Ísafold - 18.10.1916, Blaðsíða 2

Ísafold - 18.10.1916, Blaðsíða 2
2 IS A F OL D □K \U 0 r • >77/ Eiríksson | M TJuslurstræfi 6 fj □ €27e)naéar~ cRrjona* og Saumavörur Q □ ~ hvergi ódýrari né betri. □ þvotía- og dCreinlœfisvorur beztar og ódýrastar. JSeifjföng og c^œRifcerisgjafir hentugt og fjölbreytt. qiqb: f — Ásg. 6. Gunnlaugsson & Austurstræti 1, Reykjav/kt selja: Vefnaðarvörur — Smávörur. Karlmanna og unglinga ytri- og innritatnaði. , Regnkápur — Sjóíöt — Ferðaföt. Prjónavörur. Netjagarn — Línur — Öngla — Manilla. Smurningsoliu. Vandaðar vörnr. Sanngjarnt verð. Pöntunum utan af landi svarað um hæl. Til athugunar. ískyggilegt ástand. Það virðist svo sem ýmsir af þeim mönnum, sem lagt hafa það fyrir sig hér á landi að fást við stjórn- mál, telji það hið eica nauðsynlega, sem eigi að ganga fyrir öllu, að finna vopn á andstæðinga sína. Þeir spyrja ekki um það, hvort höggstað- uiinn sé til, bara ef unt er að telja kjósendum trii um, að vopnið biti. Aþreifanlegt dæmi þessa höfum vér í sennu þeirri, sem hafin hefir verið aðallega gegn ráðherra og Sveini Björnssyni út af »enska samn- ingnum*. Nú dirfist varla nokkur maður að neita því, að nauðsynlegt hafi verið að semja. Bretar tilkyntu það í vor snemma, að þeir ætluðu að hindra alla útflutninga héðan til Norður- landa og Hollands. — Og vér höf- um séð það til Breta í þessum ófriði, að þeir fylgja þvi eftir, sem þeir hafa ákveðið. — Það lá þvi við borð, að vér stæðum uppi markaðslausir fyrir ýmsar afurðir vorar, svo sem sild og kjöt. Við þessu varð eitthvað að gera. Ella hefði orðið að leggja sildveið- arnar niður í sumar og allur sá fjöldi manna, sem við þær hafa atvinnu, hefði staðið uppi bjargarlaus undir veturinn, og botnvörpungarnir hefðu legið aðgerðalausir inni á höfnum. Við þessu varð eitthvað að gera; það var skylda stjórnarinnar, að bjarga við atvinnuvegum fandsmanna. Og'tii þess var gerður »samning- urinn« við Breta. — En — and- stæðingar stjórnarinnar þóttust sjá sér þarna leik á borði. Samningur- inn kom við pyngjur landsmanna. Hann var því vopn, sem liklegt var að myndi bíta á stjórnina. Fyrir þeim mönnum var það ekki aðalatriðið, að bjarga atvinnu lands- manna — aðalatriðið var, að vekja vantraust á Einari Arnórssyni ráð- herra og Sveini Björnssyni, þing- manni Reykvikinga. Þess vegna var þvi haldið fram fyrst eftir að kunnugt varð um samningsgerðina, að stjórnin hefði flanað út í hana al^erleqa að nauð- synjalausu, samninginn heröi aldrei átt að gera, og með honum hefði stjórnin gert sig seka um hlutleys- isbrot og bakað landinu margra miljóna tjón. Þó furðulegt sé, þá hefir hvergi verið talað um þetta hiutleysisbrot annarstaðar. Þjóðverjar, sem það kom þó mest við, hafa ekki nefnt það á nafn, hvað þá aðrir. Þeir vita sem sé, að fyrst og fremst varð ekk hjá því komist að gera samninginn og í öðru lagi, að B etir hlutu að hafa tögi og hagldir í þsirri samn- ingsgerð. Það er nú lika svo komið að því neitar enginn, að samningurinn hafi verið óumflýjanlegur. En er það ekki ískyggilegt ástand, að stjórnmálamenn skuli ekki hika við það, að segja þessa óhjákvæmi- legu og sjálfsögðu ráðstöfun