Ísafold - 18.10.1916, Blaðsíða 1

Ísafold - 18.10.1916, Blaðsíða 1
Kemvw út tvisvar l vika. Veiðárg. | 5 kr., eriendis 7l/t kr. eí5a 2 dollarjbor^- ist fytir miðjun jtilí erlendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. AFOLD Uppsögn (skrlfl. j bundin við áraiuót, er ógild nema kom- in só til útgefanda fyrlr 1. oktbr. og sé kaupaudi skuld- laus vlð blaSið. ísafoldarprentsmiðja. RitstjDri: Dlafur Björnsson. Talsími nr. 455. XLIII. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 18. október 1916. 78. tölublað TTlagnús Sfepf)ensen landsfyöfðingi. 1836 — 18. oM. — 1916. Enn með oss ítur öndvegi skipar hógvær og hreifur höfðingi lands. Enn flrrist elli áttræða hvarom; 3Íung er sál hvers sanngöfugs manns. Flýt þér ei fortíð frábærra manna! Sáit er að kveðja sóllangan dag. Lýsir og ljómar lifandi "skuggsjá þeirra er skópu vorn þjóðveldishag. Margs er að minnast, Magnús vor spaki; langfeðgar lýsa líf þitt og braut, þó vitum færri þeirra er betur einhlítir stóðust örlagaþraut. Þigg voriir þakkir, þú hefir verið leiðtogi vitur, lastvar og trúr. Skers milli og báru skeið vorra mála stýrðir þú stilt í stórmargri skúr. Afreksmenn einir orka að standa þings milli og stjórnar þjóðdeilum í. Röggsama ráðdeild, réttvisi og drengskap, sýndir þú sífelt í sætinu því. Lít nú á líf þitt, lávarður kæri, lít'yfir fold þína fyrrum og nú; likt er sem lifandi leiðtogi hafi stýrt vorri framsókn og fálmandi trú. Djúp eru dagráð dulrænna krafta, veri því varhuga valdstjórnarmenn. Bezt virðist vernda. velgengni þjóða stjórnsemi, þekking og stilling i senn. Vart hefir vitra Viðeyjarfeðga dreymt alla breyting, er byrjaði þá, — dreymt vora foldu fullveldi nærri, — dreymt þessa nýöld, er nú lifum á. — Nú er þín lífssól líður nær viði brosa þér feðurnir blíðheimi frá. Fylgi þér heiður, heilbrigði og friður, frá oss unz ferðu fund þeirra á! — Mæringar koma, mæringar hníga, stormflugi stunda stenzt engin hlíf; deyr fé og frændur, frægðir og metorð. Eitt verður eftir: Mð eilífa llf! Matih. Joehumsson. Átfrælisifmæli. í dig á Magnús Stephensen lands- höfðingi áitræðisafmæli. Margar árniðaróskir og virðingar- lcveðjur munu honum berast allstaðt ar að af laodinu. Um fjórtán ára skeið hefir hann notið hvíldar eftir mikið og vel unnið æfistarf í þjóðfélagi voru m. a. sem æðsti valdsmaður þess um 18 ára skeið. Til stóð að honum yrði haldið heiðurssamsæti í dag, en hann baðs- sjálfur undan því. í þess stað verð- ur honum á annan hátt sýndur virð- ingarvottur simborgara og samlanda hans. Kosninga-aðferðin fyrsta vetrardag. Sá er munurinn á kosninga-aðferðinni við kjördæmakosningar og all- ar aðrar kosningar hér á landi, að krossastríkunin er ekki viðhöjð við þær, heldur stimplun fyrir framan nöfn þingmannaefna. Kjörseðiilinn t Reykjavik litar svona út: Jön Magnússon Jörundur Brynjólísson Knud Zimsen Magnús Blöndahl Sveinn Björnsson Þorvaröur Þorvarðsson Og aðferðin að Þegar kjósandi kjcrborðinu og tekur V.B. H. Pandaðar vörur. Ódtjrar vörur. Léreft bl. og <5bl. Tvisttau. Lakaléreft. Rekkjuvoðir. Kjólatau. Cheviot. Alklæði. Cachemire. Flauel, silki, nll og bóm. Gardinutau. Fatatau. Prjónavörar allsk. Rognkápur. --------- Gólfteppi. Pappír og Ritföng. Sólaleðup og Skósmíðavörur. ^orzlunin tfijörn cXrisffánsson. Síðan gengur hann inn í kjörklefann — tekur stimpil, sem þar ligg- ur á borðinu, vætir hann í bleksvampi, sem þar er líka og stimplar siðan ojan í hvíta augað framan við nöfn þeirra þingmannaefna, er hann vill kjósa. Hann má ékki stimpla ofan i fleiri en 2 augu. Hann verður og vandlega að gæta þess, að stimpilblekið hylji augun atyerlega, stimpla aftur, ef eigi tekst fyrsta sinni og ekki síður verður hann að gæta þess, að stimpilmerkið nái ekki út Jyrir svarta borðann. Mestrar aðgœzlu þarf samt við að þessu loknu. Hún liggur í því, að perra nógu vandlega stimpiiblekið á kjörseðlinum með þerriblaði, sem liggur þar hjá, þerra svo vel, að engin klessa sjdist nokkursstaðar d seðlinum. Þegar kjósandi er biiinn að ganga frá seðlinum inni í kjörklefanum þ. e. 1. að stimpla yfir hvítu augun. 2. að þerra stimpilblekið af kjörseðlinum, þá brýtur hann seðilinn saman í sama brot og kjörstjórnin afhenti hann, gengur sifian út að atkvæðakassanum í kjörstjórnarherberginu og stíngur seðlinum sjálfur niður um rifuna á honum. Kjósendur, sem eigi treysta sér til að merkja seðilinn sjálfir vegna sjóndeyfðar eða annara likamlegra vandkvæða, mega velja sér einhvern úr kjörstjóm sér til hjálpar. Ef kjósandi einhver af vangá skyldi merkja seðil öðruvísi en hann ætlaði — þá getur hann afhent kjörstjórn hann og fengið að kjósa aftur í lok kosningarathafnar. Þegar reykvískir kjósendur eru búnir að gera skyldu sína, þ. e. kjósa þi Magntls Blöndahl og Svein Björnsson, á kjörseðillinn að líta svona út: Jón Magfnússon Jörundur Brynjólfsson öðru leyti er þessi: keniur inn i kjörstjórnarherbergið, gengur hann nð við kjörseðlinum samanbrotnum. Knud Zimsen Mag-nús Blöndahl Sveinn .Björnsson Þorvaröur Þorvarðsson A

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.