Ísafold - 27.09.1916, Blaðsíða 3

Ísafold - 27.09.1916, Blaðsíða 3
ISAFOLD Eri simfregnir Opinber tilkynning frá brezku utanríkisstjórninni í Loncion. London 23. sept. Vikuskýrsla Buchans frá vigstöðvum Breta: Fiá vesturvígstöðvunum. Þessa síðastliðna vfku hafa Bretar unn- ið mest á siðan fyrstu daga sóknarinnar eið. Þegar Guillemont féll, náðu þeir allri annari varnarlínu Þjóðverja og er Bretar höfðu náð Ginchy gafst þeim tæki- færi til þese að sækja fram að þriðju varnarlínu Þjóðverja. — Sóknin fram að henni hófst 14. sept. Náði þá vinstri her- armur Breta vígi þvi, er nefnt hefir verið »Furðuverkið«, suðaustur af Thiepval. — Morguninn eftir, kl. 6,20, hófst allsherjar- framsókn á sex milna svæði, frá veginum milli Álbert og Bapaume austan við Pozieres til Bouleaux-skégar, sem er rétt norðan við Combles. í fyrstu atrennu voru stöðv- ar Þjéðverja hvarvetna teknar nema norð an við Háa-skóg (High Wood) og á einum stað milli Gincl'y ag Leuze-skógar. Þar var sterkt vigi, sem nefnt er »Quadríl ateral*. Um kvöldið höfðum vér tekið þorpin Courcelette, Martinpuieh og Flers og þá fcöfðun vér ennfremur náð stöðvum Þjóðverja hjá Háw-skógi. Þegar saga þessarar miklu framsóknar verður sögð nákvæmlega, þá mun hún furðuleg þykja. Ný" tegund brynvarinnar bifreiðar var notuð með ágætum árangri til þess að eyða velbyssutöðvum évinanna. Starf brezkn flugmannanna var aðdáan- legt. Fyrsta daginu voru t. d. 13 þýzkar fiugvólar skotnar niður og 9 aðrar voru skemdar og neyddar til þess að lenda. Brezkar flugvélar, sem flugu lágt, réðust með vólbyssum á óvinina í skotgröfum þeirra. Vestan við sóknarsvæði vort ætluðu övinirnir að gera áhlaup á Nýja-Sjálands- herinn, en hann varð fyrri til. Gerði hann gagnáhlaup og varð árangurinn greinilegur. Þá um kvöldið hófst gagnsókn Þjððverja og hélzt næstu daga. Hinn 17. sept. náð- um vér enn meira svæði hjá Courcelette og náðum sterkum vlgstöðvum hjá Mouquet- bóndabæ. Daginn eftir náðum vér »Quad- rilateral«-víginu milli Ginchy og Bouleaux- skðgar og komust hersveitir Breta þétt að Lesbaeufs og Morval. Óvinirnir létu her- sveitir, sem þeir höfðu dregið þangað i skyndi frá ýmsum stöðum, gera gagnáhlaup, en þeim tókst eigi að vinna neitt aftur af þvi landi, sem þeir höfðu mist. Þjóðverjar eru nú komnir til fjórðu varn- arlínu sinnar, sem liggur meðfram veginum milli Bapaume og Peronne. Frakkar eru þó þegar komnir inn á þessar stöðvar, því að þeir náðu Rancourt hinn 14. þ. mán. Bretar eru nú eigi einungis komnir upp á brún hásléttunnar, heldur komnir langt ofan i hliðar hennar hinum megin. Viðureignin þessa viku hefir augljóslega sýnt yfirburði Breta á þessum slóðum. Siðan sóknin hófst, hafa þeir átt i höggi við 35 herdeildir (divisions) Þjdðvérja og hafa 20 þeirra beðið algeran ósigur og verið kipt burtu yfirkomnum af þreytu. Bretar hafa á sinu valdi allar hinar beztu útsýnisstóðvar fyrir stðrskotalið. Flugvél- ar þeirra hafa alveg haft yfirhöndina þessa seinustu viku. Hafa að eins 14 þýzkar flugvélar flogið yfir stöðvar vorar, en flug- menn vorir hafa flogið 2—3000 sinnum aftur fyrir stöðvar Þjóðverja. Á þennan liátt höfum vér getað fylgst mcð öllum hreyfingum évinahersins. Og að lokum hefir fðtgöngulið Þjóðverja hvergi getað staðist árásir þeirra hersveita, sem blöð þeirra