ónauð- synlega, að eins af þeirri ástæðu, að þeir eru í öðrum rnálum andstæð- ingar þeirra manna, sem aðallega bera ábyrgð á samningnum, ein- göngu í þeim tilgangi, að rægja þá við kjósendur fyrir það, sem þeir að réttu lagi eiga þakkir skildar. Klaufalega samið? Norðmenn höfðu ekki samið við Breta, er stjórn vor gerði samning- inn við þá. Þá var það lika sagt í »Landinu«, að Norðurlönd væru »stórveldi«, sem Bretar þyrðu ekki 'til við. Svo voldugt stórveldi, að þau áttu jafnvel að geta verndað oss fyrir yfirgangi Breta, að eins af því, að þau þyrftu afurða vorra með — til að selja þær Þjóðverjum! Því var haldið fratn, að Bretar myndu ekki pora að loka Norðurlandamark- aðinum fyrir oss, vegna þess að þeir óttuðust þetta stórveldi — Norður- lönd. En það er nú komið á daginn, að Bretar hafa ekki að eins þorað það, heldur hafa þeir einnig neytt Norðurlandastórveldin til að gera samskonar samning etns og vér höf- um gert. Þess vegna er nú ekki lengur unt að halda því fram, að hægt hafi verið að komast hjá þvi að semja. En þá er að fálma eftir einhverju öðru slagorði, og næst hendinni verð ur, að það hafi verið »klaufalega« samið. Matthías Þórðarson heidur því fram, að stjórnin hefði átt að senda nefnd sérfróðra manna til að semja við Breta. En stjórnin hafði sér til ráðuneytis hér heima sérfróða menn, útgerðarmenn hér úr bænum, ein- mitt þá menn, sem hlutu aB verða fyrir mestu tjóninu af samningsgerð- inní, ef illa tækist til. Og úr því að þeir menn sáu ekki ástæðu til að senda sérstaka nefnd og trúðu Sveini Björnssyni fyrir simningun- um, þá ættu þeir, sem engu tapa samninganna vegna, að láta sér þrð lynda. Það er auðvitað hægðarleikur nð sli þvi fram, að klaufalega hafi verið snmið. En það er þó hætt við, að 1 eir, sem hæst hrópa um það, hefðu ?kki gert betur. Og ætli það fari ekki eins um það eins og samnings- þörfina, að þegar betur er að gáð, þá urðu samningarnir-að vera eins og Bretar vildu hafa þá. Saniningar Norðnianna. Hvers vegna gátum við ekki feng- ið eins hátt verð og Norðmenn ? Er Bretum ver við okkur en þá? — spyrja þeir, sem mest er um það hugað að tortryggja. Norðmenn eiga stóran verzlunar- flota, sem þeir ekki að eins geta flutt allar afuiðir sínar á til Þýzka- lands, án þess að Bretar geti lagt nokkrar hömlur þar á, og flutt það- an kol og ýmsar aðrar nauðsynjar, en Bretar eru einnig mjög upp á hann komnir um aðflutninga til Bretlands. Það er jafnvel mál manna, að ef til ófriðar dragi milli Breta og Norðmanna, þá mundi það verða Bretum hinn mesti hnekkir, vegna þess að þeir hefðu þá hvergi nærri nógu mörg flutningaskip — Og auk þess hafa Norðmenn her og herskipaflota, sem Bvetar kjósa heldur að sitji hjá í ófriðnum en að fá á móti sér. Það ætti því ekki að vera erfitt að skilja- það, að Norðmenn geti teygt Breta lengra en íslendingar, sem eru nær algerlega upp á aðra komnir um alla aðflutninga, ekki geta kornið frá sér einum bátsfarmi nema í gegn um greipar þeirra, eiga engan flota, engan her, og Bretum má algerlega á sama standa um, hvoru megin hryggjar liggja. Bretinn segir, að við getum verið ánægðir ef við fáum það verð fyrir