Ísafold - 20.10.1916, Blaðsíða 3

Ísafold - 20.10.1916, Blaðsíða 3
KOSNINGABLAÐIÐ ? unartillögur um húsmannamálið og um verkamannamálið o. fl. Hann var i mörgum mikils- varðandi nefndum t. d. fjárlaga- nefnd (formaður hennar), strand- ferðanefnd (framsögumaður). Jijósið magnús Bíöndafjí og Svein Björnssonf Heyskapur. Útdráttarsamur er kosningaróð- urinn Heimastjórnarmönnum. Pét- ur Zóphóníasson er eins og kunn- ugt er stórgæzlumaður kosninga þeirra — fastur ársmaður. í kaupavinnu um »sláttinn« — kosningasláttinn — eru nokkrir; þó er búist við heldur litlum hey- skap vegna fólkseklu. Atti að hafa 10 fasta kaupamenn við sláttinn, en fengust ekki nema 4 eða 5 og var þó hátt kaup í boði, 150 krónur fyrir hálfan mánuð eða 75 krónur um vikuna, hærra en þekst heflr áður. Þessir eru ráðnir og ganga nú berserksgang Iiúb úr húsi og fær ekkert stað- ist Ijáinn þeirra: Jóhann Hafsteinn, ungur maður og ötull, þektur stjórnmálamaður, þó ekki í ætt við Hannes. Kjartan Konráðsson, vanur kaupamaður og vanur við slátt; mikilvirkur og laghentur á sitt hvað. Sigurður Björnsson, kaupmaður og skrifstofustjóri húsnæðisskrif- stofu bæjarins. Borgarstjóri hefir geflð honum frí að einhverju leyti um sláttinn, líklega til þess að hann gerði ekki húsnæðisskrif- stofuna að kosningaskrifstofu, svo sem orð fór af. Samt er hann þar 3 tíma á dag að sögn. Tekj- ur miklar hjá Sigurði nú, bæði skrifstofustjóralaun og kaupa- mannskaup. Erfitt kvað vera að raka eftir þá. Við sjáum á laugardaginn! Jdkob rjúpnalauf. Hjósið TTJagnús Blöndafjf ðg Svein Björnsson! framkomunni í húsaleigumálinu í bæjarstjórninni. Þetta makk Jörundar og »Þvers- um«-manna er löngu orðið athlægi allra góðra manna — jafnt í hóp verkamanna sem annara. Jórundur hefir kosningaskrif- stofu hjá skrifstofu >Landsins«. Samt afneitar hann »Landinu« og »Þversum«. Hann auglýsir i sama glugg- anum skrifstofu sína og róggrein Matth. Þórðarsonar í »Landinu«. Samt afneitar hann »Þversum«, »Landinu« og Matth. Þórðarsyni. »Landið« hrópar á strætum og gatnamótum, eg er flokksblað »Þversum-manna«'. Eg er ekki nein stjórnmálaskækja — og svo styður »Landið« einn Heimastjórn- armann og einn »Þversum«-mann — af því Jörundur er »Þversum«. Eg ætla að vera viðstaddur sem áhorfandi, þegar hann Ólaf- ur Möller (Friðriksson) fleygir honum Jörundi inn í þingið. Eg treysti Ólafi vel til að fleygja Jörundi. En eg er hræddur um, að hann fari aldrei inn úr dyr- unum; það nemi við þvertréð, sem hangir aftan í honum og setjist »þversum« í dyrnar. Jón Kross. Jörundur Brynjólfsson og „Þversum". Jörundur og stuðningsmenn hans í »Dagsbrún« hafa verið að keppast við að þvo af honum »Þversum«-óhreinindin. Ekkiþyk- ir nú verkamönnum mikil sæmd að »Þversum«-markinu. Sagt er, að hvað sterkan lút sem þeir láta Jörund í, þá nái þeir ekki úr honum Banka-Björns markinu — ekki 'alveg. Hann afneitar vörutolli Björns og segist vera mikill járnbrautarmaður — en »Þversum«-tákn eru enn eftir samt. Hann kvaðst á fundinum í »Dagsbrún« síðastliðinn sunmu- dag vera algerlega laus við alt »Þversum«, lýsti stjórnmálaferli sínum þannig: Fyrst var eg Heimastjórnar og síðan Sjálfstæð- is — en það Var bara í örfáa mánuði; nú er eg