Ísafold - 21.10.1916, Blaðsíða 1

Ísafold - 21.10.1916, Blaðsíða 1
1 Kemur út tvisvar í viku. Vetí5árg. 5 kr., erlendis T1/^ kr. efia 2 dollar ;borg- ist fyrir miðjan júií erlendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. SAFOLD ísafoldarprentsmiðja. Ritstjóri: Ólafur Björnsson. Talsími nr. 455, XLIII. árg. Reykjavík, laugardaginn 21. október 19 r6. > Uppsögn (skrifl. í bundin við áramót, er ógild nema kom- In sé til útgefanda fyrir 1. oktbr. og ; sé kaupandi skuld- i laus vlð blaðið. 79. tölublað Alþýðafél.bókasftfn Templaras. 8 kl. 7—9 .•Borgarstjóraskrif'atofan opin virka daga 11-8 JBæjarfóg .iadkrifstofan opin v. d. 10—2 og i -7 Btojargjaldkerinn Laufásv. B kl. 12—8 og —7 tslandsbanki opinn 10—4. K.F.U.M. Lestrar-og skrifstofa 8 árd.—10 siÖd. Alm. fundir fid. og sd. 81/* sibd. Landakotskirkja. öubsjpj. 9 og 6 á helguœ Landakots8pitali f. sjúkravitj. 11—1. L&ndsbankinn 10—8. Bankastj. 10—12. Landsbókasafn 12—3 og 6—8. Útlán 1—3 Lrtndsbúnaöarfélagsskrifstofan opin frá »2—2 I.andsféhirbir 10—2 og B—6. Landsskjalasafniö hvern virkan dag kl. i2—2 Landssiminn opinn daglangt (8—9) virka dag» helga daga 10—12 og 4—7. Jjistasafnið opið hvern dag kl. 12—2 Náttúrugripasaínið opið l*/t—2*/a á sunnud. Pósthúsið opið virka d. 9—7, sunnud. 9—1. Bamábyrgð Islands kl. 1—B. ‘Stjórnarráðsskrifstofurnar opnar 10—4 dagl. Tftlsími Roykjavikur Pósth.8 opinn 8—12. Vlfilstaðahrolið. Heimsóknartími 12—1 ►jóðmenjasafnið opið hvern dag 12—2 Ávarp til kjósenda frá Magnúsi Blöndahh Háttvirtu kjósendur í Rvík! Konur og menn i Vegna pess, að eg er hér í kjöri ;sem þingmannsefni, fyrir eindregn- ar áskoranir frá fjölda mörgum mæt- um mönnum, en hefi ekki haft tæki- færi til að tah til ykkar ailra, leyfi <eg mér hér með að ávarpa yður nokkrum orðum. Eins og flestum yðar er kunnngt, var eg þingmaður fyrir þetta kjör- dæmi frá 1909 til 1911 og átti sæti á tveimur þingum. Á þeim báðum reyndi eg eftir •mætti að styðja að nýtum málum og málefnum, sem bæði snertu land- ið í heiid og eigi síður þetta kjör- •dæmi. Á þinginu 1909 flutti eg með öðrum breyting á Landsbankalögun- um, sem öllum mun koma saman um, að hafi verið til bóta, þó sú breyting hefði ef til vill þurft að vera enn gagngerðari, eins og líka frumv. fór fram á í fyrstu. A því þingi flutti eg líka frum- varp um úrskurðarvald sáttanefnda, sem nii er í lög leitt, og var til- gangurinn með þvi, að spara al- menningi málskostnað og óþarfa málaþref, og sú mun koma tíðin, að þau lög verða undirstaða undir lögum um kviðdóma, sem munu komast á hér á landi eins og annars staðar og hafa gefist vel. Þá flutti eg einnig frumvarp um, að landssjóður fengi sem mest yfir- ráðyfiríslandsbanka, með því aðkaupa í honum hlutabréf fyrir 2 miljónir króna. Þó það næði eigi fram að ganga, þá hygg eg, að nú mundu fáir vera á móti því, að bankarnir báðir væru að mestu leyti eign lands- manna og undir þeirra yfirráðum. Einnig flutti eg frumvarp um at- vinnu við vélgæzlu á gufuskipum, sem síðan hefir stórmikið færst í lag, svo að sjómenn vorir þurfa nú eigi að vera hræddir um líf sitt vegna vankunnáttu vélameistara, sem vér eigum nú