Ísafold - 21.10.1916, Blaðsíða 2

Ísafold - 21.10.1916, Blaðsíða 2
IS A F OL D varð, til þess að fá vörurnar, að skuldbinda sig, að viðlögðutn háum sektum, til þess að selja alls eigi þær vörur, sem hann framleiddi með inn- ftuttu vöiunni, til óvinaríkja Breta eði til Norðurlanda eða Hollands. Og um vörur, aðfluttar frá öðmm lönd- ura, varð sama upp á teningnum, svo sem steinolíu, striga, salt, tunnur o. s. frv. Þessu komu Bretar í framkvæmd á ýmsan hátt, ýmist með því að neita skipum, sem vörurnar fluttu, t. d. salt frá Spáni, um kol til ferðarinnar Stundum fengu þeir skipaútgerðar- mennina til þess að undirgangast nefndar skuldbindingar með þvl að ógna þeim með því, að þeir fengju engar nauðsynjar sínar frá Bretlandi o. s. frv. Því var svo komið hér, að kol, salt, umbúðir, tunnur, steinolía 0. s. frv. var þannig »klausúlerað«, að ekki mátti láta fisk, sem veiddur var, verkaður eða umbúinn með þess- um vörum, til Norðurlanda eða Hol- lands, ekki láta þangað lýsi, sem láta varð á »klausúleraðarc tunnur, ull í »klausúleruðumt umbúðum o. s. frv. Stórkaupendurnir, eins og t. d. Stein- olíufélagið, urðu svo aftur að heimta slíkar skuldbindingar af þeim, sem þeir seldu aftur í smásölu. Á penna hdtt höfðu kaupmenn oq framkiðendur orðið neyddir til að úti- loka siq ýrá markaði fyrir vorur sin- ar við Norðurlönd og Holland peqar áður en nokkrir samninqar höjðu verið qerðir milli brezku oq íslenzku stjórnarinnar oq án pess að hafa nokkra von um markað jyrir vðrur sínar í staðinn. Það er því mesta fjarstæða hjá M. Þ. og öðrum, að lokað hafi verið nokkrum markaði með samningnum. Þeim markaði var lokað áður, þegar af þeim ástæðum, sem nú voru nefndar. En markaðinum var lokað af enn öðrum ástæðum. Bretar og banda- menn þeirra höfðu einsett sér að stöðva allan innflutning til óvinaríkja sinna. Fyrir pví kom hingað i skeyti jo. marz 1916, sem qekk í qeqnum utanrikisráðuneyti Breta og raðismann peirra kér sú tilkynninq, að brezka stjórnin hefði ákveðið »að stoðva allan útflutninq á allri sild, ull, lýsi, salt- fiski og Ukleqa lika klöti, er framveqis yrði sent ýrá Islandi og kynni að qeta komist til Þýzkalands beint eðaóbeint«. Hins vegar segir í þessu skeyti, að tbrezka stjórnin muni vilja kaupa pann hluta af fiskinum, sildinni, lys- inu, ullinni og líkkqa kjötinu, er Is- land qeti eigi selt til vinapjóða Breta eða hlutlausra landa annara en Norðurlanda oq Hollands*, fyrirverð, er gefi samilegan (reasonable) ágóða. Þvf næst segir í skeytinu. 1. að ísland skuli óhindrað fá kol og aðrar nauðsynjar meðan stríð- ið stendur, 2. a ð allar siglingar skuli verða greiðari, og 3. að íslenzk botnvörpuskip skuli fá óhindruð að selja afla sinn í Fleetwood. Engum kemur til hugar að efast nm það, að Englendingar bæði vildu banna og gætu heft flutning afurða vorra til Norðurlanda. Allir vita það, að þeir eru einráðir á þeim hluta hafanna, sem fara verður héðan til þeirra landá. Hér var því annaðhvort að gera: að missa aðalmarkað vorn án pess að fá nokkurn markað l staðinn, eða að reyna að komast að sem aðqengi- lequstum samninqum við Breta, um pað að pfir keyptu pœr vörur, sem vér hér eftir qatum ekki selt tilSpán- ar, Italiu eða Ameríku, pví að um markað í öðrnm löndnm var ekki að tefla fyrir áðurnejndar vorur. Enn fremur var það sýnilegt af öllu og kom líka glögt í ljós, að Bretar mundu alveg