Ísafold - 07.10.1916, Blaðsíða 2

Ísafold - 07.10.1916, Blaðsíða 2
2 IS A F OL D Ásg. 6. Gunnlaugsson & Co. Austurstræti 1, Eeykjavik, selja: Vefnaðarvörur — Smávörur. Karlmanna og unglinga ytri- og innriíatnaði. Regnkápur — Sjóíöt — Ferðaföt. Prjónavörur. Netjagarn — Línur — Öngla — Manilla. Smurningsoliu. Yandaðar vörur. FgBEgjiut verð. Pöntunum utan af landi svarað um hæl. V - * látið það vera yður hvatning, að í dag gangið þér inn í þá sveit, sem öðrum fremur á að halda í heiðri minn- ing Jóns Sigurðssonar, hins ötula ætt- jarðarvinar og sístarfandi framsóknar- manns. Því að minning hans er stofn- un þessi helguð öðru fremur. Þetta er þá hið fyrsta, sem eg tek fram við yður, ungu vinir, vér biðjum yður vera velkomna sem nýliða í þá sveit, sem ætlar að vinna að efling og þroska vors unga og fámenna háskóla. Tíminn, sem nú er að líða og vér lifum á, er mjög svo einkennilegur og erfiður. Margskonar örðugleikar geta því orðið á leið yðar. Sjálfsagt reynir því meira á yður en vanalega hefir gert á námsmenn meðal vor. Nú eru líka baráttutímar. Herör er skorin upp víða um lönd, og ættjörðin biður unga menn að duga sór. Þór hafið vafalaust allir sett yður í spor manua á yðar reki, sem heima eiga meðal Afríðarþjóðanna. ög yður dylst eigi, hvað mikið er af þeim heimtað. Mest- ur háskóla-lýður Norðurálfunnar er nú á orustuvöllunum. Ættjörð yðar heimt- ar eigi af yður slíka sjálfsfórn, en vissulega ríður henni á því, svo fálið- uð sem hún er, að hver sonur hennar dugi henni í framsóknarbaráttu henn- ar, hvert sem starf hans er. Og við þessa æðstu mentastofnun hennar ætt- um vér ekki hvað sízt að finna til þeirrar skyldu. — Einn örðuglelkinn stendur yður af dýrtíðinni. Sá örðugleiki kemur til- finnanlega • við alla, og ekki sízt við fólltla námsmenn. En engan veginn er það víst, að bezt só að lifa á þeim tímum, sem minst þarf fyrir lífinu að hafa. Allar þrautir þroska og rótt skilið er ávinningur falinn í hverri áreynslu. Það er ekki verst að lenda í mestu örðugleikunum. Ef menn láta þá ekki yfirbuga sig, verður hver og einn meiri maður eftir glímuna, Og eg vona, að þór komist yfir örðug- leika dýrtíðarinnar, ef átak viljaþreks- ins verður nógu mikið. Vorir tímar eru og jafnframt and- legir byltingatímar að ýmsu leyti. Sumir yðar kunna að lenda í einhverj- um örðugleikum út af þeim bylting- um. Skoðanir manna breytast nú á mörgum sviðum. Enginn veit enn hve stórfeldar þær breytingar verða, fyr en ófriðurinn mikli er á enda kljáð- ur. En trúið mér, þær breytingar verða stórfeldar. Og vor fámenna þjóð fer eigi varhluta af þeim. Menn munu ófúsari eftir þennan ófrið en áður að fylgja nokkiudrottin- valdi í bllndni. Mönnum lærist enn betur en hingað til að leggja alla hluti á veg frjálsar hugsunar. Meir og meir færist sú skylda yfir á hvern einstakling að velja og hafna, sjálfur- Hinn sjálfsagði réttur 'hugsanafrelisins mun því ^aukast. En þeir menn eru margir til, er finna til mikilla örðug- leika á slíkum byltingatímum. Þeim finst þá einskonar andlegir landskjálfta- kippir ganga yfir löndin, og þeir eru hræddir um, að sumt hið dýrmætasta hrynji þá. En hættan af slíkum and. legum byltingum er ekki eins mikil og sumir halda. Eftir á kemur vana iegast í ljós, að slíkt voru ekki annað en fæðingarhríðir að nýrri og betri tímum. Vísast er það bapp, en ekkl tjón að lifa slíka tíma eða tímamót. Úr sumum mönnum varð lítið, af því að þeir lifðu aldrei neinn stórfeldan at- burð, ekkert sem gagntók sál þeirra, ekkert sem hræðl eðli þeirra svo að segja frá grunni. Vorir tímar eru nú einmitt þannig, að miklar hræringar hljóta að fara um allar sálir. Það, sem nú er að gerast, hlýtur að hafa óvenju- lega