Ísafold - 27.09.1916, Blaðsíða 2

Ísafold - 27.09.1916, Blaðsíða 2
IS A F OL D ¦ 7frm'Eiríksson \ Q Tlusfurstræfi 6 Q ^mfajnaðar- &rjona~ og Saumavörur j hvergi ódýrari né betri. !*4 þvotta- og %SHrainlasíisvorur beztar og ódýrastar. JSeiRfong og &œRifœrisgjqfir hentugt og fjölbreytt. Erl. símfregnir. (frá fréttaritara ísaf. og Marganbl.) Kaupmannahöfn, 21, sept. Baudameun haffa tekið Florina (í Grikklandi.) Austurríkismenn foúast til þess að yfirgefa Triest. Þjóð verjar hafa náð aftur svæði hjá Djnestr. Rúmenar hafa tekið stöð var hjá Rasova — Tuszla. í Bæheimi hafa flóðgarð ar brotnað. Margar verk- smiðjur og hús hafa skol- ast burtu og fðldi manna farist. Kaupmannahöfn, 23. sept. Tilraun JÞjóðverja til þess að hrjótast gegnum fylkingar bandamanna bjá Bouchavsnes hafa alger- lega mishepnast. Þýzka stjórnin hvetur hershöfðingjana til þess að fara sparlega með skot- lærtn. Rússar sækja stöðugt fram í Karpatafjöllum. Bandamenn vilja ekki viðurkenna hina . nýju stjórn í Grikklandi. Nf deila í vændum. Kaupmannahöfn 26. sept. 15 Zeppelinsloftför hafa gert árás á England. Tvö þeirra voru skotin niður. 3288 Suður-Jótar hafa tallið í ófriðnum. Kaupmannahöfn, 26. sept. Stjórnarhilting í Grikk- landi. Konungur er í Ta- toi-höll og lætur víggirða liaua. m Franskir flugmenn hafa varpað sprengikúlum á verksmiðjur Krupps. Austurríkismenn hata rekið ítali frá Monte Cim- one. Um ræktun snýra* Eftir Pétur Jakobsson, Varmá, Mosfellssveit, Framh. Eins og kunnugt er, er stutt síð- an farið var að rækta tún nokkuð að ráði. Njáll gamli bar fyrstur manna skarn á tún, en menn tóku þaS nokkuð seint — alment — eftir honum. Fy*sta aðferðin við tána- sléttar hér á landi var að skera gras- rótina s( þeim, pæla sundur þúf- uraar og leggja torfið svo yflr aftur. Þessi aðferð er seinleg, en hefir gef- ist að öðru leyti allvel hér á landi með góðri hirðingu. Gott er að rista ofan af að hanstinu og láta standa opið og plægt yfir veturinn, svo moldarmyndunin geti- farið fram undir áhrifum^oftsins, því það bætir jirðveginn til ræktunar. Það sem er athugavert við þetta er, að þök ur vilja skemmast og gróa seinna, en við því má nokkuð gera með því að leggja þær vel í bunka. Bezt er að hafa sléttur sem næst flatar; séu hryggir í miðjum beðum er hætt við þeir ofþorni, en bleyta verði aftur of mikil i dældunum milli þeirra. Gott er að bera undir þaksléttu á mýra-jatðvegi áburðar gifs, kalk, mergel o. s. frv. Hús dýraiburð má nota, en hann er óheppilegri, því-í mýrum er venju lega köfnunarefni (N) og þarfnast því sjaldan köfnunarefnið i húsdýra- áburðinum, svo það fer til ónýtis Þar sem deiglent er, er gott að nota ösku sem undirburð. Þegar biiið er að þekja sléttuna er gott að bera á hana húsdýr»áburð; hann fyllir holur og rifur, þéttir jarðveg- inn og flýtir þannig fyrir gróðrin- um. Vorið eftir, þegar fönn tekur af þeim, vilja þær missíga fyrir áhrif vatnsins og þarf þá að berja þær niður með þar til gerðu verkfæri. Önnur aðferð við mýrarækt