Ísafold - 14.10.1916, Page 1

Ísafold - 14.10.1916, Page 1
 Kernur út tvisvar í viku. VerSari;. 5 kr., erlendi-* T1/^ kr. eða 2 dol,lar;borg- lst fyrir miðjan júlí erlendis fyrirfram. Lausasala 5 a. XLIII. árg. Reykjavík, Liugardaginn 14. október 1916. ísafoldarprentsmiðja. Talsími nr. 455. Uppsögn (skrifl. bundin við áramót, er ógild nema kom- in só til útgefanda fyrir I. oktbr. og só kaupandl skuld- laus vlð blaðið. ....... 1 77. tölublað Brezki samningurinn. Hrundið blekkingum Matthíasar „erindrekau í Landinu. í »Landinu* 11. þ. m. stendur langloka ein eftir Matthías nokkurn Þórðar- son um samkomulag það, er íslenzka stjórnin hefir orðið að gera við brezku stjórn- ina um verzlun og siglingar íslands. Maðurinn er framkallaður til ritsmíðar af Birni Kristjánssyni bankastjóra og dönskum umboðssölum, sem hafa þózt missa spón úr askinum sínum, því að þetta árið mjólkar ísland þeim illa. 1. Hvers vegna fer „erindrekinn" á stað ? »Erindrekinn< er aðallega reiður út af einu. Þetta eina er það, að hann var ekki kvaddur til aðstoðar við samningagerðina. Ástæður til þess eru þær, ,að betri ráðunautar, kunnugir menn íslenzkum atvinnuvegum og verzlun, skynsamir menn og ábyggilegir í hvívetna, voru hér heima til ráða kvaddir. Þessir menn eru meðlimir Kaupmannaráðsins og meðlimir stjórnar félags islenzkra botnvörpuskipa- útgerðarmanna. Þar í voru Thor Jensen, Jes Zimsen, Th. Thorsteinsson 0. fl. ágætir menn, sem hafa fulla þekkingu á verzlun landsins í hverri grein sem er. Þessir menn vita miklu betur en slíkir herrar sem Matthías þessi, hvaða verð landsmenn þurfa að fá fyrir afurðir sínar til þess að atvinnan borgi sig. Og hver mundi vilja bera þessa menn samán við annan eins mann og Matt- ihías »erindreka« ? Svo var Matthías erlendis, i Khöfn eða ef til vill á flækingi um Norður- lönd við kaupskaparbrask sitt. Og því engin’tóm til að leita hann uppi. Bretar heimtuðu þegar í byrjun, að ölium samningagerðum yrði hraðað sem mest. Ennfremur var ómögulegt að senda Matthías þenna til Englands. Innflutn- ingsleyfi fæst ekki á honum þangað meðan stríðið stendur. Með slikum hætti var vera hans þar og brottför þaðan. Er það nú vitanlegt, að Bretar hleypa ekki slíku ,á land hjá sér. Loks heflr »erindrekinn« sýnt það með »Land«-grein sinni, að betra var að vera án hans en hafa hann við samningagerðirnar. í Alþíngisnefndinni er maður nauðkunnugur öllu, er að landbúnaði lýtur. Þessi maður er Jósef alþingismaður Björnsson. Hann, og margir aðrir hér, hafa fult vit á þeim efnum, hvaða verð þurfl að fá fyrir íslenzkar landafurðir. Það þarf -ekki að fara til Khafnar til að sækja þá vizku. 2. Matthías leikur stjórnmálamann. Frá því að Matthías þessi bauð sig fram til þingmensku í Gullbringu- og Kjósarsýslu hér um árið og féll auðvitað, heflr hann ekki fengist við að leika pólitíkus fyrr en nú í »Landinuc. Hann spyr, hvers vegna þingið hafi ekki verið kallað saman. Þar til er fyrst og fremst að svara, að hvað hefði þingið getað gert. Hefði })ingið getað breytt hernaðarráðstöfunum Breta? Hefði þingið getað aflað hærra verðs hjá Bretum ? Hefir þingið meira vit á verzlun en Kaupmannaráð íslands æða 8tjórn botnvörpungaútgerðarmannafélagsins auk annara góðra manna. Auk þess var ómögulegt að kveðja þingið saman