hafa sagt að enginn dugur væri í. Það er samt sem áður áriðandi, að gera ekki of mikið úr sigrum Breta. Þjððverj- ar eru enn eLgí sigraðir hjá Somme, þó altaf dragi nær þvi. Bandamenn hafa get- að farið öllu sinu fram fyrir þeim. Frá Austur-Afríku. Hinn 16. septcmber haíöi Smuts hers- höfðingja tekist að hrekja óvinina burtu af Uluguru hæðum eftir harða og erfiða or- ustu. Northey sækir fram að vestan og Van Deventer að norðan cg hafa hrakið óvinina i áttina til Mahenge. Belgaher, undir forystu Tombeur, nálgast Tabora, sem er hjá aðaljárnbrautinni. Meginher óvinanna hefir verið hrakina trá Uluguru- hæðuni til suðausturs í áttina til dals þess, er Rufiji-fljót rennur eftir. Þjóðverjar hafa beðið mikið tjón í missi hergagna, sem þeir höfðu dregið samait i þeirri von, að þeim mundi auðnast að veita lengi viðnám þarna, og aðrar birgðir geta þeir ekki fengið í þeirra stað. Þeir hafa meira að segja orðið að skilja eftir eða óoýta tlest- ar eða allar hinar stærri fallbyssur sinar. Óvinirnir hðrfa nú annaðlivort tH árós- anna, þar sem eru mýrar og ilt að berj- ast, eða þeh- halda upp með fljótinu og sameinast histim herleifunum hjá Mahenge. Sennilega nær Smuts nú bráðlega allri að- albrautinni á sitt vald og verða þá allir aðdrættir stórum mun auðveldari fyrir hann. Allar hafnh'nar meðfram ströndinni höfum vér nú á voru valsli. Ófriðurinn þarna syðra mun án efa standa nokkuð lengi enn, vegna þeirra örð- ugleika, sem vér elgum við að striða sök- um staðhátta, en það er nú fyrir löngu auðséð, hvernig leikar fara. London, 25. sept. Ffotamálastjórnin tilkynair: 14 eða 15 loftfór tóku þátt i loftárás á Bretland aðfaranótt 23. september. Var einkum ráðist á suðaustur og austurhluta Middlands-héraðs og á Lincoln-shire. Tvö loftför réðust á úthverfi Lundnna frá suð- austri, milli kl. I og 2 um raorguninii og eitt loftfar kom úr austri milli 12 og I um morguninn. Flugvélar voru sendar upp, skothríð var hafin úr loftvarnarfallbyssum og árásar- menn reknir á burt. Sprengikúlum var varpað i suður og suðausturhéruðunum og þvi miður biðu 28 manns bana, en 99 meiddust. Tvö loftförvoru skotin nið- ur í Essex-héraði, hvorutveggja feikna stór og af nýrri gerð. Annað féll til jarðar í Ijósum loga og brann ásamt allri áhöfn. Flugmennirnir í hinu loftfar- ínu, tuttugu og tveir talsins, voru hand- teknir. Frétfaritarar frá ýmsum stöðum milli London og Essex-strandar, lýsa loftárás- inni að kvöldi hins 23. sept. og segja að hávaðinn af skotum fallbyssanna eg brest- andi sprengikúlum hafi verið svo mikill að fjöldi fólks hafi hlaupið út úr húsum sin- um til þess að horfa á loftfarið er það sigldi auslur á bóginn, en varpljðsin eltu það og sprengikulurnar *brustu hringinn i kringum það og svo nærri, að menn voru ekki í neinum efa um það, að kúlur hefðu hitt loftfarið. Meðan menn horfðu á þetta kom skyndlega mikill glampi og eftir fáar sekundur sáu menn að loffarið stóð í Ijós- um loga. Laust þá upp fagnaðarópi, en logarnir læstu sig um alt loftfarið þangað til það var eitt eldhaf. Loftfarið lækkaði flugið smámsaman, en alv i einu stakst það á höfuðið og féll logandi til jarðar. Hitt loftfarið, sem opinberlega hefir verið tilkynt að skotið væri niður en flugmennirn- ir handteknir, féll til jarðar án þess að í því