er að plægja þær með grssrótinni og nefnast þær þá flagsléttur. Þegar búið er að plægja jarðveginn er bezt að láta hann liggja eitt eða fleiii ár án þess meira sé gert við hann og lofa loftinu að verka á hann til að leysa upp ýms efni og flýta fyrir moldarmynduninni. Þegar flagið er búið að standa hæfilegan tíma opið, er það herfað og jafnað eftir þörf- um; er fyrsta árið síð í það höfr- um eða fræi blönduðu ýmsum korn- tegundum. Því er sáð þétt eða gisið eftir tegundum þess. Bygg er blað- Htii jurt; því er sið gisið og ætti ekki að slá það fyr en það er full- þroskað. Höfrum er sáð þéttara og er hæfilegt að slá þá, er þeir eru orðnir rdmt fet á hæð. Þeir mega ekki verða hærri, þvi þá skyggja þeir á grastegundirnar og tefja fyrir vexti þeirra. Þessi aðferð hepn- ast venjuiega betur hér á landi, en að sá grasfræi eintómu. Það er mjög áríðandi, að fræsæðið sé gott* og hafi mikið spíringarmagn; þarf helzt að hafa myndast í líku lofts- Iagi og við önnur þau skilyrði, sem jurtin af því á að búa við. Frá norðlægum löndum t. d. Noregi og Svíþjóð er utsæði heppilegt hér á landi. Eins og vér vitum, hefir mjög lítill áhugi verið hér á landi með að færa ut túnin. Það sem helzt hefir verið ræktað eru móar; þeir eru eins og áður er tek'ið fram fljótari í rækt en mýrar, en gefa venjulega minni arð. Hér á landi er lítil reynsla fengin fyrir, hve mikla þýðingu mýrarækt- in hefir, en samkvæmt útlendri reynslu og okkar litlu reynslu, eru fylstu líkur til, að hiin mundi borga sig mjög vel. Margur mýrarflákinn væri orðinn að arðberandi túni, hefðu fornmenn strax og svo hver kyn- slóðin aí annari haft áhuga á jarð- ræktinni, og vonandi er, að með vaxandi mentun og menningu verði mönnum ljós þýðing mýraræktar- innar. Vér verðum að athuga, að túnræktin er hið lang þýðingarmesta atriði fyrir landbúnaðinn, þegar á alt er iitið. Eigi munu skiftar skoð- anir manna um það hér í Reykja- vík og nærliggjandi sveitum, og alt bendir á, að túnrækt í grend við Reykjavik eigi mikla og blómlega framtíð fyrir höndum, sem ætti að geta orðið landsmönnum til fyrir- myndar. e. Rakttm mýra að oknm 0% qörðum. Eins og vér vitum, þá er afarmikið land hér óræktað. Áður hefi eg minst á, að móar séu fljót- ari til ræktunar en mýrar, og er þvi eðlilegt, að móarnir sAu frekar valdir fyrir garðstæði. Litlar líkur eru hér til, að svo stór svæði verði hér tek- in til garðfæktar, að ekki sé hægt að koma lögum yfir að vökva það, svo líklegt er, að mýrarnar sitji þar á hakanum; en ómögulegt er samt að segja um, nema svo mikið land verði einhvern tíma tekið til rækt- unar, að mýrarnar njóti sömu rétt- inda og móarnir og verði gerðar að skrúðgrænum ökrum og görðum, þvi margt getur skipast á þessum fram- þróunartímum. Vér vitum, að is- lenzka þjóðin er á eftir öðrum þjóð um í garðrækt, en vonandi er að hiin sjii sem fyrst tákn tímanna og það með, að henni sé hentast að láta hendur standa fram úr ermum í landbiinaðinum, ef hún á að geta talist með