Ísafold - 21.10.1916, Side 4

Ísafold - 21.10.1916, Side 4
4 ISAf OLD Færeysk þilskip til sölu Upplýsingar gefur Kr. O. Skagfjörö. Við þökkum innilega öllum þeim er heiðruðu minningu bróður okkar, Páls Asgeirssonar, við jarðarför hans, 17. þ. m., með nærveru sinni og minn- ingargjöfum. Systkini hins látna. Hvernig halda menn þá, að ís- lendingum hefði gengið að koma af- urðum sinum til Norðurlanda gegn vilja Breta ? Og hvernig halda menn, að að- flutningum til landsins hefði verið farið, ef vér hefðum ekki reynt að halda vinfengi við Breta? Loftskeytastöðin kemur. Hingað er nýkomin fregn um, að nú sé fengið útflutningsleyfi á loft- skeytatækjum til Ioftskeytastöðvar hér I Reykjavík — frá Bretlandi. Er nú loks það merka mál að komast í framkvænrd. Ekki hefði þetta tekist, án brezku samnitiQana. Nýtt árásarefni — Dý ósaimiudi. í >Landinu« í morgun er, svona á síðustu stundu, fitjað upp á nýju árásarefni, nýjum ósannindum á Svein Björnsson. Er það út af tolljrumvarpinu frá siðasta þingi. Hann er lýstur ósannindamaður að því, að hinir velferðarnefndatmenn- irnir hafi verið meðflutningsmenn frumvarpsins og reynt að sanna það með þvi, að þeir hafi ekki verið ýmsum atriðum frv. samþykkir. Að »Landiðt fer hér með gífur- legustu ósannindi er sannanlegt með pingtíðindunum. Þeir voru allir vel- ferðarnefndarmennirnir flutnings- menn. En tóku það og fram allir — líka Sv. Bj. — að ýmsum atriðum frv. væru þeir ekki samþykkir og væri það aðallega fram komið til að koma milinu inn í þingið og breyt- ingar sjálfsagðar. Og er frv. var felt, sagði öll vel- ferðarnefndin af sér og má á því marka, hvort Sv. Bj. stóð einn uppi með það. Hversu miklu, sem >Landið* eyðir af svertu og pappír — getur það því eigi klínt þessum ábutði á Sv. Bj. fremur en öðru af sama tagi — heldur að eins reynt að seðja sína eigin og herra sinna róglöngun í garð þess manns, sem mun þó i rauninni óseðjandi. Yfirlýsing. Að gefnu tilefni, enn á ný, lýsi eg því hér með yfir, að það er ósatt, að eg hafi sagt, að Landsbankinn hafi borgað herra Matthiasi Þórðar- syni nokkra upphæð, stærri eða smærri, fyrir að skrifa greinina um >enska samnirtginnc. — Og það gildir mig einu, hve margir sögu- berar eru fengnir fyrir því, hvort sem þeir eru frændur M. Þ. eða einhverjir óvaldir strákar afgötunni. Reykjavík, 21. okt. 1916. Jakob Möller. Ahrif brezka samningsins. Það hefir margoft verið tekið fram í aðaldráttum, að ef ekki hefði verið samið við Breta, hefð- um vér: 1. Veriö markaðslausir fyrir helztu afurðir vorar, og að annar að- alatvinnuvegur vor, sjávarút- vegurinn, hefði orðið að leggj- ast niðu>-, og 2. Vér hefðum orðið útilokaðir að fá kol, sait og aðrar nauðsynja- vörur til framleiðslu vorrar. En það má benda á dæmi, sem daglega koma fyrir, dæmi, sem sýna það, hversu áriðandi oss er að halda vinfengi við Bretland. Skulu hér fáein nefnd: 1. Landsíminn þurfíi -að fá vír til símagjörðar frá Khöfn. Efnið í vírnum er að 40—-50 % þýzkt. En Bretar hafa ákveðið, að engin vara, sem í væri meira en 25 % af þýzku efni, mætti sleppa frá nokkru hlutlausu landi annars. En í þessu tilfelli hefir hún veitt íslenzku stjórninni sér- staka undanþágu, og því getum vér haldið áfram að bæta síma vora. 2. Nýlega hefir brezka stjórn- in veitt útflutningsleyfi á tœkjum til þráðlausrar firðritunarstöðvar frá Bretlandi til Islands. Allir vita, hversu nauðsynleg íslandi hún er. En dettur nokkrum skynbær- um manni nú í hug, að slíkt leyfi hefði fengist, ef vér hefðum verið í ónáð Bretans, ef vér hefðum enga samninga gert við hann, heldur reynt — auðvitað árang- urslaust — að lauma vörum vor- um í gegnum hergarð Breta? 