Ísafold - 20.10.1916, Blaðsíða 2

Ísafold - 20.10.1916, Blaðsíða 2
KOSNINGABLAÐIÐ A rógurinn að ráða? Kosningarnar á morgun skera úr því, hvort rógurinn á fram- vegis að ráða mestu um það, hverjir skipa þingmannasæti Reykvíkinga. Það er farið að bóla á því hér, að sumir stjórnmálagarpar þessa lands haga sér svo, er að kosn- ingum líður, að varpa öllum mál- um fyrir borð og öllum stefnum, en spreyta sig á því einu að setja saman sem svæsnastar róg- greinar um andstæðinga sína, í þeirri von, að kjósendur þori ekki að gefa þeim atkvæði sitt. — Þeir vita að það er altaf hægra að Ijúga nafnlaust æru- leysissökum á menn en að upp- ræta lýgina. Þeir ksera sig koll- ótta um það, þó það sannist síð- ar að þeir hafi logið, bara ef það hrífur í bráðina. Fyrir nokkrum árum síðan var þessari aðferð beitt gegn Magnúsi Blöndahl. Hann var fjarverandi og gat ekki borið af sér róginn. Því var9dreift út umbæinn, bæði munnlega og á prenti, að hjá þvi mundi varla geta farið, að Magnús yrði kærður og tekinn fastur fyrir glæp, þegar er hann stigi fæti hér á land. Það skal nú ekkert sagt um það hér, hvort sá rógur hefir átt nokkurn þátt í úrslitum þeirra kosninga. En vitanlega varð ekkert úr kærunni og þrem ár- um síðar mæltu sömu menn, sem voru höfundar að þessum rógi, með Magnúsi til þingsetu fyrir annað kjördæmi. — Þeim var það líka óhætt þess vegna, sögurnar sem þeir höfðu spunnið upp um hann fyrir þremur árum voru al- gerlega tilhæfulaus rógburður. Forkólfar »þversum«-manna, sem nú eru, voru fylgismenn Magnúsar, þegar hann var rægð- ur mest út af silfurbergsmálinu. Þá fundu þeir hvorki blett né hrukku á honum. — En nú eru þeir farnir að ytnpra á róginum gamla. Nu »passar hann í þeirra kram«. Aftur á móti er auðséð að hinir upphaflegu höfundar þess rógs hafa lært að skamm- ast sín fyrir hann. Þeir nefna hann ekki á nafn, þó þeir séu nú andstæðingar Magnúsar eins og þá. Rógur »Landsins« útaf brezka »samningnum« er alkunnur. Þar er hrúgað saman hinum svæsn- ustu og flónslegustu ásökunum í garð Sveins Biörnssonar. En sá rógur er þó barnagaman í saman- burði við sögurnar, sem komnar eru um bæinn munnlega, en róg- berarnir þora ekki að birta á prenti. — En höfundunum kem- ur ekki til hugar að reyna að réttlæta þessar aðfarir sínar á mannamótum. — Nafnlaust peðra þeir rógnum í »Landið« og nafn- laust dreifa þeir honum út um bæinn, treystandi því einu, að þessi nafnlausi rógburður geti murkað svo mörg atkvæði af Sveini, að hann falli nú við kosn- ingarnar. Hver skrifar róginn í »Landið ?« —- Það veit enginn. En þó er er ætlast til að honum sé trúað. Hver er höfundur sagnanna, sem bornar eru um bæinn? Kjósendur! Það er ekki sá maður til, sem ekki er hægt að Ijúga æruleysíssökum á. — En finst ykkrír það ekki vera að mis- bjóða heiðri ykkar, að ætlast til þess, að þið látið það ráða at- kvæði ykkar, sem nafnlaus iubba- menni eru látin Ijúga upp á heiðvirða menn? Sýnið það á morgun, að rógur- inn ráði ekki atkvæði ykkar. KJósið Tttagnús Bföndatyí og Sveinn Bjönssonf „Drengileg" framkoma Lögrétta kemst ákaflega við af því, hve drengiiega hún hafi komið fram við þá ráðherra og Svein Björnsson í kosningabar- áttunni. — En það er um það eins og fleira, að sínum augum lítur hver á silfrið. Það vita allir, að gegn þeim ráðherra og Sveini er nú af Þver8um-mönnum