alþýðumaður. — Barnakennari og húseigandi og kapitalisti hefði mátt bæta við. Því síðasta sællar minningar út af Sveinn Björnsson og samningarnir. Reynt hefir verið að telja mönn- um trú um, að samningarnir brezku hefðu orðið oss betri ef annar hefði samið en Sveinn Björnsson. Eg tel þetta mjög ólíklegt. Sömda ekki þeir Halldór Daníels- son oq Sveinn Bjðrnsson um lán fyrir Eimskipafélagið í hollenzkum banka? Var þetta ekki fyrsta stórlánið, sem fengist hafði hingað til lands utan Danmerkurf Sömdu ekki þeir Ólafur Johnson o% Sveinn Björnsson um lán handa íslandi í Ameríku til vörukaupa, án allrar íhlutunar eða ábyrgðar ann- arra? Var þetta ekki fyrsta lánslof- orðið íslandi til handa utan Dan- merkur ? Sömdu ekki sömu menn um að tryggia landinu næga steinolíu til þess, að þurfa ekki að vera upp á D. D. P. A. komnir. Samdi ekki Sv. Bj. um endur- tryggingu fyrir Brunabótafélag ís- lands, sem margbúið var að reyna að Framkoma Magnúsar Blöndahl á þingi. A þingi 1909 bar hann fram tillögu til þingsályktunar um að skora á stjórnina, að undirbúa og leggja fyrir næsta þing, frum- varp til laga um vátrygging gegn slysum fyrir verkamenn, og um alm. sjúkrasjóðslög. A sama þingi fylgdi hann því fast fram, að landsjóður keypti bankavaxtabréf Landsbankans, sem þá var eina ráðið til að koma í veg fyrir að veðdeildin hætti að starfa og þar af leiðandi framkvæmdalömun í landinu. Ennfremur flutti hann eða studdi eindregið þessi frumvörp: Um breyting á Landsbankalög- unum (flutnm.) Um heimild til að kaupa hluta- bréf íslandsbanka og tryggja landinu með þvi öll yfirráð yfir bankanum (framsm.). Um úrskurðarvald sáttanefnda, sem miðaði að því að minka kostnað í hinum smærri málum (flutnm.) Um fjölgun þingmanna fyrir Reykjavík. Um atvinnu við vélagæzlu á gufuskipum, sem miðaði að því að auka þekkingu vélamanna (flm.) Þingsályktunartillögu bar hann fram um að skipuð yrði nefnd til að rannsaka verzlunar- og at- vinnulöggjöf landsins. A þingi 1911 var hann fiutn- ingsmaður að frumvarpi til hafn- arlaga fyrir Reykjavík (hafnar- byggingarlögin) og ennfremur frumvörp um holræsi og gang- stéttir í Reykjavík (framsögu- maður) og um breytingu á til- skipun um bæjarstjórn i Reykja- vík (að borgarar en ekki bæjar- stjórn kjósi borgarstjóra) og var framsögumaður nefndar þeirra er um það mál fjallaði. Af frumvörpum sem hann lagð- ist á móti, má nefna: frv. til laga um löggildingu Viðeyjar, sem orðið hefði til þess, að draga mjög mikið atvinnu frá bæjarbú- um, enda var það felt í þinginu. Af framanskráðu yfirliti, þó stutt sé, má sjá að Magnús Blöndahl reyndist Reykvíkingum og landinu í heild sinni áhuga- samur og duglegur þingmaður, Hámark ósvífninnar. Sú saga flýgur um bæinn að einn af háttsettum höfðingjum »Þversum«- manna hafi boðist til að greiða alt að 2000 kr. í meiðyrðasektir fyrir nógu mergjaðan óhróðursróg um Svein Björnsson. Og kvað staada til að verða við þessum tilmælum hins göfuga mikilmennis — svona rétt undir sjálfa kosninguna. Kjósið Magnús Blöndahl og Svein Bjðrnsson. Hversvegna kjósum við Magnús Blöndahl og Svein Björnsson — ekkiaðra? Við kjósum M. Bl. af því að vér höfum reynt hann áður sem nýtan þingmann, er með lagi og hyggindum hefir á þingi