taka fyrir út- flutning kola og annara nauðsynja frá sér til íslands, ef menn hér reyndu til að koma vörum sínum að óvilja Breta framvegis til Norðuthnda eða Hollands. Bæði stjórnin, alþingisnefndin, kaupmannaráðið og stjóru íslenzkra botnvörpunga útgerðarmannafélags- ins, töldu þegar hér var komið einu leiðina að semja við Breta. Og það hefði með réttu verið mjög hallið á stjórnina, ef hún hefði ekki gert það. Ef stjórnin hefði ekki samið við Breta, pá hefði sjdvarútvequr lands- ins bráðlega orðið alveq að hatta, bæði af því að kol, salt og olía hefðu eigi fengist lengur, og af því að al- veg vantaði markað fyrir helztu sjávarafurðirnar. — Landbúnaðurinn hefði og beðið gífurlegan halla, þar sem enginn markaður hefði orðið fyrir kjötið og lítill eða alls enginn fyrir ullina. Ekki þarf heldur að taka það fram, hversu mikill atvinnumissir, vaxtatap og ágóðamissir það hefði orðið, ef annar aðalatvinnuvegur vor, sjávarútvegurinn, hefði otðið að fara i kaldakol alt i einu, og hinn, land- biinaðurinn, að stórlamasr. Þótt undarlegt megi virðast, sýnist M. Þ. ekkert hafa út í þetta alt hugs- að og ekkert kynt sér atvik þau, er lágu til þess, er gert var. M. Þ. segir, að hægt hafi verið að fá frá Ameríku veiðarfæri, kol, steinolíu og salt og alt, svo að við hefðum ekkert þurft að vera upp á Breta komnir. Hægt er að segja hlutina, en stund- um erfiðara að framkvæma þá. En þótt svo væri, sem sýnt skal verða, að ekki er rétt, þá er hinn hnúturinn óleystur: Hvar átti að selja ajmðirnar, pcer sem ómögukgt var að selja nema á Norðurlöndum ? Hverniq atlaði M. Þ. að koma peim i qeqnum herskipaqarð Breta? Salt er keypt frá Miðjarðarhafinu, segir M. Þ. En hverju niáli skiftir það? Veit M. Þ. ekki, að skip með salt þaðan þmfa að komn við í Bret- landi til að fá kol ? En þau koí geta þau ekki fengið, nema saltið væri jafnframt »klausuleraðc. Og er M. Þ. ókunnugt um það, að hvorki fæst salt frá Miðjarðarhafi né olía frá Ameríku, nema samþykki brezks umboðsmanns sé til þess? Og veit M. Þ. það ekki, að kol frá Ameriku mundu, þótt kleift væri að ná þeim, verða um 30—40 pct. dýrari en brezk kol vegna farmgjaldsins ? Og hvaðan ætlaði M, Þ. loks fyrir- yaralítið að fá allan þann skipastól, sem þurfti til að sækja allar þessar vörur til Ameríku ? Hann gætir þess eigi, að þá hefðum vér orðið að fá önnur og miklu fleiri skip en vér nú björgumst við, vegna vega!engdar- innar. Matthíasi fer eins og músinni, sem stakk upp á að< hengja bjölluna á köttinn, en athugaði elcki, .hvaða ráð væru til þess. M. Þ. segist hafa tengið tilboð 12. nóv. f. á. um jo pús. smákstir af kolum jrá Bretlandi. Stjórnin gat ekki haja virt petta tilboð að vettugi, eins og M. Þ. segir, pví að hún hefir aldrei heyrt pað né séð. Hafi M. Þ. fengið það, þá hefir hann gleymt að segja stjórninni frá því. M. Þ. talaði um það i október i fyrra við ráðhena í Khöfn, að hann hefði skrifað einhverjum málaflutn ingsmanni í London viðvikjandi kol- um. Síðan hefir ekkert frá Matthíasi um pessar bréfaskriftir eða kol heyrst eða sést jyr en nú, að hann skrokvar pví, að stjórnin hafi ekki pegið petta boð. En ummæli M. Þ. um þetta tilbpð sýna dálítið verzlunarpekkinqu hans og kunnuqleika á afstöðu brezku stjórnarinnar. Hvernig dettur mann- inum í hug, að brezka stjórnin hafi veitt útflutningsleyfi á %o þús. smá- lestum af kolum í einu til