orðið marga ágæta. A þessu þingi reyndi eg líka af fremsta megni að styðja að þvi, að rannsökuð væri atvinnu- og verzlun- arlöggjöf landsins, að samin væru lög um vátryggingu gegu slysum fyrir verkamenn og um almenn sjúkrasjóðslög fyrir alla alþýðu. A þinginu 1911 flutti eg frv. um hafnarlög fyrir Rvík og barðist fyrir því, að við fengjum hér fullkomna höfn, sem bráðum er nú komið á daginn að við fáum, sem auk alls- konar þæginda, sem henni fylgja, hefir veitt miklum fjölda af'heimil- isfeðrum i Rvík atvinnu fyrir mörg ár. Einnig var eg einn af aðal-hvata- mönnum og flutningsmaður að lög- um um holræsagerð og gangstétta hér í höfuðstaðnum, og munu flestir góðir og gætnir menn te'ja, að með þeim lögum hafi verið unnið þarfa- verk, bæði fyrir hreiniæti og útsjón höfuðstaðarins, að ógleymdum þeim þægindum, er holræsagerðinni fylgir. Þá var eg einnig eindregið því fylgjandi, að þingmönnum væri fjölg- að i Rvík, þó eigi hafi það náð fram að ganga, og sömuleiðis að bæjar- menn sjálfir veldu borgarstjóra. Löggildingu verzlunarstaðar í Við- ey mótmælti eg kröftuglega, af því eg sá fyrir, að það mundi spilla fyrir höfninni hérna og draga stórar tekjur frá þessum bæ. Stofnun Fiskifélagsins studdi eg og var einn af aðal-hvatamönnum til þess, að það félag var stofnað. Tel eg þar hafa verið unnið þarft verk, því mörgu góðu hefir það félag til leiðar komið siðan það var stofn- sett. Þá leyfi eg mér einnig að minna á það, að eg var einn af þeim, er lagði það til fytir nokktum árum, að landið tæki aÖ sér einkasö'u á koi- um, en þó einkum steinolíu, og út- vegaði landssjóði tekjur á þann hátt, svo hægt væri þá að létta af ein- hverju af tollunum, sem eins og öllum ætti að vera kunnugt, koma lang verst niður á kaupstaðarbúum og sjávarmönnum og þá oftar þyngst niður á þeim fátækari alþýðumönn- um, er framfæra þurfa stóran barna- hóp; þannig er því varið með kaffi- og sykurto.linn og vörutollinn, sem er einhver sá ranglátasti tollur, er nokkru sinni hefir verið lagður á alþýðu manna. Auk þessa, sem eg nú hefi skýrt frá, var eg því fylgjandi, að ná- kvæmar sundurliðaðar skýrslur yrðu fengnar hjá kaupmönnum og öðrum, er tóbak flyttu til landsins, svo unt væri að komast að fastri niðurstöðu um það, hvort og á hvern hátt til- tækilegast mundi að auka tekjur landssjóðs af þeirri vörutegur.d. Af því sem eg nú hefi tekið fram, þykist eg hafa staðið svo i stö4u minni sem fyrverandi þingmaður þessa kjördæmis, að eg sízt ætti skil ið harðan dóm fyrir framkomu mína á þessum tveimur þingurn; miklu fremur vænti eg þess, að eg með framkomu minni hefði áunnið mér vaxandi traust og fylgi allra sann- gjarnra manna, og gleður það rnig nú að minnast þess, að mikill hluti yðar, háttvirtu kjósendur, sýnduð mér traust yðar og viðurkenningu við alþingiskosningarnar 19x1, þar sem mér þá voru greidd yfir 650 atkv. þrátt fyrir einhverjar þær svæsnustu árásir frá keppinautum mínum, sem nokkurntíma hefir ver- ið beitt i kosningabaráttu hér á landi. Háttvirtu kjósendur! Ef þér nú enn á ný viljið sýna mér traust og veita mér fylgi til þess að verða kosinn þingmaður fyrir þennan bæ, hefi eg þá von