3. Netjagarn kom bingað ný- lega, er keypt var fyrir milligöngu firma, sem af þjóðernisástæðum — ekki af öðru, því að firmað er mjög heiðarlegt og hvergi við brot á hernaðarráðstöfum Breta brugðið — er í ónáð Breta í stríð- inu. Því vilja Bretar útiloka verzl- un við það. En fyrir sérstaka tilhliðrunarsemi og' lipurð um- boðsmanns Breta hér, fékk ráð- herra þessa vöru leysta, og kaup- endurnir mega þakka það því einu, að vér erum í vinfengi við Bretaveldi. »Landið« hafði auðvitað þegar hlaupið með þau ósannindi, að garnið fengist ekki leyst, 0g að ráðherra gæti ekkert — og sjálf- sagt vildi ekkert — liðka það mál. En sú »Lands<-lýgi er ekk- ert verri en hinar — og það munar ekki um einn blóðmörs- kepp í sláturtíðinni. Það sér ekki högg á vatni, þótt einni lýginni sé hrundið, því að af svo miklu er að taka. Mörg fleiri dæmi mætti telja. En þessi nægja til að sýna, hverja þýðingu það hefir um tilveru þjóðar vorrar nú sem stendur að halda vinfengi við Bretland. ReykjaTÍinr-annáll. Á svarta listann kváðu Bretar hafa sett nýlega fjögur hérlend verzl- unarhús. Eru það A. Obenhaupt, Schannong8 Morihment Atelier O. Farimagsgade 42. Köbenhavn O. Verðskrá með myndum ókeypis Brúkuð innlend Frímerki kaupir hæsta verði Sig. Pálmason, Hvammstanga. Líbkistur frá einföldustu til fullkomnustu gerðar Líkklæði, Líkvagn og alt sem að greftrnn lýtur, fæst ávalt hjá Eyv. ^.rnasyni Verks.niðjan Laufásvegi 2. Brauns-verzlanirnar, H. Th A. Thom sen og síldarolíuverksmiðjan Ægir. Áttræðisafmæli Magnúsar Stephen- sen landshöfðingja var minst með veif- um á stöug um allan bæ. Mjög margir bæjarbúar sóttu hann og heim. Nefnd manna hefir gengist fyrir því, að láta búa til brjóstmynd af honum úr eiri og er ætlast til, að hún fái samastað í alþingishúsinu. Guðsþjónustur á morguu í dóm kirkjunni kl. 12 á hád. síra Jóhann Þorkelsson (ferming), kl. 5 síra Bjarni Jónsson. — í Fríkirkjunni í Hafnar- firði kl. 6 síðdegis síra Olafur Ólafsson (missiraskifti). I Fríkirkjunni f JRvík kl. 12 sr. Ól. Ólafsson (missiraskifti) og kl. 5 sr. Haraldur Níelsson. Sextugsafmæli átti frú E1 í n B r i e m Jónsson þ. 19. þessa mán. Þau voru tvíburar, Páll amtinaður og hún. Frú Elín er ein af mestu merkis- konum þessa lands; hefir starfað mikið að aukinni mentun kvenna til munns og handa, verið forstöðukona kvenna- skóla um mörg ár, gefið út »Kvenna- fræðarann« o. s. frv. Skipstrand. Þilskipið »Resolut«, eign Duus-verzlunar strandaði í fyrra- dag í Grindavík, á leið til Vestmann- eyja. Skipverjar björguðust, en skipið sjálft kvað mölbrotið. ísland fór héðan áleiðis til útlanda í gær með fjölda farþega. Meðal þeirra voru: Guðmundur Kristjáns- son skipstjóri og frú hans, Jón Espholín vélamaður, Pétur Ólafsson konsúll, Forberg landssímastjóri, Guðm. T. Hallgrímsson læknir, Leifur Böðvars- son verzlm., Sig. Guðmundsson, Sverre Hansen, Sveinn Þórðarson, Arni Böðvars- son, Ahlmann og Krebs danskir verk- fræðingar, frú Helga Johnson, frú Guðrún Egilson, frú Briet Bjarnhéðins- dóttir, frú Hlíðdal, frú Anna Þorvarðar- son, Englendingar tveir, West og In- gram, ungfrú Áslaug Stephensen, Friðrik Ólafsson skipstjóri, Þ. Svelns- son bókhaldari o. fl. Eg tmdirrifaður tek að tnér að gera leigusammnga og sjá um smíðar og allan útbúnað á skipum í