framfaraþjóðunum. Raunar er eðlilegt, að íslendingar séu á eftir öðrum þjóðum í akra- og garðrækt; alt fram á vora daga hefir þá skort þekkinguna og svo hitt, að þar til þarf jarðvegurinn mikinn undirbúning, t. d. þyrfti að leggja allmikla stund á að gera hann steinefnaríkan, því matjurtir þrífast bezt i sendnum j.irðvegi. Framræslu á slíku landi þarf að vandi mikið; það þarf því að lokræsa jarðveginn vel, því garðar eða akrar mega ekki hafa grunnvatn i sér. Ræsin þurfa að vera djúpt i jarðveginum, svo ekki skemmist yfirgerð þeirra, þeg- ar plægt er. Ekki væri gerlegt að ræsa sáðland fram með opnum skurð- um, þvi eins og eg hefi áður tekið fram taka þeir alstaðar mikið rúm og svo er óþægilegt að vinna landið nema eftir stefnu þeirra. Arlegt viðhald þarf einnig á opnum skurð- um, en ekkert á lokræsum séu þau vel gerð í fyrstu. Þess ber og að gæta með opna skurði, að vatnið er ætíð mest í jarðveginum mitt á rnilli þeirra, en aftur mjög þurt við bakk- ana og er það óhentugt. Ef á að taka mýrar til sáðlands, þarf að plægja þær og herfa s-em og sáð- sléttur. Aburð þarf mikinn í garð- ana, en þó nokkuð misrnunandi, eftir því hvaða jurtir eru ræktaðar í þeim. Hér á landi er næg reynsla fyrir, að rækta má rófur og kart- öflur. í 703 ? m. stóran fóðurrófna- garð, sem kominn er í rækt, mun hæfilegt að bera í árlega af tilbún- um áburði sem hér segir: 35 kg. siipperfosfat með 20% fosforsýru, 70 kg. kainít með 12%, 14 kg. brennisteinssúrt ammoniak og 73 kg. chitisiltpétur. En í 703 ? m. stóran gulrófnagarð þarf 40 kg. súpperfosfat, 25 kg. kali 37°/o> 12 kg. brennisteinssúrt ammoniak og 8 kg. chilisaltpétur. Framh. Ensku-ðocent til háskólans Harvard-háskólinn, helzti háskóli Bandaríkjanna og annar háskóli sam- lendur, hafa boðið háskólaráðinu að senda hingað á sinn kostnað, kenn- ara í ensku og enskum bókmentum, ef háskóli vor'óski þess. Þessu veglega boði hefir háskóla- ráðið tekið, og mun því sennilega næsta ár bætast enn við tungumála- kenoari við háskólann. Eftir striðið má þá gera ráð fyrir, að ágætis kennarar verði við háskól- ann í norrænum, enskum, frönskum og þýzkum fræðum, auk grísku dócentsins, og verður þá hægt að útskrifa tungumálakandldata hér við háskólann, í líkum mæli og við flesta erlenda háskóla. Reyk)'aTttnr-annill. Þegnskylduvinnan er alvarlegt mál. Þeir, sem eigi hafa enn kynt sér það eftir föngum, og hugsað svo itarlega um það, að þeir hafi myndað sér vel sjálfstæðar skoð- anir á því, ættu að vera svo skyn- samir og samvizkusamir að greiða ekki atkvæði um þegnskylduvinnuna við atkvæðagreiðsluna þann 21. okt. nú í haust. Þeir eiga að skila auðum seðii; aðeins brjóta hann saman og stinga houum svo i kassann. Það eru margir, sem hafa bent til þessa. Látinn er nýlega Jón Guðmundsson, til heimilis Bræðraborgarstíg 19. Flestir þeir, er veriö hafa í Rvík sSS ráSi, munu kannast við þennan mann, er þeir heyra bann nefndan því nafn- inu, sem hann jafnan gekk undir: Jón smali. Hann fekst viS skepnu- hkðing, og þar