unnið að ýmsum stórmálum fyrir höfuð- staðinn og komið þeim mörgum vel til vegar. Við vitum, að hann er líklegri en margir til, að vinna með áhuga og af skynsam- legu viti að skatta og tollmálum og öllum öðrum fjármálum lands- ins, og hann er manna líklegastur að vinna gagn þeim málum, er lúta að framleiðslu og atvinnu, og eru lífsskilyrði okkar og annara landsbúa, og ennfremur vitum við að óhætt er að trúa honum fyrir því að skipa sér þar í flokk, er betur gegnir, ef hann situr á þingi og verja þarf rétt landsins. — Við kjósum Svein Björnsson af því við vitum, að honum getum við treyst eins og M. Bl. í öllum þeim atriðum, sem að ofan eru talin, og við kjósum hann enn fremur og ekki síst fyrir það, að við teljum að hluttaka hans í staðfestingu stjórnarskrárinnar og undirbúningi hinna eftir atvikum bráðnauðsynlegu ög hagfeldu samn- inga við Breta, sem svo þjóðnpt störf, að það sé hverjum manni og hverju kjördæmi stór sœmd að eiga kost á að kjósa hann á þing. Við kjósum ekki Jón Magnús Kaflar úr svari ráðherra. Ráðherra Einar Arnórsson hefir svarað »erindreka«-greininni í »Land- inu« all-itarlega í »Lögréttu«, sem og flutti grein M Þ. Nokkurir kaflar úr þeirri grein fara hér á eftir, en öll birtist grein ráðherra í ísafold á morgun: A. Nauðsyn á samkomu- lagi Tið Breta. Eins og kunnugt er, hefir markað- ur ýyrir afurðir vorar aðallega verið á Norðurlöndum, Noregi, Danmörk og Svíþjóð. Til Norðurlanda hefir farið alt saltkjöt, nær öll síld, sildar- Ivsi, porskalýsi, hákarlalýsi og einnig mikið af saltfiski og ull. Til Spán- ar og ítalíu hefir héðan verið selt mikið af fiski, nokkuð af ull til Ame- ríku og lítið eitt af síld á síðustu ár- um. Framan af stríðinu var verzlunin frjáls að mestu leyti. Varð þá verð- hækkun mikil á ýmsum vörum, eink- um þéim, er Þjóðverjar keyptu. En síðan hófst kafbátahernaður Þjóð- verja, í febr. 1915. Þá svöruðu Bret- ar og bandamenn þeirra með því, aS hindra átflutning varnings úr Þýzka- landi oq innflutning pangað. Sumar- ið 1915 gerðu Bretar þetta með því að sleppa engu skipi með þýzkar vör- ur og að leggja svonefndar »klausúl- ur« á vörur, sem skip fluttu og þeir náðu í, eða skuldbindingar um það, að þær skyldu eigi verða fluttar til Þýzkalands. Með þessu móti var t. d. mikið flutt héðan af kjöti, gærum fiski o. s. frv. til Danmerkur árið 1915. En siðastliðinn vetur fóru Bretar miklu lengra. Þeir töldu sig hafa gengið úr skugga um það, að vörur héðan — og frá Ameríku — sem kæmust til Norðurlanda eða Hol- lands, kæmu Þjóðverjum, beint eða óbeint, til góða. Beint fyrir þá sök, að þær yrðu meira eða minna fluttar þaðan til Þýzkalands, þrátt fyrir all- ar »klausúlur«. Óbeint með því að vegna innflutnings þeirra til Norður- landa og Hollands yrði meira afgangs i þeim löndum af vörum, framleidd* um þar, til útflutnings handa Þjóð- verjum, ef vörum vorum væri slept þangað"(þ. e. til Norðurlanda eða Hol- lands). Þessvegna tóku Bretar þann son fógeta eða Knud Zimsen borg- sið UPP að »klausúlera« ýmsar fram Kjósið TTJagnús Bíöndaf)í og Svein B/ömssonf fá samning um, að árangurslausu? Hefir Sv. Bj.ekki verið við rið- °S munu þeir fáir sem eiga ]afn inn alla samninga Eimskipafélagsins álitlegan þingfenl að baki sér, m. m., m. m. Þó lenSur hafi< 8etlð a Þingi Mér' vitanlega eru þetta alt mikils KJÓ8Íð MagtlÚS Blöndahl verðir og vel qerðir samningar. Og eg veit ekki betur en að hann hafi gert alla þessa samninga póknunar- laust, nema hvað hann hefir gert Brunabótafélagssamninginn sem fram- kvæmdastjóri félagsins. Og svo leyfir »Landíð« sér að brigzla Sv. Bj. um »eiginhagsmuna- pólitík.