útlöndum næsta vetur. Ennfremur kaupi og sel eg skip fyrir þá, er þess óska, leigi skip til’ flutninga og sé um að fá öll skírteini lög- lega samin. Öll ómakslaun verða sanngjörn, eða prósentvis eftir sam- komulagi. Símið eða skrifið til Guðm. Jirisfjánssotiar, sHípsíjóra Sankt Hansgade Í7l, Köbenhavn N. Bolinder's mótorar. Hversvegna er þessi mótortegnnd viðsvegar um heim þ. á. m. einnig í Ame- ríku, álitin standa öllnm öðrnm framar? Vegna þeas að verksmiðja sú er smiðar þessa mótora hefir 20 ára reynsln I mótorsmiði og framleiðir einungis fyrsta flokks vélar. Hefir eingöngu þaul- vana verkamenn. Yerksmiðjan býr til allskonar mótora fyrir báta og afl- stöðvar og hverja aðra notkun sem er. Ennfremur hráolíumótora og flyt- janlega mótora með 3 til 320 bestöflum. BOLINDER’S mótorar ern ódýrasta, einfaldasta og ábyggilegasta aflsuppspretta Bem til er. Verksmiðjan framleiðir einnig mótorspil og mótordælur. BOLINDER’S verksmiðjurnar i Stockholm og Kalihiill, eru stærstu verksmiðjurnar á Norðurlöndum í siuni röð. Hafa yfir 1500 starfsmenn, og er gólfflötur þeirrar deildar, er eingöngu framleiðir bátamótora 100.000 □ fet. Árleg framleiðsla 60.C00 hestöfl. Yfir 10.000 BOLINDER’S mótorar með samtals 350.000 hestöflum eru nú notaðir nm allan heim, í ýmsum löndnm, allssfaðar með góðum árangri. Yfir 3000 fiskiskip nota nú BO- LINDER’S mótora. Stærsti skipsmótor smíðaður af BOLINDER’S verk- smiðjunni hefir 1.500 hestöfl. 20 hestafla mótor eyðir að eins ca. 260 grömmum af hráolfu á kl.stund pr. hestafl. Með hverjum mótor fylgir nokkuð af varahlutum, og skýringar um uppsetningu og hirðingu. Fengn Grand Prix I Mrien 1873 og sömu viðnrkenningu í Paris 1900. Ennfremur hæðstu verðlaun, beiðurspening úr gulli, á Alþjóðamótorsýn- ingnnni i Kböfn 1912. BOLINDER’S mótorar hafa alls fengið 5 Grand Prix, 140 Heiðurspeninga og 106 Heiðursdiplómur, sem munu vera fleiri viðurkenningar en nokkur önnur verksmiðja á Norðurlöndum i sömu grein hefir hlotið. Þau fagblöð sem um allan heim eru i mestn áliti mótorfræðinga meðal, hafa öll lokið miklu lofsorði á BOLINDER’S vélar. Til sýnis hér á staðnum eru m. a. ummæli: The Motor Boat, The Motor World, The Shipping World, Shipping Gazette, The Yachtsman, The Engineer, The Marine Engineer tfc Naval Architect. Auk þess hefir m. a. Prof. Nansen, sem notað hefir BOLINDER’S vélar i skip sln, hrósað þeim mjög. Einn eigandi BOLINDER’S mótors skrifar verksmiðjnnni: »Eg er harðánægður með vélina. Hefi látið hana ganga 4 þúsund milur i mis- jöfnu veðri, án þess nokkru sinni að taka hana i sundnr eða hreinsa hanac. Fjöldi annara meðmæla frá vel þektum útgerðarmönnum og félögum er nota BOLINDER'S vélar, eru til sýnis. Þeir bér á landi sem þekkja BOLINDER’S mótora eru sannfærðir um að það sé i beztu og hentugustu mótorar sem hingað hafa flnzt. BO- LINDER’S mótora er hægt að afgreiða með mjög stuttum fyrirvara, og flestar tegundir alveg um hæl. Varahlutir ávalt fyrirliggjandi hér á staðnum. Aðgengilegir borgunarskilmálar. Allar upplýsingar viðvikjandi mótorum þessnm gefur G. EIRÍKSS, Reykjavík. Einkasali á íslandi fyrir J. & C. G. Bolinder’s Mekaniska Verkstads A/B Stockholm. Útibú og skrifstofur I New York, London, Berlin, Wien, St. Petersburg, Kristjaniu, Helsingfors, Kaupmannahöfn etc. etc. Reykjavfkur Apótek mælir með sínu ágæta og alþekta Kreólíni til fjárböðunar, sem viðurkent er af Stjórnarráði íslands.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.