beitt að eins einu vopni: »brezka samningn- um«. En það getur varla hjá því farið, að Lögrétta hafi séð all-harðvítuga árásargrein í Land- inu á annað þingmannsefni Heima- stjórnarmanna hér í bænum, Jón Magnússon bæjarfógeta, einmitt út af þessum sama »samningi«. — En í stað þess, að rækja þá skýlausu skyldu sína, að bera hönd fyrir höfuð Jóns Magnús- sonar, sem hún styður til kosn- inga hér, þá lét ritstjóri Lögréttu prenta hina ósvífnu og rakafausu árásargrein Matthíasar Þórðarson- ar á landstjórn og velferðarnefnd, (sem Jón Magnússon og annar Heimastjórnarmaður eiga sæti í), án þess að J. M. vissi. — En aðrir eigendur blaðsins höfðu fregnir af þessu athæfi ritstjórans úr annari átt og komu því til leiðar, að ráðherra var boðið rúm fyrir athugasemdir við grein- ina og skipuðu Þorsteini að fresta útkomu hennar. Allir velferðarnefndarmennirn- ir bera jafna siðferðislega ábyrgð á »enska samningnum«, þó að ráðherra einn beri lagaábyrgðina. Þeir lögðu allir samþykki sitt á hann í öllum atriðum ágreinings- laust og bera allir jafna ábyrgð á því, hvernig var samið. Um leið og ráðist er á ráðherra og Sv. Bj. fyrir samninginn, er því einnig ráðist á þá Jón Magnús- son og Guðm. Björnson landlækni. Þessa tvo síðasttöldu menn hefir Lögrétta stutt báða til kosninga síðan »samningurinn« var gerð- ur. Hún hlýtur því að hafa myndað sér ákveðna skoðun um þær mikilvægu ráðstafanir, sem hann fjallar um. Og sú skoðun hlýtur að vera á þá leið, að »samningurinn« hafi verið óhjá- kvæmilegur og að ekki hafi verið unt að fá hann betri. Ella gæti hún ekki stutt Jón Magnússon. Það var því skylda Lögréttu, að verja samninginn. En í þesa stað situr hún hjá og horfir á deiluna, hlakkandi yfir því, að ske kunni að þeir ráðherra og Sv. Bj. missi eitt og eitt atkvæði fyrir allan róginn, sem borinn er út um þá. — Og það lítið, sem hún leggur til málanna, er ætíð á þann veginn, að auka heldur tortrygnina. — T. d. er hún segir frá fundinum, sem haldinn vará laugardaginn var, sem allirvissu að var stórJ sigur fyrir þá ráð- herra og Sv.'^Bj., þar sem and- stæðingar þeirra treystust ekki til að sækja fundinn og halda uppi Lands-róginum í heyranda hljóði. En Lögrétta getur þess til, að fundarboðendum hafi ekki fundist blása byrlega á fundinum af því að engin tillaga var bor- in þar upp til samþyktar! Aðferð Lögréttu í þessu máli er i fylsta máta óheiðarleg. Og þó að hiin hundskaðist til þess að bjóða ráðherra rúm fyrir at- hugasemdir, af því að hún var rekin til þess eftir að grein M. Þ. var »sett«, þá bætir það lítið úr skák. Sannleikurinn er sá, að Lög- rétta hefir staðið með kutann á iofti að baki þeim ráðherra og Sveini Björnssyni, og það eina, sem hefir aftrað henni frá því, að vega að þeim, er óttinn við, að lagið myndi snúast gegn henni sjálfri og hennar mönnum. Og hvers vegna bauð hún ekki Jóni Magnússyni rúm fyrir at- hugasemdir við grein M".