« Alhr samningarnir, sem nefndir hafa verið, eru landi og þjóð mikils virði. Eg spái því, að með riman- um verði það viðurkent, að brezki samninftirinn sé þeirra beztur. Ætla kjósendur i höfuðborg lands- ins að taka Jörund fram yfir þenna mann ? Eg ætla þeim meiri ábyrgðar- tilfinning en svo. Mercator. Kjósið Magnús Blöndahl og Svein Bjornsson. Kosningabrellur. ¦ m 1 Þær gerast nú margvíslegar. Ein er sú, að samkomulag sé orðið milli verkamanna og stuðningsmanna Magnúsar Blöndahl og Sveins Björns- sonar um að kjósa þingmannaefni verkamanna — sökum þess, hve vel þeim M. Bl. og Sv. Bj. hefði sagst i garð verkamanna á fundinum á sunnudaginn. Auðvitað er þetta ekki annað en kosningabrella til þess að blekkja þá mörgu alþýðumenn, sem hafa ætlað sér að kjósa M. Bl. og Sv. Bj. — af þvi að þeir treysta peim bezt til þingmensku. arstjóra sökum þess, að við trú um þeim ekki ndlœgt eins vel í nokkru máli, að þvi er hinn fyr- talda snertir sökum undangeng- innar reynslu, og að því er þá báða snertir sökum þess, að þeir eru hvor í sínu lagi óhœflr til þingmensku fyrir bæinn, meðal annars sökum þess, að við eigum heimtingu á starfskröftum þeirra óskertum til annara verka í hans (o: bæjarins) þarflr. Frambjóðendur »Þversum« & verkamanna, þá Jörund Brynjólfs- son og Þorvarð Þorvarðarson kjósum við ékki sökum þess að við teljum þá allra frambjóðend- anna ólíklegasta til að geta unnið nokkuru góðu málefni hið minsta gagn í næstu sex ár, og jafnvel ekki heldur eftir þann tíma, þó þeir öllum stundum sætu »við fæturt sinna pólitísku lærifeðra í »Þversum« og »Heimastjórn«. Nokkrir alþyðukjósendur. Kjósið Magnús Blðndabl og Svein Björnsson. leiðsluvörur, sem vér fáum frá út- löndum. Fyrst og fremst kol og all- ar framleiðsluvörur, sem vér verðum að fá frá Betlandi. Kaupandinn varð, til þess að fá vörurnar, að skuldbinda sig, að viðlögðum háum sektum, til þess að selja alls eigi þær vörur, sem hann framleiddi með inn- fluttu vörunni, til óvinaríkja Breta. eða til Norðurlanda eða Hollands. Og um vörur, aðfluttar frá öðrum lönd- um, varð sama upp á teningnum, svo sem steinolíu, striga, salt, tunnur o. s. frv. Þessu komu Bretar í framkvæmd á ýmsan hátt, ýmist með því að neitas skipum, sem vörurnar fhrttu, t. d. salt frá Spáni, um kol til ferðarinnar Stundum' fengu þeir skipaútgerðar- mennina til þess að undirgangast nefndar skuldbindingar með því að ógna þeim með því, að þeir fengju engar nauðsynjar sínar frá Bretlandi 0. s. frv. Þvívar svokomið hér, að kol, salt, umbúðir, tunnur, steinolia o. s. frv. var þannig »klausúlerað«, að ekki mátti láta fisk, sem veiddur var, verkaður eða umbúinn með þess- um vörum, til Norðurlanda eða Hol- lands, ekki láta þangað lýsi, sem láta varð á »klausúleraðar< tunnur, ull £

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.