Ísafold - 27.09.1916, Blaðsíða 4

Ísafold - 27.09.1916, Blaðsíða 4
ISAFOLD Lærlingur, reglusamur o,; lipur drengur, getur fengið að læra gullsmíði nú þegar hjá Jóni Sigmundssyni, gullsmið, Laugavegi 8, Reykjavík. Tlííar vömr fyrir kvenfólk, karlmenn og börn, og til notkunar innanhúss og utan, er og verður langbezt að kaupa hjá Ji. S. Tfanson, Laugavegi 29, fteukjavík. Enginn skyldi því kaupa þæt vörur annarstaðar, án þess að skoða birgðirnar hjá Hanson fyrst. Virðingarfylst. Talsími 159. Tí. S. Tianson. Iðnskólinn verður settur mánudaginn 2. október kl. 7 síðdegis. Þeír, sem óska inntöku i skólann gefi sig fram við undirritaðan í kennarastofu skólans eftir 26. þ. m. kl. 7—8 síðdegis. Skólagjaldið er 15 kr. og greiðist fyrirfram. Það skal tekið fram að samkvæmt iðnaðarnámslögunum eru allir þeir meistarar, sem námssveina hafa, skyldir að láta þi ganga í skólann. Fyrir hönd skólanefndar. Þön B. Þorláksson. The British Dominions General Insnrance Co. Ltd. London, tekur að sér eldsvoðaábyrgð á húsum, innbúum og vörum. Iðgjðld hvergi lægri. Umboðsmaður fyrir ísland. Garðar Gislason. JTlóforbáíur, &2d feta langnr, bygður úr eik, með 12 hesta vél, er til sölu. Veiðarfæri fylgja ef óskað er. Alt í ágætu standi. Upplýsingar gefur Helgi Bjðrnsson, skósmiður, Austurstræti 5, Reykjavík, eða Herm. Þorsteinsson, Seyðisfirði. Steinolíu er langbezt að kaupa í Verzl. V O N, Laugavegi 55. Borgarstjóra- skrifstofan verður opin frá 1. október að telja frá kl. 10—12 og 1—3 hvern virk- an dag. Skrifstofa bæjargjaldkera er opin frá 10-12 og 1—5 á hverjum virkum degi. Bæjarfógeta-skrifstofan verður opin frá 1. október að telja kl. 10—12 og 1 — 5 hvern virkan dag. Schannong8 Monument Atelier Ö. Farimagsgade 42. Köbenhavn Ö. Verðskrá með myndum ókeypis Lesiö petta. Eftir að íslensku skipin koma að vestan í haust, þá hefi eg birgðir af hinum ágætu amerísku heimilisvél- nm, á liltölulega lágu verði, svo sem: Saumavélar (hand ogfótvélar), Prjóna- vélar, — Þvottavélar, — Þtottavindur, — Garðplóqa, — Patentstrokka, — Mölunarkvarnjr (fyrir hand- og véla- afl) margar stærðir, fyrir allskonar korn, bein, fiskúrgang o. fl. Auk þessa sýnishorn af margs- konar amerískum vörum (ætum og óætum) sem vert er að kynnast. Þeir sem vilja kynnast þessu nán- ar, sendi mér línu. Steíán B. Jónsson Reykjavík, (Hólf 315 — Sími 521) Brúknð innlend Frímerki kaupir hæsta verði Sig. Pálmason, Hvammstanga. Krone Lager öl P?° ÉanuflaMRHMÉ J> e forenede Bryggerier. Reykjavíkur Apótek mælir með sínu ágæta og alþekta Kreólíni til fjárbööiinar, sem viðurkent er af Stjórnarráði íslands. í>4s.Vk "^ • --3*- 1Wrm> Samvizkubit. Samvizkubit. 34 Samvizkubit. Samvizkubit. Eftir August Strindberg. Það var hálfum mánuði eftir orustuna við Sedan, eða i miðjum september 1870. Ritarinn 1 jarðfræðisskrifstofunni ptússnesku, þessa stundina flokksfyrirliði í varaliðinu, herra von Bleichroden, sat snöggklæddur við skrifborðið inni í Café du Ceríe, sem var snotrasta veitingahúsið í smáborginni Marlottes. Einkenniskjólnum með stinna hálskragann hafði hann fleygt á stólbak og þar hékk hann nú, linur og samanfallinn eins og lík; tómu ermarnar litu út eins og þær