og þá trú, að mér lánist að koma fram á þingi ein- hverju af áhugamálum kjósenda, og skal eg að iokum minnast á nokkur þau mál, er eg tel sjálfsagt að koma muni fyrir næstu þing, og sem eg mundi veita öflugt lyigi. I. Tollmálin. Eg mundi vilja vinna öfluglega að því, að landið taki að sér einkasölu á steinoliu, sem, eins og þeirri verzlun nú er fyrir komið, er að mestu einkasala í hönd- um Steinolíufélagsins. Eg mundi einnig vilja vinna að því, að landið sem fyrst tæki í sínar hendur um- ráðiu yfir tóbaksverzluninni, að lagður verði sæmilega hár skatt- ur á útlenda síldarútvegsmenn hér á landi, að hækka tekjuskatt af eign og at- vinnu, að nema úr gildi vörutollslögin, en leggja heldur hæfilegt gjald á nokkrar aðfluttar vörutegundir, og miða það gjaid við verðmœti vörunnar, að draga úr kaffi- og sykurtolli og ef unt væri að fella þá tolla alveg niður. II. Bankamál. Eg mundi vinna af alefli að því, að feugin væri frá útiöndum velþektur og þar til hæf- ur bankamaður til þess, að kynna sér fjármál og bankamál okkar, og sem síðan legði á ráð hvernig þeim málum okkar yrði tryggast og hag anlegast fyrir komið. Starf þessa manns ætti að greiða úr landsjóði. III. Samgöngumál mundi eg einnig beita mér fyrir í þá átt, að þingið veiti hæfilegt fé til þess rannsaka ábyggilega og til hlítar járnbrautarmálið, að samgöngur á sjó verði bættar að miklum mun bæði strand- ferðir kringum Iandið sem og satrbandið við útlönd. IV. Vitamál, hafnir og lendinga- staðir. að fjölga vitum sem mest á nauð- synlegum stöðum, sem og bæta hafnir og lendingarstaði, þar sem þörf er. V. Slysatryggingum fyrir alþýðu- menn, svo og ríflega auknum elli- styrk, og hækka vátryggingu sjó- manna að miklum mun, vildi eg einmitt beita mér fyrir af alefli. VI. Að styðja eftir föngum fram- leiðslu og atvinnumál. VII. ^íð vera á verði, og vaka yfir því eftir megni, að engu sé af- salað af fornum eða nýjum réttind- um landsins. VIII. iAð berjast móti því, að útlendir menn nái undir sig stórum landflæmum, eða öðrum hlunnind- um landsins, og geri þannig lands- menn sjálfa að nokkurs konar undirlægjum og hornrekum. Háttvirtir kjósendur! Af framkomu minni á þeim tveim þingum sem eg hefi setið sem þingmaður fyrir þenna bæ vænti eg þess, að þér enn á ný munið vilja ljá mér fylgi v. b. n. Vandadar vörur. Ódtjrar vörur. Léreft bl. og ðbl. Tvisttan. Lakaléreft. Rekkjuvoðir. Kjólatau. Cheviot. Alklæði. Cachemire. Flauel, silki, ull og bóm. Gardinntau. Fatatau. Prjénavörur allsk. Regnkápur. ------ Gólfteppi. Pappír og Ritföng. Sólaleður og Skósmíðavörur. *Uj&rzlunin cfijorn dlrisfjánsson. y----------------------------------------------- yðar, og gefa mér þannig tækifæri til að bera velferðarmál þessa bæjar, og landsins í heild sinni, fram til sigurs. R.vik 20. okt. 1919. Virðingarfylst Mssrnús Blöndshl. Svar ráðherra vlð grein „erindrekans” M. P. Þessi grein, eftir ráðherra Einar Arnórsson, er svar hans við lang- lokugrein Matthíasar Þórðarsonar. Var hún og prentuð í Lögréttu og þar birtist svar þetta jafnhliða. í öflum siðuðum löndum eru utan- ríkismálin kölluð viðkvæmust allra mála. Og nú á styrjaldartimum