Ísafold - 20.10.1916, Blaðsíða 1

Ísafold - 20.10.1916, Blaðsíða 1
KOSNINGABLAÐIÐ Útgefandi: Kosningaskriistofa Sjálfstæðismanna Reykjavik, föstudaginn 20. október 1916 Ávarp fil kjósenda frá Magnúsi Blöndahl átti að birtast í þessu blaði, en vegna lasleika hans getur það, því miðar, ekki orðið að þessu sinni, en kemur síðar. Ávarp ti! kjósenda frá Sveini Björnssyni. (Ræðu þessa ætlaði -S. B. að flytja á þingmálafundinum, sem ekki var haldinn vegna tregðu hinna þingmannaefnanna, nema M. Bl.). Fyrir hálfu þriðja ári stóð eg hér í fyrata skifti sem þingmanns- efni frammi fyrir kjósendum og lýsti skoðunum mínum. Mér var þá sýnt það traust, að eg hlaut liest atkvæði þeirra, er í boði voru. Eg vona, að eg hafi eigi brugðist því trausti. Þess vegna stend eg hér nú aftur eftir til- mælum margra rnanna hér í bæ. Af hóp örfárra manna er það staðhæft, að eg hafi brugðist stefnu minni með afstöðu minni til stað- festingar stjórnarskrárinnar. Þessi ósannindi hafa verið ítrekuð svo oft, að nokkrir menn, sem ekki hafa átt kost á að íhuga málið hafa trúað því. Þegar eg bauð mig fram 1914, kvaðst eg vilja koma fram stjórn- .arskránni, þó að því áskildu, að Dönum yrði engu lofað um ráð a uppburð sérmála vorra fyrir konungi. En slíkt loforð töldum vér Sjálfstæðismenn felast í aug- lysingu þeirri til Dana um kon- ungsúrskurðinn um uppburð sér- mála vorra fyrir konungi, sem konungur hafði tjáð sig mundu birta, í ríkisráðinu 20. okt. 1913, og Hannes Hafstein vildi ganga að. Áuglýsingu þessa töldum vér fela í sér samning við Dani. Til að fyi'irbyggja hann, var fyrir- varinn samþyktur á þinginu 1914. Sig. Eggerz bar málið fyrir kon- ung 30. nóv. 1914. Hann gat ekki fengið konung til að falla írá auglýsingunni. Neitaði því að taka við staðfesting sfrjórnarskrár- innar. Þetta var rétt. í janúar 1915 lýstum við Sjálfstæðisþing- menn okkur samþykka framkomu S. E. Sú yfirlýsing var þannig: »Vér undirritaðir lýsum yfir því, að vér teljum, að framkoma ráðherra í ríkis- ráði 30. nóv. síðastliðinn hafi verið í fullu samræmi við þ'ingviljann. Sérstdklega skal það tekið fram, að vér álít- u?n fyrirhugaða auglýsing ^onungs til Dana ósam- rSmanhga fyrirvara alþingis«. . &etta. sýnir, að auglysingin var 3afnan ásteitingarsteinniun. Við pretnenningarnjr fengum konungs- •valdið tii að faUa frá þessari auglýsmgu. Fengum þar með fullnægt fyrirvaranum. Þá telja nokkrir menn alt i einu fyrir- varann alt annars efnis. Með þessar röngu skýringar á vörun- um brigzla þeir okkur svo um stefnubrot í þakklætisskyni fyrir að bjarga stjórnarsTcránni og fá konungsvaldið til að láta undan. Við héldum stefnunni, en hinir brugðust. Okkar framkoma var náJcvœmlega í samræmi við yfir- lýsta skoðun mína, er eg bauð mig fram 1914. Þetta hlytur dóm- ur sögunnar að viðurkenna. Eg ætla eigi að fara frekar út í gamlar væringar; en fram hjá þessu atriði gat eg ekki gengið alveg. Eg vil þá líta fram á við og lýsa því í fám orðum í hvaða átt hugur minn beinist um stjórn málaframkvæmdir á komandi ár- um. Ef allir kjósendur hefðu kynt sér nákvæmlega Alþingistið indin, mundi eg geta orðið mjög íáorður um það. Framkoma mín á þeim tveim þingum, sem eg hefi setið, getur sýnt mönnum stefnur mínar i flestum aðalmál- unum. En vegna þess, að Alþ.- tíðindin eru i höndum svo örfárra manna, verð eg að eyða hér um nokkrum orðum og nokkrum tíma. í skattamálum er skoðun mín þessi: Skattapólitík vor hefir verið stefnulaus og áringulreið áárunum eftir aldamótin. í niðurstöðunni hafa óbeinu skattarnir orðið ofan á, af því að einstaklingurinn verð- ur síður var við, að verið er að fara ofan i vasa hans, þegar tek- inn er óbeinn skattur, en þegar beini skatturinn er tekinn. En að jafnaði er ranglætið við óbeinu skattana þvi meira. Þing ið hefir eins og fyrirorðið sig í hvert skifti, sem ákveðið hefir verið að leggja á. óbeinan skatt i seinni tíð. Því í hverju þeirra laga er ákvæði