sterk áhrif á hugi manna, ekki sfzt þeirra, sem ungir eru. Ætli það verði yður ekki ábati, að þór urðuð stúdentar á slíkum tímura ? Þór nýliðarnir munuð nú vísast eigi telja yður alveg óvana örðugleikunum. Því að þór hafið þegar um nokkur ár sótt fram á mentabrautinni, og sum- um hefir ef til vill fundist hún liggja upp bratta brekku, Hugsjónin og til- hlökkunarefnið hefir verið að komast þá brekkuna á enda — verða stúdent. Og því takmarki hafið þór náð. Eigi allfáir halda, að þegar sú brekka só klifin á enda, þá sé maður kominn upp á örðugasta hjallann, þótt þeim sé það fullljóst, að nýr bratti taki þar við. Eg skal láta ósagt, hvort yður reynist það svo. Flestummunuþykja stúdentsárin un- aðslegri en skólaárin. Mörgum mann- inum hafa stúdentsárin orðið einhver yndislegasti og auðugasti tími æfinnar. Og þau geta áreiðanlega orðið það, ef vel er með þau farið. Einn liður í þeim unaði er frelsið, sem þór nú hljótið. Skóla-aganum er lótt af. Nú uppgötvið þór, að hann var til þess, að þór Iærðuð að fara vel raeð frelsi hins æðra mentastlgs. Hann var jafn nauðsynlegur og línurnar eru þeim, sem byrja að læra að skrifa. En takmarkið er það, að geta skrifað línulaust. Eins finnið þér nú, að skyldan býður yður að stunda námið með eigi minna kappi, þó að hinu ytra aðhaldi só slept. Mikil breyting verður nú á námi yðar. Hingað til hafið þér allir gengið sömu brautina. Nú kvíslast hún. Hóðan af neyðist þór eigi til að gefa yður við eins mörgu og áðar, en veljið að halda í þá áttina, sem hugur yðar einkum stefnir í cg meðfæddir hæfi- leikar yðar benda til. Eitt hið sælasta hlutskifti, sem mönnum getur í skaut fallið, er að mega gefa sig allan við því námi, sem menn velja sér af innri þrá og sanuii löngun. Eg vóna að þér gangið fagnandi að því starfi — hlakkið til þess. Þór munuð finna til þess síðar á æfinni, að það var gæfa, að mega verja nokkurum árum æfi sinnar til að auðga anda sinn að þeirrl þekkingu, sem maður þráði mest, og nýjum hugsunum á því sviði. En þá ríður eigi lítið á því, að reynast hugsjón sinni trúr. Hverja námsgrein, sem þór hafið valið, þá á námið hór að gera yður færa um síðar að rækja sem bezt það starf, sem yður langar mest til að fást við í lífinu, hvort sem það verður nú embætti eða eitthvert annað starf. Verið þess full- vísir, að vanrækið þór námið hér, kem- ur það að einhverju leyti niður á starf- semi yðar síðar. Ef eg mætti sem eldri og reyndari bróðir og nokkuð kunnugri leiðinni vara yður við einni hættu, þá er hún sú: að þér látið þreytast og takið að hætta að horfa fram á veginn, þangað sem takmarkið er. Þór munið, hvað Páll postuli sagði forðum: »Eitt gjöri eg: eg gleymi því, sem að baki er, en seilist eftir því, sem fyrir framan er, og keppi þannig að markinu«. Það mámargtaf Páli læra, Stúdentargetaauk annars lært af honum áhuga. Hann var sjálfur stúdent, eftir mælikvarða þeirra tíma, og veröldin hefir fáa menn átt honum áhugasamari. Stúdentum er hættara en mörgum öðrum að falla í þessa freistni. Or- sökin er sjálfsagt meðfram sú, að þeir verða að vinna árum saman, án þess að sjá beinan árangur af starfsemi sinni. En flestum er það svo mikil upphvatniug, að sjá jafnóðum árangur af elju sinni. Fæstir þola það, að sjá hánn engan eða lítinn, án þess að vilja- þrefeið minki. Námsárin eru mörg, og hin eiginlega uppskera kemur ekki í Ijós fyr en með fullnaðarprófinu. Of margir stúdentar hafa á þeim árum látið viljaþol sitt bila og farið að 'slá slöku við. Það er við þeirri hættu, sem eg tel mór skylt sórstaklega að vara. Þegar þreytan kemur, er oss gjarnt að líta aftur og hætta að hafa augun á hugsjónartakmarkinu fram undan. Mannkynið hefir þekt þá hættu