rit Troels Lund: »Dagligt Liv i Norden<, »þrjár norskar skáldkonur með 3 myndum« (Hulda Garborg, Brabra Ring og Sigrid Undset). Ymislegt fleira er í þessu fyrsta drsriti til ftóðleiks og skemtunar. Mun það því erindi eiga til margra fróðleiksþyrstra manna hér á landi. Kenslukona óskast á ágætt heimili, í kaupstað, ekki langt frá Reykjavík, tíl að kenna 3 börnum vanalegar námsgreinar, og að spila á piano. Halldór Sigurðsson Ingólfshvoli gefur upplýsingar. Hljómleikar. Eggert Stefánsson söng í Bárubúð á laugardags- og mánudagskvöld — með aðstoð frú Astu Einarson. Hann hefir sótt sig geysimikið á lvstabrautinni síðan hann söng hér fyrir nokkurum árum. Rödd- in hefir vaxið að miklum mun og mun þó enn eiga drýgstu aukn- inguna eftir, því að Eggert er að- eins 25 ára, en um þrítugt er fyrst talið að mannsröddin sé búin að fá fullkominn þrótt. Sýnir og reynslan þetta um rödd Péturs Jónssonar. ^Það sem mesta ánægju vakti áheyrenda á þessari söngskemt- un Eggerts voru lög Sigvalda bróður hans, 5 að tölu, einkenni- leg og einkar sönghæf og lágu mjög vel fyrir rödd Eggerts. Yndislega þýtt var síðasta lagið »Sofðu, sofðu, góði<, og naut sín ágætlega í meðferð Eggers. Var Sigvaldi að makleikum »kallaður fram< hvað eftir annað. Af erlendu lögunum söng Egg- ert ljómandi vel bæði Sidste Reis eftir Alnæs og eins ítölsku lögin eftir Tosti. Það var unun að hlýða á þenna unga söngvara — og fylgja hon- um beztu óskir, er hann af nýju heldur út i heim til að vinna sér meiri þroska og frama. Fram- sóknarhugurinn er svo mikill i honum, að beztu vonir gefur um framtíð hans. Ego. Páll ísólfsson efndi til hljómleika í dómkirkj- unni á sunnudagskvöld — hinna síðustu — að þessu sinni, því hann fer utan með Botníu í dag. Það mæla margir, að snild Páls ísólfssonar á orgelspil sé »geniöi< og spá honum mikilli framtíð. Víst er um það, að Páll er nú langfremútur orgelspilari íslenzk- ur, svo leikinn að aðdáun vekur þeirra, sem bezt hafa vit á. Og þó -er námstími hans mjög stutt- ur, til þess að gera — að eins 2 ár — og á hann því eftir að látá sér enn fara mikið fram. Það er ilt að gera upp á milli einstakra laga, sem Páll lék á sunnudaginn — svo skínandi vel var það alt af hendi leyst. — Þó virtist snildin njóta sín einna bezt í Adagio eftir Mendelsohn. Það er orðin falleg listamanna- sveit, sem vér eigum nú, Islend- ingar, erlendis; tveir söngvarar Pétur og Eggert, tveir pianóleik- arar Haraldur og Jón Norðmann og loks Páll Isólfsson organleikari. Mun hann eigi síztur reynast —¦ svo mikið er víst. Þeir mega vita það allir þessir ungu listamenn, að hlýir hugir stefna jafnan til þeirra héðan heiman að og heilar óskir um vaxandi sæmd þeirra, sem einn- ig er sæmd landsins. Veri þeir jafnan velkomnir og gangi þeim sem bezt framsóknar- viðleitni þeirra. Páli óskum vér alls hins bezta, er hann nú lætur utan. r, i. Þingmenskuframboð. Nokkurar breytingar hafa orðið á framboðslistanum í siðustu ísafold og skulu þær raktar hór: í Árnessýslu hafa bsezt viS 2 frambjóðendur, þeir Böðvar Magnús- son á Laugarvatnl og Jón Jónatansson á Ásgautsstöðum. En framboð hins slðarnefnda reyndist ógilt, með því a5 einn af 12 meðmælendum hans reynd- ist ekki vera á kjórskrá. Er Jón því úr sögunni. ÍRangárvallasýslu er mis- hermi, að Jónas bóndi á Reynifelli bjóði sig fram. Þeir verða því &ð elna þrír í boði, síra Skúli í Odda og gömlu, þíngmennírnir. í Vestmanneyjum kom n/tt þingmannsefni fram móti Karli sýslu- manni í síðustu forvöðum. Er það Sveinn Jónsson trósmiður hér í bæ. En engum dettur annaS í hng, en Karl verði endurkosinn. Á SeyðÍ8firði hafa Karl Finn- bogason og Jóhannes bæjarfógeti boðiS sig fr&m -— aðrir ekki. í Skagafirði hefir síra Arnór Árnason boðiS sig fram, auk hinna þriggja, sem áður er getið. Hann er Heimastj.m. í Húnavatnsýslu hefir sýslu- maður e k k i boðið sig fram. . Þar verða fimm, gömlu þingmennírnir, Þórarinn á Hialtabakka og Jón Hannes- son á TJndirfelli (misprentast í síðasta blaði: ívar í stað J ó n og Jón læknir Jónsson á Blönduósi). í Vestur-ísafjarSarsýslu bættist á síðustu stundu viS þriðji frambjóðandinn, Halldór Stefánsson lœknir á Flateyri. Tvö þingmannaefni eru s j á 1 f- k j ö r n i r þingmenn orðnir. Eru það Magniis Pótursson læknir, þm. Strandamanna, og Pétur Jónsson frá Gautlöndum, þm. S,-Þingeyinga. /

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.