kviknaði. Seinna hafa fréttaritarar skýrt frá þvi, að loftfarið hafi fallið niður á engi í Essex, tvöhundruð metra frá þjóð- Gott Piano fyrir 675 krónur frá Sören Jensen Khöfn. Tekið á móti pöntunum og gefn- ar uppiýsingar í ^Qrufíúsinu. Einkasala fyrir tsland. Jörð til solu Smiðjuhóll í A'ptaneshreppi Mýra- sýslu er til sölu nú þegar, og laus til ábúðar næsta vor 1917. Gott timburhús er á jörðinni, nógu stóit fyrir flesta bændur, lax?eiði og sil ungsveiði er þar talsverð og dún- tekji í vatni, sem liggur undir jörð- ina, og má auka mikið ef rétt er að farið. Lsndare-ignin er stör, mest þskin fsllegum skógarásum, miklar útheyjaslægjur éra og má í flestum árum skifta þeim í tvent, því sfar- víðslæ£t er og landrými mikið og fyrirtaks sauðjörð. Upplýsingar allar gefur ekkjan Oiöf Pétursdóttir, sem býr a jörð- inni, og Sigmður Pétursson fangav. i Reykjavík Maismjöi ðdýrast í Verzl. V 0 N, Laugavegi 55 <fíezf að Gucjlijsa í <3safolé. veginum, snemma morguns hinn 24. septem- ber. Áður en ioftfarið kom til jarðar lenti það á tré og braut af þvi alla laufkrón- una, en bolur þess stóð eftir, um 40 feta hár. Virðist svo sem þetta hafi dregið úr falli loftfarsins. Loftfarið er nú ein brota- hrúga, 16 feta há, og sézt þar grind þess. Nokkur lik hafa fundist f rústum loft- farsins, sum þeirra alveg óbrunnin, en á þeim mátti sjá að mennirnir höfðu feng- ið hræðilegan dauðdaga. Foringinn þektist á einkennisbúningi hans og bar hann járn- krossinn. Voru likin fljðtt dregin burtu úr rústunum og klæði breidd yfir þau. Það virðist svo sem nokkrir flugmennirnir hafi stokkið út úr loffarinu áður en það tðk niðri, þvi að lik þeirra fundust á við og dreif um jörðina nokkuð frá rústum loftfarsins. Eitt Ifkið fanst milu vegar þaðan. Sögu þessarar herfarar er fróðlegt að athuga í sambandi við bréf Zeppelins greifa til Bethmanns-Hollwegs, þar sem hann mötmælir þvi, sem altalað hefir ver- ið, að Zeppelin-loftförin séu ekki notuð svo mjög sem hægt er. Vér höfum nú viður- kenningu Zeppelíns greifa fyrir þvi, að loftförin séu notuð svo mjög sem unt er til ásóknar og nýlega höfðum vér einnig heyrt þær hótanir að næsta loftárás ætti að verða hræðilegri öllum hinum fyrri. Reynslan hefir nú sýnt að af loftförum þeim, sem réðust á London og suðaustur- héruðin voru tvö þriðju tekin og eydd, en það tjón sem þau hafa gert kemur ein- göngu niður á friðsömum mönnum og bú- endum i úthverfum Lundúna einsog venju- EfþiðYÍIpi eigaborn i ykkar v e 1 k 1 æ d d, þá skuluð þið fara í Vöruhúsið og kaupa flíkurnar á þau \>xr. Ekki veitir af a§ spara í dýitíðinni — en £parnaður verður að fara þingað til að kaupa föt á börnin, þvi þar eru þau bezt og verðið lægst. k'ornið fyrsti Yjóarer y tœrsbd bestœ órvaLið 'ott eine get eg þö sóð, að úr inesta er að velja og að verð á varningi er bezt í YÖFÉÚSÍHll. dFyrsta JToMs Rarímannsjata Saumasíofa fafir fjölbretjftar birgðir af allskotiar fafaefnum Laus sýsfan. Sýslanin, sem foistöðumaður Iðnskólans í Reykjavík er laus. Arslaun 500 krónur. Umsóknir eiga að vera stýlaðar til stjórnarráðsins en seadast skóla- nefndinni fyrir 15. nóv. þ. L Peir áskrifendur Isafoídar sem skifta um bústað, eru beðnir að tilkynna hinn nýja bústað sinn á skrifstofu blaðsins

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.