Þ.? — Og hvers vegna krafðist hann eða Guðm. Björnson ekki að fá að gera athugasemdir við hana? Tíminn var nægur eftir að út- komunni var frestað. Hvers vegna réðu þeir ekki til, að þingið yrði kallað saman áður en samifcvar? Hvers vegna lögðu þeir ekki til, að nefnd yrði skipuð til að semja? Hvers vegna lögðu þeir ekki til, að samníngum yrði frestað? Hvers vegna samþyktu þeir verðið, sem Bretar buðu? Finst þeim engin ástæða til, að svara þessum spurn- ingum? Finst Lögréttu það svo átakan- legt drenglyndi, að gefa ráðherra tækifæri til að svara þessum ,spurningum fyrir Jón Magnúseon? Er hún svo skyni skroppin, að hún sjái ekki, að um leið og þessar spurningar eru lagðar fyrir ráðherra og Sv. Bj., þá eru þær einnig lagðar fyrir Jón Magnús- son og Guðmund Björnson? Ef Lögrétta hefði birt grein M. Þ. athugasemdalaust, þá hefði hún gefið sjálfri sér hið versta kosninga-kjaftshögg, sem óvinir hennar hefðu getað óskað henni. Hún hefði þá að almanna dómi gert sig bera að því, að fylgja mönnum til kosninga, sem hún treysti sér ekki til að dæma um, hvort gert hefðu sig seka í ófyr- irgefanlegu glappaskoti í »samn- ingunum« við Breta og með því bakað þjóðinni stórtjón. . Frá þessu óhappi urðu heiðar- legir Heimastjórnarmenn tii að bjarga henni. Þeir sem skipuðu henni að taka athugasemdir ráð- herra. — Og hin ágæta svargrein ráðherra hefir bjargað Jóni Magn- ússyni úr klóm Lögréttu. 011 framkoma Lögréttu í þessu máli, sem henni er sjálfráð, hefir stjórnast af þrælslegri illgirni, sem heiðarlegir flokksmenn henn- ar hljóta að fyrirlíta. Hún veit, að óumflýjanlegt var að gera »samninginn« við Breta. Hún veit, að alt var gert sem unt var til þess að hann yrði oss sem hagfeldastur. Hún veit, að Þversum-menn beita »samn- ingnum« sem vopni gegn Jóni Magnússyni engu siður en Sveini Björnssyni og ráðherra. — En heldur en að leggja þeim liðs- yrði kýs hún, að Jón Magnússon skuli ber fyrir róginum! Ef þetta er drengilegt — hvað er þá ódrengilegt? — Og hvað segir Jón Magnússon um þetta drenglyndi ? ! Sjðmenn! Þegar Miljónafélagið og Duus ætluðu að skamta okkur úr hnefa, hvað við ættum að fá fyrir fiskinn okkar, þá tók Sveinn Björnsson málaflutningmaður að sér mál okkar. Hann tók það, þegar við stóðum einir uppi, án þess að eiga von á nokkurri verulegri peningaþóknun frá okkur. Og hann vann málið fyrir okkur. Hann kom vel og drengilega fram. Við skulum muna það núna við kosningarnar. Hann er ekki ólík- legri til þess nú en þá, að láta sér ant um hag alþýðumannanna. Við vitum að hann fylgir fram hverju máli, sem hann álítur rétt, án tillits til þess, hvoit það kemur sér betur eða ver fyrir þá voldugu. Og á siðasta þingi sýndi hann, að hann hafði augun opin fyrir kjörum fá- tæklinganna hér í bæuum. Mér finst ekki völ á betri þing- manni fyrir okkar málstað. Við skulum fjölmenna á kjörstað- inn og kjósa Svein. Hdseti. af öfriðnum, trygt atvinnuvegi lands- manna og afstýrt almennu atvinnuleysi í landinu. Bf samningurinn hefði ekki verið gerð- ur, var eigi annað fyrirsjáanlegt en atvinnuleysi og neyð hér í landinu. Vegna samningsins hefir aldfei verið hér meiri atvinna en nu. Ef samningsfjendur hefðu ráðið hér í landinu og hefðu »staðið uppi í hárinu á Bretanum«, eins og þeir nú þykjast vilja gera, hefðu þeir komið landinu á vonarvöl. Munið petta, er pér gangið a$ kosningaborðinu. Kjósið Jttagnús Bföndafyf og Svein Björnssonf Kjósið Jttagnús Bföndafjt og Svein Björnssont Framkoma Sveins Björnssonar á þingunum 1914 og 1915. Brezki samningurinn - Thoresamningurinn Mörgum mun það minnisstætt hvílíkum fádæma ofsóknum Björn heitinn Jónsson ráðherra var beittur fyrir að hafa gert Thoresamninginn 1909. Thoresamningurinn var tal- inn mesti glæfrasamningur, sem gerður