af kom nafnið. Var trúmenskan sjálf. Jón gamli mun hafa verið kominn talsvert á áttrœðis^ aldur og sagður efnamaöur — fyrir sífelda mikla sparsemi, því aldrei voru tekjurnar nema rýrar. Með Jóni gamla er horfinn einn af einketHiilegustu >origiiiölum« Rvíkur. Jarðarför Asgeira "Borfasonar fór fram að viðstöddu fjölmanni í fyrra- dag. Var hún með öðru sniði en jarð- arfarir annars, og féll tilhögunin mörg- um betur í geð en hin venjulega. Heima var fyrst sungiS ^Eg horfi yfir ha£ið«. Þá flutti síra Jóhann bænina >Fa5ir vor< meS örstuttam; formála. Að því búnu lók Páll ísólfs- son so»garlag Beethovens á harmonium. I kirkjunni var sungið »0, blessuð- stund« og því næst gekk síra Jóhann í kórdyr og flutti þar — ekki ræðit — heldur bæn, en allir viSstaddir riau. upp, meðan hún var flutt. Þá lók Sigfús Einarsson sorgarlag » orgelið og að því búnu yar líkið hafiS út. Kirkjan og heimahús voru fagur-- lega skreytt. Inti í kirkjwna báru bekkjarbræðui' Asgeirs kistuna, en út úr kirkjunni kennarar úr lækuadeild háskólaws og inn aS gröfinni samfólagsmenn Asgeir8> í Verkfræðingafélagi íslands. Síra Friðrik Friðriksson prestur kemui hsim með Qullfossi frá New York. Söngskemtun á Akranesi. Þeir bræSur, Einar og Ragnar Kvaran, afna í kvöld til söngskemtunar á Akranesi. Eru báSir góSir raddmenn og Skaga- búum því einsæ góS söngnautn. Knattspyrnn-kappleiknr var háður á Iþróttavellinum síSasliSinn sunnu- dag milli Vals og Reykjavíkurfólags- ins. Þrír voru vinningar á hvora hliS og því jafntefli. Aðkomamenn. Ragnar Ólafsson konsúll frá Akureyri og allmargir Ar-- nesingar og Borgfirðingar. Mannalát. Hinn 12. ág. síðastliðinn andaðist að Straumi á Skógarströnd ekkjan Anna Símonardóttir Hjaltalín. Hún var fædd 2. ág. 1832 og var því réttra 84 ára að aldri. Hún var fædd og uppalin á Vatnsnesinu i Húnavatnssýslu. Var tvígift. Atti fyr Svein Jónsson, og með honum 6 börn og eru 3 afþeimálifi. 1877 giftist hiin Sigurði Tósefssyni Hjalta- lín á Valshamri Jónssonar prests Hjaltalín á Breiðabólstað. Þau Sig- urður Hjaltalín eignuðust einn son Sigurð, sem er uppkominn og hefir hann annast um móður sína síðan faðir hans dó, 1898. Anna heitin var merk og vönduð kona og er hennar saknað af öllum þeim er hana þektu. A Yeðurskýrslur, Mánudag 25. sept. Vm. a. stinnings gola, hiti 7,8 Rv. a. kul, hiti 8,0 ís. logn, þoka, hiti 6,5 Ak. logn, þoka, hiti 15,5 Gr. s. andvari, hiti 3,0 Sf. logn, regn, hiti 4,1 Þh. F. logn, þoka, hiti 8.7 ÞriSjudaginn. 26 sept. Vm. a sn. vindur alskýj. 3,3 Rv. a andvari, alskýj. 11,2 ís. logn andvari, skýjað 8,0 Ak. — andvari skýjað 8,0 Gr. s andvari skýjað 7,1 Sf. logn alskýjað 5,1 Þh. F. a kul alskýjaS 2,5 Askrifendur Isafoldar eru beðnir að láta afgreiðslu blaðsins; vita ef villur skyldu hafa slæðst inn i utanáskriftirnar á sendingum blaðs- ins. Talan framan við heimilisfangið merkir að viðkomandi hafi greitt and- virði blaðsins fyrir það ár, er talao segir.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.