íslands? Og heldur hann vukilega, að brezka stjórnin hefði eigi jafnt tekið fyrir útflutning á þeim kolum sem öðrum, ef til þess hefði komið, að útflutning- ur hingað frá Bretlandi hefði tepst? Eða heldur hann, að þau kol hefðu fengist »óklausuleruð« eftir að sá sið- ur var tekinn upp að »klausulera« kolin ? M. Þ. þykist hafa fengið bréf frá utanríkisráðherra Breta 5. jan. 1915. Þótt ráðherrann telji þá — rétt i önd- verðu'stríðinu — líklegt, að vér fá- um vörur frá Bretlandi, er ekkert á því að byggja, því að þá höfðu Bret- ar alls ekki tekið upp hinar ströngu hernaðarreglur sínar. Bréfið — sem M. Þ. nefnir aðeins til að geta getið þessara bréfaskrifta opinberlega — er ekki hið allra minsta sönnunar- gagn í þessu máli. Það sýnir, að M. Þ. tjaldar í einberu hugsunarleysi öllu því, sem til er og hann hygg- ur í flaustrinu styðja mál sitt. Aldrei hefir slík firra heyrst eða sést sem sú, að Noregur sé ver settur í stríðinu gagnvart Englandi en Island, eins og M. Þ. heldur fram. Noregur, sem er nálægt 30 sinnum fólksfleiri, 60 sinnum rikari en ísland, er mesta siglingaþjóð heimsins, hefir beint samband við Þýzkaland, svo að Bretum er ómögu- legt með herskipum að stöðva sam- göngur milli Noregs og Þýskalands. Það er einmitt af þessari síðastnefndu ástæðu að Norðmenn hafa getað fengið meira fyrir vörur sinar hjá Bretum en vér. En þó hafa þeir orðið að semja við Breta um miklu lægra verð, meira en helmingi lægra á sumu, en þeir hefðu getað fengið í Þýskalandi, og sett útflutmngsbann hjá sér á nær allar afurðir sínar, alt til þess að geta haldið vinfenqi við Breta. Eitt er enn, er sýnir átakanlega, að samningarnir við Breta voru gerðir af óumflýjanlegri nauðsyn. Það er það, að hvorki pýzka, norska eða sanska stjórnin hafði uppi mót- mali qeqn pví, sem qert var. Enn fremur það, að danska stjórnin bland- aði sér ekkert í mdlið, enda þótt verzlunarviðskifti íslands og Dan- merkur hlytu stórkostlega að minka. Nauðsyn samningagerðarinnar vak- ir óljóst fyrir M. Þ., þyi að hann segir, að enginn megi skilja orð sin svo, að vér ættum eigi að semja við Breta um deiluatiiði vor og þeirra. Er þetta meira en gera mátti ráð fyrir af M. Þ. og felur i sér vefeng- ing hans sjálfs á flestu þvi, sem hann segii í grein sinni. B. Samningaaðferðin. M. Þ. spyr: Hvers vegna var þingið ekki kallað s.tman?« Astæður til þess voru þessar: 1. Að enginn tími var til þess. Bretar heimtuðu, að sem allra fyrst yrði út um það mál gert. Liggja fyrir þessu mörg rök. Það var reynt að fá frest til að útkljá málið, en svarað var, að það yrði að gerast strax. 2. Að þingið — allir flokkar — hafði sjá'ft kosið j ýulltrúa til að- stoíar 0% ráðuneytis stjórninni í slik nm málum. Þessir menn voru: Jón Magnússon bæjarfógeti, G. Björns- son landlæknir, Sveinn Björnsson yfirdómslögmaður, Skúli sál. Thor- oddsen alþingismaður og Jóseí Björns- son bændaskólahennari og alþingis- maður. Ekkert hefir verið qert ipessu máli nema í samráði pessara manna og með sampykki peirra. Þíngið hefir sett þessa fulltrúa sína. og virðist M. Þ. ekki vita þetta. Eftir lát Sk. Th. kom sira Kristinn Danielsson í alþingisnefndina. Hefir ekki heldur staðið á samþykki hans til þess, er gera hefir þurft í þessu máli siðan hann kom. Reglugerðin 28. júlí, þar sem bannað er að af- greiða skip héðan til Norðurlandi eða Hollands með fisk, ull, lýsi-o. s. frv. nema brezkor umboðsmaður hafi áður átt kost á að kaupa vöruna, var t. d. sett með fullu samþykki hans, eins og gerðabók alþingisnefndarinn- ar sýnir. 