á öllum öldum. Um það, hvernig þá fer, hafa myndast ýmsar sagnir. Allir könnumst vór við frásögu biblíunnar um konu Lots, sem leit aftur og varð að saltstólpa. Þegar vór hættum að seilast eftir því, sem er framundan, en tökum að líta aftur, þá verður eitt- hvað af því bezta í oss að saltstólpa, það stirðnar upp, steingervist. Þór munið eftir kvæðinu hans Þor- steins Erlingssonar, »Myndin«. Hug- sjónin, í brúðarmynd, brosti við ung- um sveinunum og heimti þá á leið. Þeir fundu í fyrstu »sem eld í hverri taug« og þutu áfram. Þelr fóru túnið á enda og engjarnar með, en »myndin«, hugsjónin, var engu nær þeim. En þeim var enn létt um sporið, þó að brúðargangan lengdist um næstu lönd- in og endilangan dalinn. En svo kom þreytan. »Þá leiztu aftur, vinur, — það var þín dauðasynd, þá vaið þitt fjör að lúa, þá hvarf bin fagta mynd« Eg óska þess, að svo fari eigi fyrir yður á námsárunum hór við háskólann. Eg óska yður, að fjórið endist og verði aldrei að lúa. Eg vona að það ósann- ist á yður, að þolleysið sé eitt af þjóð- areinkennum íslendinga. Eg vil miklu fremur vona, að námið hér verði til þess, að yður skiljist, að þér eigið að halda áfram að nema lífið á enda og að yður má aldrei bresta viljaþolið. Sjálfsagt hafið þór heyrt talað um menn, sem nefndir hafa verið studiosi perpetui — og ekki er nema eðlilegt, að nýbbkuðum stúd- entum standi nokkur stuggur af þeim titli. En jafnheitt og eg fyrir háskól- ans hönd óeka yður öllum, aö þér lúk- ið prófi eftir hæfilega mörg ár, jafn- innilega óska eg þess, að hver og einn yðar megi verða »studiosus perpetuus« í öðrum skilningi — haldi áfram að fullkomna sig í sinni námsgrein og lesa um nýjar framfarir á því sviði þekk- ingarinnar, sem hans nám lýtur að, meðan lífið endist. — Um það er eg sannfærður, að ein hin mesta synd —• eg vil ekki beinlínis segja dauðasynd — margra mentamanna þessa lands er sú, að þeir hafa langt um of lagt nám- ið á hilluna, er fullnaðarprófi var lok- ið. Þá hættu þeir að seilast eftir því, sem fyrir framan var. Þeim fanst þeir komnir svo hátt sem með sanngirni yrði af þeim krafist. Og þá hættu þeir að klífa hærra upp. En um leið □52__ h/i rni Eiríkssotí | TJusfurstræfi 6 □ *&Qjnaéar~ ^rjona~ og Saumavörur Q □ YA 13 hvergi ódýrari né betri. □ þvoíta~ og úCrainíœiisvorur beztar og ódýrastar. JSeiRföng og cKœRifœrisgjafir hentugt og fjölbreytt. hættu þeir að verða slík æð fióðleiks og nýrrar þekkingar í þjóðailíkaman- um, sem þeir hefðu getað verið. Allir munum vór viðvörunarorð Jónasar: »Það er svo bágt að standa í stað og mönnunum munar annaðhvort aftur á bak ellegar nokkuð á leið.« Einn af mestu listamönnum síðast liðinnar aldar sagði eitt sinn um sjálf- an sig: »Eg er ekkert, en eg sæki hærra. Hið eina, sem eg á til, og eg man aldrei til, að mig hafi skort það með öllu, er þrá eftir hinu hæsta, bezta, og brennandi löngun til að ná því«. Sórhver ungur stúdent á eitthvað af þeirri þrá. Eg vil vona, að engir erfið- leikar dýrtíðarinnar fái minkað þá þrá yðar, því síður nítt hana með öllu úr yður. Þolið og þrautseigjan eru al- staðar góðir kostlr, en ekki sízt hjá námsmanninum, sem oft verður að bíða ler.gi ávaxtanna. Trúrnenskan á þá líka vissulega þar sín fyrirheit. Sá, sem er trúr yfir litlu, verður æ settur yfir meira. Þekking og þroski hins iðna og þolgóða stúdents vex stöðug- lega. Og með því einlægari og óskift- ari hug sem mór göngum að náminu — og alt nám er leit að sannleikan- um — því meir vex þörfin á víðtæk- tækari þekking. Sumum kann að þykja það undarlegt, en satt er það samt, að umbun áhugasamrar sannleiks- leitar er enn meiri þekkingarþorsti. Nýr áfangi hefst hjá yður í dag. Þór hafið allir ferðast