nógu fljótt, því að Bretar hertu á, að málið væri útkljáð þegar í stað. En fyrst »Landið« er með þessa firru, hvernig stendur þá á því, að þeir »Land«-ráðamennirnir hafa ekki notað sér af rétti þeim, sem þeim er heimilaður í stjórnarskipunarlögunum 19. júní 1915 ? Þar er ráðherra gert að skyldu að kveðja saman aukaþing, ef meiri hluti hverrar þingdeildár krefst þess. Þetta hafa »Land«- ráðamennirnir ekki reynt. Sýnir það, að þeir hafa ekki trú á, að það hefði nokk- urn tíma þýtt nokkurn hlut. Loks veit »erindrekinn« það ekki, að þingið kaus 5 trúnaðarmenn sína til ráðuneytiá stjórninrii í þessum málum. Hún hefir alt gert eftir tillögum þeirra og með fullu samþykki. 3. Lamlfræðis- og verzlunarþekking „erindrekans“. »Eri^drekinn« heldur því fram, að aðstaða íslands sé öll önnur og betri en Norðurlanda, því að það liggi milli Englands og Ameríku. Og þaðan hefði mátt fá allar lífsnauðsynjar. Þess vegna hefði ekki þurft að semja neitt við Breta. Reynd- ar segir »erindrekinn« á öðrum stað, að enginn megi taka orð sín svo, sem hann hafi ekki viljað láta semja við Breta. »Erindrekinn« virðist ekki vita það, að eini markaðurinn fyrir sumar ís- lenzkar afurðir, t. d. saltkjöt, hefir verið á Norðurlöndum. Hvernig ætlaði hann að koma vörunni þangað gegnum hergarð Breta ? Aðalmarkaðuv er á Norðurlöndum fyrir flestar vörur vorar. Englendíngar lýstu því yfir 30. marz síðastl., að eng- um þessum vörum sleptu þeir til Norðurlanda eða Hollands. Með öðrum orðum: Aðalmarkaöi vorum var alveg lokað. Enginn viti borinn maður efast um, að Bretar hefðu framfylgt þessu banni. Auk þess hefðu nær allir kaupmenn og kaupfélög þegar undirgengist skuld- bindingar um að seljá ekkert af vöru þeirri, sem þeir framleiddu, til Norðurlanda eða Hollands. Fiskurinn var útilokaður frá að fara þangað, því að olían, kolin, saltið, umbúðirnar 0. s. frv. voru þannig »klausúleraðar«. Kjötið af því að salt og tunnur voru »klausúleraðar«. Lýsið af því að tunnurnar voru »klausúleraðar«. Ullin vegna umbúðanna o. s. frv. Af þessum ástæðuin voru Norðurlönd útilokuð frá verzlun við oss með þessar vör- ur, þegar áður en samningarnir voru gerðir. Og það er eins og »erindrekinn« hafi ekki hugmynd um þetta ! ! Sp meira fylgdi með. Bretar lögðu algert útflutningsbann á vörur frá Bret- landi til íslands. Til þess að létta þvi af, var ekkert annað ráð en samningaleiðin. Það skilja allir, nema ef til vill »erindrekinn«. Ef ekkert hefði verið gert til að kippa þessu í lag, þá hefðu afleiðingarnar orðið þessar: 1. Vér hefdum alls eigi getað selt neitt af afurðum vorum, nema ef til vill eitthvað af fiski til Spánar, og 20—30 þusund tunnur af sfld og eitthvað at gærum til Ameríku. 2. Vér hefðum engin kol, ekkert salt, engar tunnur, engar umbúðir getað fengið, hvorki frá Bretlandi, Ameríku eða annar- staðar að. Ekki frá Bretlandi, af því að útflutningur hefði alveg, samkv. skýlausum yfirlýsingum Breta, verið bannaður. Ekki frá hinum löndunum, sumpart af því að verzlunarhúsin þar, eins og í Ameríku, láta engar slíkar vörur, nema Bretar samþykki. Það er margreynt. Og sumpart vegna þess, að brezk herskip taka jafnt skipin til íslands, sem frá því, og láta engar vörur fara, nema þær, er þeim sýnist. Frá Ameríku er t. d. ekki unt að fá steinolíu, nema