3. En hvað hefði þingið netað gert? Ekki gat það heft hernaðartáðstafanir Breta. Ekki gat það skipað Bretum að gefa hærra verð en þeir sjálfir vildu. Sú skipun hefði auðvitað ekk- ert stoðað. Ekki hefir þingið betra vit á verzlun en þeir menn, sem stjórnin hafði sér til aðstoðar og ráða. Þingið hefði blátt áfram ekkert ann- að getað gert en samþykkja það, sem stjórn og alþingisnefnd lögðu til. Þá kvartar M. Þ. þrisvar í grein sioni yfir því, að hann hafi ekki ver- ið spurður ráða, eða ef til vill send- ur til Bretlands. Um sendingu M. Þ. til Bretlands var víst ekki að ræða, af ástæðum, sem honum eru sjálfum bezt kunnar. Um að spyrja hann til ráða var eigi heldur að ræða, peg ar af ,peirri ástaðu, að hér voru tok á ffölda manna, sem baði hafa betur vit á málinu, eru ábygqikgri, gatnari og vitrari menn, að M. Þ. alveg ó- löstuðum. Stjórnarráðið fekk ráð og tillögur Kaupmannaráðs Islands og stjórnar Félaqs ísknzkra botnvörpuskipaeiqenda. Eru þessir menn gjörkunnugir öllu því, er að sjávarútvegi og verzlun sjávarafurða lýtur, svo að þar hefir M. Þ. ekki tærnar þar sem þeir hafa hælana. Auk þess eru ýmsir þeirra þaulkunnugir verzlun landsafurða. En þar hafði alþingisnefndin líka þaul- kunnugan mann, þar sem var fósef Björnsson. Vizku í þessum efnum þurfti því ekki að sækja til Khafnar. Stjórnarráðið fekk sundurliðaðar tillögur kaupmannaráðs og stjórnar botnvörpungaeigenda um verð, er þeir töldu rétt að fara fram á, og símaði þessar tillögur þegar til Sveins Björnssonar, sem þá var í London. Og allmörg skeyti fóru á milli stjórn- arinnar og Sv. B. um verðlagið. Vai alt gert, sem í stjórnarinnar valdi stóð, til að fá ákveðið sem hæst verð. Enda ræður það að likindum> pvi að hvað qat isknzka stjórnin gratt á lágu verði? Ekki annað en ópðkk og ef til vill hatur landsmanna, að minsta kosti í bili, meðan málið var eígi fullljóst mönnum. M, Þ. segir að þetta hafi verið gert bak við þjóðina. Er þetta svo að skilja, að maðurinn ætlist til að slíkar samningagerðir sem þessar og á þeim tímum, sem þá vor'u, væru lagðar undir þjóðaratkvæði eða fyrir fram ræddar opinberlega í blöðum? Annað getui M. Þ. varla átt við, ef þessi orð hans eru þá ekki sögð alveg út í bláinn. C. Etni saniningsins. Þegar M. Þ. talar um þetta atriði, kemur það í ljós, að hann hefir ekki huqmynd um pað, sem hann skrifar um. Hann fullytðir, að landstjórnin hafi gripið »til þeirra örþrifaráða að selja afurðir landsins fyrir þetta dæmalausa verð,« að landstjórnin hafi »lögfest sölu íslenzkra afurða fyrir verð út í loftið.« Þetta er hvort- tveggja sagt alveg út i loftið hjá M. Þ. Það, sem um er að tefls, er þetta: Bretar ákveða að hefta innflutninq fisks, ullar, gara, kjöts og slldar til Norðurlanda oq Hollands. Það af pessum vörum, sem eiqi er markaður jyrir í 'óðrum hlutlausum londum eða bandalöndum Breta, bjóðast peir til að kaupa fyrir ákveðið verð, er gildi fyrstum sinn fyrir árið 1916, en end- urskoða skuli verðið, hækka það til- tölulega fyrir næsta ár, ef framleiðslu- kostnaður hér eykst, en lækka það tiltölulega, ef framleiðslukostnaður hér lækkar. Fiskmarkaður vor á Spáni hefir t. d. verið alveg opinn. Menn hafa litinn eða engan fisk selt héðan til Englands