eitthvað hér á landi og vafalaust tekið eftir því, að bezt gengur ferðalagið þá dagana, sem vér leggjum fasta áætlun og keppum að því, að halda heuni. En leggjum vór enga áætluu 02 látum alt ráðast, þá komumst vór styttra. Gleymið eigl að setja yður ákveðið mark á hverju ári og keppið að komast að því marki fyrir árslok. Takist það, eykst gleðin, og hættau fjarlægist, sú er eg mintist á áðan. Með því móti munu stúdentsárin eigi aðeins verða yður ánægjulegri, meðan þau eru að líða, heldur jafnan síðan i minninguuni. Og eg vil óska yður þess, að þér getið alla æfi litið aftur til stúdentsáranna sem eins bjartasta kafla æfi yðar. Háskóli vor er lítill og fámennur. En einn kostur er því samfara: kensl- an getur náð miklu betur til hvers einstaklings. Við stóru háskólana verð- ur bilið milli kennaranna og nemend- anna breiðara. Nemendafjöldinn gerir það að verkum, að afskiftin af hverj- um einstakling verða ^ svo lítil. Eg þekki það af íeynslu. Hór kemur í ljós einn aðal-kostuwnn við að vera smáþjóð. Þar er miklu auð- veldara að koma þekkingunni út til allra einstaklinganna en með stórþjóð- unum. — Notið því þennan kostinn. Færið yður kensluna í nyt. Yerið velkomnir hingað til háskól- ans. Eg óska, að námið megi verða yður Ijúft og blessunarríkt. Eg vænti þess, að þór fremur prýðið og bætið þá námsmannasveit, sem fyrir er, en hið gagnstæða. Og er eg eftir litla stund afhendi yður háskóla-borgarabrófið, vona eg að þór skoðið það sem helgan dóra og látið það jafnframt minna yður á, að um leið og þór fenguð það, tókust þór á hendur þá skyldu, að halda áfram stöðugu námi, stöðugri sannleiksleit, Látið aldrei fjör yðar verða að lúa upp þá Löngubrekku. Fyrir yður liggur síðar að verða leið- sögumenn annara. Allir sannir menta- menn verða það að einhverju leyti. Notið því tímann til að auðga yður að þekking, svo að þór verðið síðar færir uni að gefa öðrum. Suður í Alpafjöllum var eitt sinn ágætur leiðsögumaður, sem gerði mikið að því að fylgja útlendingum upp f fjöllin. í einni ferðinni, sem hann fór með einhverjum Englendingum, hrap-- aði hann til dauðs. Á legsteininn, þar sem hann var jarðaður, lótu þeir letra þessi orð: He died climbing. Öllu fegurri orð get eg vart hugsað mér letruð á minnisvarða nokkurs manns. Á vora tungu gætum vór þýtt- þau: Hann var að klífa hamarinn, þegar hann dó. Ungu vinir, þreytið svo námsskeiðiðr að þór verðskuldið eitthvað því líkan vitnisburð, þegar háskólaár yðar erui á enda — og helzt líka, þegar æfÉ yðar er öll. Verið klífandi námsmenn alla æfi —- s t u d i o s i, seai ávalt sækja hærra og liærra. Varðveitið »þrána eftir hinu hæstar bezta og brennandi löngun til að ná því«. Þá voru sungin þessi erindi úr háskólaljóðunum: Þótt mannanna þekking sé markað’ svið1 og mælt vér ei geiminn fáum, til Ijóssins að sannleika leitum við svo langt sem með huganum náum„ Hver veit þá, er þeirri lýkur leit, hve langt vér að endingu sjáum? Vér trúum á gildi menta’ og mátt: að tna'kið í æfi lýða sé, þekking og vísindi’ að hefja hátt með hugsjónum nýrra tíða. Vér trúum á sannleikans sigurmáttf — það sé, fyrir hann að striða. Loks afhenti rektor hinum nýju> stúdentum 12 að tölu háskólaborg- arabréf og tók af þeim heit um að' hlíta lögum og reglum Hlskólans. Lauk svo athöfninni með því að' þetta erindi var sungið (undir lagintB »Ó, guð vors lands«): Þú ljós vors heimsl þú heims vors Ijós- þú heilaga, máttuga alvizku sól; send ylgeisla þína með vermandi vernd’ yfir vaknandi menningar skjóll Send vizkunnar gætni með vegsögu- þor og vaxandi þekkingar ljós I Send lærdómsins þroska með lífs- trúar vor og listanna siungu rósl

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.