ræðismaður Breta þar samþykki. Allar bollaleggingar »erindrekans« um verzlun vora við Ameríku falla því alveg um koll. Og sjálfur veit hann gerzt, að hann heflr ekki aflað neinum afurðum vorum markað í Ameríku fremur en annarsstaðar. »Erindrekinn« kemur með þá fáránlegu kenningu, að Island standi betur að vigi en Noregur. Veit »erindrekinn« ekki, að Noregur heflr þó bein sambönd við Þýzkaland bæði á sjó og svo ytir land, sambönd sem Bretar geta ekki slitið með valdi? Veit »erindrekinn« ekki, að Norðmenn eru mesta siglingaþjóð heimsins, og að Englendingar eru nú ekki lítið upp á þá komnir með skipakost? Og þó hafa Norðmenn neyðst til að leggja útflntningsbann á nær allar sjávarafurðir sínar, bann, sem þeir tapa tiltölulega miklu meira á en íslendingar á sínum samningum, miðað við frjáisa verzlun. Og hvernig hefir ástandið verið i Danmörk? Þaðan er líka beint samband við Þýzkaland. Þaðan geta Danir fengið kol 0. fl. En þó hafa þeir orðið að sæta þeim kostum af hálfu Breta, að selja til Bretlands ®/4 afurða sinna, en til Þýzka- lands, enda þótt Þjóðverjar gefi margfalt hærra verð. Vér eigum aðeins 3 skip, og getum þvi alls eigi sjálfir fullnægt flutninga- þörf vorri. Norðmenn og Danir geta eigi aðeins fullnægt sinni flutningaþörf, heldur margfalt meira, sérstaklega Norðmenn. Samt verða þeir, enda þótt þeir séu sam- taldir 60 sinnum fleiri en vér og 100 sinnum rikari, að ganga að kostum Breta. Og hvaðan ætlaði »erindrekinn« að fá skip til flutninga milli íslands og Ameriku? Og hvað hefðu farmgjöldin orðin há? Hvað kostuðu kolin sem Norðmenn fengu til Haugesund frá Ameríku í vor? 140 kr. smálestin. Ætli þau hefðu ekki orðið eitthvað svipuð, kolin, sem erindrekinn segir, að vér gætum fengið frá Ameríku? 4. Kolatilboð „orindrekans“. »Erindrekinn« segist hafa fengið kolatilboð frá Bretlandi, tilboð á 50 þús. smálestum, 12. nóvbr. í fyrra. Segir hann, að það tilboð hafi ekki verið virt svars. Það er ekki von, að þessu tilboði hafi verið svarað héðan, af þeirri eiu- földu ástæðu, að það hefir aldrei hingað til stjórnarinnar komið. Hafl >erindrekinn« fengið slíkt tilboð, er það sjdlfs hans vanrœksla, að hafa ekki komið því til stjórnarinnar. Og sú vanræksla er ekki smávægileg. En hverju hefði landið yerið bættara þótt slíkt tilboð hefði komíð og því verið tekið? Tilboðið hefir auðvitað, ef það hefir nokkurn tíma verið til, annarsstaðar en í höfði »erindrekans«, verið háð öllum afskiftum brezku stjórnarinnar. Ef eigi hefði verið samið við hana, þá hefði hún jafnt stöðvað útflutning þeirra kola til íslands sem annara vörutegunda. Og hverju hefði landið svo verið bætt fyrir »tilboð« »erindrekans«? 5. Bréfaskifti „erindrekans“ og utanríkisráðherra Breta. »Erindrekínn« er að flagga með því, að utanríkisráðherra Breta hafi 5. jan. 1915 skrifað honum, að þess megi vænta, að Island geti fengið vörur frá Bretlandi, eftir því sem þær séu fyrir hendi. Þetta nefnir »erindrekinn« líklega til að sýna, hversu mikill maður hann sé, að skrifast á við slika menn. En hvaða þýðingu hefir bréfið? Alls enga, því að um áramót 1914 og 1915 í uupphafi ófriðarins vissu menn að vörur voru fáanlegar frá Bretlandi. Þá voru Bretar enn engar hömlur teknir

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.