afurðir vorar, að vér höfum tiltölu- legan arð af atvinnurekstri vorum við það, sem hann er i venjulegu árferði. Og það höfum vér með þvi verði, sem vér nú getum fengið fyrir afurðirnar og meira. Of snemma samið. Þá er það eitt, sem slegið er fram, að of snemma hafi verið samið. Ef vér hefðum dregið að semja þangað til Norðmenn sömdu í ágústmánuði, mundum vér hafa getað fengið hærra verð, ef til vill eins hátt verð og Norðmenn. En hve mikið skyldu Norðmenn nú hafa grætt á því að fresta samn- ingum þangað til í ágúst i sumar? Það er liklegt að þeir hafi fengið eitthvað hærra verð fyrir afurðirnar en þeir hefðu fengið fyr, en hve miklu minni hafa afurðirnar orðið, einmitt vegna samningsleysisins — og hve miklu ógreiðari hafa sam- göngur þeirra á sjó orðið íyrir þær ? Af hverju stafaði sildartunnuleysið hér i sumar? Ætli það hafi ekki verið af því, að tunnurnar voru all- ar fluttar á norskum og sænskum skipum, og af því að Norðmenn og Svíar höfðu engan samning gert? — Og hve miklu meiri hefði sildarafli Norðmanna hér í sumar orðið, ef þeir hefðu altaf haft nógar tunnur? — Ætli sá mismunur vegi ekki nokkurnveginn upp á móli verð- muninum? Það verður ekki annað séð, en að þessar tunnuskipatökur Breta hafi einmitt stafað af því, að Norðmenn höfðu engan samning gert við þá. Hver ætti ástæðan að vera önnui ? Það er að minsta kosti víst, að eftir að samningurinn milli Norð- manna og Breta var gerður, var ekki eitt einasta norskt tunnuskip tafið af Bretum. Það er því lítill efi á því, að þeg- ar alt kemur til alls hafa Norðmenn tapað meiru en þeir græddu á því að fresta samningunum. Þvi það eru ekki að eins tunnuflutningar þeirra hingað til lands, sem hafa verið tafðir, heldur því nær allir flutningar þeirra. Eins og kunnugt er urðu milli- landaskip vor íyrir miklum töfum í Etiglandi í hverri ferð, alla tið þang- að til samningurinn var gerður, en síðan ekki. Ráö í tíma tefeið. Úr því að samninginn varð að gera, þá ligqur það í augum uppi, kið hann átti að gera einmitt á þeim tíma sem hann var gerður. — Það var um það leyti, sem botnvöip- ungaútgerðarmennirnir voru að búa sig undir síldveiðarnar. Menn muna það sjálfsagt, að það var mikið um það talað í vor, hvort nokkuð myndi verða úr síldveiðun- um. Útgerðarmenn sáu fram á það, að ef ekki yrði á einhvern hátt ráð- ið fram úr vandræðunum sem stöf- uðu af flutningabanni Breta til Norð- urlanda, þá yrði ekkert viðlit að »gera út í síld«. Ef dregið hefði verið að semja fram í ágúst, þá heíði það að líkindum verið orðið of seint, því enginn botnvörpungur hefði byrjað síldveiðar í þeirri óvissu, og allir þeir sem atvinnu hafa af síldveiðunum, hefðu staðið uppi verklausir. Eða útgerðarmenn hefðu sætt svo lágum tilboðum ein takra »spekúlanta« í síldina, að þeit hefðu orðið að lækka kaupgjald við vinn- una. Og þeir einu sem hefðu grætt á þvl, hefðu orðið þessir spekúlant- ar, sem svo hefðu getað selt síldina, er samningarnir voru komnir á. Og einmitt þessir spekúlantar eru það, sem reiðastir eru yfir samningsgerð- inni, því þeir hafa mist spóu úr ask- inum sínum. Þeir spekúlantar eru það vafalaust, sem komið hafa