eru þau margfalt viðkvæmari en ella. Því hafa menn í hlutlausum löndum, annarstaðar en hér, gert sér að reglu að fara ekki í innanlandsrifrildi og deilur út af því, sem stjórnir land- anna hafa neyðst til að gera í þeim málum. Hér eru þessi mál þar á móti af einum stjórnmálaflokknum gerð að pólitísku deilu- og æsinga- máli undir kosningar, og fafnvel einn mnður, Matthias Þórðarson, sem er í þjónustu landstjórnarinnar og ætti að þekkja til, hvernig með sams konar mál erlendis er farið, lætur sér sama að skrifa framan birta persónulega áráagrein. En þar sem menn hafa látið sér sama, að gera verzlunarmál vor við erlent riki, Bretland, að opinberu æs- iugamáli, er óumfljanlegt að svara rangherminu, firrunum og blekking- unum, og skýra almenningi frá því, hvernig málinu er í raun og veru varið. Það, sem aðallega skiftir máli i þessu efni er þetta: A. Var nauðsyn a semja við Breta um verzlun og siglíngar íslands, meðan á striðinu stendur? B. Hefir landstjórnin haft rétta aðferð við þá samntnga? C. Hvers efnis eru hinir gerðu samning- ar? D. Hefir það verð fengist, sem unt var að fá ? E. Hvernig hefði farið, ef stjóm íslands hefði ekki samið? Hvert þessara fimm atriða skulu nú nánar athuguð. A. Nauðsyn á samkomu- lagi við Breta. Eins og kunnugt er, hefir markað- ur jyrir afurðir vorar aðallega verið á Norðurlöndum, Noregi, Danmörk og Svíþjóð. Til Norðurlanda hefir farið alt saltkjöt, nær öll sild, slldar- Ivsi, porskalýsi, hákarlalýsi og einnig mikið af saltfiski og ull. Til Spán- ar og Ítalíu hefir héðan verið selt mikið af fiski, nokkuð af ull til Ame- ríku og lítið eitt af síld á síðustu ár- um. Framan af striðinu var verzlunin frjáls að mestu leyti. Varð þá verð- hækkun niikil á ýmsnm vörum, eink- um þeim, er Þjóðverjar keyptu. Eu siðan hófst kafbátahernaður Þjóð- verja, í febr. 1915. Þá svöruðu Bret- ar og bandamenn þeirra með þvi, að hindra útflutning varnings úr Þýzka- landi og innflutning pangað. Sumar- ið 1915 gerðu Bretar þetta með þvf að sleppa engu skipi með þýzkar vör- ur og að leggja svonefndar »klausúl- ur< á vörur, sem skip fluttu og þeir náðu í, eða skuldbindingar um það, að þær skyldu eigi verða fluttar til Þýzkalands. Með þessu móti var t. d. mikið flutt héðan af kjöti, gærum fiski o. s. frv. til Danmerkur árið 1915. En síðastliðinn vetur fóru Bretar miklu lengra. Þeir töldu sig haía gengið úr skugga um það, að vörur héðan — og frá Ameriku — sem kæmust til Norðurlanda eða Hoi- lands, kæmu Þjóðverjum, beint eð.\ óbeint, til góða. Beint fyrir þá sök, að þær yrðu meira eða minna flnttar þaðan til Þýzkalands, þrátt fyrir ali- ar »klausúlur*. Óbeint með þvi að vegna innflutnings þeirra til Norður- landa og Hollands yrði meira afgangs í þeim löndum af vörum, framleidd- um þar, til útflutnings handa Þjóð- verjum, ef vörum vorum væri slept þangað (þ. e. til Norðurlanda eða Hol- lands). Þess vegna tóku Bretar þann sið upp að »klausúlera« ýmsar fran - leiðsluvörur, sem vér fáum frá út- löndum. Fyrst og fremst kol og all- ar framleiðsluvörur, sem vér verðum að fá frá Betlandi. Kaupandinn

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.