í ár. Eftir að ráðstafanirn- ar, sem gera þurfti samkvæmt samn- ingnum og kröfum Bretn, voru gerð- ar, hafa menn alment selt fisk sinn til Spánar fyrir 10—20 pct. harra verð en enska verðið. Gærur hafa menn keypt mikið til að senda til Ameríku. Síld munu menn og senda þangað. Markaður fyrir ull hefir áð- ur verið nokkur í Ameríku, en mun enginn hafa verið þetta ár, afaltöðr- um ástæðum en samningagerðinni við Breta. Það er leiðinlegt, þegar menn í opin- berri stöðu, eins og M. Þ., láta sér sama að skrifa opinberlega um hluti, sem þeii bera ekkert skyn á^eða mis- skilja, eða ella rangfæra viljandi. Því að um annaðhvcrt er hér að tefla: M. Þ. hefir annaðhvort ekkert' kynt sér málið eða misskilið pað frd rót- um eða hann fer vísvitandi ranqt með. Og er hvorugur kosturinn góður. Og hveiju einhverir gamansimir eða miður góðgjarnir náungar kunna að hafa skrökvað að M Þ. til að láta hann hlaiipa með um efni þessara samninga, getur landstjórnin enga ábyrgð tekið á. Sinnleikurinn er þes ,i: Landstjórn- in hefir útveqað momium markað fyrir vörur { Bretlandi, sem peir heiðu að öðrum kosti hvergi getað selt, miðan strlðtð stendur. En hún hefir enqa sölu löqjest, ekki lofað Bretum svo miklu sem fiskugqa, auk heldur meira. Enda er brezku stjórn- inni alt annað en kippsmál að kaupa afurðir vorar. Hún vildi langhelztað' vér gætum fengið nógan markað fyr- ir þær allar í þ.im löndum, er hún vill leyfa sölu til. Frá hennar sjónar- miði — og reyndar allra hugsandi og óhlutdrægra manna hér líka — eru þetta ómetanleq hlunnindi, er brezka stjórnin Veitir oss. Hdn hefði vel getað sagt við oss: Eg heftí sölu pina íil Norðurlandd oq Hol- lands, oq pií verður sjálfur að sjá um að fá markað fyrir hana annarsstaðar. Eg skifti mér ekkert af pvi. Hern- aður er hernaður oq eg beiti að eins aflinu. Það verðið pið að hafa eins oq aðrir. Þetta hefir brezka stjórnin ekki gert, og megum vér þakka fyr- ir, að ekki hefir tekist ver til núi ái þessum hörmungatímum. D. Verðlagið. Eins og tekið hefir verið framr leitaði stjórn og alþingisnefnd upp- lýsinga um það, hvaða verð ætti að fara fram á við brezku stjórnina. Með bréfum dags. 4. apríl þ. á. gerðu Kaupmannaráðið og stjórn Félags islenzkra botnvörpuskipaeig- enda tillögur um þetti. Þessar til- lögur með breytingum til hækkunar,. er stjórn og velferðarnefnd taldi rétt að gera, voru svo símaðar til Sveins Björnssonar. Sjálfur hafði hann mjög marga fundi og mikil bréfaskifti vi& þá menn, er sömdu við hann af hendi brezku stjórnarinnar. Auk þess hafði hann aðra aðstoð í Lond- on. En eigi náðist svo hátt verð, sem farið var fram á. Um kjötverðið, sem óútkljáð var í vor, hefir Bjöm bankastjóri Sigurðsson einnig samið. Til marks um að alt hafi verið gert, sem unt var i því efni, skal þess getið, að séra Kr. Daníelsson, sem< tílheyrir andstöðuflokki stjórnarinnar, samþykti kjötverð Breta í haust, er hann sá hvernig atvik lágu og bréfa- og skeytaskifti nm málið. Stjórnin er sér þess meðvitandi að hún hafi gert það, sem henni var unt, til þess að fá sem bezt verð fyrir vörur landsmanna. Hún er óhrædd við að leggja það mál — og alt samningnum við Breta viðkom- andi — fyrir þingið á sinum tíma, og hún óttast ekki dóm þjóðarinnar, þegar æsingurinn er horfinn, eða sög- unnar fyrir afskifti sin af þessu máli^

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.