hefðu gripið um stólfæturna í krampa- æði til þess að höfuðið yrði ekki fyrir meiðslum í fallinu. Um mittið sást far eftir sverðshengið og vinstra lafið höfðu slíðrin núið svo, að það gljáði. Bakið var rykugt eins og þjóðvegur; — herra fyrir- liðinn = jarðfræðingurinn gat líka ákvöld- in athugað tertiera jarðlagið á hálfslitnum buxnaskálmunum, og þegar boðliðinn kom inn í herbergið með óhreina skóna, sá hann strax á sporunum á gólfinu, hvort hann hafði gengið á eocen- eða pliocen-jarðmynd- unum. Hann var áreiðanlega meiri jarðfræðingur en hermaður, en nú var hann skrifari. Hann hafði þokað gleraugunum upp á enn- ið og sat nú aðgerðalaus með pennann í hendinni og horfði út um gluggann. Þar var aldingarðurinn í fegursta haustskrúðan- um, með eplatré og perutré lútandi nið- ur að jörðinni undir þunga ávaxtanna in- dælu. Lograuðir tómatar klifuðu á stöfum við hliðina á baðmullarhvítum blómkálshaus- um, sóleyjar á stærð við undirskálar sneru gulum krónunum móti vestri, þar sern sólin var að síga; heilir smáskógar af da- líum, sem voru hvítar eins og nýstrokið lín, putpurarauðar eins og storknað blóð, saurrauðar eins og nýslátrað kjöt, laxrauð- ar, brennisteinsgular, línlitaðar, tindrandi, flekkóttar, sungu óendanlegan litasamsöng. Og svo sandlagði gangstigurinn, varðaður af tveim risavöxnum lauftrjám með daufum sýrenulit, sýnvillandi ísbláma og hálmgulu, og vikkuðu þau útsýnið alt til vínakranna brúngrænna, sem voru eins og "lítill týrus- stafaskógur, með rauða berjaskúfana að mestu falda undir laufunum. Og að baki þessu: hálmur kornakursins granaður, ósleg- inn, þar sem þrútin frjóhylkin beygðu sig sorgbitin niður að grundinni, með alla anga og blöð útrétta; við hverja sveiflu vindblæsins endurguldu þau jörðinni lán sitt og voru þrungin af safa eins og brjóst á móður, sem fær ekki að gefa barni sínu að sjúga. Og yzt úti við sjóndeildarhring- inn var Fontainebleuskógurinn með hinar dökku kró'nur eikitriánna og laufhvelfing- ar bækisins; þar sem hann bar við himin, var að sjá eins og finlega og óreglulega kliptan laufaskurð á gömlu líni, er kvöld- _ sólin dró gullstafi gegnum með láréitum geislum sínum. Bíflugurnar héldust enn þá við á nokkrum hunangshnöppum úti í trjágarðinum; rauðbrystingurinn kvakaði dræmt uppi í eplatré einu; en við og við lagði sterka ilmmekki frá lauftrjánum, likt því er gengi maður um fjölfarna götu og dyrnar á ilmgætisverzlun væru opnaðarfyr- ir framan hann. Flokksfyrirliðinn sat að- gerðalaus með blekvopnið í hendiani og virtist vera hrifinn af þessari dýrðlegu sjón. Hvílíkt unaðslandl hugsaði hann og hugs- anir hans liðu burt til sandhafsins í heim- kynni hans, þar sem að eins var að sjá auvirðileg furuté á stangli, sem teygðu krækl- ótta armana móti skýjunum, eins og biðj- andi um líkn að verða ekki sandinum að bráð. Eu þessi skrautlega mynd með glugga- kistuna að umgerð skygðist við og við, svo reglubundið, sem það væri hengill í klukku er því olli. Þflð var hermaðurinn, sem var á verði við húsið; hinn fagurgljáandi byssu- stiugur hans skar málverkið upp til miðs; hann rölti fram og aftur eins og varðmanna

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.