hefði verið nokkurntíma. — Reiknað var út í milljónum, hverju landið tapaði á honum. Ofstækið gekk út yfir Björn heitinn rdðherra, skyldulið hans og Tnorefélagið sjálft; komst jafnvel svo langt, að eitt aðalblaðið skoraði á landsmenn að hætta að flytja með skipum félags- Seinna kom á daginn,, að samn- ingurinn var hinn hagstæðasti samn- ingur um skipaferðir landsjóðs vegna, sem nokkur stjórn hefir gert nökk- urntíma. — Félaginu var hann svo óhagstæður, að það reis ekki undir honum. Til þess að losa sig bauð það svo landinu kostakaup á »Austra« og »Vestra«, sem þingið því miður brast gæfu til að taka. Nú viður- kenna allir, að Thoresamningurinn hafi verið qóður samningur fyrir landið, sem það hafi qratt stórfé á, þrátt fyrir allar hrakspárnar um miljónatapið. Hamfarir »Landsins« út af brezka samningnum nú minna á ofsókn- irnar út af Thoresamningnum. Nú sigar B. Kr. öllum sínum rökkum, geltandi og glefsandi, á þá ráðherra og Svein Björnsson. Hann fyllir hlað sitt ærumeiðingum og ósæmi- legum aðdróttunum, getsökum um að þeir hafi bakað landinu miljóna- tap, upplognum »skýrslum« um hvernig tap þetta verði til o. s. frv. Alt í þeim tilgangi að geta spilt kosningu þeirra ráðherra og Sveins, af því þeir hafa ekki reynst honum falir á torginu. Þess verður tnjög skamt að bíða að alþjóð viðurkenni, að með fyrir- hyggju og lægni hafi stjórnin og þeir sem að brezka samningnum standa bjargað landinu undan voða A þinginu 1914 bar Sveina Björnsson fram, einn eða með öðrum og fékk framgengt þessura málum: Lög um mœlingu og slcrásetningw lóða og landa i Beylcjavik. Lög um breytingu á oæjarstjórn- artilskipununni. (Fjárlagamál). Lög um (kosning borgarstjóra) lögum áhrœrandi EimskipafélagiS (um breyting á siglingalögum og um heimild fyrir landstiórnina til að ábyrgjast skipaveðlánið). Lög um breyting á sjódómslög- unum (létta fátækum t. d. háset- um að sækja mál fyrir sjódómi). Lög ,um breyting á strandferða- lögum. Heimildarlög \til að flytja heim listaverk Einars Jónssonnr og geyma þau \á landssjóðs kostnað. 3 lög um ófriðarráðstafnnir. Lög um varadómara í landsyfir- dóminum. Þingsályktunartillögu um hluta~ félagslög um skatt af atvinnu út- lendinga hér i landhelqi. Þingsályktunartillögu um lik- brenslu. Þingsályktunartillögu um strand- ferðir. Ennfremur barðist hann mjög; duglega fyrir því að fá aukna tölu þingmanna Reykjavíkur. En það strandaði á þverúð bænda- valdsins með öflugum stuðningi reykvísku þingmannanna fyrir bændakjördæmi. Auk þess átti hann sæti ímik- ilsvarðandi uefndum svo sem: strandferðanefnd, sparisjóðsnefnd. (var framsögumaður í báðum). Á þinginu 1915 bar S. B. fram> og fékk framgengt þessum mál- um, einn eða með öðrum. Líkbrenslulögum. Dpraverndunarlögum. Lög um breytingu á hrossaút- flutningslögunum. Lög um breytingu á sjúTcrasam' lagslögum (hækkun á landssjóðs- tillagi til sjúkraaamlag'a). Lög um bráðabirgðaverð, hœkk- unartoll á útfluttum afurðum. Lög um dprtíðaruppbót handee embœttis- og sýslumönnum, Lög um mat d lóðum og lönd- um í Reykjavik. Þingsályktunartillögur um á- byrgðarfflög, umstrandfcrðir, loft- skeytastbð í Rvík 0. fl. Hann studdi vel ýms mikils- verð mál, svo sem: aukning Land- helgissjóðsins, fasteignamatslögin,. brunabótafélagslögin, þingsálykt-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.