um, að þau séu að eins til bráðabirgða — fyrst i tollhækkunarlögunum, sem að síðustu voru gerð að fullnaðar- lögum, og síðan í vörutollslög- unum. Eg vil að vér breytum hér um stefnur, og með tímanum hverfum að beinum sköttum. Sú breyting verður eðlilega að vera hægfara. Byrium sem fyrst að undirbúa það; förum hægt, ákveðum til að byrja með einhvern ekki of háan verðhækkunarskatt. — Þetta er stefnubreyting, sem þó ekki er beint ætlað að auka tekjur lands- sjóðs strax. Tekjurnar vil eg auka aðallega með álögum á atvinnurekstur erlendra þjóða, svo sem hæft þyk- ir. Ber í því efni að mínu áliti að taka til meðferð&r og íhugun- ar á næsta þingi tillögur Böðvars Jónssonar í »Nýjum vegum«. Mér er áhugamál, að landssjóð- ur hætti að selja þjóðiarðir og kirkjujarðir. Enda flutti eg á síðasta þingi með öðrum frum- varp í þá átt. Um bankamál vor er eg þeirrar skoðunar, að gjörbreyt- ingu þurfi á fyrirkomulagi því, sem nú er. Þjóðbanki vor á að vera ópólitísk stofnun og heppilegast væri að hann hefði seðlaútgáfu- réttinn, en allir seðlar þá vel gulltrygðir. Eg held fast við fyrri uppá- stungu mína um að fenginn sé duglegur, erlendur (t. d. brezkur eða amerískur) bankafræðingur stjórninni til ráðuneytis umbanka- málin. Hann dvelji hér eitt eða tvö ár eða svo lengi, sem þurfa þykir og geri síðan tillögur um fyrirkomulag bankamála vorra. Með þessu fengist tillögur um skipulag peningamála vorra, sem frá byrjun yrði hafnar yfir inn- lendan flokkakrit; og líkindi til að oss gegnum þenna mann gætu opnast leiðir að því lánstrausti hjá stórþióðunum, sem oss er nauðsynlegt og hæfllegt. í samgðngunfálum vil eg að haldið sé áfram stefnu síðustu þinga, að efla Eimskipafélagið til að taka að sér strandferðir og auka flutningaflota sinn. Um járnbrautarmálið vil eg að gerð sé ítarleg rannsókn með þeim hætti, að eigi verði hægt að bregða um neina hlutdrægní, á leiðum fyrir járnbraut austur og kostnaði við lagningu brautar austur, enda greiddi eg á síðasta þingi atkvæði með fjárveitingu til slíkrar rannsóknar. Að þess- ari rannsólcn loJcinni verður þjóð- in að ráða við sig hvort hun vill hætta á fyrirtækið eða ei. Eg álít að járnbraut eigum vér að fá, svo fljótt sem kleift þykir. Vegagerð vil eg s,ð breytt sé frá því sem nú er. Vegirnir vandaðir betur frá byrjun, svo þeir þoli bílakstur og verði vænt- anlega mun minni viðhaldsábaggi fyrir héruð landsins en nú eru þeir. í tryggingarmálunum vil eg að sé haldið áfram stefnunni, að gera allar tryggingar innlend- ar. Vér höfum nú fengið innlent vátryggingarfélag á fiskiskipum j og nii einnig brunabótafélag, sem tekur til starfa á næsta nyjári; ennfremur sjómannalífsábyrgð, þótt mjög sé ófullkomin, og sjúkra- tryggingu með landssjóðsstyrk. Að mínum tillögum á síðasta þingi mun nú vera verið að undirbúa slysavátryggingu og sjóvátrygging- arfélag. Með innlendum félögum vinst það tvent: að gera má ráð fyrir sanngjarnari iðgjöldum með tímanum, bygðum á ábyggilegri reynslu án óeðlilega mikils gróða, og: að þær miklu upphæðir, sem greiddar eru í vátryggingarið- gjöld haldast í landinu og geta orðið til að lyfta undir ýmislegt, sem nú vantar slíkt fé til. Þess- ar upphæðir vaxa ár frá ári með vaxandi framförum vorum. Eg tel nauðsynlegt, að varið sé talsverðu fé úr landssjóði til að auka og bœta markað erlendis fyrir íslenzkar afurðir. Þann kostnað munum vér fá endur- goldinn fljótlega þegar tekið er tillit til þess, hve miklu nemur viðskiftavelta vor nú orðið og hve litlum hundraðshluta af árs- veltunni verðhækkun vörunnar fyrir bættan markað þarf að nema til þess að greiða kostnað við notadrjúgar tilraunir til að bæta markaðinn. Landsspítalamálið tel eg mikilsvert menningarmál fyrir oss og mun telja mér skylt, að styðja bráðar framkvæmdir til að koma upp landsspítalanum t. d. með fjárveitingu á næsta þingi til undirbúnings málinu eins og forgöngukonur málsins hafa farið fram á. Á