á stað skrifi Matthíasar Þórðarsonar, því hann er ekki siður þeirra erindreki en Landsins. Og einn þessara spekú- lanta mun ráða ekki minstu um það, hvernig málgagn svokallaðra Þversum- manna hér í bænum hefir snúist við þessu máli. En hvort var meira um vert, að bjarga við aðal-atvinnuvegum lands- ins, að koma í veg fyrir það, að allur sá fjöldi verkafólks, sem hefir atvinnu af sildveiðunum, yrði at- vinnulaus i sumar, svo að margir, sem annars komast vel af, hefðu óumflýjanlega orðið að leita á náðir sveitarfélaganna undir veturinn, — eöa að fylla pyngjur þeirra örfáu manna, sem hugsanlegt var, og þó ekki víst, að hefðu getað haft hag af því að samningunum yrði frest- að þangað til þeir væru búnir að binda útgerðarmenn við smáoarboð i aflann? Það skiftir litlu máli, hvort þessir fáu menn eru danskir eða íslenzkir — þeirra hagur er ekki hagur þjóð- arinnar. Stjórnin lét sér meira ant um hag þjóðarinnar. Kjósendur eiga að skera úr því, hvort það hafi verið rétt. Þeir skera úr þvi með þvi að kjósa Einar Arnórsson og Svein Björns- son aftur á þing. Þá menniná, sem framar öllum öðrum sýndu þá fyrir- hyggju, að semja við Breta áður en pað var orðið um seinan. Kjósenda fundurinn í Bárubúð. Vaxandi fy!gi M. Bl. og Sv. Bj. Eins og auglýst var í síðasta blaði, buðu þeir Magnús Blöndahl og Sveinn Björnsson til fundar í Bárubúð á laugardagskvöldið til umræðu um hrezlcu samningana,- Var fundurinn mjög vel sóttur og er enginn vafi á því, að hann hefir orðið til að auka þeim M. Bl. og Sv. Bj. fylgi. Frummælandi var Sveinn Björnsson og næstur honum tal- aði Einar ráðherra Arnórsson. Sýndu þeir ljóst og stillilega fram á hinar óumræðilegu mtiéysur í grein vesalings »erindreka« Fiski- félagsins og efumst vér eigi um,- að allir þeir, er hlýddu á ræðu þeirra með athygli, hafa sann-- færst um: aö óhjákvæmilegt var að semja,. ef eigi átti að láta atvinnuvegí vora stöðvast, að samningarnir eru svo hag-- feldir oss sem framast var unt eftir ástæðum. Einn fundarmanna, ritstjóri Dagsbrúnar, reyndi að tortryggja samningana í augum alþýðu, með: þvi að benda á, að »alþýðuvin-- irnir« Jón Magnússon, Sveinn Björnsson, Thor Jensen, Th. Thor- steinsson, Jes Zimsen og Magnús Einarsson hefðu verið með í ráð- um um þá. En þessi tortrygg- ingartilraun lians snerist mótí honum, því að Sv. Bj. benti hon- um á, að ef ekki hefði verið sam- ið, hefði alþyðan hér í Keykjavíie nú staðið uppi atviimulaus. Og þetta gat »alþýðuforinginn« 0. Fr. ekki vefengt. Engir »Landráðamenn« böfðui árætt á þenna. fund nema ritstj. Landsins og hafði hann ekki eitfc orð að segja til varnar fásinnu- framkomu blaðsins. Enda er það nú að verða sammæli allra heið- virðra og skynsamra manna, að hátterni blaðsins í þessu »samn- ingsmáli« sé frá upphafi til enda ósæmilegt og ekki blaðinu að þakka, að eigi hefir valdið stóí’- tjóni fyrir þjóðina — í viðbót við skammarblettinn, er það hefir setfc á stjórnmálalíf vort. Nokkuð var rætt um önnur mál á þessum fundi og bar eigi á öðru en fundarmönnum félli vel i geð tillögur og ummæli þingmannaefna Sjálfstæðismanna.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.