stuttum tíma verða ekki tal- in öll áhugamálin og því siður skýrð út í æsar. Eg hefi að eins viljað minnast á nokkur þeirra til þess að merkja við í hverja átt áhugi minn beindist. Verð annars að vísa til fyrri afstöðu minnar til einstakra mála. Þótt mér sé það ljóst, að ókleift sé að koma í framkvæmd á einu, tveim eða þrem þingum öllum áhugamálunum, þá má mikið vinna í áttina. Eg hefi jafnan fylt flokk þeirra manna, sem vilja vinna að efna- legu og andlegu sjálfstœði lands- ins og þjóðarinnar. Eg er frekar bráðlátur í þeim efnum. Eg vil heldur framsókn og framkvæmd- ir, þótt einstaka misstig ættu sér stað, en dáðlausan svefn eða ófrjóva þverspyrnu við öllum framkværndum — hvort semslík þverspyrna stafar af vöntun á hugsjónum og hugsun eða vöntun á því, að geta tekið ábyrgð á nokkru jákvæðu spori. Ef kjósendur vilja sýna mér aftur það traust, að fela mér að fara með umboð kjördæmisins á þingi, þá mun eg leggja mitt bezta fram að bregðast eigi því trausti. KJósið TtJagnús Btöndaf)! og Svein Bförnsson! Ekki til neins að kjösa M. Bl. og Sv. Bj. Það er ein kosningabrellan, sem beitt er við menn, að ekki sé til neins að kasta atkvæðum á þá Magn- ús Blöndahl og Svein Björnsson aý pvi útilokað sé að peir Jtomist að. Við þessari breliu viljum vér alvar- leqa vara alla góða menn. Enginn hlutur er eins viss og að peir verða báðir Jcosnir, svo framar- lega sem stuðningsmenn þeirra láta sig ekki vanta. Sækið kjörf und allir, sem þá styðja og sigurinn er vís! Hjósið magnús Btöndat)l og Svein Bjömsson! Ahrif brezka samningsins. —«»¦ Það hefir margoft verið tekið fram í aðaldráttum, að ef ekki hefði verið samið við Breta, hefð- um vér: 1. VeriO markaðslausir fyrir helztu afurðir vorar, og að annar að- alatvinnuvegur vor, sjávarút- vegurinn, hefði orðið að leggj- ast niður, og 2. Vér hefðum orðiö útilokaðir að fá kol, salt og aðrar nauðsynja- vörur til framleiðslu vorrar. En það má benda á dæmi, sem daglega koma fyrir, dæmi, sem sýna það, hversu áriðandi oss er að halda vinfengi við Bretland. Skulu hér fáein nefnd:* 1. Landsíminn þurfti að fá vír til símagjörðar frá Khöfn. Efnið í vírnum er að 40—50 % þyzkt. En Bretar hafa ákveðið, að engin vara, sem í væri meira en 25% af þýzku efni, mætti sleppa frá nokkru hlutlausu landi annars. En í þessu tilfelli hefir hún veitt íslenzku stjórninni sér- staka undanþágu, og þvi getum vér haldið áfram að bæta síma vora. 2. Nýlega hefir brezka stjórn- in . veitt útflutningsleyfi á tœkjum til þráðlausrar firðritunarstöðvar frá Bretlandi til Islands. Allir vita, hversu nauðsynleg íslandi hún er. En dettur nokkrum skynbær- um manni nú i hug, að slíkt leyfi hefði fengist, ef vér hefðum verið í ónáð Bretans, ef vér hefðum enga samninga gert við hann, heldur reynt — auðvitað árang- urslaust — að lauma vörum vor- um í gegpum hergarð Breta? 3. Netjagarn kom hingað ný- Iega, er keypt var fyrir milligöngu firma, sem af þjóðernisástæðum — ekki af öðru, því að firmað er mjög heiðarlegt og hvergi við brot á hernaðarráðstöfum Breta brugðið — er í ónáð Breta í stríð- inu. Því vilja Bretar útiloka verzl- un við það. En fyrir sérstaka tilhliðrunarsemi og lipurð um- boðsmanns Breta hér, fékk ráð- herra þessa vöru leysta, og kaup- endurnir mega þakka það þvi einu, að vér erum í vinfengi við Bretaveldi. »Landið« hafði auðvitað þegar hlaupið með þau ósannindi, að garnið fengist ekki leyst, og að ráðherra gæti ekkert — og sjálf- sagt vildi ekkert — liðka það mál. En sú »Landsc-lýgi er ekk- ert verri en hinar — og það munar ekki um einn blóðmöra- kepp í sláturtíðinni. Það sér ekki högg á vatni, þótt einni lýginni sé hrundið, þvi að af svo miklu er að taka. Mörg fleiri dæmi mætti telja. En þessi nægja til að sýna, hverja þýðingu það hefir um tilveru þjóðar vorrar nú sem stendur að halda vinfengi við BretJand. Lesið Kosningablaðið með athygli! ?

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.